Morgunblaðið - 06.07.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1948, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. júlí 1948. í B - RÆÐA BJARNA NAR Framh. af bls. 5. Aðvörun. Þessi einstæða ráðstöfun, að taka ábyrgð á einni aðal út- flutningsvörunni og greiða hana hærra verði en fyrir hana fjekkst á erlendum markaði, hefði átt að vekja menn til hugsunar um, að nú.væri til- kostnaðurinn innanlands orðinn yfrið hár. Lengra yrði ekki far- ið í að auka hann. Þessvegna væri tími kauphækkananna nú liðinn. Verður og að játa, að ýmsir vöknuðu til meðvitund- ar um, að í óefni væri komið og ljetu sjer tíðrætt um það. En þegar komið hefur að kaupi og pyngju hvers einstaklings um sig eða stjettarhóps og heiid ar, hefur kveðið við nokkuð annan tón. Þá hafa menn enn mjög talið sig afskipta og heimt að meira í sinn hlut, jafnvel þó að þeir gætu unnt einhverjum öðrum að bera mun minna úr býtum en hann hefur gert. Ríkisstjórnin gerði sjer auð- vitað ljóst, að eitt helsta við- fangsefni hennar hlaut að vera stöðvun dýrtíðarinnar, og lækk un eftir því sem fremst yrði við komið. I orðum hljóðar þetta vel, en þegar að er gáð, þarf tvennt til að þetta geti náðst. Orsök verðbólgunnar. Á annan bóginn þarf erlenda varan að hætta að hækka eða helst lækka í verði. Verð henn- ar er hinsvegar að mestu leyti fólgið í erlendum tilkostnaði, sem íslendingar ekki hafa nein áhrif á hver verður. Farmgjöld- in eru að vísu að nokkru leyti, sem betur fer nú orðið, inn- lendur tilkostnaður, en að öðru leyti eru þau útlendur, og að svo miklu leyti sem um inn- lendan tilkostnað er að ræða, eru þau langsamlega mest kaup gjald. Sama er um dreifingar- kostnaðinn innanlands. Þar kveður mest að kaupgjaldi í einni eða annari mynd. Mönnum hefur að vísu orðið tíðrætt um kaupmannsgróðann. En þá er þess að geta, að í tíð núverandi stjórnar hefur vöru- álagning verið lækkuð verulega frá því sem áður var. Kveður , svo rammt að því, að jeg hygg stjórnina nú frekar ámælisverða fyrir að þola of rír kjör þeim til handa, sem kostnað bera af dreifingunni, en hið gagnstæða. Um það geta smákaupmenn og ýmsir aðrir talað af meiri þekk- ingu en jeg. Hvað sem um það er, er víst, að aðalhluti af kostnaði útlendu i vörunnar er hið útlenda verð- lag, sem við ráðum ekki við. Á hinn bóginn er tilkostnað- urinn innanlands, sá, sem veld- ur verðbólgunni fyrst og fremst kaupgjald með einhverjum hætti. Þegar kommúnistar lofuðu að hindra kauphækkanir. Ef stöðva átti verðbólguna varð því ekki framhjá því kom- ist, að stöðva varð kaupgjalds- hækkanir, og ef lækka átti verð bólguna hlaut skammt að verða komist á þeirri leið án þess að til kauphækkana vrði að koma. Þessar staðreyndir höfðu menn auðvitað lengi haft í huga. Þess- vegna var það ein af forsend- um fyrir stjórnarmynduninni 1944, að kommúnistar lofuðu þá að beita sjer fyrir, að kaup- hækkanir innanlands stöðvuð- ust, nema aðeins lagfæringar til samræmingar, og var þá miðað við þáverandi Dagsbrúnartaxta í Reykjavík sem hámark. Allir vita, að kommúnistar stóðu ekki við þessar ráðagerð- ir. Þegar þeir höfðu farið hall- oka í bæjarstjórnarkosning- unum í ársbyrjun 1946, gripu þeir strax til Dagsbrúnarverk- falls, í því skyni að nota sam- tök verkalýðsins til að herða lið sitt og hressa það við. Knúðu þeir þannig fram nokkra kaup- hækkun og var henni auðvitað fylgt eftir í öðrum f jelögum víðs vegar um land. Hótanir kommúnista. En úr því að kommúnistar höfðu farið þannig að, þegar þeir voru enn í stjórn, — báru ábyrgðina — og vænta mátti, að þeir tæki tillit til þeirra örð- ugleika fyrir atvinnulífið, sem þeir jafnvel og aðrir vissu að myndi stafa af sífelldum kaup- hækkunum, þá gat enginn gert sjer tyllivonir um, að vel mundi fara eftir að þeir voru kómnir í harðvítuga stjórnarandstöðu. Um það bil, sem. stjórnin var mynduð og fyrstu mánuðina þar á eftir, fóru kommúnistar held- ur ekki dult með, að þeir mundu knýja stjórnina frá á allra næstu mánuðum. Sögðu þeir þá hiklaust, að þeir myndu nota verkalýðsfjeiögin og verk- fallsvopnið í þessu skyni. Ætlun þeirra var sú, . að knýja fram verkföll undir yfirskyni krafna um miklar kauphækkanir og þar með helst að neyða ríkis- stjórnina frá völdum. Og ef það tækist ekki við fyrsta áhlaup, þá a. m. k. að hækka kaupið svo, að dýrtíðin yrði með öllu óviðráðanleg og stjórnin y-rði af þeim sökum að beiðast lausnar þegar fram á haustið kæmi. Dagsbrúnar-verkfallið. Þetta þokkaléga áform komst. í framkvæmd með Dagsbrúnar- verkfallinu í júní í fyrra og öðrum verkföllum, sem við það voru tengd. Vegna þess að ó- verjandi var að stöðva síldveið- irnar vegna smávægilegs ágrein ings um kaup, varð niðurstað- an sú, að samið .var um nokkra' kauphækkun. Sú hækkun var þó aðeins minnihluti af því, sem kommúnistar höfðu fengið Dags brún og önnur fjelög til að krefjast. Enda höfðu sum fjelög in, sem kommúnistar þá beittu fyrir sig, lítið eða ekki annað upp úr verkföllunum en kaup- missirin meðan á þeim stóð. En sjálf Dagsbrún fjekk ekki meiri kauphækkun handa sínum mönnum en svo, að margra mánaða eða ársvinnu þurfti til að vega upp á móti því tjóni, sem verkamenn höfðu beðið af hinu langvinna verkfalli. Auðvitað varð árangur þess- arar kauphækkunar samt sá, sem til hafði verið stofnað: Að hækka enn tilkostnaðinn innan- lands, auka dýrtíðina og verð- bólguna og skapa þannig meiri örðugleika fyrir framleiðslu og lífvæna atvinnu en áður höfðu verið. Þessar afleiðingar komu m. a. fram í hækkun landbún- aðarafurða-verðsins á s. 1. hausti, sem að sjálfsögðu varð að hækka, úr því að tilkostnað- urinn hafði hækkað og úr því að kaupgjáld þeirra stjetta, sem kjör bæhdanna eru miðuð við, hafði hækkað að aura tali. Kommúnistum hepnast aukning verðbólgunnar en mistekst aðaláformið. Ávextir þessarar kauphækk- unar Dagsbrúnar fyrir rjettu ári eru enn ekki til fullnustu uppskornir, því að enn eiga sjer öðru hvoru stað kauphækkanir gerðar til samræmis við þessa kauphækkun. Er að sjálfsögðu erfitt að standa á móti því, að aðrir verkamenn og aðrar stjett ir fái hliðstæð kjör við þá, sem kommúnistar fengu sem forríð- ara í verðbólgubaráttu sinni. Væri það og auðvitað ekki nema ánægjulegt að hækka kaupið, ef þar væri um raunverulega kjara bót að ræða almenningi til handa. Meinið er það, að með hinum sífelldu kauphækkunum er verið að grafa undan J.ífs— mætti atvinnuveganna — gera okkur erfiðara fyrir um sölu afurða. En á því, að afurðasalan takist vel, hvílfr að lokum fjár- hagsleg hamingja og velfarnað- ur allia stjetta í landinu, að hverju sem hver um sig vinnur. Moldvörpustarf kommúnista hafði þannig að þessu leyti tek- ist að nokkru leyti, þósað í mun minna mæli væri, en þeir í upp- hafi höfðu ætiað sjer. Hitt mis- tókst gjörsamlega að nota þessi verkföll til að knýja ríkisstjórn- ina frá völdum. Afleiðingin varð þvert á móti sú, að fleiri sannfærðust en nokkru sinni áð ur, um, að flokki, sem slík vopn nötaði, væri ekki treystandi, og að á meðan annars væri ekki vÖl yrði að nýtast við núverandi stjórnarsamstarf til að halda uppi löglegri stjórn í landinu. Flesturn finst sinn hlutur pf rír. • Sú aukna verðbólga, er staf- aði af tilræði kommúnista, ger*ði énn óumflýjanlegra en áður, að reyna að*finna varanleg ráð til lækningar henrii. Af þessum sök um lagði ríkisstjórnin í það nijög mikla vinnu sjálf — og fjejdj i lig, @aeð,sjer rp'arga sjer- 1 fræðingapg þar að auki fulltrúa frá ýmsum stjettum, síðari hluta ársins 1947, — að reyna að fínna lausn dýrfíðarmálanna, að reýna að færa verðlagið inn- anlands'til samræmis við mark- aðsverð erlendis. Niðurstaða ailra þessara bolla légginga var sú, að allir kváðu sig reiðubúna til að taka þátt í lækkunaráformum á verðbólg unni, þangað til kom að sjálf- um þeim, Þá fór mjög að vand- ast málið og virtist flestum, að byrðar þær, sem þeirra stjett yrði að bera, væri ærið þunga'r fyrir, þó að enn væri ekki á þær aukið. Úrræðin tvö. RækilegHhugun málsins leiddi hinsvegar í Ijós, að þarna var í raun og veru ekki riema um tvær höfuðleiðir að ræða. Ann- aðhvort bein kauplæltkun, sem að vísu var hægt að kalla lækk- un á vísitölu, en hlaut þó að hafa í för með sjer verulega kaupskerðingu, jafnvel þó að kjaraskerðingin yrði mun minni en sjáif vísitölulækkunin, eða þá lækkun á gengi peninganna. Við samnaburð kom í ljós, að gengislækkun mundi a. m. k. til að byrja með koma miklu betur við allan almenning. Kjaraskerðingin, sem af henni leiddi, yrði minni heldur en af nokkuru öðru úrræði. Samtímis því, sem gengislækkunin mundi koma atvinnuvegunum, og þá fyrst og fremst útflutningsversl uninni til skjótari og meiri nota en nokkur önnur leið, er menn komu auga á. Hugsanlegt var líka, að sam- eina einhverja vísitölulækkun við gengislækkun, þannig að hvorttveggja leioin yrði farin samtímis, og þurfti þá skemmra að fara eftir hvorri um sig heldur en ella hefði þurft. Kommúnistar ætla að knýja fram gengis- lækkun. Jeg skal játa, að jeg hefi ver- ið eindreginn á móti því að lækka gengi krónunnar. Liggja til þess auðskildar ástæður, fyrst og fremst hve óholl áhrif gengislækkun hlýtur að hafa á sparnaðarhug almennings, og harðneskjan, sem kemur fram í því að ríra gildi þess fjár, sem gamalt fólk og e. t. v. farlama hefur dregið saman, oft með » ærnu erfiði, sjer til lífsviður- væris, þeg'ar á móti tæki að blása. En þessar og aðrar mikil- vægar ástæður geta þó ekki eytt þeirri staðreynd, að hinar sí- felldu kauphækkanir síðastlið- inna 8 ára og verðbólgan, sem af þeim hefur stafað, hafa raun verulega fellt krónuna í gildi. Fram hjá formlegri viðurkenn- ing þess verður ekki kómist til lengdar nema með því að lækna verðbólguna,. lækka tilkostnað- inn og færa kaupgjaldið til sam- ræmis við raunverulegt verð- lag vörunnar á erlendum mörk- uðum. Ef og á meðan þetta tekst ekki blasir við að fara verði hina leiðina út úr ógöngunum, sem sje að fella verði gengið. Við skulum og hafa í huga, að kommúnistar stefna mark- víst að því að knýja fram gengis lækkun. Barátta þeirra fyrir hækkuðum tilkostnaði og auk- inni verðbólgu er emmitt háð af ráðnum-hug í þeim tilgangi, að gengislækkun verði óum- flýjanleg. Hin venjulega tvö- féldni þeirra og sviksemi kem- ur hinsvegar fram í því, að þeir ætla að kenna öðrum um þá afleiðingu, sem er óhjá- kvæmileg af atferli sjálfra þeirra, og búa sig undir að nota hana sem enn nýtt tilefni kaup- hækkunaröidu um land allt, svo að ómögulegt verði að forðast lömun atvinnulífsins. Dýrtíðarlögin. Allar þessar íhuganir og ýms- ar fleiri leiddu til þess, að á s. 1. vetri reyndist ómögulegt að ná samkomulagi um fram- tíðarlausn þessara mála. Menn töldu ekki fært að hverfa frá fiskuppbótunum, sem ákveðnar höfðu verið árinu áður. Ef slíkt hefði verið gert hefði þurft að lækka vísitöluna niður fyrir 200 stig eða fella gengið um a. m. k. 40%. Hvorttveggja sýndist mönnum meira en unnt væri að gera í einu stökki. Ein- kanlega á meðan einstaka at- vinnurekstur virtist bera sig sæmilega, svo sem útgerð ný- sköpunartogaranna og síldveið- ar að sumri til, a. m. k. ef veru- legur afli fæst, Niðurstaðan varð því sú, að ákveðið var að halda enn fast við hinar il’-æmdu niðurgreiðsl ur á landbúnaðarvörum og bátafiski á þessu ári, en lækka vísitöluna úr 328 niður í 300 stig, eða nærri um 10%. Auð- vitað var mönnum. ljóst, að þessi ráðstöfun hlyti að hafa nokkra raunverulega kjaraskerðingu í för með sjer fyrir launastjett- irnar. En þeir töldu svo sem rjett var, að skemmra yrði ekki gengið, ef forða ætti stöðvun mikils hluta framleiðslunnar. Skilningur verkalýðsins nauðsynlegur. Ymsir töidu þýðingarlaust að reyna þessa leið nema jafn- framt væri lögboðið, að grunn- kaup mætti ekki hækka frá því, sem verið hafði, og bentu á, að kommúnistar mundu þegar í stað nota verkalýðssamtökin til að sprengja þessi lög. Aðrir hjeldu því fram, að þá fyrst myndu kommúnistar fá öflugt vopn í hendur, ef lög-binda ætti kaup. Engu yrði áorltað í þessum efnum nema með ná- inni samvinnu við verkalýðinn, og yrði þess vegna að treysta því, að hann ljeti ekki komm- únista leiða sig út í algera ó- færu. Varð það ofan á, að reyna hversu til tækist. í þessu og voru þó ýmsir mætir menn full- ir efasemda. Enn er auðvitað ekki sýnt, hvernig sú tilraun tekst, og ó- neitanlegt er, að kaup hefur víða hækkað eftir að dýrtíðar- lögin 1947 voru sett. Ósigur kommúnista á Norðfirði. Þó er sannleikurinn sá, að enn hafa ekki átt sjer stað kaup hækkanir nema til samræmis við það, sem áður var orðið en þau lög gengu í gildi. Allar til- raunir til að brjóta þau sjálf á bak aftur hafa þessvegna mis- tekist. Eftirtektarvert er — og eftirminnilegt — að kommún- istar hafa, gagnstætt fyrirætl- unum sínum, pkki treýst sjer út í verkfall nú að nýju fyrir síld- veiðarnar 1948, eins og þeir gerði 1947. Og tilraun sú, sem kommún- istar gerðu á Norðfirði með til- styrk bæjarstjórr.ar meirihluta síns þar, að ákveða grunnkaup 3 kr. á klst. fyrir venjulega verkamannavinnU, fór alger- lega út um þúfur. jafnvel þótt yfirlýstur tilgangur með þessu væri sá, að hefja allsherjarsókn gegn dýrtíðarlögunum. Hin kommúnistiska bæjarstjórn sá þann kost vænstan að hverfa Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.