Morgunblaðið - 21.05.1948, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.05.1948, Qupperneq 14
MORGVNBLAÐIB 14 Föstudagur 21. maí 1948. ... ............J lp KENJA KONA 82. dagur I v. 1‘egar skipstjóri var farinn, reyndi John að koma vitinu fyr »r Jenny. En hún var ósvadgj- anleg og hann varð að láta undan, og sótti sjálfur Negr- ann um borð eftir að dimt var orðið, Pat Tierney var sendur niður á afskekta bryggju, og þangað kom John með flótta- manhinn á litlum báti. Svo ók Pat beim báðum heim. Negr- inn var þögull á leiðinni, en þegar heim kom, fleygði hann sjer á knje fyrir Jenny og út- tnálaði gleði sína og þakklæti. En Jenny reistf hann á fætur, og svo bað hún hann að segja sögu sína. Hún spurði hann með móðurlegri nákvæmni og John hlustaði á. Flóttamaðurinn talaði sæmi- lega ensku og Jenny gekk svo vel að skilja hann að hún hafði oifi á því. í>á sagði Atticus: KJá. jeg hefi verið herberg- isþjónn síðan jeg komst á legg, og gætt barnanna og hjálpað inóinmu í eldhúsinu. Jeg hefi altaf verið með hvítum mönn- um síðan jeg man eftir mjer“. Ilann var dálítið haltur og J>að var stórt ör á kinninni á honum. Þess vegna spurði Jcimy: „Fór húsbóndi yðar mjög Hla- með yður? Strýkti hann yður og misþyrmdi yður?“ Atticus sagði með áherslu: „Nei, frú, það gerði hann ckld. Og hvers vegna skyldi hann gera það? Hann hefði get að selt mig hvenær sem var fyrir • fimtán hundruð dollara. Hei;-' Mr. Sagurs' er of skyn- samur maður til þess að berja niig- svo að jeg sje frá verk- um. Nei, frú, fóturinn er svona vegna þess að múlasni sló mig hc-gar- jeg- var lítill“. Hann hló,- En örið þarna á kinninni?“ „Það er eftir sár, sem stóri Pjesi veitti mjer þegar hann a-tlaði að ræna Nelly af mjer. JEuí« þá tók Mr. Sagurs ólar- svipu og sló hnífinn úr hönd- unum á Pjesa fyrir það“. „Er Nelly konan yður?“ „Já, frú“. „Það er hræðilegt að þjer skylduð verða að yfirgefa hana".' Atticus hló: „Nei, frú. Mjer Hkaðí ágætlega við Mr. Saguhs, en Nancy ætlaði alveg að gera úí af við mig. Það var þess vcgna að jeg strauk“. I»á sagði John: „Þú mundir t»á tii-.með a ðhverfa heim aft- ur, ef Mr. Saguhs losaði sig við Nancy?“ En áður en þrællinn gæti svarað, mælti Jenny af mik- illr þykkju: „Skammastu þín, John. Vesa linígs pilturinn er nú frjáls. Heldur þú að hann langi til þess-að verða þræll aftur? Ef hann færi heim, þá mundi hann laminn svipum til bana“. „Það er satt, þannig mundi fara fyrir mjer“, sagði Attic- us, Og svo spurði hann hálf hikandi: „Er altaf svona kalt hjerna?" „Venjulega er miklu kald- ©ra", sagði John. „Stundum er svo kalt að þriggja til fjög- un;a feta ís kemur á ána1'. „tjh“. Negrinn saup kveljur. „Það er voðalega kalt fyrir svartan mann. Ætlið þið ekki að hafa mig hjerna hjá ykkur“. „Já. altaf“, sagði Jenny. „Þú skalt aldrei verða þræll fram- ar“. „Hverjir eiga þá að vera hús bændur mínir? Hver á þá að sjá um mig?“ spurði Atticus. „Við ætlum að sjá um þig“, sagði Jenny. „Þú átt að vera hjerna hjá okkur og hugsa um garðinn minn“. John ætlaði að segja eitthvað, en hún Ijet hann ekki komast að. „Pat get ur sýnt þjer hvernig á að fara að því. Og þú getur fengið á- gætt herbergi hjer í útbygg- ingunni“. Þegar Atticus var farinn, sagði John alvarlega: „Það verða málaferli út. af þessu, Jenny. Það er skyssa að taka við manninum“. Svo brosti hann og mælti enn: „Og svo var hann aðeins að strjúka frá' konunni sinni. Þú heyrðir að hann sagði það sjálfur“. „Já, jeg heyrði það“, sagði hún. „Og jeg hygg að karl- mönnum finnist það oft fynd- ið að tala þannig um konur sínar“. Hún var náföl af gremju. Meira sagði hún ekki, en stóð á fætur og gekk upp á loft. VI. John var alveg sannfærður um það að Sagurs mundi koma til Bangor að sækja þrælinn. En áður en að því kæmi varð hann sálfur að fara til Au- gusta í verslunarerindum. Hann bað Jenny að láta sig undir eins vita ef Sagurs kæmi. En hann fjekk engin boð frá henni. Aftur á móti rakst hann á Sam Smith eftir nokkra daga og Sam sagði honum að Suð- urríkjamaðurinn væri kominn til Bangor. „Og hann er ekki við lamb- ið að leika, John“, sagði Sam. „Hann er ekki mikill fyrir mann að sjá, en þeir menn eru oft þvérastir og harðvít- ugastir. Hver maður í Bangor veit það að Svertingínn hefir unnið í garðinum hjá konu þinni. En um leið og Mr. Sag- urs kom til borgarinnar, þá hvarf Svertinginn. Sagurs sneri sjer þá til Ware dómara og fjekk þar út gefið handtöku leyfi á flóttamanninn og svo var Dave Piper falið að hand- taka hann. En Piper gat ekki fundið Svertingjann. Þá aug- lýsti Sagurs í „Whig and Cóuri er“ að hann greiddi fimtíu doll ara þóknun hverjum þeim, sem gæti sagt til Svertingjans. Og nú sem stendur dvelst hann í Bangor House og bíður eftir árangri af þessu“. John varð hrædur um að Jenny myndi grípa til ein- hverra örþrifaráða og ákvað því að hraða sjer. heim. Hann vildi ekki bíða eftir póstvagn- inum, sem átti að fara dag- inn eftir, svo að hann leigði sjer sjerstakan vagn til ferð- arinnar. Það var komið fram yfir miðnætti þegar hann kom heim. Húsið var lokað, svo að hann varð að kalla upp í glugg ann hjá Jenny og vekja hana til þess að opna fyrir sjer. Hún heilgaði honum hálf kuldalega, eins og hýn eetlaði að, vera á vérði gagnvart honum og hún spurði: „Hvemig stendur á því að þú kemur heim um þetta leyti?“ „Jeg hitti Sam og hann sagði mjer að Suðurríkjamaðurinn væri kominij hingað“, sagði hann. „Hefir hann gert þjer nokkurn óskunda“. „Hann sendi Piper lögreglu- þjón hingað með skipun um að handtaka Atticus. En Linc var aði mig við nógu snemma, svo að Pat fór með Atticus út í skóg og faldi hann þar. Nú sem stendur er hann hjerna í heyhlöðunni". Hún hló ofur- lítið. „Mr. Sagurs er nú að kasta mæðinni í Bangor House, en jeg býst við að hann verði brátt leiður á því að vera þar og muni hverfa heim til sín“. Svo tók hún undir hand- legg hans og hann fann ylinn af henni í gegn um þunnan nátt kjólinn. Hún brosti blítt og mælti þýðlega: „Við skulum ekki tala meira um þetta í kvöld, John. Komðu nú að hátta, elskan mín. Jeg hefi þráð það að þú kæmir til mín. Og mjer líður aldrei eins vel og þegar þú kemur heim“. Þau leiddust upp stigann. John hjelt að hann mundi geta komið vitinu fyrir hana morg- uninn eftir. En þar skjöplaðist honum. Hún var ákveðin í því að framselja ekki Svertingj- ann. Þau byrjuðu að tala um þetta um leið og þau vöknuðu og hjeldu áfram að tala um það við morgunverðarborðið. Það jókst orð af orði og dreng irnir hlýddu skelfdir á. Þeir höfðu aldrei sjeð foreldra sína í þessum ham fyr. Að lokum tók John eftir þessu og þá reyndi hann að drepa öllu á dreif. „Jæja, við skulum nú sjá, hvað við getum gert“, sagði hann. „Jeg skal reyna að sætt- ast við Mr. Sagurs á einhvern hátt“. Hann brosti til hennar: „Ur bví þú vilt hafa Atticus, þá skaltu fá hann. Það verða einhver ráð með það að kom- ast að samkomulagi við eig- anda hans — án þess þó að brjóta lögin“. „J"g skyldi ekki hika við að brjóta öll lög til þess að verja mannaumingjann“, sagði hún. Pat ók John til borgarinnar. I fjarveru Johns var sjera Pitt -ridge jafnan í skrifstofunni og sá um það sem gera þurfti. Hann var kominn til skrifstof- unnar þegar John kom þar. John bjóst við því að geta fengið fullkomnari upplýsing- ar hjá honum heldur en hann hafði fengið hjá Jenny. En í sama. bili bar Mr. Sagurs þar að og var alls ekki frýnilegúr. „Jeg er enginn asni, Mr. Evered“, sagði hann. „Jeg veit að hjer er um saman tekin ráð að ræða gegn mjer“. . John sagði hálf hikandi: , „Þrællinn yðar vann hjá okkur í garðinum nokkra daga og gerði enga tilraun til að strjúka, svo að við hjeldum að það væri óhætt að láta hann ganga lausan. Nú hefi jeg frjett að hann hafi horfið rjett eftir að þjer komuð hingað“. mnáia i ER GULLS tGILDI AVGLtSING Leyndardómsfulla áhöfnin Eftir M. Myers. I 13. lyklinum og fleygði honum eins langt og hann gat, þegar honum tókst að brölta á fætur aftur. Malley var nú orðið lióst, hvers vegna hann kom bílnum ekki.af stað, og stökk út til þess að leita að Ralf, sem hann hjelt að hefði lykilinn. Vines var að stimpast við Þjóðverjana tvo og Ralf var staðráðinn í að fá hina tvo til þess að elta sig, svo að þeim tækist ekki að forða sjer, áður en piltamir frá Barminster kæmu. Hann sveiflaði ljósi sínu í kringum sig, stökk fram og aftur milli steinanna — og gerði fylgd^rmenn sína alveg ruglaða í ríminu. t Þeir tóku ekkert eftir því að Barminster-mennirnir voru nú komnir alveg að þeim. „Hjema eru tveir þdrra", öskraði Ralf. „Vines og hinir tveir eru einhversstaðar bak við bílinn." Fimm mínútum síðar var búið að handtaka alla sökudólg- ana og Var því næst haldið af stað með þá í áttina til þorpsins. ' Við rannsókn málsins kom í Ijós, að þeír Roy og Ralf liöfðu með dugnaði sínum og snarræði komið upp um víð- tækan njósnaflokk, sem starfaði fyrir Þýskaland í Suður- írlandi og Englandi. Bæði drengirnir og Vines fengu miklar þakkir fyrir að hafa þannig hjálpað föðurlandi sínu á hættu- tímum. ENDIR. — Þetta er í fyrsta skifti, sem þjer hefir tekist að halda sömu vinnukonunni í viku, Anna. ★ — Mjer þykir fyrir því að heyra að konan þín hafi hlaup ist á brott með besta vini þín um — þú hlýtur að sakna hans. ★ — Jeg get vel skilið, að þú hafir verið taugaóstyrkur, þeg ar bú baðst hennar, en það hefir þó ekkert verið hjá tauga. óstyrk hennar áður en þú gerð ir það. ★ Motto sölumannsins: — Ef þjer tekst ekki að selja þeim fyrsta, reyndu þá aftur, reyndu aftur, reyndu enn aftur. ★ — Jeg er viss um, að þú hefir fengið mikið fje fyrir bækurnar, sem þú hefir skrif- að, en þú verður að játa, að þú hefír ekki Bkrifað neitt, sem lifir. Skáldið: — Ef til vill ekki. En begar jeg legg fyrir mig þá spurningu hvort eigi að lifa, jeg sjálfur eða verk mín, hika jeg aldrei við að halda áfram á þessari braut. ★ — Þjónn, þjónn, takið þetta egg burtu. — Já, sjálfsagt, en hvað á jeg að gera við það? — Gera við það? Snúið það úr hálsliðnum. ★ Eiginkonan: — Nýj.a vinnu- konan óskar eftir því að vera tekin eins og meðlimur fjöl- skyldunnar. Maðurinnr — Ágætt, þá get- ur maður sagt henni, hvaða álit maður hefir á eldamensku hennar. ★ — Hefi jeg sagt þjer af hörmunginni,' sem jeg lenti x á Hótel Borg í gærkveldi? — Nei, en jeg sá þig með henni. ' ★ r — Nú veit jeg hversvegna þið Englendingar drekkið svo mikið te“, sagði ferðalangur við enskan vin sinn. — Nú, hvernig komstu að því? spyr Englendingurinn. — Með því að drekka kaff- ið, sem þið framleiðið. ........................*..........3 ( WALKER TURNER ( I bútsög til sölu. í vjel þess | 1 ari er hægt að rista, 1 \ slissa, fræsa og m .fl. —■ | | Selst með öllum blöðum f | og tönnum. Þeir sem | | vilja athuga þetta geri til § f boð í lokuðu umslagi er | | leggist á afgr. Mbl. fyrir | 1 n. k. þriðjudagskv., merkt 1 I „Trjesmíðavjel — 60Í“. | I 3 ■iiiiHiiiiiiiiiiniimiiiiaiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiia uiiiiiiimimnnminnnnnnnmmiiiimmniiiiiimminl I Byggingarmeisfarar ( | Takið eftir! Reglusamur § | og duglegur maður sem | | er búinn að vinna í 4 ár I | við byggingar, óskar eft- | | ir vinnu út á landi. Er | i vanur mótauppslætti og I 1 múrhúðun, einnig járna- f | lögn og meðferð steypu- | | vjela. Tilboð sendist afgr. | Í Mbl. fyrir laugard. merkt: | I „X500 — 602“ |* Z 3 lll■lillllllll■l■llllll■lill■■lllllll■llll■lll■•lllllllllll■lt|lt||||*J BEST AÐ AVGLtSA I MORGVNBLAÐINV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.