Morgunblaðið - 04.07.1948, Blaðsíða 7
7
Sunnudagur 4. júlí 1948. MORGUNBLAÐIÐ
A
i
* Laugardagmaii'
3. júlr
Eftir Lands-
fundinn.
LANDSFUNDUR Sjálfstæðis
flokksins, sem haldinn var á
Akrueyri um síðustu helpi, er
áreiðanlega þróttmesta lands-
þing, sem nokkur íslenskur
stjórnmálaflokkur hefur hald-
ið. Um hálft íimmta hundrað
fulltrúa úr öllum landshlutum
hittust þar og mörkuðu stefnu
flokksins til þjóðmálanna og
treystu samtök sín.
Það, sem einkexmdi þc-nnan
glæsilega Landsfund Sjálfstæð-
ismanna var sá einhugur, rem
ríkti þar, ekki aðeins me'jal or-
ystuliðs flokksins held .. rr.eðal
fundarmanna yfirleitt.
Þessi einhugur hins fjölmenna
hóps fulltrúa Sjálfstæðisi.ianna
víðsvegar frá a.t landinu á sjer
fyrst og fremst eina orsök,
hina giftusamlegu forystu
flokksins í stjómmálabarátt-
unni s.l. ár. Engmn þeim sem
líta vill hlutlaust á rás viðburð-
anna í þessu landi hin síðari ár
getur dulist hversu þýðingar-
mikinn þátt þessi stærsti stjórn
málaflokkur þjóðarihnar hefur
átt í hinum örhröðu framför-
um, sem orðið hafa á svo að
segja öllum sviðum þjóðlífsins.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn
hóf þáttöku í ríkisstjórn vorið
1939 eftir að hafa verið í stjórn
arandstöðu í nær samfleytt 12
ár, var ömurlegt umhorfs í at-
yinnulífi þjóðarinnar. Framsókn
arflokkurinn, sem borið hafði
höfuðábýrgð á stjóm landsins
þennan tíma, hafði stýrt mál-
efnum landsmanna í gjörsam-
legt þrot. Lánstraust ríkisins
var þrotið, erlendar skuldir
höfðu hlaðist upp, sjávarútveg-
urinn var á gjaldþrotsbarmi og
bændur, sem Framsókn þó sagð
ist stöðugt vera að liðsinna
flýðu eignir og óðöl. Flestar að-
gerðir Framsóknarmanra í
þágu sveitanna reyndust kák
eitt byggt á gjörsamlegum mis-
skilningi á eðli og þröfum land-
búnaðarins.
Þannig var umhorfs er Sjálf-
stæðismenn hófu þátttöku í rík-
isstjóm með Framsókn og Al-
þýðuflokknum vorið 1939.
Forustan í barátt-
unni fyrir fram-
förum.
SÍÐAN 1939 hafa stórl'eldar
framfarir orðið á tslandi Efna-
hagur þjóðarinnar út á við hef-
jur ekki að eins stðrbatnað með
niðurgreiðslu erlendra skulda,
heldur hefur alvinnulíf hennar
tekið algerum stakkaskintum.
Fiskiskipastóll hennar hefur
margfaldast, fiskiðnaðurinn hef
ur fært mjög út kvíarnar með
fjölgun hraðfrystihúsa og síld-
arverksmiðja, landbúnaðurinn
nálgast það takmark hröðum
skrefúm, að vcra rekinn með
nýtísku aðferðum, kaupstaðir
og kauptún hafa í samvinnu við
ríkið komið upn nýjum raforku-
verum og raftaugar eru teknar
að teygja sig út í sveitir.
Um allar þessar stórstígu
framfarir og umbætur hefur
(Sjálfstæðisflokkurinn haft ó-
mótmælanlega forystu.
Menn getur greint á um það,
hvernig sumar þessar umbætur
hafa hafa verið unnar. — Hitt
geta menn ekki deilt um að þær
voru nauðsynlegar og hlutu að
koma. Sá flokkur, sem forystu
haföi um þær hlýddi þess vegna
kalli hins nýja tíma. Sá flokkur,
sem ekki tók þátt í þeim eða
reyndi jafnvel að torvelda þær
og streytast gegn þeim, hafði
hinsvegar valið sjer stefnu, sem
ómögulegt var að framkvæma.
Hann hafði tekist á hendur að
hindra uppbyggingarstarf fram
gjarnrar og þróttmikillar þjóð-
ar.
Sjálfstæðisflokkurinn hlýddi
kalli hins nýja tíma. Framsókn-
arflokkurinn tók að sjer síðara
hiutverkið, að bisa við það í
stjórnarandstööu, að gera um-
bótastarfið tortryggilegt. Við
þá iðju dagaði hann uppi eins
og nátttröll fyrir brún hins rís-
andi dags.
Einingin á Landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins er sprottin af
þessum orsökum. Hinn stöðugi
klofningur og skæruhernaður
innan Framsóknarflokksins
sprettur hinsvegar af því að
tengsl hans við hið starfandi
þjóðlíijl eru brostin, skilningur
hans á þörfum þjóðarinnar fyr-
ir framfarir og umbætur glatað-
ar. Umbrotin innan flokksins
eru þannig nokkurskonar fjör-
brot hinna steinrunnu afla hans.
Viðbragð Tímans.
SÍÐAN að formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Ólafur Thors,
fyrryerandi forsætisráðherra,
flutti hina greinargóðu yfirlits-
ræðu sína um stjórnmál síðustu
ára á Landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins á Akureyri, hefur Tím
inn átt dálítið bágt. — Honum
hefur brugðið ákaflega við þessa
ræðu. Svo virðist, sem hann
hafi verið orðinn fullviss um
það, að hann fengi í það óend-
anlega að ljúga æruna af Sjálf-
stæðisílokknum í sambandi við
fyrrverandi stjórn. Tímanum
hafa ekki einungis orðið það
mikil vonbrigði að eftir allan
róg hans um Sjálfstæðisflokkinn
og ráðherra hans í þeirri stjórn
skuli Landsfundur þessa flokks
vera fjörsóttari og glæsilegri
en nokkru sinni fyrr, heldur
skuli því vera almennt fagnað
af Sjálfstæðismönnum, að for-
maður flokksins geri hreint fyr
ir sínum dyrum gagnvart sleitu
lausum óhróðri Framsóknar-
flokksins.
Framsóknarmenn vilja allt af
hafa forrjettindi. Þeim íinnst
það jafnvel brot á rjettindum
þeirra, ef stjórnmálamenn. sem
þeir leggja í einelti með óráð-
vandlegum málflutningi, bregða
skildi fyrir sig og flokk sinn.
En það er spaugilegt að sjá
svör Tímans við ræðu Ólafs
Thors. í allmörgum forystu-
greinum í blaðinu í s.l. viku og
einni þriggja blaðsíðna svar-
grein s.l. föstudag eru það fyrst
og fremst þrjú atriði, sem hann
telur að ríri sannleiksgildi ræð-
unnar.
Framsóknarflokkurinn hafi
í fyrsta lagi verið með nýsköp-
un atvinnulífsins.
í öðru lagi sje Ólaíur Thors
„grinfígúra“.
í þriðja lagi hafi svo Ólafur
Thors og Gísli Jónsson „gift
börn sín saman“!!
Ef einhverjir, sem lesið hafa
ræðu Ólafs Thors eða hlustað á
hana, hafa verið í vafa um að
hann hafi í henni hitt nagl-
ann á höfuðið, þ.e.a.s. gefið
rjetta og sanna mynd af stjórn-
málaþróun þessa tímabils, sem
hann gerði að umtalsefni, þá
hlýtur sá vafi að hverfa eft ir að
hafa sjeð þessi „svör“ Tímans
við henni. Svo gjörsamlega líkj-
ast þau kveinstöfum rhanna á
flæðiskeri.
Fyrst er spýta,
svo er spýta.
Eina atr'öið, sem þó er hægt
að ræða nf þessum þremur, sem
Framsóknarmenn telja að gera
rök ræðu Ólafs Thors haldlítil,
er staðhæfing Tímans um að
hann og lið hans hafi unnið að
nýsköpun atvinnulífsins.
Um þetta leiddi Ólafur Thors
greinileg vitni í ræðu sinni.
Hann las upp prentuð ummæli
eftir Hermanni Jónassyni, Skúla
Guðmundssyni og Eysteini Jóns
syni, þar sem kaup hinna 30 tog
ara voru dæmd ráðleysa og flan.
Svo mikil ánægja var leiðtog-
um Framsóknarfl. að hrak-
spám sínum fyrir hinum nýju
tækjum að þeir skemtu sjer við
ýmiskonar orðaleiki í sambandi
við kaup þeirra. Skúli Guð-
mundsson, sem þykir ljóðagerð
betur lagin en stjórnmálaaf-
skifti, flutti t. d. þingræðustúf,
sem prentaður er i Tímanum
18. des. 1945 þar sem m. a. er
komist að orði á þessa leið:
„— Fyrst er spýta, svo er
spýta, svo er spýta í kross, —
svo er spýta upp, svo er spýta
niður og svo fer alt í ganginn.
Munurinn er bara sá, að það er
stórkostleg hætta á því, að
að nýju togararnir fari aldrei í
ganmnn þrátt fyrir allar nefnd
irnar“.
Með þessum huga, sem kem-
ur fram í þessum orðum Skúla
Guðmundssonar gengu Fram-
sóknarleiðtogarnir að nýsköp-
unarstarfinu. Þeir hjeldu að
hvorki togararnir nje nokkur
önnur nýsköpunartæki færu
nokkurntíma „í ganginn“.
En nú spyr Tíminn:
„Er það andstaða við fram-
farir að vilja láta vinna að
þeim með hagsýni og heiðar-
leika?“
En hver var , hagsýni“ Fram-
sóknarleiðtoganna þegar samið
var um kaup hinna nýju
tækja?
Hún fólst í því að vilja slá
kaupsamningunum um þau á
frest þar til engin tæki fengj-
ust eða verð þeirra hafði stór-
hækkað.
Það er kanske hægt að kalla
slíka „hagsýni" heiðarlega, en
því aðeins verður það gert að
afsökun hennar sje bláber
heimska og kjánaskapur. Sum-
ir af leiðtogum Framsóknar-
flokksins hafa þá afsökun að
vísu fyrir þessari ,,hagsýni“
sinni, aðrir alls ekki. Og þeirra
hlutur er nú jafnvel ennþá
verri en hinna.
En það eru ekki aðeins um-
mæli Framsóknarmanna frá
fyrri árum, sem sanna hug
þeirra til nýsköpunarinnar.
Jafnvel í þessari sömu Tíma-
grein, sem á að sanna áhuga
þeirra fyrir hinum nýju tækj-
um, og birtist í blaðinu s. 1.
föstudag sjást úlfseyrun fram
undan sauðargærunni. Þar er
verið að ræða um hin nýju
tæki, sem þeir Ólafur Thors og
Gísli Jónsson, sem „gift hafa
börn sín saman“ hafi keypt til
landsins. Um þessi tæki segir
Tíminn, og á við togarana og
útbúnað þeirra:
„Um reynsluna af sumu þvi
dótþþarf ekki að fjölyrða“.
Svo gjörsamlega eru holl-
ustuyfirlýsingar Tímamanna
við nýsköpunina þeim utan-
garna að jafnvel í sama mund
og þeir eru með þær á vörun- j
um snúast þær upp í illyrði og
vantrúarþrugl um nothæfi
tækjanna og það enda þótt
reynslan af þeim sje þegar kom
in í ljós.
Hvern þarf svo að undra þótt
Tímafólkið beri sig illa undan
hinni þróttmiklu ræðu Ólafs
Thors á Landsfundi Sjálfstæð-
ismanna?
Sjálfstæðismenn fögnuðu
þessari ræðu formanns síns. j
Þeir gerðu það í fyrsta lagi
vegna þess að þeir glöddust við
að rifja upp þann mikla árang-
ur, sem orðið hefir af starfi for
ystpmanna flokksins til gagns
fjmir land og lýð. Þess árangur
verður öll þjóðin nú vör í
margskonar umbótum og fram- |
förum. í öðru lagi hlutu Sjálf- i
stæðismenn að fagna því að
gert. var hreint fyrir dyrum j
flokksins eftir hinn látlausa á- 1
róður Tímamanna á hendur
honum og leiðtogum hans.
Síldarvertíðin
að hefiast
SÍLDARVERTIÐIN er nú í
þann mund að hefjast. Meiri- [
hluti síIdveiðiski panna er kom-
inn norður og síldar hefur orðið
vart. Nokkru færri skip munu ^
stunda veiðarnar að þessu sinni
en í fyrra.
Nokkra athygli hefur það vak
ið að Rússar senda nú í fyrsta ^
skipti stóran síldveiðileiðangur
hingað til iands. Hafa íslenskir ,
kommúnistar fundið það út af
brjóstviti sínu að þessi koma *
Rússa á íslandsmið sje Bjarna t
Benediktssyni utanríkismálaráð
herra að kenna. Er svo að skilja
á Þjóðviljanum að þessi útgerð
sje nokkurskonar nauðvörn
Rússa vegna tregðu íslendinga '
á að semja við þá um síldar-
sölu!
Það er ekki að því að spyrja,
alltaf eru vesalings litlu Rúss-
arnir að verja sig fyrir ein-
hverjum vörgum, sem vilja gera
þeim illt. Nú eru það íslending-
ar, sem þröngva kosti þeirra.
Þeir vilja ómögulega selja þeim
síld svo Rússar hafa engin önn-
ur ráð en að sækja sjálfir alla
leið norður til Islandsmiða.
Sannleikurinn i málinu er sá
að fyrir síðustu éramót óskaði
íslenska ríkisstjórnin þess að
viðskiptasamningar yrðu teknir
upp milli Sovjetríkjanna og ís-
lands. Sovjetríkin voru ekki
tilbúin til þess þá. Síðan hafa
íslendingar óskað þess nokkrum
sinnum að samningaviðræður
yrðu hafnar en fengu að lok-
um þau svör að Rússar myndu
tilkynna hvenær þeir óskuðu
að viðræður um viðskiptasamn-
inga yrðu uppteknar.
Slík tilkynning hefur engin
borist ennþá. Hinsvegar hafa
Rússar eins og áður er getið
hafið síldveiðar hjer við land.
Hefur ekki heyrst neitt um að
leiðangur þeirra vantaði nóta-
báta eða annan útbúnað. ís-
lendingar urðu hinsvegar fyrir
því óhappi að af 42 nótabátum,
sem innkaupadeilcl Landssam-
bands útvegsmanna átti von frá
Finnlandi töfðust 14 allverulega
á leið sinni frá Helsingfovs til
j Hangö. Voru það hin rússnesku
hernaðaryfirvöld á Povkala
skaga, sem þessari töf hinna ís-
lensku nótabóta ollu. Var um
skeið álitið að Rússar aHluðu
að geyma þessa báta vendilega
fyrir ÍSlendinga en nú rnunu
þeir hafa verið látnir lausir.
Heldur er þettá óvenjuleg
leið til þess að greiða fyrir
auknum og vinsamlegum við-
skiptum milli þjóða. En þetta
munu þó Þjóðviljamenn telja
til hinnar mestu kurteisi og
greiðasemí. En það er ekki éins
víst að þeir sjómenn og útgerð-
armenn á Islandi, sem óhagræði
hafa haft af þessu nótabáta-
hvarfi líti á það sörnu augum.
Tito kemnr
niður á jörðina
UM .langt skeið var Tito
marskálkur í Júgóslavíu og
hans menn einir hinir mestu
mannkynslausnarar að áliti
kommúnista um víöa vovöld.
Þótti hann ganga sjcrlega
hraustlega fram í ýmsum komm
únistiskum framkvæmdum í
landi sínu. Hlaut hann fyrir
þetta mikið hrós og lof.
En í þessari viku gcrast svo
allt í einu þau undur Og stór-
merki að Kominform, alþjóða-
samtök kommúriista, láta þau
boð út ganga að tjeður Tító sjo
alls ekki mannkyn.lausnari
heldur einn hinn versti bandítt.
Frá skrifstoíu Kominform í
Prag eru þau skilabo'ð send út
í veröldina að Títo og menn
hans sjeu að svíkja kommún-
ismann, þjóðnýtinguna, fjelaga
Stalin og alla heilaga menn fyr-
ir austan járntjald, með sínu
framferði sem engu sje líkara
en hátterni þess auroa svikara
Trotskys, sem drepinn var méð
exi vestur í Ameríku okkj alls,
fyrir löngu.
Það fýlgdi með yfirlýsingu
Kominform um sekt Titos að
hann hefði gerst sekitr um þá
villu að halda að Júgóslavía
gæti haldið sjálfstæði sínit án
„hjálpar" Sovjetríkjanna. Hann
og menn hahs hafi jafnvel verið
svo forhertir að sýna Sovjet-
hernum lítilsvirðingu og sctja
njósnara á Sovjetborgnra.
Með þessum formála var ekki
aðeins Tito heldur gjörvöllum
, kommúnistaflokki J úgóslavíu
jvikið úr Kominform. Tito var
(sem sagt ekki lengur mannkyns
.lausnari heldur argur svikari
og Trotkyisti Hann bjó okki
j lengur í uppræðum rjettlætis og
, jafnaðar kommúnismans heklur
jvar hann kominn niður á jörð-
ina. Svo virtist sem stjórn Kom-
j inform vildi sem fljótast koma
honum niður í jörðina.
En nú hefur binn rattði rnar-
skálkur svarað ásökunum Kom-
inform. Hann harðneitar sökum
þeirn, sem á hann cru bornar pg
segist vera góöur Stalinisti.
I Biður bann fjelaga títalin að
; veita sjer uppreist eftir þar.n
I hnckk, sem mannorð hans hafi
beðiö við uppsteit Korainform,
Hver afstaða páfans í Kveml
' verður er enn ekki vitað.
Framh. a hls. 8,
t
I
t