Morgunblaðið - 06.07.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1948, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 6. júlí 1948. k’TáœP'- B—M—WBHaKHilifHili 'II, y jMWMW»i"iatW>aK»i»' j^garw^aagiiaMiiiiaBw^^ ■ KENJA KONA Ecn ~A, m§$ illvamá 120. dagur éi’íur en þeir hjeldu lengra. — Hann var hlæjandi, þegar hann kom til þeirra aftur. ,,Jeg var að tala við Georg Scawall", sagði hann. ,,Hann er lögfræðingur hjerna. Hann var þingrnaður árið 1851. Það er sögð sú saga af honum, þegar hann sat á þingi, að einu sinni frafi langorður ræðumaður allt af veriö að fá sjer vatn að drekka. Þá hafi Seawall staðið upp og sagt, að hann hafi aldrei fyrr sjeð vindmyllu ganga fyrir , ^atni". Þeir hlógu allir, eins jtfikið af sogunni og af því, hvað faðir þeírra var kátur. „Hann sagði rryer„ að hann hefði leikið á John Rollins", hjelt hann á- fram. „Þeir voru nágrannar og þurftu báðir að fá nokkra góða cedrusviðarboli. Rollins stakk upp á því, að þeir skyldu höggva þá í landi Binghams. — Hann átti að láta höggva þá, en Sea- wall ætlaði að sjá um flutning- inn. Sewall valdi trjen og Roll- ins Ijet höggva fjölda cedrus- viða og nokkur grenitrje með. Svo skiptu þeir á milli sín. — Rollins komst ekki að því fyrr en þrem mánuðum seinna, að Sewall hefði látið höggva af tandi Rollins í staðinn fyrir, að þeir höfðu ætlað sjer að stela frá okkur“. Hann sagði þeim margar fleiri sögur,, meðan þeir voru á férðalaginu. Hann sagði þeim frá Jonathan Farrar, sem setti tappa báðum megin á rom- túnnuna sína cg seldi úr báð- um endum. öðrum megin kost- aði rommið f jörutíu cent en hin- um megin fimmtíu. Og allir þóttust finna, að rommið sem kostaðí fimmtu cent var miklu foetra. —■ Hann sagði þeim fra drukkna Indíánanum, sem sagð- »st til svefns í bátinn sinr. En foáturinn fór af stað niður eftir ánni og niður fossinn hjá Old Töwn. En Indíánann sakaði ekkert. Og hanr. sagði þeim sög una af Jonathan Bridges, sem foonr í 'verslunina til Deacon Hannon kaldan vetrardag. — Konan hans hafði sent hann til að kaupa smjörbita. Þegar hann fojelt að'enginn sæi til, stakk foann vænum sjörbita í hattinn sinn, Svo dró hann rommfcokku út úr hillunni og bjóst til að fcorga hana, en minntist ekkert á smjörið. En Hannon hafði sjeð til hans. Hann ljet Tonat- foan- setjast við ofninn til að foita sjer, og hjelt honum þar, þangað til smjörið fór að bráðna cg renna eftir kinnum hans í stríðum straumum. „Ja, hjerna, mjer þykir þú vera spikaður. Það lekur af þjer fitan“, sagði hann við Jon- athan! Hann þreif hattinn af foonum, svo að hálf-bráðnaður smjörlíkisklumpurinn datt nið- ur í keltu hans. Jonathan starði á klumpinn með vandræðaleg- um undrunarsvip. „Drottinn minn, hvaðan í ósköpunum kemur þetta“, sagði foann sakleysisJega. John var alveg ótæmandi af sögum — og Mat og Dan skemmtu sjer prýðilega við að folusta á þær. Stundum sagði hann þeim frá æskuárum sín- um. Og eitt kvcldið, þegar þeir voru búnir að koma sjer fynr undir tjaldinu og voru lagstir til svefns, sagði hann þeim frá ævintýri hans og móður þeirra við Coetue, þegar þau börðust við dauðann og unnu sigur. — Hann sagði þeim frá ýmsum atvikum, sem skeð höfðu, þeg- ar þeir voru litlir. Hann minnt- ist allt af á Jenny í þessum sög- um sínum og allt af talaði hann jafn vingjarnlega og hlýlega um hana. Dan lá oft andvaka á eftir og reyndi að ímynda sjer móður sína, eins og hún var í huga föður hans, ung og falleg og góð. Hann velti því fyrir sjer árangurslaust,' hvað það gat verið, sem haíði orsakað þessa miklu breytingu á henni. Þeir hjeldu ferðalaginu áfram þrír einir, faðir og tveir synir. Þeir fóru fram bjá ýmsum mann virkjum, sem Penobscot-fjelagið hafði látið reisa, en voru nú yf- irgefin, John í kýrði fyrir þeim til hvers hvað væri notað. — Hann sagði þeim frá greni- trjám, sem höggvin höfðu verið þarna, sem voru svo stór að jafnvel reyndustu skógarhöggs- menn ætiuðu ekki að trúa sín- um eigin augum. Hann sagði þeim frá einu geysilega stóru trje, sem hann sjálfur hafði höggvið. „Það var gamalt grenitrje", sagði hann. „Bolurinn var rúm- lega sex fet í þvermál, og jeg var fimm stundarfjórðunga að fella það. Það þurfti sex uxa til að draga það og svo þegar við komum því loksins niður að ánni, var hún ekki nógu vatns- mikil fyrir svona stórt rje, svo við þurftum að skilja það eftir. Jeg hefði áreiðanlega fengið að minnsta kosti íimmtíu dali fyr- ir það í sögunarmyllunni". Dan brosti. „Þjer þykir gam- an að tala um gamla daga, pabbi“, sagði hann. „Já, Dan, það þykir mjer“, sagði hann. „Sameiginlegar end urminningar styrkja vináttu- bönd milli mannanna. Mönnum, sem þykir gaman að minnast einhvers saman, geta verið ó- rjúfandi vinir til dauðans. Það er alveg eins og menn sem eiga sameiginlegt áhugamál. Þeir eru tengdir sterkum böndum. Og það er einmitt það sem við hjer í Norður-ríkjunum þurfum á að halda núna. Hamlin segir að stríð við Suðurríkin sje yfir- vofandi. Allir íbúar Suður-ríkj- annjn eiga sameiginlegt áhuga- máí, sem sje þrælahaldið. Hjer norður frá er allt svo sundur- laust. Við erum ekki einu sinni allir sammála um að afnema þrælahaldið. Það eru meira að segja nokkrir menn hjer í Bangor, sem eru því fylgjandi. Það vantar einhvern mann til að sameina öll Norður-ríkin, eins og Suður-ríkin. En það verður erfitt, því víðáttan er mikil“. Ilann fcrosti með sjálf- um sjer. „Ef allir íbúar Norður- ríkjanna hefðu áhuga á skógar- höggi, mundi það verða auð- veldara. Þá mundu allir geta hlegið að því sama og verið hreyknir af þvi sama“. VI. Farangur þeirra var ekki fyr- irferðamikill. Þeir höfðu með sjer teppi, teketil, pott, pönnu og öxi. Maturinn, sem þeir voru með var brauð, saltað svínakjöt, te, sykur og síróp. Auk þess höfðu þeir byssu og veiðistang- ir, til að veiða í matinn. Ef illa viðraði á næturna sváfu þeir undir bátnum. Annars sváfu þeir undir beru lofti. Þeir komu sjer fyrir undir nóttina, áður en fór að dimma, og voru komn- ir á stjá um leið og fór að birta. Þeir hjeldu áfram norður með ánni í ellefu öaga. Þá beygðu þeir fyrir allstóra þverá. Þegar þeir voru búnir að búa um sig fyrir nóttina, sagði John, að nú væru þeir komnir á áfanga- staðinn. „Nú þurfum við að rannsaka landslagið og gróður- inn og ákveða staði fyrir skóg- arhöggsstöðina“, sagði hann. Dan fannst næstu dagar líða eins og Ijúfur draugur. Fyrsta morguninn ferðuðust þeir á hestum um láglendið. Um hádegi námu þeir staðar. „Hjer skuluð við athuga málið“, sagði John. Hann hjó meðal- stórt grenitrje og reisti það upp við annað stærra og sagði Dan að klifra upp. „Kliíraðu svo hátt, að þú getir sjeð allt í kring“, sagði hann. „Þú getur alveg rakið, hvar furutrjen eru mest, því þau eru hærri en grenitrjen. Kallaðu svo niður til okkar, hvað þú sjerð“. Dan klifraði upp í trjeð, eins hátt og hann áleit óhætt. Þar klemmdi hann fæturna utan um grein og fór að líta í kring um sig. Hann sá fjöll, sum nálægt, önnur langt í burtu. Öll voru fjöllin skógi vaxin. Hann gat greint furutrjáa-þyrpingar ým- ist stórar eða litlar, allt í kring. „Jeg sje furutrje út um allt“, kallaði hann niður. „í hvaða átt er stærsta þyrp- ingin?“ spurði John. „Jeg sje stóra þyrpingu fjór- ar eða fimm rnílur hjeðan, en jeg veit ekki áttina“. Það var skýjað og dimmt yfir, svo hann gat ekki áttað sig á því, hvar sólin var. „Það er í þessa átt“, kallaði hann og benti með hend- inni. En þeir sem niðri stóðu gátu ekkert sjeð til hans, því greinarnar voru svo þjettar. — Faðir hans sagði honum að brjóta grein af trjenu og taka af henni blöðin og kvistina og fleygja henni eins Iangt og hann gæti í áttina sem hann benti á. John heyrði, hvar greinin kom niður og kallaði til hans, að nú vissu þeir í hvaða átt þyrpingin væri. Dan klifraði niður og þeir fundu staðinn, sem Dan hafði bent þeim á. Næstu daga fundu þeir á þennan hátt allar nálæg- ustu furutrjáa-þyrpingar. John kenndi sonum sínum, hvernig þeir ættu að xeikna út fjölda furutrjánna í hverri þyrpingu og hvernig þeir ættu að þekkja góð trje frá gölluðum, sem ekki voru þess virði að höggva þau. í vikulokin var hann búinn að ákveða hvar miðstöð skógar- höggsins átti að vera næsta vet- ur. Hann hafði íundið graslendi, þar sem hægt var að safna fóðri handa uxunum. Vatnsból var einnig nálægt og eldiviður. Þeir voru varla búnir að þessu, þegar fyrstu mennirnir fóru að koma. John ljet þá fara að vinna við að safna heyinu og setja það í stakka. Á hverjum degi bættust við fleiri menn, og það var far- ið að byggja íbúðarhúsin. John stjórnaði verkinu og Dan undir handleiðslu hans. Fyrst þurfti að jafna jörðina. Svo voru vegg- irnir reistir úr grenibolum. — Þökin voru líka úr greni eða cedrusviði og cfan á þau voru lagðar greni- eða furugreirar til frekari skjóls. Veggirnir voru Gesturinn hvíti Cömul saga frá Afríku. 6. Nú kom ró á hópinn, og Kraki notaði tækifærið til þess að bera fram erindið. Hann sagði, að hann óskaði ekki að- eins að kynnast kónginum og þessari þjóð, heldur vonaði hann, að eftir þessa heimsókn yrði stofnað til nánari vináttu og verslunarsambanda milli föðurlands hans og þessa Jands, sem hann var nú staddur í. Meðan hann hjelt þessa ræðu og lýsti veldi og ríkidæmi þjóðar sinnar og þeim hag, sem Akim ríki gæti haft af slíkri vináttu, var hann truflaður á undarlegan hátt. Einn hirðmannanna horfði lengi á munn hans, rr.eðan itann talaði og nú langaði hann til að vita hvort þessi undar- lega vera, sem gaf frá sjer svo mörg undarleg hljóð, hefði svo sterkar tennur, að hún gæti gert nokkurt mein. Hann beindi því mjóum tein að munni mangarans og ætlaðist til, að hann biti í hann, en þar sem Kraki skildi alls ekki hvað þetta ætti að þýða og beygði sig undan teininum, varð hirð- maðurinn ákafari og reyndi að ýta teininum upp í Kraka meðan hann talaði og það tókst honum líka. Þessi ókurteisi kom flatt upp á mangarann og munaði minnstu, að hann missti allt vald á sjálfum sjer. Hann jafnaði sig samt og bað túlkinn að þýða, að sig langaði til að segja kónginum í stuttu máli, hvað sjer lægi á hjarta. En nú hlustaði Surtur kóngur ekki lengur á hann. Hann hafði nú sjeð, að þessi undarlega skepna gat ekki bitið og þessvegna varð hann hugrakkari, gekk að Kraka kaupmang- ara og fór að strjúka hann allan. Undarlegastur fanst honum skúfurinn á hárkollunni. Negrarnir hjeldu allir, að þetta væri skott, sem skepnan hefði í hnakkanum og þeir tóku ekkert tillit til þess, þó túlkurinn fullvissaði þá um, að þetta væri aðeins hárskart, því trúðu þeir ekki. Samt sagði kóngurinn, að ef það væri aðeins hárskart, þá skyldi þessi ókunnuga mannskepna taka að af höfðinu, en hann bætti því við, að hann tryði ekki, að slíkt væri hægt. Kraki vissi varla, hvernig hann ætti að taka þessu. Honum fannst þetta mjög óviðeigandi og hann var að verða reiður. Nokkra stund hugsaði hann um hvort hann ætti að verða við þessum tilmælum og á meðan fjekk hann sjer í nefið. V s4iiUuP>' 7 — Við skulum nú sjá, hvað er langt til jólanna. Wilson Bandaríkjaforseti var eitt sinn í reiðtúr á vegi skamt fyrir utan Washington. Enginn var í fylgd með honum, nema leynilögreglumaður, sem átti að gæta hans. Lítill drengur sat á vegarbrúninni, og þegar þeir voru komnir fram hjá honum sagði Wilson: — Sástu drenginn, sem sat þarna við veginn? — Nei, hvað gerði hann? — Hann gretti sig framan í mig, sagði forsetinn og virtist þungur á brúnina. Lögreglumanninum brá mjög og var í vandræðum með hvað hann skyldi til bragðs taka. Eftir nokkra þögn sagði for- setinn: — Sástu hvað jeg gerði? — Nei. — Jeg gretti mig framan í hann á móti. Jack London var eitt sinn seinn fyrir með sögu, sem hann hafði lofað tímariti einu í New York Ritstjórinn gerði ítrekaðar tilraunir til þess að fá hjá hon_ um sögu, en þegar það gekk ekki,. skrifaði hann honum eft- irfarandi brjef: „Kæri Jack London, ef jeg verð ekki búinn að fá söguna frá yður innan sólarhrings, kem jeg upp til yðar, dreg yður fram á gang og sparka yður niður stigann — og jeg held altaf mín loforð“. London svaraði: — „Kæri Dick — ef jeg gerði öll mín verk með fótunum, hjeldi jeg einnig loforð mín“. Kvikmyndaf ramleiðandinn: — Ógift? Filmstjarnan: — Tvisvar. — Eruð þjer hinn frægi ljónatemjari? — Nei, jeg kembi bara ljón- unum og bursta tennur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.