Morgunblaðið - 06.07.1948, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.07.1948, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. júlí 1948. MORGUNBLAÐIÐ 9 K.R. og Fram unnu Finnana með 4:1 ÞAÐ hafa vafalaust verið margir Reykvíkingar, sem hugðu gott til glóðarinnar að sjá leikinn milli Finnanna og úr valsliðsins úr Fram og K.R. á sunnudagskvölcið, ekki síst vegna þess að þeir voru ekki ánægðir með skipun landsiiðsins og vildu fá að sjá, hvort ekki væri til íslenskt knattspyrnuliþ, er sýnt gæti betri leik en það. Fram og K.R. áttu val um mark og kusu að leika undan sól og vindi á syðra markið. Þegar á fyrstu augnablikunum var það sýnilegt, að þetta myndi verða skemmtilegur leikur, leik menn beggja byrjuðu strax með fullum krafti og þegar 8 mín eru af leik brýst Ríkhar§ur í gegn um þvöguna fyrír framan mark Finnanna og skaut úr góðu færi en setti yfir. Finnarnir gera nú hratt upp- hlaup og vel uppbyggt en skutu framhjá. Því næst spyrnir Adam frá marki, Islendingarnir ná knettinum á sitt vald, hann gengur frá manni til manns og hafnar hjá Þórhalli og Myntti, vinstri bakverði, sem neyðist til að gera horn. Þórhallur spyrnir vel úr horni, knötturinn dettur niður fyrir marki Finnanra og Ríkharður spyrnir á mark, an knötturinn hrekkur frá rnark- manninum fyrir fætur Herði Öskarssyni, sem skorar. Markið færði fjör í lið beggja, skiptust nú liðín á hröðum og knattspyrnulegum sóknarlotum og komust mörk beggja í hættu án þess að skorað væri. Þegar um 15 mín. eru af leik gera Finnarnir harða lotu að marki „Fram—KR", Myrttinen er kominn í dauðafæri er Guð björn bjargar á síðustu s+undu með því að gera horn, (æsandi augnablik). Skömmu síðar kemst Hörður Öskarsson inn úr vöm Finnanna markmaðurinn hleypur á móti honum, en Hörður ætlar að vipþa knettinum yfir hann en setti yfir. Þegar 20 mín. eru af leik fær „Fram—KR‘* aukaspyrnu, sem Sæmundur Gíslason spyrnir vel á ská upp að marki Finn- anna, Hörður hleypur snöggt inn fyrir og spyrnir viðstöðu- laust á mark, en hitti utanverða markstöngina. Mjög góð tilraun. Það liggur yfirleitt me;ra á Finnunum, „Fram—KR“ sýna nú ljettan og fallegan leik og á 28. mín. kemur skot á mark Finnanna, markmaðurinn gríp- Ur knöttinn, en Hörður fylgir fast á eftir og ýtir við honum, markmaðurinn missir knöttinn og Hörður spymir í mark 2—0 fyrir „Fram—KR". Skömmu síðar fá þeir horn- spyrnu á Finnana, sem Gunnar Guðmannsson spyrnti mjög vel fyrir og Hörður skallar óverj- andi í mark, Rintanen, mark- maður Finnanna ka’staði sjer eftir knettinum en náði honum ekki, rak höfuðið í marksúluna og meiddist á höfði og varð að yfirgefa völlinn. 1 hans stað kom Laaksonen landsliðsmark- vörður. Á síðustu mínútum þessa hálf leiks voru Finnarnir í nokkurri sókn, m. a. komst hægri útherji Herman í dauðaíæri en spyrnti fram hjá. Fyrri hálfleikur endaði því 3—0 íyrir „Fram—KR“ og voru úrslit hans ekki ósanngjörn þó að Finnarnir misnotuðu nokkur tækifæri. Ríkharður, Hörður .'g Hermann voru mjög virkir og sýndu góðan leik og mikinn bar áttuvilja, enda voru þeir studd ir af bestu útvörðum, sem jeg hefi sjeð hjer á vellinum, en það voru þeir Sæmundur Gísiason, sem hefir dæmafátt þol sam- fara snöggri l ugsv.n og góðri knattmeðferð og Óli B. Jónsson sem er mjög uppbyggjandi og hugsandi leikmaður. Síöari hálfleikur. Þegar í byrjun síðari háhleiks hefja Finnarnir sókn, Rytkönen fær knöttinn i jett fyrir innan vítateig en spyrnti yfir. Skömmu síðar fá „Fram—KR“ horn, sem Þórhallur spyrnir vel og Hörður skallar í hendi Martin hægri bakvarðar. sem stóð á marklínunni, en þó var ekki dæmd vítaspyrna. Þegar um 7. mín eru af seinni hálfleik hefja Finnarnir sótvn og hjelst hún sleitulaust í 30 mín. Á þessum tíma komst mark okk ar oft í hættu, en Finnarnir virt nust mjög klaufskir að skjóta, þó náðu þeir nokkrum góðum skotum, sem Adam varði mjög auðveldlega nema eitt, sem var algerlega óveujandi. Það var miðframherjinn, Myrttinen,. sem skaut á markteig eftir harða baráttu við vörnina. Þegar um 8 mín. eru eftir af leik hefja „Fram—KR“ sókn að nýju eftir að bafa verið í varn- arleik mestan síðari hálfleik og sýndu þar með, að þeir voru hvergi lúnir. Sæmundur Gísla- son nær knettinum utarlega á miðju vallarins, rekur hann nokkur skref og spyrnir síðan .á ská upp að marki Finnanna, en þar var Hörður fyrir og skall ar í mark, og gerði þar með sitt 4. mark og það síðasta í leik.n- um. Nokkuð mikið bar á bví hversu flautan dundi á Finnana, en Haukur Óskarsson mun hafa vitað hvað hann var að gera. Að síðustu vil jeg minnast á eitt sem mjer fannst mjög óvið- feldið. En það var, að bæði dóm arinn og línuverðir mættu óein kennisklæddir til leiks. Það er vitað, að dómarafjelagið á bæði jagga fyrir dómara og línuverði og hversvegna ekki að nota þá. y. Þær stúlkur, sem hafa 1 1 hyggju Ráðskonusföðu hjá ógiftum manni með 2 I stálpuð börn, leggi nafn | og heimilisfang á afgr. | blaðsins, merkt: „1. sept- | ember — 108“, þarf að | vera þrifin og reglusöm og = og helst ljettlynd og enn- | fremur væri gott að við- | komandi hefði ráð á íbúð, | en það er ekkf skilyrði. i Tveir spretthlauparar i . ^ .......... O TiTWWriftWt^íím'1,,1 ,iw.. O Myndin hjer að ofan af Norðmanninum Haakon Tranberg og Hauk Clausen birtist í norska íþróttablaðinu „Sportsmanden" 1. júií s.l. — Undir myndinni stendur m. a.: „Kjer birtum við mynd af spertt- hlaupalronungi Norðurlanöa og e-ftirmanni hans“. Og ennfremur: ,Það er ástæða til að halöa, að enginn norrænn spretthlaupari sje í dag fær um að ,.slá“ ísiendmginn Hauk CJausen". Sama blað hefir getið þess til að Haukur sje nú sprettharðasti „innfæddi" maður í Fvrópu. Urval úr Val og keppir í kvöld síðasta eikinn við Finna í KVÖLD fer fram þriðji og síðasti knattspyrnuleikurinn við finska knattspyrnuliðið. Að þessu sinni keppir við þá úrval knattspyrnumanna úr Val og Víking. Þennan leik dæmir Guð jón Einarsson. Gert er ráð fyrir að leikur þessi verði spennandi. Kemur einkum tvennt til. Finnarnir eru nú farnir að venjast vell- inum og nú hafa þeir að nokkru kynst ísl. knattspyrnu- mönnum. Kom þetta greinílega í Ijós, er Finnarnir kepptu við úrval úr KR og Fram s. 1. sunnu dag, en þá sýndi finska liðið góðan leik. Liðið. í úrvalsliði Vals og Vikings eru fjórir leikmenn úr Víking, en liðið er skipað þessum mönn- um og er talið frá markmanni til vinstri útherja: Hermann Hermannsson, Val, Helgi Ey- steinsson, Víking, Guðmundur Samúelsson, Víking, Gunnar Sigurjónsson, Val, Sigurður Ól- afsson, Vai, Gunnlaugur Lárus- son. Víking, Halldór Halldórs- son, Val, Einar Halldórsson, Val, Sveir.n Helgason, Val, Ingvar Pálsson, Víking og Jó- hann Eyjólfsson, Val. — Vara- menn eru Gunnar Símonarson, Hafsteinn Guðmundsson, Einar Pálsson, Geir Guðmundsson og Ellert Sölvason. Línuverðir verða sænski dóm arinn John Nilsen og Sigurjón Jónsson. KveSjifsamsæti fyrir Reionertshjónia í LEIKGESTIR Norræna IjelagSH ins, þau Anna Borg, Poul Reum ert og Mogens Wieth hafa nú lokið leiksýningum sínum hjer í bæ að þessu smni. Var siðasta sýning „Dauðadansins" á sunnu dagskvöidið. Húsfyllir var eins og á öllum fyrri sýningum og voru leikararntr hylltir ákaft af áhorfendum og þeim barst mik ill fjöldi blóma að leiksýningu lokinni. Leiksýningarnar urðu fleiri, en áætlað var í fyrstu vegna mikillar að.sóknar. Á iaugardagskvöldið gekkst Norræna fjelagið fyiir kveðju- samsæti fyrir gestina að Hótel Borg. Þar voru um 90 manns. Formaður Norræna fjelagsins, Stefán Jóhann Stefánssott fov- sætisráðherra ílutti ræðiv fyrir minni heiðursgestanna og ræddi um þau menningarsamböhft, sem hnýtt hefðu verið m"3 komu þeirra hingað til lands. Mogens Wieth mælti fyrir minni íslenskrar leikiistar. Ævar Kvar an formaður Leikarafjelagsins, jakkaði gestunum góða sam- vinnu og samstarf. Guðlaugur Rosinkranz ræddi urn samstarf milli fjelagsins og leikaranna, sem hefði orðið hið ánægjuleg- asta í alla staði, að lokum mælti Poul Reumert nokkur orð. Finsku söngvararnir, „Kolleg- arna“ voru stac’dir í hófinu og skemmtu með söng. Á sunnudagskvöld höfðu Reumertshjónin hóf fyrir leik- ara og aðra samverkamenn og vini í Iðnó eftir leiksýningura, Var þar glatt á hjalla. Ræður fluttar í bundnu og óbundnu máli og nokkrir leikaranna skemmtu. Vár þetta hin ánægju legasta stund. — í gærkvöldi hafði danski sendiherrann og frú Brun kvöldboð fyrir Reum ertshjónin, Mogens Wicth og nokkra aðra gesti. Mogens Wieth fer flugleiSis til Kaupmannahafnar á miðviku- dag, en Reumertshjóntn dvelja hjer næstu vikur. Þau munu fara til Þingvalla einhvem næstu daga. Berlínarbúar vilja ekki yfirráð Rússa LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter FRITZ HEINE, sem er einn hinna þriggja þýsku sosial- demokrata, sem sendir hafa verið til London til þess að ræða við stjórn Verkamannaflokksins um hið alvarlega ástand í Berlín, sagði við blaðamenn í dag, að Berlínarbúar væru staðráðnir í því, að berjast með oddi og egg gegn tilrai.num Bússa til þess að ná borginni á sitt vald. Hann kvað þá fje laga hafa komið til London m. a. til þess að þakka Bretum og Bandaríkjamönnum fyrir að hafa komið í veg fyr:r að hungurvofan hjeldi innreið sína í Berlín. Fyrsti flugbáturinn. ®---------------------------- Fyrsti Sunderland flugbát- "Um hádegi í dag höfðu 189 urinn kom til Berlín í dag með breskar flugvjelar lent á Gat 7 tonn af niðursoðnu kjöti. — au-flugvellinum í Berlín á 24 Hann lenti á Wannsee-vatninu klst- McNeil skýrði frá þvi, að á bandaríska hernámssvæðinu. Framh. á bls. 12 Kashmir nefnd fer lil Genf í gær. Kashmir-nefnd Sameinuðu þjóð anna lagði í dag af stað frá Ge’nf, þar sem hún hefur seticl s.l. þrjár vikur- Förinni er i fyrstu heitið til Karachi, höfuð- borgar Pakistan og New DcihV í Hindustan. Á báðunv þcssun* stöðum kynnir nefndin sjer af- stöðu indverskra stjórumála< manna til Kashmir vandamáH* ins, en að því loknu heldur húi* til Kashmir, þar sem áætíað e» að halda þjóðaratkvæðagreiðsli* mn framtíð landsins. —Reviter, júgóslavneskiriier- menn flýja land Aþena í gærkv. BLÖÐ hjer í Aþenu skýrðu frái því í kvöld, að tólf júgóslafne<k- ir hermpnn, einkenn: sbún ir, hefðu í dag gefið sig á vald grískum stjómarvöldum. Her- menn þessir vom sagðir hafa farið yfir landamærin hjá Bmv- fi í V -Makedoníu. ■—Reutcr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.