Morgunblaðið - 25.07.1948, Blaðsíða 6
a
Sunnudagur 25. júlí 1948,
Cftg.: lí.f. Árvakur, Reykjavtt
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
RJtatjori: Valtyr Stefánsson (ábyrgðarm.).
!<''rjettaritstjóri: ívar Guðmundssnn
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinssoa.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsi*
Austurstræti 8. — Sími 1600
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innaniands,
t iausasðlu 50 aura eintakið. 75 aura með Ivesbðk.
kr. 12,00 utanlands
LANTAKAN
ÞANN 23. mars í vetur voru samþykkt á Alþingi lög um
heimild fyrir ríkisstjórnina til lántöku vegna kaupa á tækjum
til síldarvinnslu o. fl.
1 lögum þessum er ríkisstjórninni heimilað að taka lán
allt að 15 miljónum króna, innanlands eða erlendis, til kaupa
á fyrrnefndum tækjum. Ríkti yfirleitt enginn ágreiningur um
þetta mál á þingi og var frumvarp stjórnarinnar afgreitt
sem lög frá Alþingi í Neðri deild með 20 samhljóða atkvæð-
um.
Tilgangurinn með löggjöf þessari var að afla nauðsynlegra
tækja til þess að hagnýta Faxaflóasíldina. Reynslan á vetr-
arvertíðinni í fyrra hafði sannað að óhemju kostnaður var
við að flytja þá síld, sem veiddist hjer syðra til verksmiðj-
anna á Norðurlandi. Biðu Síldarverksmiðjur ríkisins mikið
tjón við reksturinn og sjómenn og útgerðarmenn gátu auk
þess ekki notað nema að takmórkuðu leyti þá möguleika,
sem í hinni miklu og óvæntu síldargöngu í Hvalfjörð, fólst.
Ekkert var þessvegna eðlilegra en að Alþingi freistaði
þess að gera ráðstafanir til þess að sem fyrst yrði hægt að
byggja hjer við Faxaflóa verksmiðjur, sem sköpuðu bætta
aðstöðu til hagnýtingar þeirri síld er hjer kynni að veiðast
í framtíðinni. Er hætt við því að þing og stjóm hefðu hlotið
ómilda dóma ef ekkert hefði verið aðhafst í þá átt.
En þegar Alþingi samþykkti fyrrgreinda löggjöf og lengi
síðan var ráð fyrir því gert að lánið yrði tekið-sem venju-
legt viðskiptalán án atbeina bandarískra stjórnarvalda. ♦—
Þegar til átti að taka reyndist hinsvegar ókleift að fá það
án atþeina viðreisnarstofnunar Evrópu og hlaut það þess-
vegna að falla undir áætlun Marshalllaganna. En út af fyrir
sig skiptir það ekki miklu máli. Aðalatriðið er að lánið er
hagstætt, vextir þrír af hundraði, afborgunarlaust fyrstu 3
árin, en endurgreiðist síðan með jöfnum afborgunum miss-
erislega á 7 árum.
Eins og ráð var fyrir gert í lögunum um lántökuna mun
þessu láni, sem nú hefur formlega verið tekið, verða varið
til þess fyrst og fremst að kaupa tæki til hinnar nýju síld-
arverksmiðju hjer við Reykjavík, síldarbræðsluskips hluta-
íjelagsins Hærings og aukninga og endurbóta á eldri verk-
smiðjum við Faxaflóa.
Á það var lögð mikil áhersla af útgerðarmönnum og sjó-
mönnum að þessum framkvæmöum yrði hraðað svo sem
verða mætti þannig að verksmiðjurnar gætu tekið til starfa
á komandi vetrarvertíð. Eina leiðin til þess að það mætti
takast var að kaupavjelar og efni til þeirra frá Bandaríkj-
unum. En til slíkra kaupa þar áttum við enga dollara. Það
var því um tómt mál að tala að ráðgera verksmiðjubygg-
ingar hjer við Faxaflóa á skömmum tíma án dollaralántöku.
Við áttum þessvegna um það tvent að velja að taka slíkt
láji ef það fengist og geta þá eignast hin nauðsynlegu tæki
til hagnýtingar Faxaflóasíldinni, eða að láta vera að taka
það og fá engar nýjar verksmiðjur.
' Alþingi valdi síðari kostinn. Þessvegna standa vonir til þess
að hinar nýju verksmiðjur geti tekið til starfa á komandi
vetrarvertíð.
, 1 þessu samþandi ber að minnast á það, að á því er megin-
munur, hvort tekin eru eyðslulán til kaupa á almennum
neysluvörum, sem þjóðin etur upp, eða lán til kaupa á tækj-
um, sem síðan skapa erlendan gjaldeyri og efla framleiðslu-
starfsemi landsmanna.
Þetta lán, sem nú hefur verið tekið verður eingöngu notað
til kaupa á framleiðslutækjum, sem munu auka gjaldeyris-
tekjur okkar og skapa þjóðinni aukna möguleika til sjálfs-
bjargar. En jafnhliða skapa þessi tæki landsmönnum aukið
atvinnuöryggi og vonir um bætta afkomu.
Islendingar vilja ekki taka eyðslulán nema þá reki nauð
til. En þeir vona að slíkt ástand skapist ekki í gjaldeyris-
málum þeirra. En þeir hika ekki við að taka lán eins og
það, sem nú hefur verið lýst, til eílingar framleiðslu sinni.
En það mun ekki leiða yfir íslensku þjóðina neinskonar
ófrelsi, heldur færa hana nær því marki að búa við atvinnu-
legt öryggi í landi sínu.
HORGUNBL 4fíI &
UR DAGLEGA LIFINU
Daglega lífið í „rút-
unum“.
í DAGLEGU tali eru lang-
ferðabílar kallaðir „rútur“.
Menn koma og fara með rútum
hingað og þangað um landið.
Þetta eru heldur leiðinleg far-
artæki. Sætin þröng, hávaði
mikill, hoss og veltingur, eftir
því hvernig vegurinn er.
„Að hugsa sjer lífið á tunn-
unni“, var Si baba forfeðra
okkar, en lífið á tunnunni hef-
ir verið skrítið, ef það slær
út lífið í rútunni.
Það er sungið og trallað,
rabbað og rætt. Menn eru glað
legir á svipinn, eða súrir, eins
og gengur. Allmargir eru bíl-
veikir, einkum kvenfólk. Og
það bregst ekki, að verði ein-
hver bílveikur, er honum, eða
henni ráðlagt að tyggja harð-
fisk.
•
Bílstjórinn á að vita
allt.
ÞAÐ VERÐA að vera alveg
einstaklega vel gerðir menn,
sem veljast til þess að stjórna
rútum. Þeir þurfa áð vera fróð
ir eins og alfræðiorðabækur,
einstaklega geðgóðir, glaðlynd
ir og þúsundþjalasmiðir, en þó
ekki síst bóngóðir. Og flestir
virðast þeir hafa alla þessa
kosti, rútubílstjórarnir.
•
Hæítulegir blaðrarar.
OFTAST eru með í hverri
einustu rútu stórhættulegir
blaðrarar, eða öllu heldur kjaft
askar. Þeir reyna að troða sjer
í saetin sem næst bílstjóranum
og bílstjórinn er ekki fyr bú-
in að skifta í þriða gír, en að
þeir byrja:
„Bílstjóri! Hvað heitir þessi
bær, eða þetta fjall, eða þessi
á?“ Og þannig láta blaðrararn
ir dæluna ganga viðstöðulaust,
þar til numið er staðar á næsta
áfangastað og svo tekið við á
ný, þegar rennt er úr hlaði.
Þetta er stórhættulegt kjaft-
æði. sem hlýtur að trufla bíl-
stjórann í starfi þeirra og gæti
hæglega valdið slysi.
En furðulegt er það hvað
rútubílstjórarnir eru þolinmóð
ir að svara. — Þá hlýtur samt
marga að dreyma um eigin bíl-
stjóraklefa, eins og er í Hafn-
arfjarðarrútunum nýju.
•
Engin nærgætni.
í RÚTUM hugsar hver um
sig og otar sínum tota. Karl-
menn totta reykjapípur sínar,
vindla eða síparettur og taka
ekkert tillit til þess þó þeir
spúi reyknum framan í bílveikt
kven.fólk, eða börn. Það þekk-
ist varla sú almenna kurteisi
í rútubíl hjer á landi, að menn
spyrji sessunauta sína og sam-
ferðafólk, hvort því sje sama,
að þeir reyki. Slíkt þykir sjálf-
Scfgt allstaðar annarsstaðar en
hjer. En það er ekki nærgætn-
inni fyrir að fara.
Verstar eru reykingar að
sjálfsögðu fvrir bílveikt kven-
fólk. Þefurinn frá hinum allt-
bætandi harðfiski, blandaður
bensínlykt og útblástursbrælu,
sem bílveikt fólk er látið jórtra
ætti að vera nóg til, að hraust-
asta fólk fái velgju.
•
Og hver syngur með
sínu nefi.
OG SÖNGURINN í rútunum
er sjálfsagður. Það er hreint
ekki nein almennileg rútuferð,
ef ekki er sungið. Það hafa,
líka verið gefnar út sjersták-
ar bókmenntir, sem heita Bíl-
söngbókin, Vasasöngbókin, eða
eitthvað þessháttar.
Söngurinn styttir leiðina, en
þegar farþegar skifta sjer í þrjá
eða fjóra hópa og syngja sitt
hvert lagið, þá fer gamanið af
fyrir rólynda samferðamenn.
Það væri fróðlegt að taka
einhvern tíma upp á stálþráð,
rútusöng, þar sem fremst í vagn
inum er sungið Sí baba baba,
Bí bí og blaka í miðjunni og
Fanna skautar .... aftast.
Það myndi slá út öll rímna-
kvöld í útvarpinu og gæti ef
til vill or^") heimsfræg tón-
list. Svo ekki sje nú minst á
hugsanlegt „Landssamband ís-
lenskra rútukóra“.
«
Rusíið í Hvalfjarðar-
botni.
SÍLDVEIÐIMENN kvörtuðu
sáran undan því í fyrravetur,
að víraflækjur og annað drasl
hamlaði veiðum og stórskemdi
fyrir þeim veiðarfæri.
Mun vera mikið af vírum
í firðinum eftir að kafbátaneti
var sökt þar eftir stríð. Há-
værar kröfur voru uppi um
það, sem vonlegt er, að fjörð-
urinn yrði hreinsaður fyrir
næstu vertíð, til þess að síldar-
útvefsmenn biðu ekki annað
eins afhroð á ný, ef síldar-
ganga yrði aftur í Hvalfirði
næsta vetur.
Ætli þetta hafi verið gert?
Sje verkinu lokið hefir það
farið mjög lágt. En varla væri
ráðlegt að láta sumarmánuðina
líða án þess að hreinsa botn
fjarðarins.
MEÐAL ANNARA ORÐA
„Banníaering" Tifos og Ansturríkismensi
Eftir HUBERT HARRISON
frjettaritara Reuters.
Vínarborg í júlí.
ÞAÐ HEFUR ekki farið fram-
hjá frjettamönnum hjer í Vín-
arborg, hversu mikla athygli
„bannfæring“ Titos og fylgis-
manna hans hefur vakið í Aust-
urríki. Frjettin um ákvörðun
Kominform vakti hjer sýnilega
hrifningu, og meginástæðan er
sú, að Austurríkismenn telja nú
betri horfur á því, að hægt
verði að ganga frá friðarsamn-
ingum úm Austurríki og losa
landið við setulið stórveldanna.
Stjórnarblöðin hafa haldið
þessu mjög á lofti að undan-
förnu. Þau vekja sjerstaka at-
hygli á því, að þar sem kröfur
Júgóslava á hendur Austurrík-
ismönnum hafa til þessa eink-
um komið í veg fyrir samkomu
lag um samninga við Austur-
ríki, megi nú búast við því, að
þessir erfiðleikar sjeu úr sög-
unni, þar sem Rússar muni
varla styðja Júgóslava jafn
eindregið og hingað til eftir
að vinskapurinn fór út um þúf-
ur. Þessi sömu blöð telja harla
ólíklegt að Rússar taki í
framtíðinni að sjer að styðja
þessar júgóslavnesku kröfur —
nema þá Tito láti „bannfær-
inguna“ hafa áhrif á sig og
beygi sig fyrir Kominform.
• •
KOMMÚN-
ISTAR
Jafnvel kommúnistarnir í
Austurríki hafa dirfot að láta
þessa skoðun í ljós. Eftir „bann-
færingu" Titos, ljetu þeir þegar
í stað í það skína, að þeir hefðu
„frá upphafi verið andvígir hin
um ósanngjörnu landakröfum
Júgóslava á hendur Austur-
ríki“.
Margir hinna varfærnari
stjórnmálamanna hafa þó varað
Austurríkismenn við því, að
gera sjer of miklar vonir í
sambandi við ósamkomulag
Rússa og Júgóslava. — Þeir;
benda á það, að hjer sje ,,fjöl-
skyldudeila" á ferðinni og að
fjölskyldur, sem einmitt rífast j
mest, standa oft best saman í
átökum sínum við umheiminn.
• •
VEKUR GLEÐI
En þrátt fynr þetta er enginn
vafi á því, að það hefur vakið
talsverða gleði meðal Austur-
ríkismanna að í ljós hefur kom-
ið þetta ósamkomulag austan
járntjaldsins — milli Rússa og
einnar þeirrar þjóðar, sem menn
hjeldu að rússnesku kommún-
istarnir hefðu algerlega í vasa
sínum. Austurríkismönnum þyk
ir þetta benda ótvírætt til þess,
að enn sjeu þeir menn austan
járntjaldsins, seni sjeu stað-
ráðnir í að berjast gegn því, að
þjóðir þeirra verði með öllu
ofurseldar Rússum.
• •
TITO FYR OG NÚ
Stjórnarblöðin í Júgóslavíu
hafa vitanlega vakið athygli á
því, hversu deila Titos og Stal-
ins sýnir Ijóslega falsið í áróð-
ursherferðum kommúnista. —
Blöðin hafa meðal annars birt
hlið við hlið lofgreinar um Tito
og stjórnarhætti hans og svo
árásir kommúnista á hann
eftir að slitnaði upp úr vinátt-
unni. I lofgreinunum hafa kom-
múnistarithöfundarnir haldið
því fram, að algert lýðræði ríkti
í Júgóslavíu, en í árásargrein-
unum, sfegja þessir sömu rit-
höfundar að Tito sje einræðis-
herra og þar á ofan fullur af
þjóðernisrembingi. Þeir segja
að einræðisstefna hans sje svo
hatröm, að jafnvel kommúnistar
komist ekki hjá því, að vera
undir eftirliti lögreglu og njósn
ara. Kommúnistar, benda blöð-
in á, sanna þannig sjálfir hve
falskur áróður þeirra er.
• •
ERFITT VERK
„Arbeiter Zeitung“, blað só-
síalista, hefur sjerstaklega dreg
ið dár að kommúnistum á þessu
sviði og dagblaði þeirra í Aust-
urríki, „Volkesstimme“. „Ar-
beiter Zeitung" hefur birt orð-
rjettar lofgreinar úr kommún-
istablaðinu um Tito, auk greina
þeirra, sem blaðið hefur birt
upp á síðkastið um „svikarann
Tito“. „Það er ekki vandalaust
að vera ritstjóri kommúnista-
blaðs“, sagði „Arbeiter Zeit-<
ung“ nýlega í forustugrein, þar
sem vakin var athygli á því á
hversu skömmum tíma komm-
únistar urðu, samkvæmt skipun
Kominform, að breyta allri af-
stöðu sinni til Titos.