Morgunblaðið - 08.07.1948, Blaðsíða 8
8
WORGUNBLAÐIto
Fimmtudagur 8. júlí 1948.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands,
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
kr. 12,00 utanlands.
Landsfundarræða
utanríkisráðherra
7 RÆÐU þeirri, sem Ejarni Benediktsson, utanríkisráðherra,
hjelt á Landsfundi Sjálfstæðismanna á Akureyri og nú hef-
ur verið birt hjer í blaðinu, var lögð á það höfuðáhersla að
blutverk núverandi rikisstjórnar væri að halda áfram þeirri
nýsköpun atvinnulifsins, sem fyrrverandi stjórn hóf undir
forustu Sjálfstæðisflokksins En hún hlyti jafnframt að vinm
að því að treysta rekstrargrundvöll hinna nýju tækja. Það
væri ekki síður nauðsynlegt,
Sjálfstæðismenn, sem haft hafa alla forustu um hinar
miklu atvinnulífsframkvæmdir síðustu ára, greinir áreiðan-
Jega ekki á um það, að þessi orð Bjarna Benediktssonar, hafi
við gild rök að styðjast. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði raun-
verulega fyrst og fremst lagt grundvöllinn að nýsköpi n at
■' innulífsins með því að semja um smíði og kaup á nýjum
og- glæsilegum atvinnutækjum og leggja til hliðar i'je lil
greiðslu andvirði þeirra. Sjálf tækin voru að eins að byrja
að koma til landsins þegar kommúnistar sviku stefnu ný-
sköpunarstjómarinnar og hengdu mynd af Jóni forseta á
brjóst sjer til þess að breiða yfir svikráð .sín við íslensku
þjóðina og undirlægjuhátt sinn við Rússa.
Engu að síður rjeði þessi undirbúningur fyrrveranöi
stjómar baggamunin um kaup tækjanna.
Bjarni Benediktsson bendir á það, að nokkrir örðugleikar
hlutu að steðja að þjóðinni í millibilsástandi þvi, sem skap-
aðist eftir að gjaldeyrisinnstæðum hennar hafði verið varið
til kaupa á atvinnutækjum, sem ekki voru komin i notkun
Það hefði ekki bæði verið hægt að eyða gjaldeyrissjóðunurr
til kaupa á skipum og vjelum og kaupa fyrir þá almennar
neysluvörur.
Þessa örðugleika hefðu Framsóknarmenn notað sem á-
tyllu til harðskeyttra árása á fyrrverandi stjórn og þá fyrst
og fremst Sjálfstæðisflokkinn Á því þyrftu. Sjálfstæðis-
menn og aðrir, sem þekktu innræti maddömu Framscknar
ekki að furða sig.
En kommúnistar hefðu einnig reynt að gera sjer mat úr
þessum örðugleikum og nota þá til árása á núverandi ríkis-
stjóm, sem tekið hefði við völdum á þessu tímabili. — Þær
árásir yæru álíka heiðarlegar og rógur Framsóknar.
Sjálfstæðismenn geta því látið jag Framsóknarmanna og
róg um forystumenn þeirra, sem að fyrrverandi ríkisstjórn
stóðu, liggja sjer í jafn ljettu rúmi og hinar sefasjúku árásir
kommúnista á núverandi ríkisstjórn.
Hitt er svo annað mál að núverandi ríkisstjórn, sem enn-
þá hefur að eins setið rúmlega eitt ár að völdum hefur ekki
ennþá átt þess kost að framkvæma nema eð nokkru leyti
þann hluta stefnuskrár sinnar að tryggja rekstur hinna
nýju tækja. Með ráðstöfunum þeim, sem stjórnin hefur gert
sámkvæmt löggjöf frá síðasta Alþingi um stöðvun verð-
bólgunnar, hefur hún þó sýnt viðleitni, sem þegar hefur
borið nokkum árangur í þessum efnum. En stjóminni er
það Ijóst, að meginhættan, sem að atvinnulífinu og rekstri
hinna nýju tækja steðja er verðbólgan og fylgifiskar henna
Annað þýðingarmikið atriði í Landsfundarræðu Bjama
Benediktssonar em ummæli hans um utanríkismál.
Undir lok ræðu sinnar kemst hann að orði á þessa leið:
„Það fær engum lengur dulist, sem á annað borð vill sjá
og skilja hvað er að gerast, að kommúnistar róa að því öll-
um árum, að Island verði útvirki hins alþjóðlega kommún-
isma í Norður-Atlantshafi. Með þessu ætla kommúnistar
Sjer að skjóta fleyg inn á milli Bretlands og Bandaríkjanna
-L láta Island verða þann rýting, sem skera á lífæðina milJi
h'inna miklu engilsaxnesku lýðræðisþjóða".
Þessi ummæli útanríkisráðherrans em allt of sönn til þess
að nokkur Islendingur geti komist hjá að taka afstöðu til
þeírra. Hinní íslensku deild hins alþjóðlega skemmdarvérka-
fldkks kommúnista hefur beinlínis verið falið það hlutverk
að ’gera'Island að útvirki „til að brjóta niður þá menningu,
frélsi og manndöm, sem fær lífinu gildi“, eins og Bjarni
Benediktsson orðaði það í ræðu sinni.
UR DAGLEG A LIFINU
Lokað vegna sumar-
leyfa.
ÞAÐ ER farið að dofna yfir
bænum. Það reynist erfiðara
með degi hverjum að ná sam-
bandi við menn, sem reka þarf
erindi við. Sumarleyfa tíminn
er byrjaður og þá er ekki að
spyrja að því.
Fleiri og fleiri fyrirtæki eru
farin að taka upp þann sið loka
hjá sjer og láta alt starfsfólkið
fara í sumarleyfi í einu. Þetta
er ágætt fyrirkomulag. Þá er
engum blöðum um það að fletta
að það er lokað. Gamla fyrir-
komulagið, þegar einn og einn
voru að fara í einu skapaði bara
erfiðleika. Þá var það viðkvæð
ið, að ekki væri hægt að af-
greiða þetta eða hitt vegna
þess, að maðurinn, sem vissi
um bað væri í sumarleyfi.
Þá er betra ,,að loka búð og
hætta að höndla“.
•
Verslanir loka líka.
í FYRSTA skifti í sumar
sjfer maður, að verslanir loka í
tvær vikur vegna sumarleyfa.
Áður var reynt að halda þeim
opnum. En það má sjá, að það
er vöruþurð í landinu úr því
kaupmenn taka upp á því
að loka búðum sínum. Vitan-
lega er eingöngu um vissar
sjerverslanir að ræða. Matvöru
búðir geta ekki lokað, því á-
valt eru margir í bænum, sem
þurfa á þeim að halda.
Já, það verður dauft í bæn-
um næstu vikurnar og lítið um
framkvæmdir á meðan fólkið
er í sumarfríinu. Vonandi að
menn fái gott veður í leyfum
sínum og sumardvölin gangi að
öðru leyti að óskum.
íslenski fálkinn fær
nýtt hlutverk.
ÍSLENSKI FÁLKINN var eft
irsóttur fugl hjer á árum áður
sem fornar sögur greina. Hann
komst í vist til frægra fursta,
konunga og keisara og fylgdist
með beim á veiðiferðum þeirra.
Furstarnir eru fallnir og kon-
ungum og keisurum hefir verið
steypt. Þar með lauk frægðar
tímabili íslenska valsins.
En nú er að sjá, sem valur-
inn sje að verða útflutnings-
vara á ný. Morgunblaðið skýrir
frá bví gær, að sendir hafi ver-
ið út íslenskir fálkar, sem eigi
að bægja fuglum frá flugvöll-
um i. framandi löndum.
•
Fásjeður fugl.
ÍSLENSKI FÁLKINN er þá
að verða mesti nytjafugl á ný,
ef þessi tilraun gengur vel.
Benda allar líkur til þess, að
fálka megi nota með góðum
árapgri til að verja flugvelli
fyrir öðrum fuglum, alveg eins
og hann var notaður til þess
áður fyr, að veiða fugla fyrir
aðalsmenn.
En fálkinn ev að verða fá-
sjeður fugl hjer á landi og við
megum gæta þess, að honum
verði ekki með öllu útrýmt, ef
svo skyldi fara, að mikil eftir-
spurn yrði eftir fálkum í fram-
tíðinni.
Best væri ef íslendingar sjálf
ir tækju að sjer að ala upp og
temia fálka til flugvallagæslu.
Með því móti kæmust þeir í
hærra verð — og altaf er nú
verið að hugsa um gjaldeyrir-
inn.
• .
Fúla-Tjörn.
í MÖRG ÁR hefir verið
kvartað undan því, að fýlu
legði upp úr Reykjavíkurtjörn
á sumrum þegar þurkatíð er og
vatnið minkar í Tjörninni. En
undanfarin sumur hefir veðr-
áttu verið þannig háttað, að nóg
vatn hefir verið í Tjörninni og
fýlan því ekki komist upp yfir
yfirborðið.
En nú í sumar er öðru máli
að cegna. Það hafa verið meiri
þurkar en áður og þarf ekki að
fara langt með Tjörninni til að
sjá bað og finna.
Þessa dagana hefir það sann
ast, að það þarf að gera ein-
hveriar ráðstafanir til að losna
við óþefinn úr Reykjavíkur-
tjörn. ef hún á ekki að hljóta
nafnið Fúla-Tjörn og það væri
synd, því fátt prýðir eins þessa
borg og Reykjavíkurtjörn.
•
Óþarfa ólykt.
OG ÚR ÞVÍ farið er að minn
ast á jafn leitt umræðuefni og
óþef, þá er best að ljúka Því af
að minnast á það, sem tala þarf
um í þeim efnum.
Fyrir nokkrum dögum hitti
jeg verkfræðing, sem fullyrti,
að bað væri lítil fyrirhöfn, en
dálítill kostnaður, að útiloka
óþef frá fiskimjölsverksmiðj-
um. Tæki væru til, en það kost
aði eitthvað að afla þeirra og
setja þau upp. En væru slík
tæki notuð í fiskimjölsverk-
smiðjum, þá væri hægt að hafa
þær inni í miðjum bæ, ef svo
bæri undir, án þess að nokkur
óþægindi stöfuðu af óþef frá
þeim.
Þetta eru sannarlega gleðitíð
indi og gefa góðar vonir um, að
höfuðstaðarbúar þurfi ekki í
framtíðinni, að kvarta yfir ó-
þef frá þessum atvinnurekstri,
þótt rekinn sje í eða við borg-
ina.
MEÐAL ANNARA ORÐA ...
. - m ii ui ■■
Engin sfyrjöld milli Gyðinga og Araba
Eftir William Latham, frjetta-
ritara Reuters í París.
Gyðingar og Arabar, sem búa
friðsamlega hlið við hlið í Par-
ís, biðja reglulega fyrir her-
sveitunum í Palestínu.
í París búa fleiri Gyðingar
og Arabar en í nokkurri annari
borg í Evrópu Parísarbúar hafa
löngum sýnt flóttamönnum gest
risni, og í borginni býr mikill
fjöldi útlendinga.
Þar halda Gyðingar og Ar-
abar friðinn. En hvorirtveggja
fylgjast af áhuga með því, sem
gerist í Palestínu — og þá eink-
um þyí,~sem skeður í Jerúsal-
em, því að þar eiga báðir aðilar
helga dóma og sömuleiðis kristn
ir menn,
120 ÞÚSUND TÝNDUST
í París eru um 110 þúsund
Gyðirrga» og eru þar alls sex
stór samkunduhús þeirra. Áætl
að er, að í Frakklandi sjeu alls
um 200—250 þúsund Gyðingar,
en fyrir styrjöldina voru þeir
um 300 þúsund. Meðan á þýska
hernáminu stóð, fluttu Þjóðverj
ar 120 þúsund Gyðinga á brott
úr Frakklandi — og hafa þeir
með öllu horfið.
Með þessu eru auðvitað ekki
taldir þeir Gyðingar, sem dvelja
í landinu um stundarsakir, svo
sem Gyðingabörn, sem dveljast
í Frakklandi á leiðinni til Pale-
stínu og koma frá búðum fyrir
vegalaust fólk í Austur-Evrópu.
Margir franskir Gyðingar taka
þátt í fjelagsskap, sem hefur
það á stefnuskrá sinni, að styðja
og hjálpa Gyðingum í Israel.
Æðstiprestur Gyðinga í Par-
ís, Isaie Schwartz, sendi nýlega
Marc Boegner, sem er forseti
sambands mótmælendakirkna í
París, ávarp, þar sem hann bað
um aðstoð til þess að berjast
fyrir því, að blóðsúthellingum
yrði hætt í Palestínu og sjeð
yrði um að helgir dómar yrðu
verndaðir í Jerúsalem.
• •
ÁHYGGJITR MÚHAM-
EÐSTRÚARMANNA
I sáma mun hafa hinir 90 þús
und Múhameðstrúarmenn, sem
í París búa, áhyggjur af atburð-
unumi Palestínu undanfarið, og
af stofnun ríkisins Pakistan.
Örlög Múhameðstrúarmanna
í Indó-Kína hafa einnig legið
trúbræðrum þeirra í París
þungt á hjarta, en þar hefir
geisað styrjöld milli Frakka og
Viet-minh, síðan í desember
1946.
Fimm sinnum á dag eru hinir
Trúuðu kallaðir til bæna í must
eri Múhameðstrúarmanna í suð
austur-útborg Parísar.
París er ekkj eina borgin í
Evrópu, sem hefur eigið bæna-
hús Múhameðstrúarmanna. í
Bretlandi eru bænahús í Car-
diff og Woking og einnig í
Southfields, sem er útborg Lund
úna. Öll þessi bænahús hafa
samband sín á milli og ráðgast
um það, hvernig best verði unn-
ið að trúboðsstarfi Múhameðs-
trúarmanna í Evrópu.
Bænahúsið hjer í París er
það eina í heiminum, sem hef-
ur miðstöðvarhitun. Það eru
mest megnis Norður-Afríkubú-
ar, sem heimsækja það.
Það er forkunnarfögur bygg-
ing, ein af þeim fegurstu í allri
borginni og einn þeirra staða,
sem allir ferðamenn, er til Par-
ísar koma, þurfa að heimsækja.
• •
ARABISKAR KVIK-
MYNDIR.
Alls eru um 200 þúsund Mú-
hameðstrúarmenn í Frakklandi,
ög meira en helmingur þeirra
býr í París. í vetur sýndi kvik-
myndahús eitt í Montmartre-
hverfinu arabiskar kvikmynd-
ir, við mjög góða aðsókn.
Af útlendingum í París, eru
Rússar fjölmennastir, eða 20—
25 þúsund. En auk þess býr
hjer margt fólk af rússnesku
bergi brotið, sem ekki lætur
neitt uppi um þjóðerni sitt.
Framh. á bls. 12.