Morgunblaðið - 04.07.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1948, Blaðsíða 6
' e Sunnudagur 4. júlí J 948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Sumarferðalög og gististaðir ENDA þótt sumarið sje mesti annatími ársins hjer á Islandi, tími síldveiða og heyskapar, er það jafnframt tími frístund- anna, sumarleyfanna og útiverunnar. — Mikinn hluta hins langa norræna vetrar verður almenningur að halda sig inn- an dyra. Það er fyrst og fremst unga fólkið, sem um helgar og á hátíðisdögum leitar til fjallanna til iðkunar skíðaíþrótt- arinnar og útilegu í skíðaskálum sínum. En mikið brestur á það að sæmileg skilyrði hafi verið sköpuð til þess að íslendingar, hvað þá heldur erlendir ferða- menn, geti ferðast um landið og notið hinnar fjölbreytílegu náttúrufegurðar þess. Á flestum þeim stöðum, sem fegurstir eru, en ekki eru í byggð, eru engin gistihús, sem veitt geta gestum móttöku. Eina leiðin til þess að'dvelja á slíkum stöð- um er að slá þar tjöldum. En þótt fátt sje ánægjulegra en að búa í tjöldum í óbyggðum er það þó ekki við allra hæfi. Flestir kjósa betri aðbúnað og fyrirhafnarminna líf en tjöld- in bjóða upp á. 1 sambandi við gistihúsabyggingar hjer á landi hefir sá furðulegi misskilningur komist á kieik að slík hús megi helst ekki byggja nema í hallarstíl með rnilljónakostnaði og ærn- um íburði. Hjer í höfuðborginni hefur verið svo freklega bollalagt um slíkar milljónabygginar að allar framkvæmdir hafa strandað í þessum málum. Höfuðborgin situr með teikningar af þessum höllum, en ekkert gerist. En við verðum að hverfa frá hallarstefnunni í bili. Þ?kð er að vísu nauðsynlegt og æskilegt að byggja stórt og vandað gistihús í Reykjavík. En ef það er þannig, sem raunar allir vita, að við höfum ekki í bili efni á að byggja það fyrir upp- hæð, sem er einhversstaðar á milli 15 og 25 milljónir króna, 'eftir því hvaða teikning af því er notuð, hvers vegna skyld- um við þá ekki freista þess að byggja fyrir viðráðanlegri upphæð? Það virðist þó vera skynsamlegra heldur en að bíða til eylífðarnóns eftir tugmilljónahöllinni. Það er ágætt og nauðsynlegt að hugsa hátt, vera stórhuga. En stórhugur, sem stöðvar framkvæmdir og tefur umbætur í aðkallandi nauðsynjamálum er alls enginn stórhugur, hann er oflæti og uppskafningsháttur. Það, sem okkur Islendinga vantar eru ekki gistihús í hall- arstíl, heldur notalegir gististaðir, þrifalegir og vel um gengn ir. Okkur vantar slíkar byggingar ekki að eins í Reykjavík heldur á ýmsum fögrum stöðum víðsvegar um land í byggð- um og óbyggðum. Fyrr en við höfum komið upp slíkum gistihúsum er óhugsandi að við höfum gjaldeyristekjur af heimsóknum erlendra ferðamanna hingað. En margt bendir til þess að slikar heimsóknir geti orðið mikil tekjulind, ef rjettilegá væri á þessum málum haldið. Því miður viiðast umbæturnar í þeim ganga afar hægt. Við eigum eklri að eins örfáa sæmilega gististaði, þótt nokkrar endurbætur hafi verið gerðar á eldri gistihúsum og veitingastöðum hin síðari ár og nokkrir nýir byggðir, heldur er umgengismenn- ing þjóðarinnar á slíkum stöðum gjörsamlega í molum. Það er t.d. hrópleg niðurlæging í því að sjá umgengni á hrein- lætisherbergjum fjölsóttasta sumargistihússins í nágrenni böfuðborgarinnar, Valhallar á Þingvöllum. Það er engu lík- ar en að dýr hafi gengið þar um en fólk, sem vill telja sig siðað. Við Islendingar unnum þeim menningararfi, sem liðnar kynslóðir þjóðar okkar varðveittu við kröm og kvöl í fátækt og basli. Við viljum í dag heita menningarþjóð og erum það. En það er ekki nóg að eiga fornar bókmenníir og ný- tísku framleiðslutæki til þess að verðskulda að vera kenndir við menningu. Þjóðin verður að sýna það í framkomu sinni, hvort heldur er á heimilum sínum eða opinberum gististöð- um, að hún ann sóma sínum. Sóðaskapur er gleggsti vottur ómenningar og amlóðahátt- ar. Hann er auk þess æpandi andstæða allrar fegurðar. — Ekkert er hreinna en fegurð íslenskrar náttúru. Þess vegna er það fólk vargar í vjeum hennar, sem hvarvetna dregur merki subbuháttarins við hún. MORGUKBLAÐIÐ ÚR DAGLEGA LÍFINU Gjafapaltkar. VIÐ ERUM TALIN gjafmild þjóð. En hvað um það, þá er hitt víst, að mörgum líkar illa, að geta ekki sent gjafapakka til ættingja og vina erlendis. Ber- ast oft brjef um þetta mál til „Daglega lífsins“. Fæstir brjef- ritarar.sýna sanngirni í skrif- um sínum, heldur bölsótast yf- ir því fyrirkomulagi, sem bann ar þeim, að gleðja vini og ætt- ingia í framandi landi. Það er rjett, að það er gam- an áð geta gefið, en til þess þarf eitthvað að vera til að gefa. Og menn þurfa ekki lengi að ganga milli verslana hjer í bænum til að sjá, að þar er ekki um auðugan garð að gresja. Við vorum helst til gjafmild hjer á árunum fyrstu eftir stríð. Rúmlega 30 miljónir króna höfum við sent til bág- staddra í peningum, en þar fyrir utan er alt ótalið, sem einstaklingar sendu til vina sinna, en það nemvir einnig miliónum króna að verðmæti. Og nú er draumurinn búinn. • „Fyr má rota ...“ HITT er svo satt og rjett, að það er hægt að ganga of langt í bönnum og höftum. Það er.t. d: bart, að banna að senda ís- lendingi erlendis bangikjöts- bita. fyrir jólin, eða skjólflík úr íslenskrj ull. Hinsvegar er vit- anlega ekkert vit, að leyfa* út- flutning, þótt í gjafapökkum sje á vörum, sem við kaupum inn í landið fyrir gjaldeyri. Þá má fyr rota, en dauðrota, eins og máltækið segir. Það ætti svo, að vera þeim ljóst, sem gjafapakka vilja senda, að vöruþurð er það mik- il í landinu, að við eigum lítið, ef nokkuð aflögu eins og er. Það verða þeir að hafa í huga, gjafmildir eru og finst- vera tekið fram fyrir hendurnar á þeim í góðgerðastarfseminni. • Hryggirnir á Grenimelnum. EINHVERNTÍMA í vor var grafið fyrir hitaveiturörum, eða örðum leiðslum á Greni- mel. Síðan var mokað í skurð- ina aftur, en þá mynduðust hryygir á götunni, sem ekki hafa troðist niður og eru það háir. að þeir eru hættulegir farartækjum, sem um götuna fara. Það er sáralítið verk að gera við bessa hryggi, eða jafna þá og það þarf að gerast. Best er að draga ekki að ljúka slíkum verkum, sem hægt er að gera án mikillrar fyrhrhafnar og kostnaðar. En dráttur á fram- kvæmd nauðsynlegra verka, eins og hjer hefir átt sjer stað er ekki til neins, nema að koma mönnum í ílt skap og veita ástæðu til að nöldra. • Gamall draugur vakinn upp. SNEMMA í vor voru í þess- um dálkum nokkrar ritieilur milli Guðbjartar Ólafssonar hafnsögumanns og frú Theresíu Guðmundsson veðurstofustjóra. Jeg.hjelt satt að segja, að út- rætt væri um það mál, en nú hefir mjer borist svar frá Guð- bjarti Ólafssyni, þar sem hann meðal annars svarar fyrirspurn um er veðurstofustjóri lagði fyrir hann. Þykir mjer rjett, að birta svar Guðbjarts, en að öðru ieyti er svo útrætt um þetta mál hjer í dálkunum. Svar Guðbjarts er á þessa leið: • Svar til veðursiofu- stjóra. „HINN 6. maí s. 1. birtir „Vík verii“ brjef frá frú Theresíu Guðmundsson veðurstofustjóra. Vegpa fjarveru frúarinnar hefi jeg ekki svarað þessu brjefi fyr, en í bví er hnútur til mín, sem jeg vil nú með fáum orðum svara. Frúin telur sð jeg hefði átt að finna hvöt hjá mjer, að koma beiðni hennar áleiðis til sambandsfjelaga F.F.S.Í., en ekki að vera að gera athuga- semdir við útsendar veðurfregn- ir frá veðurstofunni. Veðurstofustjóri veit það ef- laust. að til þess að starfrækja veðurathuganir, þarf að fá upp lýsingar og tæki frá veðurstof- unni. en ekkert slíkt hefir veð- urstofustjóri lát.ið af hendi til mín, til útbýtingar þeim, sem ætlast er til að jeg fái til starf- rækslu. veðurathugana á sjón- um. Svo jeg get með fullum rjetti vísað þessari ásökun frá mjer til veðurstofustjóra. Það er fyrst síðustu daga aprílmán- aðar s.l. að skrifstofu F.F.S.I. barst nokkur eintök vjelrituð sem er lykill að veðurskeyta- sendingum, en alt annað vant- aði. Þá skorar veðurstofustjóri á mig að svara tveimur spurning um, sem jeg geri hjer með. < • Spurningxim svarað. 1) IIIN umrædda veðurlýs- ing sem jeg gerði að umtalsefni í grein minni var 3. apríl að morgni. 2) Skip það semmældi vind- hraðann er e.s. Reykjafoss, og í dagbók skipsins er innfærð- ur. vindhraði 9 vindstig. Til þess að veðurstofustjóri geti fengið allar aðrar upplýsingar, sem.hann óskar eftir í brjefi sínu, hefi jeg fengið leyfi skip_ stjórans á Reykjafoss að bjóða frú Theresíu Guðmundsson veð urstofustjóra urn borð í skipið næst þegar það kemur til Reykjavíkur, þar sem dagbók skipsins verður lögð fram til að sanna mál mitt, einnig vind- hraðamælir skipsins til athug- unar fyrir veðurstofustjóra. Fæst bá úr því skorið hvort jeg hefi farið með rjett mál eða ekki. Jeg vil svo að lokum láta láta veðurstofustjóra vita það, að jeg mun altaf koma á framfæri umkvörtunum frá sjómönnum -um óábyggilegar veðurfregnir. Hnútuköst til mín frá veður- stofu út af því hafa engin áhrif á mie. Guðbjartur ólafsson“. >■ ■ - tm»I ■■■!■■ I II HIIIH .. I. III I I I-1---- ■ I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . i r~n im m w iiirmn mqnni-ni m m mn ■ m • unr—--Br-ni»-in«(n—i»,M-—n-- ,m,,,,uy Ne&njarfsrverksmiðjur þjéðverja Eftir Allan Dreyfuss, frjetta- ritara Reuters í Frankfurt. BANDARÍKJAMENN hafa allt frá stríðslokpm lagt mikla á- herslu á að rannsaka og kynna sjer neðanjarðarverksmiðjur þær, sem Hitler Ijet verkfræð- inga sína byggja á stríðsárun- um. Bandaríkjamenn eru stað- ráðnir í að læra af reynslu Þjóð verja — þeir ætla ekki að láta sömu mistökin við gerð neðan- jarðarverksmiðja koma fyrir sig og hentu þýsku verkfræð- ingana. Fyrir þessum rannsókn um Bandaiíkjamanna hefur staðið verkfræðingur frá New York, að nafni Gu.y B. Panero. • • ILLA UNDIRBÚNIR í skýrslum Paneros til banda- írska hersi.os, kemur greinilega í Ijós, að þessar neðanjarðar- verksmiðjur voru í upphafi illa undirbúnar. Þegar loftárásir bandamanna ógnuðu allri þýsku hernaðarframleiðslunni, virðast Þjóðverjar allt í einu og í eins- konar brjálæðiskendu æði hafa gripið til þess ráðs að fela fram leiðslu sína neðan jarðar. Ár- angurinn af þessu undirbúnings leysi, segir í skýrslunni, varð meðal annars sá, að þýsku neð- anjarðarverksmiðjunum var ó- sjaldan komið fyrir á mjög ó- hentugum stöðum, stundum fjarri flutningaleiðum og nauð- synlegum hráefnum. • <v REYNDUST ILLA Þýsk skjöl, sem Bandaríkja- menn hafa komist yfir, sýna, að aðeins nokkrar af neðanjarð arverksmiðjum Þjóðverja náðu því framleiðslumagni, sem þeim hafi verið sett. En ýmsir af hern aðarleiðtogum bandamanna eru þó þeirrar skoðunar, að ef hluta af þýska hernum og flugflot- anum hefði verið fengið það starf í hendur, að verja her- gagnaverksmiðjurnar, hefði styrjöldin orðið mun lengri en raun varð á. VINNUÞRÆLAR Þar sem flestar neðanjarðar- verksmiðjanna notuðu erlenda verkamenn, sem neyddir voru til vinnu, var lítið eða ekkert gert til þess að sjá þessu fólki fyrir sæmilegum þægindum og öryggi. Sýnilegt er á öllu, að Hitler bygði framleiðsluáætl- anir sínar og stríðsrekstur að langmestu leyti á notkun milj- óna erlendra nauðungarvinnu- ,,þræla“. Af þessu hafa banda- rískir verkfræðingar dregið þá ályktun. að nauðsynlegt sje að sjá starfsmönnum neðanjarðar- verksmiðja fýrir góðum lífsþæg indum, ef Bandaríkjamenn á annað borð byggja slíkar verk- smiðjur í heimalandi sínu. — Bandarísku verkfræðingarnir leggja þannig mikla áherslu á hentugar upphitunaraðferðir slíkra verksmiðja, góða loftræst ingu o. s. frv. MIKIÐ ÖRYGGI Eftir rannsóknir sínar á neð- Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.