Morgunblaðið - 06.02.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1948, Blaðsíða 2
I 9 f 0* MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. febrúar 194§ Fjárhagsáætlun Meykjavákurhæjar: Haldið verður áfiram umbótum í húsnæðismálum, bætt aðstaðo útgerðarinnar og óflugur stuðningur A fundi í bæjaistjórn Reykja víkur í gær var fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1948 til síð- ari umræðu. Hóf Gunnar Thoroddsen borg arstjóri umræður um fjárhags- áætlunina. Gat hann þess í upp- hafi máls síns, að hann hefði á síðasta fundi, er fjárhagsáætl unin var lögð fram, gert ítar- lega grein fyrir afkomu bæjar- ins, á s.l. ári og framkvæmd- um, sem unnið hefði verið að á vegum hans og stofnana hans. Gæti mál hans af þeim ástæð- um því orðið styttra nú. Síðan ¦ 'Bneri borgarstjóri sjer að sjálfri íjárhagsáætluninni. Þau vinnu brögð hefðu verið við höfð, að bæjarráð hefði rætt öll erindi, sem borist hefðu ásamt breyt- Sngartillögum, sem þar hefðu 'komið fram. Það hefði síðan komið sjer saman um nokkrar breytingartillögur, sem allir flokkar þess stæðu að. En auk þess hefðu nú verið lagðar fram aðrar breytingartillögur frá hin um ýmsu flokkum. Breytingartillögur bæjarráðs. Borgarstjóri gerði síðan grein fyrir þeim breytingartillögum, .sera bæjarráð stóð sameiginlega 'feð. Fyrsta tillagan var um hækk- un til tannlækninga í skólum, úr 130 þús. kr. í 150 þúsund. Fjárveiting til þessa hefði verið miðuð við það að einn tannlækn jr starfaði í hverjum hinna 4 barnaskóla bæjarins. En tannlæknarnir hefðu að- eins unnið hálfan daginn í skól unum en hinn helminginn hefðu þeir stundað atvinnu "¦ sína annarsstaðar. Með viðbót- f.rfjárveitingunni væri hinsveg ar að því stefnt, að fá einn skóla tannlækni, sem unnið gæti í þágu skólanna allan daginn. Næsta breytingartillaga var urn að lækka ræstunarkostnað Austurbæjarbarncskólans, sem "þótt hefði óeðlilega hár, úr 170 þús. í 130 þús. kr. Hinsvegar Jegði bæjarráð til að viðhalds- kostnaður sama skóla hækkaði um sömu upphæð. Þá lagði bæjarráð til að Lúðrasveitin Svanur fengi 25 þúsund kr. styrk, þar af 15 þús. kr. til hljóðfærakaupa. Sú upp- hæð hefði einnig v'erið á'síðustu fjárhagsáætlun en ekki verið r>otuð vegna þess að hljóðfær- Jn hefðu ekki fengist. Hjer væri því einungis um endurfjárveit- ingu að ræða. Hækkun til íþrótíamála Þá skýrði borgarstjóri frá því að brjef hefði borist frá íþrótta- bandalagi Reykjavíkur þar, sem farið væri fram á íhlutunarrjett því til handa um það, hvernig þv'í fje væri varið, sem veitt væri til íþrótta og útiveru. — Eæjarráð hefði fallist á að æski legt væri að hafa samráð við þessi samtök, sem öll íþrótta- f jelög i bænum væru í, um þessi mál og lagði því íil að ein heild- arfjárveitíng væri veitt til þeirra og skyldi henni varið eft- ir ákvörðun bæjarráðs að fengn um tillögum í. B. R. Jafnframt lagði bæjarráð til að upphæðin yrði hækkuð um 40 þús. kr. vegna umsókna, sem feorist hefðu vegna ýmsra í- þróttafara og framkvæmda í þágu íþróttalífsins í bænum. í þessu sambandi skýrði borg- við íþróttir og heilbrigðismál Tillögur Sjálfstæðismanna og ræða borgarstjóra á bæjarstjórnarfundi í gær arstjórí frá því að íþróttaráðu- nautur bæjarins hefði sagt starfi sínu lausu vegna þess að fræðslumálastjórnin hefði sett það að skilyrði fyrir því að hann gæti tekið að sjer starf við Há- skólann. Þá lagði bæjarráð til að Skóg ræktarfjelag Reykjavíkur fengi 30 þús. kr. styrk og væri það sama upphæð og áður. Til sorpeyðingarstöðvar lagði bæjarráð til að tekinn yrði upp nýr liður, 250 þús. kr., byrjunar- framlag. Ennfremur að liðurinn til fasteignakaupa og innlausn- ar á erfðafesturjettindum yrði hækkaður um hálfa milj. kr. upp í eina milj. kr. Væri sú hækkun óhjákvæmileg vegna kaupa bæj- arins á fasteignum í sambandi við skipulagsbreytingar. Til leikvalla og dagheimila lagði bæjarráð til að 800 þús. kr. yrðu veittar. Síðasta breytingartillaga bæj- arráðs var um að taka upp nýj- an lið, 1 milj. kr. framlag tiL. síldarverksmiðju í samræmi við fyrri samþyktir bæjarstjórnar. Breytingartillögurnar hækka útgjöldin um 2,3 mil.j. kr. Þegar borgarstjóri hafði skýrt breytingartillögur bæjarráðs skýrði hann frá því að þær mundu hækka útgjöldin um 2,3 miljónir króna og svaraði það til þess að heildarútsvarsupp- hæðin þyrfti að hækka um 5 af hundraði, en sú hækkun væri í nákvæmu samræmi við fólks- fjölgunina í bænum á árinu 1947 en hún hafði orðið 5 af hundraði. Þá gat borgarstjóri þess að reynt hefði verið að ná sam- komulagi í bæjarráði um lán- töku vegna Sogsvirkjunarinnar en það hefði ekki tekist. Bæjar- ráð stæði því ekki sameinað að slíkri tillögu en hún myndi verða flutt af einstökum bæjar- fulltrúum. Þörf nýrra skólabygginga Borgarstjóri mintist þessu næst á það, að við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar, hefði verið samþykt tillaga um að fela fræðsluráði að gera áætlun um skólaþörf bæjarins á næstu árum. Hefði fræðslufulltrúi unn ið að henni og hefði hún nú ver- ið lögð fram. Kvað hann mikla nauðsyn bera til þess að koma upp nýj- um skólum í bænum, bæði vegna hinnar miklu fólksfjölgunar og breytinga þeirra, sem gerðar hefðu verið á fræðslulöggjöf- inni. Er þessi áætlun um skóla- þörfina birt á öðrum stað í þlað- inu. Borgarstjóri kvað það velta á fjárhagsgetu bæjarsjóðs og rík- issjóðs, hvernig gengi að fram- kvæma þessa áætlun. En skóla- byggingarnar hlytu einnig að koma til kasta Fjárhagsráðs þar sem fjárfestingarleyfi þyrfti til þeirra. A s.l. ári hefði skóla- byggíng fyrir íbúa Kleppsholts- ins strandað á því að fjárfést- ingarleyfi fjékst ekki. Þá gerði borgarstjóri einnig grein fyrir þremur hækkunar- tillö»um frá fræðsluráði í sam bandi við fjárhagsáætlunina vegna kostnaðar við skólana. Námu þær samtals 100 þús. kr. Sameiginlegt álit í húsnæðis- málunum. Bæjarstjórn varð sammála um að bera fram sameiginlegt álit þeirra flokka, sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn, um þá stefnu, er tekin verðúr í húsnæðismálun- um. Alit þetta er mjög samhlj. þeirri tillögu er Sjálfstæðis- menn höfðu gert og ætluðu sjer að flytja, er ekki varð vitað um samkomulags vilja hinna flokk- anna. Alitið er svohlj.: Bæjarstjórn ítrekar fyrri stefnu- yfirlýsingar sínar um að útrýmt verði heilsuspillandi íbúðum í bænum. Hún hef ir í þeim tilgangi bygt 72 íbúðir við Skúlagötu, sem allar voru teknar til afnota á s.l. ári og 32 íbúðir við Miklubraut, sem tilbúnar verða í ár. Til þess að ná því marki, er að framan greinir, telur bæjarstjórnin eink- um nauðsynlegt: Að lögð sje rík áhersla á að Ijúka byggingu þeirra íbúðar- húsa, sem nú eru í smíðum. Að haldið sje áfram íbúðar- húsabyggingum svo sem áður er ráð fyrir gert og lögð á það meg- in áhersla að koma upp tveggja og þriggja herbergja einföldum heilsusamlegum íbúðum. Bæjarstjórnin skorar því á rík- isstjórn og Fjárhagsráð að gera þessar framkvæmdir mögulegar með nauðsynlegum fjárfestingar leyfum og lánveitingum samkv. ákvæðum 3. kafla laga nr. 44, frá 1946 um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa, enda sje þessum byggingarframkvæmdum tryggt mannafl og efni með því m. a. ef nauðsyn krefur, að fresta öllum framkvæmdum sem ekki eru jafn aðkallandi vegna al- menningsheilla. Ályktunartillögur Sjálfstæðismanna. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- manna lögðu fram svohljóð- andi tillögur til ályktunar í sam bandi við afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar: Franikvsemdasjóður. Bæjarstjórn samþykkir að láta renna í framkvæmdasjóð það af stríðs gróðaskatti, sem umfram verður eina milljón króna af því sem kemur í lilut bu-jarins. Skattamál. Bæiarstjórn Reykjavikur skorar á Alþingi að breyta gildandi skattalög gjöf í það horf, að hlutur bæjar- og sveitarsjóða af stríðsgróðaskatti verði aukinn npp í 75 af hundraði. Sparnaður í rekstri bæjarins. Bæjarstjórn ályktar að fela hag- fræðingi bæjarins og forstöðumanni endurskoðunarskrifstofu bæjarins að halda áfram þvi starfi, sem þeir hófu a síðastliðnu ári, samkv. ályktun bæj arstjóraar, að gera tillögur um endur bætur og sparnað i rekstri bæjar og bæjarstofnana, i samráði við forráða menn hverrar starfsgreinar. Vöggustofa. Bæjarstjórnin telur hina brýnustu þörf á að koma upp vöggustofu hið allra fyrsta og telur húsið Hliðarenda henta vel til þeirra nota. Felur hún bæjarráði og borgarstjóra að láta nú þegar fara fram núkvæma athugun á því, hvort húsið henti best til þess að vera vöggustofa, dagheimili eða leikskóli. HúsnæSi uhgbarnaverndar. Bæjarstjórn telur, að húsnæði það. sem ungbarnavernd Líknar á við að búa, sje alveg ófullnægjandi, og felur borgarstjóra að halda áfram tilraun- um til þess, í samráði við bæjarráð, hjúkrunarfjelagið Líkn og fjelags- málaráðuneytið, að útvega hentugt húsnæði fyrir ungbarnaverndina, þangað til reist hefur verið heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Fávitahæli. Bæjarstjórn Reykjavíkur skorar enn á Alþingi og ríkisstjórn að koma sem fyrst á fót fávitahæli eins og lög nr. 18 frá 1936 gera ráð fyrir. Þykir bæjarstjórn miður að ekkert skuli hafa orðið úr framkvæmdum á síð- asta ári, enda þótt f je væri heimilað í þessu skyni í fjárlögum fyrir 1947. íþróttamál Bæjarstjórn ákveður að haga fram kvæmdum og undirbúningi á íþrótta svæðinu í Laugardalnum á þessu ári í samræmi við tillögu Laugardals- nefndar þannig: Að lokið sje við að gera stóra fram ræsluskurðirm úr Laugardalnum til sjávar. Að jafnframt sje endurskoðuð heild arframræsluáætlunin og framræsl unni haldið áfram, svo að henni verði allri lokið á árinu. Að byrjað verði á því að sljetta landið fyrir iþróttaleikvanginn. Að fyrri áætlanir um íþróttaleik- vanginn sjeu endurskoðaðar - af Laugardalsnefnd og endanlegar til lögur síðan lagðar fyrir bæjarstjórn Að gerðar sjeu teikningar að sund laugum og mannvirkjum í sam- bandi við þær, i samræmi við sið- ustu tillögur Laugardalsnefndar, og byrjað á framkvæmdum að fengnu samþykki bæjarráðs. Æskulýðshöll og tómstundabeimili. Bæjarstjórn Reykjavikur ályktar að lýsa yfir eftirfarandi: Ef mynduð verða almenn samtök æskulýðsfjelaga í bænum, sem standa almcnningi opin, án tillits til stjórnmálaskoðana, í þeim til- gangi að byggja og reka æskulýðs- höll, tjáir bæjarstjórnin sig reiðu- búna til að leggja til ókeypis lóð undir slíka byggingu og greiða 50% byggingarkostnaðar, enda greiðist þá byggingarkostnaður, scm svarar 40% úr fjelagsheimila sjóði, en 10% grciðist af fjelaga- samtökunum. Framlag bæjarins er þvi skilyrðl bundið, að samkomulag náist við samtök æskulýðsfjelaganna um fyr irkomulag og rekstur stofnunar- innar. Jafnframt verði stcfnt að því að -koma upp tómstundahcimili fyrir börn og unglinga í hinum ýmsu bæjarhverfum. Felur bæjarstjórnjn barnavérndarnefnd og lcikvalla- og dagheimilanefnd að gera áætlun um þöif slíkra heimila og leggjfi fyrir ba'jarstjórn tillögur um frara kvæmdir. tJtvegsmál. Á undanförnum árum hefir bæjaií stjórnin stuðlað að kaupum 10 ný i tísku togara og 13 nýrra vjelbáta til bæjarins. Af þessum 10 togurum eru 6 þegar komnir og hinir 4 væntan- legir á þessu ári. Af vjelbátunum eru 12 komnir og einn væntanlegur inn an skamms. Nú verður að leggja höfuðáherslii á að bæta aðstöðu til útgerðar frá bænum. 1 þessu sambandi vill bæ'jarstjórnirj leggja áherslu á, að þegar á þessu ári verði framkvæmdur sá hluti af tillögum hafnarstjórnar um stækkurs á höfninni, sem nær til byggingar gai-ðs frá Ingólfsgarði, lengingar Ing; ólfsgarðsbryggju og byggingar einnar nýrrar bryggju í kvínni austan Faxa garðs. Bæjarstjórnin vill í framhaldi af forgöngu sinni um byggingu nýrrar síldarverksmiðju, sem ákveðið hefir verið að verði í skipi, sem hafi bæki- stöð í Reykjavík, leggja áherslu á að skipinu verði búinn staður vestur við Grandagarð. Bæjarstjórnin ákveður að þegar skuli hafist handa um lagningu Mýr argötu frá Ægisgötu að athafnasvæði vesturhafnarinnar, til að bæta sam- " göngur við vesturhluta hafnarinnar, Ræddi borgarstjóri nokkrar þessara tillagna en kvað sum- um þeirra verða gerð skil af öðrum bæjarfulltrúum Sjálf- stæðismanna. í sambandi við húsnæðismál- in, sagði borgarstjóri, að treg- lega hefði gengið að á fram- lag ríkissjóðs til þeirra bygg- inga, sem bærínn hefði ráðist inga, se mbærinn hefði ráðist í. Erinfremur hefði synjun á fjárfestingarleyfi hamlað fram kvæmdum. Eri hann kvaðst vona að Fjárhagsráð sæi hina brýnu nauðsyn fyrir aukningu íbúðarhúsnæðis í bænum. Varðandi sparnað á rekstri bæjarins væri það að segja, að nefnd hefði unnið að því, að gera tillögur um það og hefði hún skilað áliti. Mætti vænta ýmsra endurbóta í þessu efni. Hann kvað vöggustofu vera már, sem mikil nauðsyn væri á að leysa. Ef húsið Hlíðarendi yrðj tekið til þeirra nota þyrftí að sjá leikskólanum, sem þar hefur verið fyrir öðru húsnæði. Um byggingu fávitahælis, sagði borgarstjóri, að það væri mjög illa farið að þrátt fyrir það að Alþingi hefði árið 1936 sett löggjöf um byggingu slíkr ar stofnunar fyrir forgöngu frú Guðrúnar Lárusdóttur, þá skyldi enn ekkert hafa verið aðhafst í því máli. I fyrra hefði Alþingi samþykt tillögu um fjárveitingu til þess aS hefja. framkvæmdir, frá Jó- hanni Hafstein og sjer. En enni hefði samt ekki verið hafist handa. Tvær lánsheimildir. í lok ræðu sinnar minntist bor£arstjóri á tvær lánsheim- ildir, sem bæjarráð legði til aðí veittar yrðu. í fyrsta lagi til framkvæmda við hagnýtingu jarðhitans í Mosfellsdal og í öðru lagi til að. taka bráða- birgðalán til greiðslu á dagleg um útgjöldum bæjarsjóðs, enda verði láni grei tt af tekjum árs- ins 1948.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.