Morgunblaðið - 04.07.1948, Blaðsíða 10
[ 16
MORGVTSBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. júlí 1948.
.fmsmimamigmsmBm
nm&m*
KENJA KONA
(C/tir &n -*4>
ms*
ms
119. dagur
„Eí til vill veit hún, að okkur
þykir vænna um hana og er
afbrýðissöm út af því“, sagði
•tfaf.'
„Hvers vegna reynir hún þá
ckkt aö vinna okkur á sitt
band?“ sagði Tom. „Við mund-
um allir koma á móti henni,
ef hún stigi fyrsta skrefið“.
I>eir töluðu lengi saman, en
komust ekki að neinni endan-
legrj niðurstöðu. Dan lagði ekk
ert til málanna. Hann hlustaði
á bræður sína. Hann reyndi
hvað hann gat að setja sig í
spor móður sinnar. Honum
fanst henni mundi á þessari
stundu líða enn verr en nokkr-
um þeirra,
Þegar þeir komu heim aftur,
virtist Tom vera runr.in reið-
in. En fjórum dögum seinna
kom hann ékki á rjettum tíma
til kvöldverðar. Allir fylltust
óróa nema Jenny. Hún tók því
*neð tnestu stillingu.
„Hann er áreiðanlega hjá
Betzy“, sagði hún. „Honum
dettur ekki í hug, að gera okk-
ur boð um, að hann komi ekki
til kvöldverðar. Hann hugsar
aldrei um það, þótt hann baki
cðrum óþægindi“.
Þau fóru að borða, og Dan
reyndi að trúa orðum móður
sinnar, En um kvöldið, þegar
feann-' kom upp í herbergið sitt
íann hann miða undir hárburst
anum á borðinu.
„Káeri Dan“, stóð á miðan-
um. „Jeg fer með Morse skip-
stjóra á „Lucy B“ til Norfolk,
Savannah, Galverston og Vest-
ur-Indía, Viltu segja fólkinu
það heima. Þú veist, að mjer
hefur ekki liðið sem best heima
undanfarið. Og þegar mamma
kailaði mig lygara og þjóf um
daginn fjekk jeg alveg nóg. Mig
hefur- alltaf langað á sjóinn,
svo jeg ætla að reyna það núna.
Segðu mömmu, að mjer þyki
vænl um hana, en jeg haldi,
að það sje betra, að við sje-
um ekki of mikið saman. Þjer
og Mat hefur alltaf komið svo
vel saman við hana. Þið eruð
báðir svo hæglátir og rólyndir.
Krr-jeg er svo uppstökkur. Það
er 'Will líká, en hann fer bara
betur með það. Jeg held, að
jeg ætti að láta mjer vaxa
skegg, eins og Will, svo fólk
sjái ekki hvað jeg hugsa.
Eihhverntíma kem jeg heim
aftur, en jeg býst ekki við, að !
jeg skrifi þjer í bráðina. Ef til
vill kem jeg heim öilum á ó-
VÖrum.
Það er ekki mömmu að kenna
að jeg fer að heiman. Jeg þurfti
bara að komast eitthvað burt.
Skilaðu til pabba, að mjer hefði
þott- gaman að fara inn á skóg- I
lendin- með honum í vetur, en
jeg gat ekki beðið lengur. Will
verður heima og hugsar um
mömmu, meðan þið pabbi og
M at eruð í burtu. Hún þarf að
hafa einhvern hjá sjer til að
stjórna og tuska til.
Þinn bróðir, |
Tom“. '
Dan las brjefið við kertaljós.
Svo lagði hann af stað með
brjefið í hendinni til herbergis
föður síns. Faðir hans var lengi
að lesa það og.Dan sá, hvernig
svitadropar spruttu fram af
enni hans á meðan.
„Jeg hjelt, að þú mundir
vilja segja mömmu það strax,
svo hún verði ekki of áhyggju-
full“, sagði Dan, þegar faðir
hans var búinn að lesa brjefið.
Faðir hans leit á hann. „Móð
ir þín á „Lucy B“, Dan“, sagði
hann. eins og annars hugar. ,‘,Að
ur hafði jeg fjárreiður móður
þinnar með höndum, þó jeg
hafi bær ekki lengur, svo jeg
veit það. Morse skipstjóri hefði
aldrei ráðið Tom til sín, nema
láta móður þína vita. Svo hún
vissi í dag, að hann var far-
inn“.
„En hún sagði, að hann mundi
hafa farið til Betzy Thatcher
eða einhverrar annarrar“, sagði
Dan undrandi.
Faðir hans svaraði ekki.
„Móðir mín sagði allfaf, að
fjölskylda væri eins og hring-
ur, sterkur hringur, meðan eng
inn ryfi hann. En nú er Tom
búinn að rjúfS’hringinn okkar“.
„Hann kemur aftur“, sagði
Dan. Faðir hans brosti dapur-
lega.
„J^á, hann kemur aftur“, sagði
hann.
En Tom kom ekki aftur. Hann
skrifaði brjef heim og sagði að
hann hefði farið af skipinu í
Savannah. Hann hefði orðið
fyrir vonbrigðum á sjónum.
Hann hafði þjáðst af sjóveiki
allan tímann.
„Ef jeg kemst ekki heim
nema sjóleiðis, kem jeg aldrei
aftur“, sagði hann í brjefinu.
„Jeg er að fara í heimsókn til
mæðgna, sem voru farþegar á
skipinu frá Norfolk. Frú Mc-
Pherson heitir gamla konan og
dóttir hennar heifir ungfrú
Bunty Mc Person. Þær eiga
heima á búgarði, sem heitir Mid
way og við förum þangað í dag.
Jeg er að flýta mjer, svo jeg
má ekki vera að að skrifa
meira“.
Jenny varð reið, þegar hún
var búin að lesa brjefið.
„Jæja, svo sonur minn ætlar
að láta þræla þjóna sjer“, sagði
hún. „Hann ætlar að véra gest-
ur þrælaeigenda“.
Tom reyndi að hugga hana.
v,Þú veist hvernig Tom er“,
sagði hann. „Að öllum líkind-
um er ungfrúin lagleg og fjörug
Þær, eru það víst flestar þarna
suður frá. Þú þarft ekki að hafa
neinar áhyggjur af Tom“.
„Jeg hjelt að enginn minna
sona gæti orðið vinur þræla-
eigenda“, sagði hún. „En hann
er auðvitað sonur Johns líka“.
V.
Um miðjan september lögðu
John, Dan og Mat af stað upp
með ánni. Will varð eftir heima.
Dan fannst eins og þungu fargi
væri af sjer ljett, þegar þeir
voru loksins komnir af stað.
Faðir hans virtist einnig verða
kátari. Hann fór strax að segja
þeim sögur og var vongóður
um sölu á grenitrjánum næsta
ár.
„Enda þótt timburmagnið sje
ekki eins mikið og það var áð-
ur fyrr“, sagði hann. „Töpum
við ekki'á því. Við fáum bara
meira verð fyrir það sem til
er“. ’
Hann þurfti að sinna ein-
hverjum erindum í Old Town
Húsasmíða-
meisfari
| P,etur bætt við sig vinnu, I
I bæði nýbyggingum og eins I
| viðgerðum. Góðir fagmenn |
í Þeir sem vildu athuga 1
f þetta leggi nöfn sín inn á j
| afgr. blaðsins fyrir mið- |
§ vikudagskvöld merkt „Fag |
| vinna — 93“.
........................."/
Mislitar
| Dömusporfblússur
I Saumasfofan
| UPPSÖLUM
•iiiiunauiiiMmiiiiiiiiiiiiiniiiiinniiiimnmininmiiiiii
| Leiksviðið kl. 4 (ef veður I
i leyfir). Pantominu leikur |
| „Ali Baba“. Fyrst um sinn f
Í gefst Reykvíkingum kost- i
| ur á að sjá hinn vinsæla i
i Pantominuleik sem marg- |
| Í5 kannast við frá Tivoli í \
Í Kaupmannahöfn. Æfintýri s
Í fyrir börn og list fyrir full i
i orðna. I
| Leiksviðið kl. 9,30?
i Veitingahúsið sígild tón- \
|- list. Eftir kl. 9 dansað. i
I Hljómsveit Jan_Moraveks. i
Ef Loftur getur þaS ekki
— Þá hver?
j Í fjarveru minni j
i I fjærveru minni, í 5—6 j
í vikur, gegnir hr. Óskar Þ. \
| Þórðarson dr. med. læknis j
í störfum mínum. Lækn- i
| ingastofa hans er á Lauf- |
Í ásvegi 18, viðtalstími kl. i
\ 1—2 e. h.
Jóhannes Björnsson, I
dr. med. j
Minniniiiiiimiiiimimnmniiiiiinniiiiinmnmimm
Auglýsendur
athugið!
•8 tsafoíd og Vörður er
<dnsælasta og fjölbreytt-
asta blaðiíi t aveitum lands
ins. Kemur út einu sinnl
AVGLt SING
ER GÍJLLS IGII IH
i viku — 18 líður.
Gesturinn hvíti
Gömul saga frá Afrlku.
5.
datt strax í hug gull, fílabein, gúmmí, gimsteinar og þrælar,
sem þeir gætu tekið með sjer og selt ainnarsstaðar. Og svo
var Kraki kaupmangari valinn til ferðarinnar og hafði
hann með sjer túlk. Svo lögðu þeir af stað og án nokkurra
erfiðleika náðu þeir aðsetri Surts konungs.
Daginn eftir klæddist Kraki sínu besta skarti og var leidd-
ur fyrir höfðingjann.
Surtur kóngur, allir ráðgjafarnir og hermennirnir, voru
samankomnir við hásætið og biðu nú spenntir og á bak við
þá var fjöldi negrakvenna að sálast úr forvitni.
Og loksins kom hann.
Þegar hann birtist, klæddur í allt sitt stáss, rauðan jakka,
hvítar buxur, svarta silkisokka og með hárkollu á höfðinu,
fór kliður um hópinn.
Menn höfðu ekki búist við neinu góðu, en svona hræði-
lega vandskapað höfðu þeir ekki haldið að væri til. Þeir
njeldu nefnilega, að öll föt mangarans væri hluti af líkama
lians.
En menn gleymdu að hlæja, þegar þeir sáu, að þessi van-
skapningur gekk hiklaust upp að hásæti konungsins, sem
vissi ekki vel, hvernig hann átti að taka þéssu.
Kraki kaupmangari, sem var í Evrópu álitinn kurteis og
siðaður maður, vildi ekki vera síðri hjer, en sýna negra-
þjóðinni virðingu með kurteisiskveðjum. Hann staðnæindist
því um tíu skref fyrir framan kónginn og fór að hneigja sig
og beygja eins og fínustu dansmeistarar gera.
En Surtur kóngur skildi ekki þessar aðferðir. Þegar hann
hafði komið auga á hárskúfinn, sem var á hárkollu mang-
arans, varð hann viss um, að þessi undralega skepna væri
einhverskonar api og þar sem ómögulegt er að reikna út
hvað apar ætla sjer fyrir ákvað hann að vera á verði gegn
honum. *
Þegar Kraki kaupmangari fór að hnéigja sig, hjelt kóng-
urinn því, að hann ætlaði að stökkva á sig, svo að hann
kastaði sjer til jarðar og vonaði þá, að skepnan stykki yfir.
Kraki fann þegar, að hjerna var einhver misskilningur og
hann bað túlkinn því að skýra fyrir kónginum, að þetta
væru evrópskir kurteisissiðir. Kóngurinn róaðist dálítið við
þetta, en ljet túlkinn segja mangaranum, að hann kærði sig
ekkert um slíka kurteisi.
Eruð þjer móðir Önnu Maríu,
jeg hjelt að þjer væruð systir
hennar,
★
Eiginmaðurinn: — Jeg færi
þjer hjerna einhverjar þær fall-
egustu og dásamlegustu perlur,
sem hægt er að fá.
Konan: — Já, en elskan mín,
þú varst búinn að lofa að gefa
mjer bíl.
Maðurinn: — Já, jeg leitaði
líka allsstaðar, en óekta bíl var
hvergi hægt að fá.
★
Hvað, er maturinn ekki tilbúinn
ennþá. Þetta hefir þegar gengið
of langt. Jeg fer og borða á
Borginni.
Konan: — Bíddu svo lítið, —■
ekki þennan æsing.
Maðurinn: — Verður þá mat-
urinn til ?
Konan: — Nei, jeg ætla að
koma með þjer.
★
— Hugsaðu þjer bara, þegar
jeg var að skemmta mjer með
einum vini mínum í fyrrinótt,
var brotist inn í íbúðina mína.
— Hafði þjófurinn nokkuð
fjemætt upp úr því?
— Nei, þú getur ímyndað þjer
það, konan mín hjelt að það
væri jeg 'að koma heim.
★
— Móðirin: — Jeg held að þú
yrðir hamingjusamari, ef þú
giftist manni, sem á ekkki svona
mikla peninga.
: — Vertu óhrædd, jeg skal
sjá um eftir stutta sambúð, að
hann eigi ekki svona mikla
peninga.
— Konan hans Steina hlær alt
af bröndurum, sem hann segir.
Hann hlýtur að vera mjög
skemtilegur og kænn.
— Nei, það er hún, sem er það
★
Eiginmaðurinn (reiður): —
Ar
Konan: — Jeg hjelt að þú
gætir lesið fyrir mig á meðan
jeg sauma.
Maðurinn: — Jeg hjelt þú
gætir saumað fyrir mig á með-
an jeg les.