Morgunblaðið - 08.07.1948, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.07.1948, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. júlí 1948. MORGVNBLAÐI9 9 ! J K. PAASIKIVI, forseti finnska lýðveldisins, tekur á móti sendi- berra íslands, Jakob MöIIer. Til hægri á myndinni er Encell, ut- snríkisráðherra Finna. Jakob Möller sendiherra gengurá fund Paasakivi forseta Finnlands Eftir Maj-Lis Holmberg. Helsingfors í júní. J. K. PAASIKIVI, forseti finska lýðveldisins, tók á móti Jakob Möller, sendiherra Islands í Finnlandi, í forsetahölliinni þ. 19. júní. íslenski sendiherrann afhenti við það tækifæri for- setanum embættisskilríki sín. Er þar með að lokum stofnað til diplomatisks sambands milli Finnlands og íslands. Jakob Möller sendiherra, sem er búsettur í Kaupmannahöfn, kom til Finnlands fyrir nokkr- um dögum og sem fulltrúi Is- lands var hann boðinn hjartan- lega velkominn í blöðum höf- uðborgarinnar. sem birtu við- töl við hann og myndir á áber- andi stöðum í blöðunum. Sendi- herrann ljet þá von í ljósi í viðtölum við blaðamenn, að gott viðskifta- og menningar- samband tækist milli hinna tveggja þjóða Á þjóðhátíðar- degi íslands var sendiherrann viðstaddur í boði, sem aðalræð- ismaður íslands, Erik Juuranto og frú hjeldu í tilefni af deg- inum. Meðal gesta í því boði voru fulltrúar finsku stjórnar- innar og þingsins, sendimenn erlendra ríkja, fulltrúar frá Helsingforsborg og margir aðr- ir, sem að einhverju leyti hafa haft viðskifti við ísland. í þessu boði sæmdi Jákob Möller, fyrir hönd forseta Is- lands, þá Carl Encell utanrík- isráðherra og Uuno Takki við- skifta- og iðnaðarráðherra Stór krossi hinnar íslensku Fálka- orðu, en að því loknu söng kvart ettinn „Kollegarna“, sem voru á förum til íslands næsta dag, „Ó, guð vors lands“. Vingjarnleg grein. Helsingsforsblaðið „Hufud- stadsbladet" birti greín þ. 17. maí undir fyrirsögninni „Sam- bandið við ísland“. í greininni segir m. a.: „Það er sjerstök ánægja að því, að sjá, að nú í 'dag er minsta og yngsta þjóðin í hópi norrænu þjóðanna fimm, held- ur hátíðlegan sinn þjóðhátíð- ardag, þá skuli sá dagur hafa yfir sjer sjerstakan hátíðablæ hjer í Helsingfors. Einmitt þessa dagana kemur í fyrsta sinn opinberlega fram fulltrúi Islands, sem leggur fram em- bættisskilríki sín hjá forsetan- um og hann hefir hagað ferð sinni þannig, að hann gæti haldið hátíðlegan þjóðhátíðar- daginn meðal okkar. Við metum það hjá honum og skiljum á þann hátt, að það sje fastur ásetningur að auka sambandið milli Finnlands og Islands, sem fulltrúinn og ljet í ljósi, er hann hitti blaðamenn vora í fyrsta sinni“. Síðan heldur blaðið áfram að lýsa framförum á Islandi og því sambandi, sem þegar hefir ver- ið komið á milli þjóðanna í vinni vingjarnlegu ritstjórnar- grein sinni og segir að lokum: „ísland og Finnland hafa | mikið að veita hvort öðru og mikið að læra af hvort öðru. A hátíðisdegi þjóðarinnar er okk- ur Ijúft að heilsa fulltrúa þjóð- arinnar og bjóða hann velkom- inn og óska þess um leið, að sambandið milli þessara tveggja þjóða eigi eftir að verða enn nánara, en það er nú“. * Nánara samband, sem „Huf- udstadsbladet“ ræðir um, virð- ist þegar vera orðið að veru- leika. Það hefir verið ánægju- legt, að fylgjast með því, hvern ig sambandið milli Finnlands og Islands, sem fyrir síðustu heims styrjöld var frekar laust í bönd unum, hefir aukist síðustu 2—3 árin og nær nú til fleiri sviða en áður. Það er meira að segja hægt að tala um persónulegt samband milli margra Finna og I Islendinga. Það hefir löngum verið erfiðleikum bundið, að ferðast frá Finnlandi til íslands og jafnvel ennþá meiri erfið- leikum bundið, að ferðast hina leiðina. Framh. á bls. 12 ekla er glæsilegt og vel búið skip Fylsta öryggis gætt og öll þægindi fyrir farþega F'ftír Pá5 Jónsson. Alaborg, 7. júli. ÞAÐ var ánægjulegt að sjá Heklu“, nýjasta skip islenska flotans, jsegar hún fór í reynslu ferð í Álaborg 1. júlí. „Hek’a14 er eins og kimnugt er, smíouð í skipasmiðastöð Álaborgar handa Skipaútgerð ríkisins og ætluð til strandferða, en marg- ir gestir, er tóku þátt í rcynslu förinni, ljétu í ijósi von um. að þetta nýrjasta skip yrði notað til millilandaferða fyrst um s!nn, þangað til Eimskipafjelag- ið fær hið nýja íarþega- skip, sem pantað hefur verið hjá Burmeister & Wain. Gengur 17,2 mílur. ,.Hekla“ er hraðskrc-iðasta fúrþegaskip islenska fiotans, gengur 17,2 sjómílur. Er það h.u.b- einni sjómílu meira en búist var við. Getur Heldp far- ið á 61/2 klukkustund mllli Reykjavíkur og Vestmannaeyja og á þremur sólarhringum nnlli Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar, eí farið er beina leið. „Hekla" er glæsilegasta skip- ið, sem Island nokkurn tíma hefur átt. Margir hafa komið annars staðar frá frá öðrum dönskum ög útlendum skipa- smíðastöðvum til þess að skoða þetta nýja skip, og hefir það vakið mikla eftirtekt. Skipið er fallegt á sjó, vel smíðað, alt úr góðu efni og fyrir komulag gott. „Hekla“ hefur öll hin nýj- ustu og fullkomnustu tæki sigl- ingatækninnar t. d. „Gyro“- áttavita, skuggsjááttavita og Radar auk margra annara tækja. Fylsta öryggi. Samkvæmt nýjstu alþjóða- samningum um öryggi á sjó, er ,.Hekla“ útbúin með vatns- heldum hurðum og sekkur því ekki, þótt skipið rekist á tund- urdufl. Getur skipið flotið í pörtum, t. d. afturhluti, mið- hluti og framhluti hvev fyrir sig, ef það liðast i sundur. „Hekla“ er smíðuð til far- þega- og póstflutninga. Getur hún tekið 400 farþega, 106 á 1. farrými, 60 á 2. farrými og hina á þilfari. Farþegaklefarnir eru á milli- þilfarinu- Á 1. farrými eru 2 í hverjum klefa en fjórir á öðru farrými. Farþegaklefarnir eru bjartir og vistlegir. Er handláug með heitu og köldu vatni í hverjum kltfa. Enn fremur sófi og skápur. 1 rekkjunum eru ný-- tisku gúmmídínur. Farrými. Á 1. farrými eru tveir fail- egir salir: Setusalur á göngu- þilfarinu og matsalurinn á þil- farinu neðan undir. I matsaln- um eru 60 sæti- Þiljur og inn- anstokksmunir eru úr mahogni. Stólarnir eru klæddir bláu „velour". 1 stórum forsal framan við matsalinn er málverk af eld- fjallinu Heklu. Hefir Sveihri Þórarinsson málað það Setsalurinn er skemtilegásti salur skipsins eins og vera her Fré rejRsEuferðinni Þiljur, borð og stólar úr ma- hogni, stóiarnir klæddir rauðu leðri. Þegar komið er inri í sal- inn, blasir við ccppdráttur af Islandi, gerður úr trje og feldur inn í vegginn. Á þessum upp- drætti fcxu ýmsar myndir, sem gefa iiugmynd um söguiega staði, dýralíf, atvinnurekstur o. fl- Hefur kona Sveins Þórar- inssonar gert þenna uppdrátt. 1 setsalnum er marmaraeldstó Virðast svo sem gióandi kol brenni í henni. En „kolin“ eru bara lituð gler. Þarna, eins og annarsstaðar í skipinu er notuð rafhitun. 1 setsalnum er smá-slagharpa (pianetta) og skrifborð handa farþegunum. — Þarna er líka „bar“. Áður en langt um líður verður salurinn skreyttur átta kolateikningum. Verða það myndir úr goðafræðinni. Hefur örlygur Sigurðsson teiknað þær. Yfir „barnum“ verður sett mynd, sem heitir: Þór tæmir hornið- Salurinn á öðru farrými er rúmgóður og vistlegur. Þiljur úr ljósu hirki og innanstokks- munir úr mahogni. Stólar og sófar eru klæddir leðri. „Hekla“ hefur tvær skrúfur og er Dieselmótorskip. Mótor- arnir framleiða 3300 „indicer- uð“ hestöfl. 1 skipinu er kæli- rúm h.u.b- 5000 teningsfet að rúmmáli. Er þar 12 stiga frost á Celsíus, þegar lofthitinn er 18 stig. 100 manns í reynsluför. Næstum 100 manns tóku þátt í reynsluferðinni. — Pálmi Loftsson og frú voru þarna til þess að taka við skipinu, fyrir hönd Skipaútgerðarinnar. Jak- ob Möller sendiherra var boð- inn, en gat ekki komið. Af ís- lendingum voru annars í för- inni aðallega menn og konur, sem búsett eru í Jótlandi. Enn fremur voru viðstaddir margir þektir Álaborgarbúar. Poul Hansen, aðalframkvæmdastj., mætti fyrir hönd skipasmíða- stöðvarinnar. Fer, hann ásamt frú sinni til Islands nú með fyrstu ferð „Heklu“. Á meðan setið var að hádeg- isverði í reynslufe’rðinni voru margar ræður haldnar- Poul Hansen þakkaði fyrir, að skipa- smíðastöðinni í Álaborg var falin smíði þessa skips Bað hann menn drekka Islandi til heilla. Pálmi Loftsson þakkaði fvrir vel smíðað skip og Ásgeir Sigurðsson, sem verður skip- stjóri á Heklu og hefur haft um sjón með skipasmíðinni, þakk- aði fyrir góða samvinnu. Frú Ásta Jensen, dóttir Ölafs frá Ráðagerði, ljet í ljós ósk um að heill og heiður mætti altaf fylgja Heklu. Enn fremur tÖl- uðu þeir Andersén borgarstjórí og Cbrisíensen ræðismaður Is- lands. Hátíðleg stund. Að reynsluförinni lokmn var sýnd kvikmynd af sruíði: skips- ins frá þvi að kjölur var lagður og þangað til Hekla var full- smiðuð- Það er altaf hátíðleg stund, þegar skip er afhent og skift um fána. Svo var einnig i þetta skifti. Allir, sem voru í förinni, söfnuðust saman á þilfarinu. —• Danski fáninn var nú dreginn niður og íslenski fáninn dreg- irin á stöng. Var svo sungið: „Island ögrum skorið“ og hróp- að húrra fyrir Heldu. samþyfckir PÓLSKI kommúnistaflokk- urinn hefir nú samþykkt að lýsa ánægju sinni yfir þeirri ákvörðun Komiform, að tyfta Tito og víkja kommúnistaflokki hans úr bræðralag-inu. — Reuter Rússar senda eipn JUGOSLAVNESKA stjórnin hefir ekki enn látið uppi álit sitt á þeirri ákvörðun Rússa, að neita að senda fúlltrúa á fimmta þing júgóslavneska kommúnistaflokksins, sem stendur fyrir dyrum. — Rcuter. Svona á að elska Rússland(!) KOMMÚNISTAFLOKKUJV INN í Montenegró lýsri i dag yfir fylgi sinu við júgóslav- neska kommúnista og ánægju sinni yfir svari þeirra við á- sökunum Kominform, eftir þvl, ' sem júgóslavneska frjettastófai» j Tanjuo skýrir frá. 1 skeyti, sen» miðstjórn kommúnista * Monte» negró sendi flokksbræðram sín- vmi í Júgóslavíu segir: „Ftokk- ur okkar, með fjelaga Tifó I broddi fylkingar, og ölí þjóðin, hefir sýnt veröldinni, hvernigj fara á að þvi að elska Rússlaricl, kommúnistaflokkinn og fjelag^ Stalin". Frjettastofan tilkynti einnig^ að Hardelþ einn af júgóslav- nesku kommúnistaleiðtogunuru fjórum, sem Kominform rjeðis* á, hafi verið kosinn sem full- trúi á fimta þing júgóslavneskai kommúnistaflokksins 21. júli næstkcmandi. — Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.