Morgunblaðið - 06.07.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.1948, Blaðsíða 8
8 I MORGUNBLAÐIÐ . , Þriðjuaagur 6. júlí 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Island og Marshall- áætlunin EINS og kunnugt er undirrituðu 16 Evrópuþjóðir hinn Z 6. apríl s.l. samning í París við Bandaríki Norður Amoríku, tem byggður var á grundvelli hinnar svokölluðu Marshall- áætlunar. Með samningi þessum er sett á laggirnar stofnun, sem hefur það markmið að leggja grundvöll að efnahags- lpgri endurreisn Evrópu með náinni samvinnu þessara þjóða og aðstoð Bandaríkjanna. Síðan að þessi almenni sáttmáli var undirritaður af full- trúum hinna 16 þjóða, sem sóttu Parísarráðstefnuna hafa farið fram samningaviðræður milli ríkisstjórna hinna ein- stöku þjóða, sem tóku þátt í henni, varðandi þátttöku þeirra í endurreisnaráætluninni og aðstoð þá, sem þær þarfnast. Var samningur um þau efni milli Islands og Bandaríkjanna undirritaður hjer í Reykjavík af Bjarna Benediktssyni utan- ríkisráðherra fyrir hönd Islands og sendiherra Bandaríkj- anna fyrir þeirra hönd, s.l. laugardag. Er efni hans svipað og þeirra samninga, sem aðrar Evrópuþjóðir, hafa gert samkvæmt samkomulaginu í París. Af íslands hálfu þótti þó nauðsynlegt að gera sjerstakan fyrirvara um íslenska fiskveiða og atvinnulöggjöf, vegna sjerstöðu ckkar, sem fisk- veiðiþjóðar, umfram það, sem aðrar þjóðir gerðu í samning- um sínum. Með þeim fyrirvara er það tryggt að Bandaríkin geta ekki samkvæmt fimmtu grein samningsins k^afist samningaumleitana um breytingar á fiskveiðilöggjöf Islend- inga, sem koma í bága við núgildandi fiskveiðilöggjöf. Um samning þennan er það að öðru leyti að segja, að hann er að öllu leyti í samræmi við þann vilja íslensku þjóðarinnar að taka hiklausan þátt í því endurreisnarstarfi, sem öll Vestur-Evrópa hefur ákveðið að hefja nána sam- vinnu um við Bandaríkin. Þátttaka Islands í þessari sam- vinnu er óhjákvæmileg afleiðing þeirrar staðreyndar að við Islendingar eigum þess engan kost að einangra okkur eða draga okkur í hlje þegar þjóðir Evrópu berjast fyrir við- reisn efnahags síns. En okkur gefst jafnframt tækifæri til þess sjálfum að njóta nokkurrar aðstoðar Bandaríkjanna til þess að treysta aðstöðu okkar eigin atvinnulífs með kaupum á nauðsynleg- úm tækjum og með því að tryggja rekstur þeirra tækja, sem hafa verið að koma til landsins undanfarið. Að því miða ýms ákvæði samningsins. Er það ekki síður mikils virði fyrir íslensku þjóðina, serrl af miklum stórhug hefur ráðist í nýsköpun atvinnulífs sins. Að sjálfsögðu ber ekki að ganga lengra en brýnasta nauðsyn krefur í að taka erlend lán, enda leggur samningurinn engar skyldur á okkur til þess að taka slík lán. Hann opnar aðeins möguleika til þess. Kommúnistar lijer á Islandi og um allan heim hafa ráðist heiftarlega á þessa samningsgerð og hafa reynt að læða þeirri skoðun inn hjá almenningi að með aðstoð Banda- ríkjanna við endurreisn Evrópu væri sjálfstæði Evrópu- þjóðanna, sem þeirrar aðstoðar njóta, stefnt í mikla hættu. Dollarinn hefur í málgögnum kommúnista orðið samnefnari allrar svívirðu. Engin þjóð á meginlandi Evrópu á dollarnum þó meira að þakka en rússneska þjóðin og land hennar, Sovjet Rússland. Þegar armur Hitlers teygði sig stöðugt lengra inn í land hennar voru það hergögnin og dollararnir frá Bandrríkjun- um, sem riðu baggamuninn. En kommúnistar eru einkenni- lega innrætt fólk. Það er allt í lagi að Bandaríkin láni Rúss- um dollara til þess að kaupa fyrir þá hergögn til þess að drepa með nasista. Ekkert er eðlilegra og sjálfsagðára. En hitt er Ijótt og skerðir fr^lsi Evrópuþjóða að lána þeim fje'til þess að kaupa fyrir vjelar í orkuver, byggingarefni, samgöngutæki, matvæli, framleiðslutæki, M. ö. 0., Rússar mega fá dollara og kaupa fyrir þá kvað sem þeir vilja, meira að segja drepa fyrir þá óvini sína, en Islendingaf, Bretár, Erakkar, Svíar, Danir, Hollendingar o. s. jfrv., glata sjálfstæði sínu ef þeir hafa samvinnu við Banda- ríkip ,úm endurreisn efnahags síns. Þannjg eru rök komrrmnista. En slíkum rökum beita ekki nema þeir, sem álíta aðra ennþá verri fífl en þeir eru sjálfir. UR DAGLEGA LIFINU Mikill er sá munur ... ÞAÐ ERU ekki ýkja mörg ár síðan, að það var hægt að rekja slóð ferðafólks á íslandi á því, sem það ljet eftir sig á áninga- stöðum í sveitum landsins. Það var.hægt að sjá hvað ferðafólk ið hafði haft með sjer í nesti. Menn settust ekki svo niður úti í guðsgrænni náttúrunni, að ekki væri skilinn þar eftir sorphaugur. En nú hefir þetta breyst mjög til batnaðar og mikill er sá munur að sjá. Meira að segja brennivíns- flöskurnar og ölflöskurnar, sem áður vörðuðu flesta þjóðvegi landsins sjást nú ekki lengur. Hvort, sem það nú stafar af flöskuskorti og að glerin eru komin í verð, eða af einhverju öðru, þá er um framfarir að ræða • ÞjóðgarSurinn. REYKVÍKINGAR sækja mik ið til Þingvalla á góðviðrisdög- um. Þegar veður er gott á helgidegi, eins og var á sunnu- daginn var, skifta bifreiðarnar hundruðum, sem eru hingað og þangað í Þingvallalandi. Og fólkið finnur sjer laut í skjóli og nýtur náttúrufegurðarinnar og veðurblíðunnar. Þingvellir eru líka þjóðgarð- ur. Helgur staður í augum okk_ ar Islendinga. Þann stað ná eklu saurga. Það væru helgi- spjöll. Þessvegna er það ánægju- legt, að sjá, að almenningur virðist vera einhuga um, að ganga vel um á Þingvöllum. Að vísu eru undantekningar. ^ Það eru til sóðar, sem aldrei láta sjer segjast. En þegar menn fara að taka eftir því, að aðrir ganga vel um á áninga- stöðum, þá iíður ekki á löngu, þar til sóðarnir fara líka að skammast sín. — Þá er vel. í kveðjusamsæti. NORRÆNAFJELAGIÐ hjelt Reumertshjónunum og Mogens Wieth kveðjusamsæti að Hótel Borg s. 1. laugardagskvöld. Þar var glatt á hjalla, skemti legar ræður fluttar og hinn besti. mannfagnaður í alla staði. Það kom greinilega fram í ræðum hve þessir góðu gestir eiga miklum vinsældum og að- dáun að fagna hjer á landi. Að- sóknin að leiksýningum þeirra hjer s'annar það og. Á einum mánuði hafa farið fram 17 leik- sýningar, ávalt fyrir fullu húsi. Það mun vera einsdæmi hjer á landi, að heimamenn, -eða gest- ir, sem hjer hafa sýnt leik njóti jafn mikillrar hylli og Reum- ershjónin og Mogens Wieth. Feluleikur. STUNDUM GETA menn vak . ið á sjer athygli með fjarveru sinni, Það þarf ekki að vera-, að þeirra sje beinlínis sárt saknað, eða að ekki sje hægt að vera án þeirra. En samt er tekið eftir því,. ef menn koma ekki, þar sem búast mætti við þeim í „embættiserindum“. Þannig fór í kveðjusamsæt- inu, sem hjer ræðir um að framan. Það var ekki hægt að komast hjá því, að veita því athygli hve tiltölulega fáir leikara okkar voru í samsæt- inu. Það er að vísu svo, að á þessum tíma árs er erfitt að ná fólki saman og ekki síst á laugardegi, þegar útlit er fyrir sólskin og sumarblíðu. Formað ur Leikarafjelagsins var mætt- ur eins og vera bar og flutti fallega og bráðsnjalla ræðu. En stjó.rnendur Leikfjelags Reykja víkur sáust ekki að einum und anteknum. „Gefum oltkur í Ijós“. ÞAÐ VAR ekki hægt að kom ast hjá því, að heyra, að fólk var að hvísla um þenna felu- leik. En eins og áður er sagt, þá er þessi árstími einmitf sá tími er menn eiga það til að „hverfa fyrir horn“, en þeim leik fylgir og að „gefa sig í ljós“. Listin er að gera það á hinu rjetta augnabliki. 0 Braggaómyndirnar. ÞAÐ GENGUR illa að losna við braggaómyndirnar með- fram þjóðvegum landsins. Og nú er Sölunefnd setuliðseigna búin að gera upp reikninga sína og ágóðinn af versluninni nem- ur hvorki meira nje minna en 4,5 miljónum króna. Dálagleg- ur ágóði það fyrir ríkiskassann. En hefði nú ekki verið betra að gróðinn hefði verið nokkr- um krónum minni og hluti af þessum ágóða notaður til að rífa niður og jafna við jörðu þessum leiðu braggaskömm- um,, sem eru þjóðinni til skamm ar og öllum til leiðinda, sem þá sýá. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Hvort var5 til fyrr, hænan eða eggið Þú ættir að spyrja vin þinn: Hvort varð til á undan eggið eða hænan? Auðvitað hænan, segir hann. Nú? Hvernig stendur á því? Jú, segir hann. Því að þegar fyrsta eggið varð til, hlýtur ein hver hæna að hafa verpt þessu eggi- Jæja, segir þú. En hvernig hefði þessi hæna, sem verpti fyrsta eggeinu þá átt að verða til? Hún hlýtur þó að hafa kom ið úr eggi. Nú? Kannski það sje rjett. Og spurningunni verður seint svarað, hvort var til á undan eggið eða hænan • • HVORT FÆR MAÐUR FYR^TÓMA EÐA FULLA FLÖSKU. - Fyrirmokkru lá blaðafulltrúi pólska sendiráðsins í London, Kle.mens Dunin-Kemplicz, vak andi 4 rúmi sínu og var heila nótt að yelta líku viðfangsefni fyrir sjef. Daginn áður hafði hann reynt að kaupa hjá nýlendu- vörukaupmanninum flösku af sítrón, en hann gat ekki fengið hana nema hann Ijeti tóma flösku í staðinn. Og hann gat ekki fengið tóma flösku, nema hann fengi að kaupa eina fulla. í vandræðum sínum skrifaði hann til Times og sagðist halda að í stríðinu hefðu Bretar mist alla heilbrigða skynsemi. Dunin-Kemplicz sagði svo frá: Mjer var sagt, að jeg gæti fengið flösku með sítrón í, ef jeg kæmi með tóma flösku í staðinn. Jeg skýrði þeim frá því, að jeg væri frá megin- landinu, og að það væri erfitt fyrir mig, þegar jeg ferðaðist milli landa að draga altaf á eftir mjer heila poka með sítrón flöskum. • • ENGIN HEILBRIGÐ SKYNSEMI. En það var sama, hvaða rök jeg bar fram. Það var eins og afgreiðslumaðurinn væri án allrar heilbrigðrar skynsemi. Og hann gat ekki einu sinni gefið mjer nein ráð um það hvar eða hvernig jeg gæti út- vegað mjer tóma flösku. Jeg benti honum á það, að þegar útlendingar kæmu hingað til landsins fengju þeir skömmt- unarmiða"og vegabrjef, en ekki eina einustu tóma flösku. Hann Ijet sem sjer kæmi það ekki mikið mið og svo fór jeg út úr búðinni flöskulaus og sítrónlaus eins og jeg hafði kom ið trúandi því, að geta ekki fenyið fulla flösku nema með því að hafa tóma flösku. Eftir að þetta neyðaróp pólska blaðafultrúans birtist í Times streymdu ráðleggingarn ar til blaðsins. Ungfrú Audrey Scott sagði, að nokkuð líkt hefði komið fyrir sig, en sagði, að begar hún hefði verið á leið út úr búðinni hefði afgreiðslu- maðurinn hvíslað. Reynið þjer að fara út í gosdrykkjagerðirn- ar. • • IIVAR ER FLÖSK- UNUM FLEYGT. R. E. Smith frá Ilford ráð- lagði blaðafulltrúanum að taka sjer gönguferð gegnum ein- hvern af skógunum í nágrenni London. Jeg er viss um, sagði hann. að ■ blaðafulltrúinn finn- ur þar á skömmum tíma fleiri flöskur en hann getur borið. Daginn eftir skrifaði Dunin- Kemplicz annað brjef til Times. Þar sagði hann: Það hefir rignt yfir mig brjefum. Síminn hefir aldrei þagnað og jeg hefi feng- ið keilt flóð heim til mín af margskonar sítrónflöskum. Jeg hefi orðið að gera samning við skrifstofufjelag um að það ann ist fyrir mig brjefaskriftir. Mjer hefir verið boðið í te- drykkju og sítrón-drykkju og altaf verða flöskurnar fleiri og fleiri. Samúð sú, sem öll þjóðin sýn ir útlending, þegar hann líður skipbrot með þeim, hefir snert mig. Gosdrykkj agerðirnar hafa sent mjer heila kassa af flösk- um, ekki tómum, heldur með gosdrykkjum í, og jeg vona, að á næstunni verði jeg ekki í vandræðum með flöskur. Þing sósíalisfa í París í DAG hófst í París þing franskra sósíalista. Vakti nokkra undrun, að ákveðið var, að halda fyrstu fundi fyrir lok- uðum dyrum Var það vegna þess, að fyrst verður að greiða úr miklum ihnanflokksdeilum. Aðalverkefni flokksþings þessa verður að skera úr því, hvort halda skuli áfram stjóm- arsamvinnu við kaþólska flokk- inn. — Reutér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.