Morgunblaðið - 08.07.1948, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1948, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. julí 1948 MORGUNBLAÐIB 5 Samningur íslands og Bandarikjanna um efnahagssamvinnu VI. GKEIN. Ferðalög. Ríkisstjórn íslands mun hafa samvinnu við ríkisstjórn Banda ríkja Ameríku um að grejða fyrir og stuðla að auknum ferða lögum Bandaríkjaþegna til þátt tökuríkja og innan þeirra. Síðari hluti VII. GREIN. Samráð og framsending upp- lýsinga. 1. Báðar ríkisstjórnir munu, þegar önnur þeirra óskar þess, ráðgast um hverskonar atriði, er snerta framkvæmd samn- ing þessa svo og framkvæmdir mun eða ráðstafanir, sem gerðar eru í framhaldi samnings þessa. 2. Ríkisstjórn íslands mun senda ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku í því formi og á þeim tímum, sem ríkisstjórn Banda- ríkjanna óskar eftir, er hún hef ur ráðgast við ríkisstjórn ís- íands: (a) nákvæmar upplýsingar um fyrirætlanir, áætlanir og ráðstafanir, sem ríkisstjórn íslands ráðgerir eða ákveð- ur með það fyrir augum að framkvæma fyrirmæli samnings þessa og hinna al mennu skuldbindinga samn ingsins um efnahagssam- vinnu Evrópu; (b) nákvæmar skýrslur um framkvæmdir samkvæmt samningi þessum þ. á. m. skýrslu um notkun fjár, vara og þjónustu, sem tek- ið er við samkvæmt hon- um, og skulu slíkar skýrsl- ur gerðar ársfjórðungslega; (c) upplýsingar varðandi efna hag sinn og hverskonar aðr ar upplýsingar, sem máli skifta og nauðsynlegar eru til viðbótar þeim upplýs- ingum, sem ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku fær hjá Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu og ríkis- stjórn Bandaríkja Amer- íku, kann að þarfnast við ákvörðun um eðli og um- fang framkvæmda samkv. lögum frá 1948 um efna- hagssamvinnu og til að meta áhrif aðstoðar, sem veitt er, eða ráðgert er að veita samkvæmt samningi þessum og yfirleitt hversu hinni sameiginlegu viðreisn aráætlun miðar áfram. 3. Ríkisstjórn íslands mun að stoða ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku við öflun upplýsinga varðandi efnivörur þær, sem framleiddar eru á íslandi og vitnað er til í V. grein, eftir því, sem nauðsyn ber til við ákvöyðun og framkvæmd þeirra ráðstafana, scm kveðið er á um í þeirri grein. ar áætlunar. Það er viðurkent, að víðtæk útbreiðsla upplýs- inga um framgang áætlunarinn ar sje æskileg til þess að efla þann skilning á því, að um sam- eiginleg átök og gagnkvæma að- stoð sje að ræða, sem nauðsyn- legur er til þess að markmiðum áætlunarinnar verði náð. 2. Ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku mu.n stuðla að út- breiðslu slíkra upplýsinga og útvega frjettastofunum þær. 3. Ríkisstjórn íslands mun stuðla að útbreiðslu slíkra upp- lýsinga bæði fyrir sitt leyti og í sarovinnu við Efnahagssam vinnustofnun Evrópu. Mun hún láta frjettastofnunum í tje slík- ar upplýsingar og gera allar raunhæfar ráðstafanir til þess að tryggja það, að hæfileg að- staða verði fyrir hendi til slíkr- ar útbreiðslu Þá mun hún og láta öðrum þátttökuríkjum og Efnahagssamvinnustofnun Evr- ópu í tje fullkomnar upplýsing- ar um framgung viðreisnaráætl unarinnar. 4. Ríkisstjórn Islands mun árs fjórðungslega birta nákvæmar skýrslur um framkvæmdir sam kvæmt samningi þessum, þar á meðal upplýsingar um notkun fjár, vara og þjónustu, sem tek- ið hefur verið við. þar á meðal hagnýtingar þeirr- ar, sem veitt er samkvæmt hon- um. VIII. GREIN. Frjettastarfsemi. 1. Ríkisstjórnir íslands og Bandaríkja Ameríku viður- kenna að það sje sameiginlegt hagsmunamál þeirra, að full- komnar upplýsingar sjeu veitt- ar almenningi um markmið og framgang hinnar sameiginlegu áætlunar um viðreisn Evrópu og um ráðstafanir þær, sem gerðar eru til framgangs þeirr- IX. GREIN. Sendinefndir. 1, Ríkisstjórn íslands sam- þykkir að veita viðtöku sjer- stakri sendinefnd um efnahags- samvinnu, er mun inna af hendi skuldbindingar ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku á íslandi, samkvæmt þessum samningi. 2, Ríkisstjórn íslands mun að fenginni tilkynningu um það efni frá sendiherra Bandaríkja Ameríku á Islandi, skoða hina sjerstöku sendinefnd, starfslið hennar og hinn sjerstaka full trúa Bandaríkjanna í Evrópu, sem hluta af sendiráði Banda- ríkja Ameríku á íslandi að því er snertir sjerrjettindi og for- rjettindi, sem veitt eru sendi- ráðinu og starfsmönnum þess, þeim er sambærilega stöðu hafa. Ríkisstjórn íslands mun ennfremur veita meðlimum þingnefndar löggjafarþings Bandaríkja Ameríku um efna- hagssamvinr.u við önnur lönd og starfslið hennar viðeigandi fyrirgreiðslu og láta þeim í tje þau. hlunnindi og aðstoð, sem nauðsynleg eru til þess að góður árangur náist af störfum þeirra. 3, Ríkisstjórn íslands mun sjálf og fyrir atbeina fulltrúa sinna í Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu hafa fullkomna samvinnu við hina sjerstöku sendinefnd, hinn sjerstaka full- trúa Bandaríkjanna í Evrópu og starfslið hans svo og við þingnefndina og starfslið henn- ar. Skal sú samvinna ná til hverskonar upplýsinga og fyrir greiðslu, sem nauðsynleg eru til athugunar og endurskoðunar á framkvæmd samnings þessa, X. GREIN. Lausn (leilumála. 1. Ríkisstjórnir Islands og Bandaríkja Ameríku fallast á að leggja undir úrskurð Alþjóða dómsins hveria þá kröfu, er önnu.r þeirra tekur að sjer fyrir einhvern þegna sinna gagnvart hinni, um skaðabætur fyrir tjón, sem hlotist hefur vegna stjórnarráðstafana (annara en ráðstafana varðandi eigur eða hagsmuni óvinaþjóðar), er gerð ar hafa verið eftir 3. apríl ’48 og snerta eigur eða hagsmuni þess þegns, þar með taldir samn ingar við eða sjerleyfi veitt af þar til bæi'um yfirvöldum. Það er áskilið, að skuldbinding rík- isstjórnar Bandaríkja Ameríku varðandi kröfur, sem ríkisstjórn íslands tekur að sjer samkvæmt þessari málsgrein, sje bygð á og háð skilyrðum þeim, er ríkis- stjórn Bandaríkja Ameríku gerði við sainþykt sína á lög skyldri lögsögu Alþjóðadóms- ins samkvæmt, 36. gr. stofnskrár dómsins, svo sem þeim er lýst í yfirlýsingu forseta Bandaríkja Ameríku frá 14. ágúst 1946. Ákvæði þessarar málsgreinar skulu að engu leyti hafa áhrif á þann rjett, sem önnur hvor ríkisstjórnin kann að hafa til að leita úrskuiðar Alþjóðadóms ins eða taka að sjer og bera fram kröfu, er bygð sje á stað- hæfingu um brot annarar hvorr ar ríkisstjórnarinnar á samning um. samþyktum eða þjóðarjetti. Ríkisstjórnh' Islands og Bandarílrja Ameríku eru enn- fremur ásáttar um, að slíkum kröfum megi og vísa til hvers þess gerðardóms, er samkomu- lag kann að nást um í stað Al- þjóðadómsins. 3. Það er ennfremur áskilið, að hvorug ríkisstjórnin muni taka að sjer kröfu samkvæmt þessari grein fyrr en hlutað eigandi þegn hefur leitað rjett ar síns fyrir öllum þeim stofn- unum og dómstólum. sem hon- um er heimilt að leita til í því landi, sem krafan varð til í. sem að öllu leyti eða ein- hverju eru í Evrópu, ásamt lendum undir þeirra yfir- stjórn; á meðan viðkomand ríki er að- ili að samningnum um efna- hagssamvinnu Evrópu og tekur þátt í sameigmlegri áætlun um viðreisn Evrópu, sem miðar að því, að markmiðum samnings þessa verði náð. XII GREIN. XI GREIN. Orðskýringar. í samningi þesum merkir orð- ið ,,þátttökuríki“ (I) hvert það ríki, sem undir- ritaði skýrslu nefndarinnar um efnahagssamvinnu Ev- rópu í París hinn 22. sept. 1947, og lendur þær, sem það hefur fyrirsvar fyrir á alþjóðavettvangi, enda hafi samningur þess ríkis við ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku um efnahagssam- vinnu, verið talinn ná til þeirra, og (II) þau ríki önnur (þar með talið hvert hververndar- svæði í Þýskalandi, lendur undir alþjóðastjórn eða eft irliti og fríríkið Trieste, eða annað hvort svæði þess,) Gildistaka, breytingar, gildis- tími. 1. Samningur þessi öðlast þegar gildi. Hann skal vera í gildi til 30. júní 1953, sbr. þó 2. og 3. mgr. þessarar greinar, og hafi hvorug ríkisstjórnin a. m. k. sex mánuðum fyrir þann dag tilkynt hinni skriflega, að hún vilji, að samningurinn falli úr gildi þann dag, skal hann halda gildi sínu þar til sex mán uðir eru liðnir frá því, að slík tilkyning hefur farið fram. 2. Nú álítur önnur hvor rík- isstjórnin, meðan á samnings- tímabilinu stendur, að grund- vallarbreyting hafi orðið á höf- uð sjónarmiðum þeim, sem samningur þessi byggist á, og skal hún þá tilkynna það skrif- lega hinni ríkisstjórninni og munu ríkisstjórnirnar síðan ráðgast um lagfærgingu eða brottfall hans. — Nú hefur samkomulag eigi náðst um lausn málsins innan þriggja mánaða frá því að slík tilkynning fór fram, og getur þá hvor ríkisstjóm til- kynt hinni skriflega, að hún vilji að samningur þessi falli úr gildi. Skal þá samningur þessi, að áskildum fyrirmælum 3. mgr. þessarar greinar, falla úr gildi, annað hvort: (a) sex mánuðum eftir að slík tilkynning um uppsögn hef- ur farið fram, eða (b) með styttri fyrirvara, er samkomulag kann að nást um að sje nægur til að tryggja það, að fullnægt sje skuldbindingum ríkis- stjórna? íslands varðandi aðstoð, sem ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku kann að veita eftir að slík til- kynning hefur verið gefin. V. gr. og 3. mgr. skulu þó halda gildi sínu þar til tvö ár eru liðin frá slíkri tilkynningu um upp- sögn, þó eigi iengur en lil 30. júní 1953. 3. Viðbótarsamningar og sam þykktir, sem gerðar eru i fram- haldi af samningi þessum get?. haldið gildi sínu enda þótt samn ingur þessi falli úr gildi og skal gildistími slíkra viðbótarsamn- inga og samþykkta fara eftir því, sem ákveðið er í þeim sjálf- um. IV. gr. skal halda gildi sínu þar til öllum upphæðum í íslenskum gjaldmiðli, er leggja skal til hliðar samkvæmt þeirri grein, hefur verið ráðstafað svo sem ráð er fyrir gert í þeirri grein. 2. mgr. III. gr. skal halda gildi sínu mtoan rikisstjórn Bandaríkja Ameríku getur byrgst grciðslur samkværat þeirri grein. 4. Ríkisstjórriirnar geta hve- þessum með samkomulagi sín á milli. 5. Fylgiskja! samnings þessa er óaðskiljanlegur hluti hans. 6. Samning þennan skal skrá- setja hjá aðalritara Sameinuðu þjóðanna. ÞESSU TIL STAÐFE:STTJ HAFA fulltrúar hvors aðila mn sig, er til þess hafa fullgild um- boð, undirritað samning þennan. GERT í Reykjavík, í Iveim eintökum á íslensku og ensku hinn 3. júlí 1948 og eru ‘oáðir textar jafngildir. nær sem er breytt samningi Fyrir hönd ríkisstjórnar íslands (Sign) Bjarni Benediktsscn Utanríkisráðherra íslands. Fyrir hönd ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku (Sign) Richard P. Butrick Sjerlegur sendiherra og ráð herra með umboði fyrir Banda- riki Ameriku á íslandi. FYLGISKJAL Aíhugasemdir til skýrÍBgar 1. Samkomulag er um, að á- kvæði II. gr. (1) (a) varöandi ráðstafanir til hagnýtingar auð- linda, myndu, óð því er snerti’* vörur, sem látnar eru í tje sara- kvæmt samningi þessum, taka til virkra ráðstafana til varð- veislu sh'kra vara og til að koma í veg fyrir að þær lendi á ólög- legum eða óvenjulegum mörkhfl um eða viðskiptaleiðum. 2. Samkomulag er um, a<5 skuldbinding skv. II. gr. 1. (c) um að afnema halla á íjárlúg- um svo fljótt sem verða má, myndi eigi koma í veg íyrir halla um stunriarsakir neldur* að átt sje við fiármálastefnu, er myndi leiða til hallaiausia íjár- laga er fram líða stundir, 3. Samkomulag er um, oY verslunarhættir þeir og ráðstaf- anir, sem kveðið er á um i II. gr. 3. mgr., skuli ná til: (a) festingar verðs, kjara, eð:* skilyrða, er farið skuli eft- ir í viðskiptum við aðra þegar vara er keypt, ■ <4d eða leigð; (b) útilokunar fyrirtækja fiá tilteknum mörkuðum eða viðskiptasvæðum svo og r.iðurjöfnunar og skipting- ar slíkra markaða ‘'Ja svæða, niðurjöfnunar við- skiptavina eða ákvöröunar sölukvóta eða innkaupa- kvóta; (c) hlutdrægni í garð ein- stakra fyrirtækja; (d) takmörkun á fran*3eið®.lii eða ákvörðun framleiðslu- kvóta; (e) samninga, er koma 5 veg fyrir þróun eða hagnýtingu á sviði tæhni og uppgötv ana, hvort sem einkaleyfi hefur fengist eða ekft:;' (f) að rjettindi samkv. einka- leyfum, vórumerkj ira eða höfundarjetíindum, er ann- að ríkið veitir, sjeu látir. ná til tilvika, sem okki fel- ast í slíkum rjetlimluiTi samkvæmt lögum þe‘ s og reglugerðum eða til íram Ieiðsluskilyrða, afnota eða Framh. á bls /3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.