Morgunblaðið - 14.07.1948, Blaðsíða 14
14
MORGVffSLA&I 9
Miðvikudagur 14. júlí 1948.
KENJA KONA
éJftir ÍSen 'Wiita mó
127. dagur
Dan, dreptu þá. Dreptu þá, ef
þjer^þykir vænt um mig“.
Dan gat ekki svarað. John
sagði alvarlegur: „Jenny, þú
segir meira en þú ætlaðir“.
„Jeg segi ekki helminginn af
cllu því, sem mig langar til og
sem jeg ætlaði að segja“. Rödd
hennar var lág og ógnþrungin.
„í>að er ekki nóg að drepa .þá.
Þeir eiga að kveljast lengi,
lengi áður en þeir fá að deyja“.
John hristi höfuðið. „Þú ert
írá bier af harmi. Þú talar ekki
út frá hjartanu, Jenny. Þú tal-
ar um að bróðir drepi bróð-
ur. Þú ert viti þínu fjær af
reiði. Trúðu mjer“.
Dan starði á hana, í þeirri
von, að hann sæi einhvern vott
um uppgjöf, en hann sá ekk-
ert í augum hennar annað en
hatur og æðisgengin ofsa. Hún
talaði rólega og dró seiminn,
„En kæri John, þú veist að
jeg er alveg dómbær á allar
athafnir — viðvíkjandi sárs-
auka og dauða“.
Með orðum sínum gaf hún
eitthvað ósegjanlega óhugnan-
legt og viðbjóðslegt í skyn. Dan
sá, að jafnvel föður hans brá.
Ostjórnlegur ótti greip Dan.
Hann þoldi ekki við lengur í
stofunni, Hann tók til fótanna
cg flýði, Um leið og hann hljóp
út um dyrnar, heyrði hann að
faðir hans gekk hröðum skref-
um að stól móður hans, eins
cg til að leggja hendur á hana.
En hann þaut út um dyrnar,
eins hart og hann gat.
5.
Dan var liðsforingi yfir flokk
75 manna. Hann fór frá Bang-
fcr 3, júlí til að taka við starfi
sínu í hernum. Og í meira en
tvö ár, sá hann hvorki Jenny
eða föður sinn. 2. herdeildin
hafðr komið til Washington 31.
*naj. Þann 3. júlí var hún kom-
én til Falls Church í Virginía
i- -tæka tíð til að -berjást við
her Suður-ríkjamanna við Bull
ftun. Þangað fór Dan beina
leið. Um fimmtíu menn dóu
eða særðust í þeirri orustu. Um
veturinn voru þeir í Halls Hill,
tóku þátt í umsátrinu um York
town og börðust við Hannov-
er Court House. Þeir voru orðn
ir vanir hermenn og vissu hvað
stríð var. „Sjö dagana ógn-
þrungu“ vorii þeir einnig á
fremstu víglínu og sömuleiðis
við Malvern Hill. Við Manass-
es, þegar völdin voru fengin
t hendur Pope, kunni hann ekk
ert með þau að fara, og sig-
urínn var farinn að sýnast Suð
ur-ríkjamönnum vís. En þá var
McLellan kominn aftur og und
ir handleiðslu hans fór Norð-
urríkjamönnum að vegna bet-
ur. Hann breytti allri herskip-
aninni og það kom í ljós í or-
ustunni við Antietam, að sú
breyting var til batnaðar. Þar
var 2 herdeildin höfð til vara.
En við Sheperdstown urðu þeir
fyrir miklu manntjóni, þegar
tilraun var gerð til að komast
yfir Potomac. Og við Fredriks-
burg í desember misstu þeir
aftur marga menn. Síðasta stór
orustan, sem þeir tóku þátt í
var við Chancellorsville í maí-
mánuði 1863.
Allan þennan tíma fjekk
Ðan brjef að heiman. Frá föð-
’ ur sínum og móður og frá Meg
og Beth, og öðrum kunningj-
um. Brjef Jennyar voru full af
hatri til Suðurríkjabúa. En
Dan gat ekki verið á sama máli
og hún. Eftir að hafa átt í or-
ustum við þá, hafði hann lært
að bera virðingu fyrir þeim.
Brjefin frá Meg voru blátt á-
fram og skemmtileg. Hún mint-
ist varla á stríðið. En Beth
skrifaði stirðleg brjef og óeðli-
legar frásagnir, eins og hún
hafði. lært í skólanum. Brjefin
hennar voru mjög ólík henni
sjálfri, því hún var ekki hátíð-
leg í framkomu, heldur mjög
eðlileg. Þau báru þess vott, að
hún hafði skrifað þau upp aft-
ur og aftur og bætt við og
sleppt úr því sem henni þótti
við eiga. Hún byrjaði bjefin:
„Kæri vinur“, og skrifaði und-
ir: _,,Frá vinkonu þinni Beth“.
Hún sagði að föður hans liði vel
1 og móður hennar virtist einnig
j líða betur, henni sjálfri liði vel
og hún vonaði að honum liði
vel. Hún skrifaði um píanó-
j kennslustundirnar og söngtím-
ana og hvað hún og móðir henn
ar saumuðu mikið fyrir her-
mennina. Hún minntist á veðr
áttuna og vini hans, sem hún
hafði hitt, og fullyrti að þeim
liði vel. Hún minntist sjaldan
á stríðið og aldrei á orustur,
sem voru um garð gengnar.
Hún sagði, að allir vonuðu að
stríðið mundi bráðum hætta og
hún vonaði, að honum liði vel.
Brjef hennar voru hvorki fróð-
leg nje skemmtileg, en Dan
þótti gaman að þeim, því hún
skrifaði honum altaf með jöfn
um millibilum. Einu sinni sagði
hún: „Jeg er hrædd um, að þú,
sem tekur þátt í svona mikil-
vægum atburðum, getir ekki
haft áhuga á þessum ómerki-
legu brjefum mínum“. En hann
svaraði: „Brjefin þín eru á-
gæt. Beth. Jeg gleypi í mig
hvert einasta orð, sem í þeim
stendur. Jeg vildi, að jeg fengi
brjef frá þjer á hverjum degi“.
Eftir því. sem lengra leið,
varð hann var við breytingu á
brjefum hennar. Hann fann, að
það mundi vera af því að hún
væri orðin þroskaðri og hann sá
eftir því að hafa ekki haldið
saman brjefunum, sem hann
hafði fengið fyrst, til að bera
þau saman við þau seinni. í
lok ársins 1861 fór hann að
, geyma öll brjefin frá henni.
j Hann hafði altaf safnað sam
an brjefum föður síns, og las
þau yfir aftur og aftur. Ekki
j vegna þess, að hann hefði svo
í mikinn áhuga á því, sem í þeim
stóð, heldur vegna þess, að
honum fannst faðir hans koma
nær honum. John skrifaði hon-
um samviskusamlega um allt
sem skeði í Bangor, sem hann
hjelt að sonur hans gæti haft
ánægju af. Eftir orustuna við
Bull Run fjekk Dan brjef frá
föður sínum, þar sem herdeild-
in hjelt kyrru fyrir í Fort Cor-
coran. í brjefinu var úrklippa
úr blaði, þar sem fordæmd var
andstaða dagblaðsins „Demo-
krat“ í Bangor, og önnur úr-
klippa fylgdi með úr Suður-
ríkjablaði, þar sem „Demokrat-
anum“ var hælt fyrir að þora
að segja sitt álit á Lincoln og
fylgismönnum hans.
„Þessar úrklippur sýna þjer,
að „Demokratinn“ breytti ekki
um tón eftir að þú varst far-
inn“, skrifaði John. „Herra
Emery hjelt áfram að þvæla
um landssvik, þangað til hann
fjekk makleg málagjöld. Stet-
son borgarstjóri sá að einhver
uppþpt voru í aðsígi og reyndi
að koma í veg fyrir þau. En
einn aaginn kom hópur manna
inn í prentsmiðjuna, þegar
Emery og allir aðrir starfsmenn
hans höfðu farið út til að
snæða kvöldverð. Vjelarnar
hans voru eyðilagðar og papp-
írnum og öllu lauslegu var
fleygt út um gluggann og út á
götu. Prentsmiðjan var uppi á
fjórðu hæð, svo þú getur ímynd
að bjer að allt sem út t^m
gluggann fór eyðilagðist. Svo
'j brenndu þeir allt til ösku, sem
brunnið gat og köstuðu hinu í
ána. Emery kom að og reyndi
að stöðva skemmdarverkin, og
á tímabili leit út fyrir að þeir
mundu ráðast á hann líka, en
honum var bjargað undan. Jeg
hef heyrt að hann hafi forðað
sjer fá Bangor. Það hefur
I heyrst lítið í Lebbeusi í „Stjörn
| unni“ síðan. Jeg er á móti of-
j beldisverkum en þegar stríð er,
■ verður maður að vera öðrum
hvorum megin. Jeg var á móti
því, að þetta stríð yrði hafið.
En bað er ekki okkur að kenna,
að það byrjaði. Og úr því, sem
komið er, vildi jeg helst mega
sjá okkar málsstað sigra“.
John sagði honum frá mörgu
öðru. Hann sagði honum fá veð
reiðunum sem haldnar höfðu
verið í Trotting Park daginn
eftir að Dan fór að heiman. í
„Whig and Courier“ voru birt
skilaboðin frá Lincoln, þar sem
hann sagði, að það vantaði
400.000 menn í herinn og 400.
000.000 dali í stríðskostnað.
„Móðir þín og Meg og Beth og
jeg fórum að hlusta á frú Char-
lottu Varian James syngja í
Norombega Hall“, sagði hann.
„Beth sagði, að hún syngi ekki
vel, en móðir þinni þótti gam-
an og það var klappað mikið á
eftir. í „Whig and Courier“ er
skrifað um, að það ætti að
gera einhverjar ráðstafanir
gegn sjóræningjum úr Suður-
ríkjahernum, sem ræna hjer
við strendurnar“. Það komu
fram ásakanir fyrir illa með-
ferð á föngum hjá Suðurríkja-
mönnum efti orustuna við
Manassas, en John lagði ekki
trúnað á þann orðróm. Flestir
! klöguðu yfir því, að herstjórn
Norðurríkjanna ljeti herdeildir
sem í voru 40 þúsund manns,
ráðast á miklu fjölmennari heri
Suðurríkjamanna. Listinn yfir
særða og fallna frá Bangor
hafði birst í blögunum, og íbú-
arnir urðu margir fyrir þungu
i áfalli, en báru það vel. Ríkið
’ borgaði tuttugu og tvo dali til
' uppgjafahermanna. Leikflokk-
ur kom til Bangor og hjelt sýn
ingar, en fáir sóttu þær. Árið
1862 var í fyrsta sinn höggvið
meira greni en fura.
Dan fannst eins og hann
heyrði föður sinn tala, þegar
hann las brjefin frá honum. Þau
voru bæði skemmtileg og fróð-
leg. Um vorið 1862 skrifaði
John. að viðskiptin væru lítil.
Skinin, sem höfðu komið til
Banaor. voru komin niður í
17 hundruð, helmingi færri en
árið 1860. Eftirspurnin eftir
timbri var mjög lítil. ísinn
fór af ánni 18. apríl og það
þurfti að bera grjót á brýrnar,
Svört og hvít
Austurlenskt ævintýri.
5.
Fylgdu mjer, sagði maðurinn. Teldu þrepin, þau erij
1vö hundruð og fimmtíu þangað til við erum komnir niður.
Þeir hjeldu nú niður og þegar þeir höfðu talið tvö hundruð
og fimmtíu þrep voru þeir staddir í hvelfingu sem lítill silf-
urlampi lýsti upp með daufu Ijósi. Það var kalt þar og
súgur svo að Fírusi fannst sem kalt vatn rynni milli skinns
og hörunds, og honum var nú ekki farið að lítast á hlikuna.
Það verður betra, þegar við komum lengra sagði leiðsögu-
maðurinn og þeir gengu nokkra stund eftir dimmum g: mgi.
Skyndilega dró leiðsögumaðurinn tjald til hliðar og dýrð->
leg sjón mætti augum þeirra. Fírus prins varð undrun
lostinn. — Þvílíkan auð hafði hann' aldrei augum litið,
og aldrei dreymt um. — — Gólfið var lagt hell-
um úr jaspis, lárviðarsteinum og marmara, veggirnir voru
úr slípuðum glerhöllum, ópölum og graníti, sem endurspegl-
uðu ijósadýrðina í margskonar litbrigðum. Og á veggjunum
var skraut úr gulli og perlum. Meðfram veggjunum loguðu
ljós á stórum kristalstikum. Þvílíka stórkostlega fegurð
hafði Fírus prins aldrei sjeð.
★
Þegar þeir höfðu gengið tvö hundruð og fimmt-u skref
eftir þessum gangi varð fyrir þeim fortjald úr silki.
Leiðsögumaðurinn svipti því til hliðar og Fírus sa fyrir
innan það lítið herbergi, sem var upplýst af stórri krystalls
ijósakrónu. 1 ljósflóðinu kom hann auga á gamlan mann,
hvíthærðan með hvítt skegg, sem náði. niður á gólf. Gamli
maðurinn sat á stól sínum bak við skrifborð og þegar þeir
stigu inn leit hann hægt upp og sagði:
Velkominn Fírus prins, velkominn Mirkundur. Setjist
niður.
Báðir fengu sjer sæti og gamli maðurinn klappaði saman
lófunum. Einn veggur herbergisins opnaðist og stúlka kom
út úr honum. Hún hjelt á bakka með þremur vinglösum og
skál með ferskjum og vínberjum.
Gerið svo vel, sagði gamli maðurinn. Á eftir skulum við
tala um erindið.
Fírus drakk eitt vínglas og borðaði af ávöxtunum. Svo
mikinn guðaveig og jafn góða ávexti hafði hann aldrei
Fyrirmyndar faðir.
★
Eftirfarandi samtal átti sjer
stað milli stúlku, sem sótti um
vinnukonustöðu og tilvonandi
húsmóður:
— Kunnið þjer að búa til
veislumat? spyr frúin.
— Nei.
— Kunnið þjer þá venjulega
matreiðslu?
— Nei.
— Kunnið þjer að sauma?
— Nei.
— Getið þjer þá gert venju-
leg heimilisstörf ?
— Nei.
— Búið um rúmin eða þveg-
ið diskana?
— Nei.
— Svo? sagði frúin og var
nú farið að síga í hana, — hvað
kunnið þjer þá eiginlega að
gera?
— Mjólka hreindýr.
★
— Maturinn er alveg dásam-
legur. Þið hljótið að hafa gaml
an heimiliskokk?
— Já, já, hann hefir verið
hjá okkur 10—12 máltíðir.
★
— Mynduð þjer kalla á hjálp
ef jeg kyssti yður?
— Þurfið þjer á hjálp að
halda?
★
Hann: — Jeg tók þá ákvörð-
un fyrir löngu, að kyssa hverja
þá stúlku, sem er með þessa
asnalegu upphrópim: En gam-
an.
Hún: — En gaman.
★
Hann: — Hvað segirðu, ef
jeg kyssti þig?
Hún: — Á meðan gæti jeg
að sjálfsögðu ekkert sagt.
★
Eiginkonan: — Stundum óska
jeg þess, að jeg væri karlmað-
ur.
Eiginmaðurinn: — Hvenær
helst?
Konan: — Þegar jeg geng
framhjá hattaverslun og hugsa
um bað, hvað hamingjusama
jeg gæti gert konunu mína að-
eins með því að gefa henni
einn lítinn hatt.
KAdPI GULL
hæsta verði.
SIGIIRÞÓR. Hafnarstrætl 4.
«|(ui getu/ paB <ekki
— Þá hverf