Morgunblaðið - 11.05.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. maí 1948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson, Ritstjórn, auglýsingaí og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlandj, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakiö. 75 aura með Lesbófe. Lýðræðisírjettir NLJ SKRIFA þeir í Þjóðviljanum hverja síðuna af annari, um það, að stjórnarflokkarnir sitji á svikráðum við lýð- ræðið í landinu(!) En kommúnistar sjeu hinir sönnu iýð- ræðissinnar(!) Þetta er alveg eftir kokkabókum Komin- form. Þar er kommúnistum allra landa gert að meginreglu, að þykjast styðja þau málefni, sem þeir ætla að svíkja. Þeir þykjast vinna fyrir freisi þjóðanna. Þeir vinna að því að svifta þær frelsi, bæði þjóðirnar í heild og hvem einstakling. Þeir þykjast vinna fyrir friðinn. Af því þeir styðja það stórveldi, sem sækist eftir landvinningum, og yfirráðum yfir allri álfunni. Þeir þykjast vilja vinna að velferð verkalýðsins. En stefna að því, að koma á því stjórnarfari, sem gert hefur vei'ka- iýðinn að þrælum og sviftir verkalýðsfjelögin öllum áhrifum í verkalýðsmálin. Þegar Þjóðviljamenn þykjast bera lýðræði fyrir brjósti, á einni síðu blaðs síns, en lofsyngja hið rússneska stjórnar- far á annari, og dásama „lýðræðið” í Tjekkóslóvakíu á hinni þriðju, þá verður blað þeirra að grínblaði, sem enginn viti- borinn maður tekur mark á. Síðasta myndin af lýðræðinu í ríki Gottwalds er þessi: Þar eiga að fara fram kosningar í maílok. Kosninga- undirbúningur er hafinn. Ekki á sama hátt og í lýðræðis- löndum. Því málfrelsi er afnumið í landinu. Tilkynt var fyrir nokkm, að „lýðræðið“ væri komið þar á svo fullkomið „austrænt stig“, að ekki yrði leyfður nema einn framboðs- listi í hverju kjördæmi. Og þeim lista rjeði ríkisstjómin vitanlega. Nú hefur líka verið skýrt frá því, hvemig flokkaskiftingin eigi að vera í þinginu, eftir kosningarnar. Því ekki það! Úr því ríkisstjórnin ræður hverjir verða í kjöri, og aðrir koma ekki til greina, þá er eins hægt að gera upp dæmið þegar íramboðin eru komin, hvernig flokkaskiftingin í þinginu eigi að vera. Fregn frá Prag þ. 6. maí segir, hve marga fulltrúa hver flokkur eigi að fá í þingi Tjekkóslóvaka eftir kosningarnar. Af 300 þingfulltrúum eiga tjekknesku kommúnistarnir að fá 160. Þeir höfðu eftir kosningarnar í maí 1946 93 fulltrúa. Slóvakísku kommúnistarnir eiga að fá 50 (höfðu 21). Tjekk- nesku jafnaðarmennimir eiga að fá 23 fulltrúa, höfðu 37. Slóvakisku jafnaðarmennimir eiga að fá að halda tveim fulltrúum, sem þeir höfðu. En tjekknesku jafnaðarmennirnir, flokkur Benesar forseta, sem hafði 55 fulltrúa, á ekki að fá nema 23. Og kaþólski þjóðflokkurinn á að fá helming á við það, sem flokkurinn hafði, 23 í stað 46. Slovakiski Endurreisnarflokkurinn á að fá 12, hafði 43, en slovakiski frelsiflokkurinn fær 4 fyrir 3. Ólháðir Slóvakar 3. Alt þetta ákveður rikisstjórnin, samkvæmt því einræðis- valdi, sem hinar auðvirðilegu undirlægjur hjer við Skóla- vörðustiginn kalla hið eftirsóknarverðasta lýðræði í heim- inum í dag. Það væri handhægt fyrir Þórodd Guðmundsson, þann útskrifaða, Brynjólf, Einar, Áka Jakobsson, og hvað þeir allir heita, menn Moskvavaldsins hjer á landi, ef þeir, mán- uði fyrir kosningar, gætu raðað niður í kjördæmin, og sagt hvaða fugla ætti að kjósa á Alþingi íslendinga. Það bætti ekki málstað þeirra vitundar ögn, þó þeir gerðust svo „höfð- inglyndir" eins og flokksbræðurnir i Prag, að tína saman fáeina menn, sem að nafninu til eru í öðrum flokkum, en geta fengið af sjer, að eiga sæti á því fkrípaþingi, sem er ekki lengur nein mynd af þjóðarviljanum, heldur samsett eftir geðþótta einræðisstjórnar, sem metur þjóðarviijann álíka mikils eins og fótaþurkur sinar. Síðast er Tjekkar og Slóvakar nutu frelsis við kosningar, fengu kommúnistar samtals 38% þingfulltrúanna. Það var augljóst að við næstu frjálsar kosningar myndu þeir ekki fá svo marga kosna. Þessvegna hröðuðu þeir valdaráni sínu í vetur. En nú er þeim skamtað 70% þingfulltrúanna. Islenskir menn, sem gera sig að þeim fífJum, að þykjast 'vera unnendur þjóðfrelsis, og lýðræðis í sömu andránni og þeir dásama aðfarimar í Tjekkóslóvakíu smána íslenskan almenning, með því að bjóða honum önnur eins öfugmæli. DAGLEGA LÍFINU Borg eða bær. REYKJAVÍK er höfuðborg Islands. Hún hefir sinn borgar- stjóra, borgarritara og borgar- lækni, borgardómara og borg- arfógeta með meiru. En borg- inní. er stjórnað af bæjarráði, bæjarstjórn og menn greiða út- svör sín til bæjarsjóðs og bæj- argialdkeri kvittar fyrir. Og það er ekki nema eðli- legt, að menn velti því fyrir sjer hvers vegna þessi bæjar- bragur skuli vera hafður í borginni. Það er sennilega ekki mikið atriði hvort Reykjavík er borg eða bær. En annaðhvort ætti hún að vera og samræmi mætti gjarnan vera í nöfnum staðar- ins, þannig að ekki sje einn borgar- þetta eða hitt og annar bæjar- sitt hvað. Vilja nú ekki borgarstjórn- arfulltrúar eða bæjarráðsmenn irnir ákveða að annaðhvort skuli vera? • Frumlegt flugmerki. ÞAÐ HEFIR verið nokkuð tíðrætt um flugpóstsmerki í þessum dálkum og áróður hafð ur fyrir þvi, að flugmerki væru gerð fallegri en þau gerast al- ment. Flugfj. Loftleiðir benti á að bað hefir smekkleg merki og nú hefir prívatmaður sent mjer nókkur flugpóstsmerki, sern hann hefir látið gera í lit- um. Hann vill þó ekki láta nafns síns getið, en notar þetta merki fyrir sig. Það er smekklega teiknað og aðalmerkið í því er kría á flugi. Hann segist hafa byrjað að nota þessi merki daginn, sem krían kom í fyrrasumar. Og þá er það krían. OG ÞETTA FRUMLEGA flug póstsmerki minnir á, að nú fer krían að koma í Tjarnarhólm- ann. Ef alt er með feldu koma framverðir kríunnar í dag eða á morgun á Tjcrnina íil að gá hvert alt sje nú í lagi og síðan á krían að koma til dvalar á föstudaginn, 14. maí, ef hún bregður ekki vana sínum. Verður nú gaman að fylgj- ast með hvort hún heldur áælt- un að þessu sinni. Búast má við, að henni þyki brevting orðin á í Tjörninöi, þar sem kominn er nýr hólmi og nú er að sjá hvernig henni líkar sú nýsköpun. • Reynt að binda rykið. ÞAÐ .VAR gerð tilraun í fyrra til þess að binda götu- rykið og gafst sú tilraun vel, þótt ekki væri haldið áfram með þessar tilraunir til þraut- ar. Það voru verkfræðingar og heilbrigðisyfirvöld bæjarins, (borgarinnar?) sem þessar til- raunir gerðu. Aðalástæðan til þess, að ekki var haldið áfram og rykið bund ið með klórkalefni, mun vera sú, að það þykir nokkuð dýrt og svo kostar það gjaldeyri. En eítir því, sem jeg hefi frjett mun vera talsverðúr áhugi með al ráðandi manna í bænum (borginni?) fyrir því, að gera eitthvað til þess að binda ban- sett rykið. ,1 &lúÍÉi Götuþvottur. EINN VINUR minn, sem hugsar mikið um þrifnað á göt um bæjarins og vill losna við rykið eins og aðrir, minnir á, að enn sje ekki kominn á götu- þvottur, sem stungið var upp á hjer í dálkunum í fyrra. Þeir hafa tekið upp á því, við höfnina að þvo göturnar þar og með ágætum árangri. Það þyrfti að athuga það bet ur en gert hefir verið, hvort ekki borgaði sig að þvo mal- bikuðu göturnar og steinlögðu gangstjettirnar reglulega. • Lokadagurinn. í DAG ER lokadagur, vetr- arvertíðarlok á Suðurlandi. Það var oft líf í tuskunum á loka- daginn hjer í gamla daga, en nú er það breytt. Hinsvegar hefir Slysavarna- fjelagið tekið þenna dag til merkjasölu og til fjáröflunar- dags fyrir sig. Er það vel til fundið. Allir góðir menn styrkja þann fjelagsskap, sem hefir unnið svo margt þarft yerkið og á eftir að gera. Það ætti að vera óþarft að hvetja menn sjerstaklega til .að kaupa og bera merki Slysa- varnafjelagsins í dag. Spóinn byrjaður að vella. „ÞEGAR spóinn vellir graut, þá er úti vetrarþraut“, eða eitt- hvað þessu líkt, sagði fólkið í gamla daga. Og nú hefir heyrst í spóan- um vella hjer í nágrenninu og þá vonandi úti vetrarþraut. | MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ■ Eftir G. J. Á. - ■ - ■»■ ■' ■ —■■ ■■ - " EINHVERNTIMA núna á styi„- aldarárunum, nokkru eftir að sýnt þótti að bandamenn mundu sigrast á Þjóðverjum, ítölum og Japönum, tóku ýmsir málsmet- andi stjórnmálamenn skipulagn ingarsýkina svokölluðu. Hún hafði að vísu gert vart við sig iðulega áður, en í þetta skifti reyndist hún frámunalega skæð og stjórnmálaspekingar allra landa voru sammála um, að eina leiðin til þess að bjarga heiminum væri að skipuleggja og skipuleggja rækilega og vel. Þessi sjúkdómur hefir verið með okkur ætíð síðan. Hvert einasta þjóðfjelag hefur keppst við að skipuleggja, og sú þjóðin hefur þótt standa sig best, sem hefur geftað sýnt það svart á hvítu, að hún hafi skipulagt hjá sjer allt milli himins og jarðar, alt frá hundaveðreiðum upp í barnseignir. • • STUNDATAFLA Og þessi skipulagningarbóla á að heita að stefna að því, að bjarga mannkyninu. Talsmenn hennar, og þeir eru örðnir ákaf- lega margir, vilja halda því fram, að mannfólkið sje orðið svo ruglað á allri menningunni, að ekkert ráð sje annað eftir, en skipuleggja alt líf þess — fá því nokkurskonar stundatöflu til að lifa eftir. Að margra áliti er þessi skipu lagningarákafi orðin hreinasta plága. Þetta er fyrst og fremst fram úr hófi tilbreytingarlaust og leiðinlegt ástand, og það er Of mikil skipulagning. ' sannast að segja engin furða þótt ýmsir vilji halda því fram, að öll þessi skipulagning hljóti ' að lokum að kaffæra og stein- drepa einstaklingsframtakið. BRETAR GANGA ÁUNDAN Það eru Bretar, sem verið hafa postular þessarar öfga- stefnu s.l. þrjú ár. Alþýðuflokks stjórn þeirra hefur að vísu reynt eftir fremsta megni að | kalla skipulagningarsýkina þjóð nýtingu, en það hefir oftast orð- ið ofan á, að fyrirtækin ein hafa ekki verið „þjóðnýtt", heldur einnig starfsmenn þeirra og allir þeir aðrir, sem eitthvað hafa verið bendlaðir við málið. Það er því engin furðai þótt fregnirnar beri það sífelt ljósar með sjer, að breska þjóðin sje orðin dáuðleið á skipulagning- árherferðinni, hundleið á ölluín tilkynningunum um að fram- leiða eigi svo og svo marga metra af vefnaðarvöru á þessu og þessu tímabili og drepleið á hinurn vikulegu blaðaviðtölum Sir Staffords Cripps, þar sem hann hótar Bretum eilifri glöt- un, ef ekk.i takist að framleiða og flytja til Bandaríkjanna 13,752 bíla, eða hvað það nú kann að vera, frá 1. júní til 1. desember. Sir Stafford Cripps er vafalaust dugnaðar maður og þarfur þjóð sinni, en sann- leikurinn er sá, að Bretar eru með öllu búnir að missá áhug- ann fyrir skipulagningarkenn- ingunni og virðast nú ekkert þrá meira en aukið einstaklings frelsi og einstaklingsframtak. • • Jeg held það sje líkt komið hjerna heima. Jeg held við sje- um að komast meir og meir á þá skoðun, að við getum gengið of langt í skipulagningunni, að við getum skipulagt svo ræki- lega og algerlega, að þegnarnir verði að lokum orðnir þrælar síns eigin þjóðskipulags.Er ekki kominn tími til þess að við för- um að skipuleggja skipulagn- inguna sjálfa. Njáll Þóroddsson íslandsmeisfari í víða vangshlaupi MEISTARAKEPPNI í viða- vangshlaupi fór fram við Fje- lagsgarð í Kjós s.l. sunnudag og voru keppendur aðeins fimm, Er þetta í fyrsta sinn, sem meistarakeppni fer fram í þessu hlaupi og varð Njáll Þórodds- son, Ármanni, fyrsti meistari þar. Vegalengdin var 5 km. Úrslit urðu þessi: — 1. Njáll Þóroddsson, Á, 18.37,4 mín., 2. Stefán Gunnarsson, Á, 10.38,8 mín., 3. Guðmundur Bjarnason, ÍR, 19.07,6 mín., 4. Sigurður Björgvinsson, Á, 22.28,0 mín. Verslunarviðræður. OSLÓ: — Bresk sendinefnd kom nýlega til Osló, til þess að ræða um verslunarsamninga milli Nor- egs og Bretlands.' * >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.