Morgunblaðið - 25.07.1948, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1948, Blaðsíða 4
tóORGU NULAÐIÐ Sunnudagur 25. júlí 1948, ] Cripps hvetur verka- menn til meiri kola- vinnsiu Vonar að Sietar geii siaðið hjálpar- lausi_________________1952, London í gær. Einkaskeyti tii Morgunblaðsins frá Reuter. .SIR STAFFORD CRIPPS, fjármálaráðherra Breta hjelt ræðu í Eurham í dag, sem skyldi vera hvatning til kolanámumanna um að hætta verkföllum, og minka f jarvistir í námunum. Sagði hann, að fyrst og fremst yrði að auka kolavinnsluna og ef áætlanir stjórnarinnar í þeim efnum heppnuðust væri. víst, að Bretar myr.du bjargast af þegar Marshall áætluninni lyki 1952. »Z)íi l ó L Meiri kolavinnsla * Auk Cripps töluðu Arthur Horner — ritari kolamanna sambandsins og Sir Hartley Shavvcross. Fór Horner fram á það að kolavinnslan, sem nú er f jórar milljónir smálesta á viku í öllu Bretlandi, yrði aukin, en til þess þyrftu námumenn að leggja enn meira að sjer en áð- ur. Ausírænar aðfcrðir Shawcross sagði, að stjórnin hefði til athugunar samræmingu á vinnulaunum, og ef til vill kæmi í ljós, að heppilegt væri að taka upp það launakerfi, sem notað er í löndum Austur-Ev- rópu. i un á Selfossi fiilöpr satnþykfar á la -idsþingi ÍSl HELSTU sambyktar tillögur á árþingi Í.S í. á Þingvöllum. Ársþing I.S.Í. haldið á Þing- völlum 12. julí 1948, skorar á JÞingvallanefnd að láta sljetta1 íem allra fyrst vellina neðan 'Fangbrekku, svo að lögleg leik- ínót geti farið þar fram og helst eigi síðar siðar en 1950, vegna allsherjar íþróttamóts, sem þá <;r fyrirhugað. Ársþing ÍSÍ 1948 skorar á Iræjarstjórn Reykjavíkur, að ílýta sem mest má vera bygg- ingu fyrirhugaðra íþróttamann- virkja í Laugardalnum. Ársþing ÍSÍ 11948 skorar á ritstjórnir íþróttablaða og aðra jpá, sem um íþróttir og íþrótta- mál rita, að vanda sem best rit- hátt sinn, og íorðast erlend og orðatiltæki. Ársþing ÍSÍ haldið á Þing- völlum 1948 felur stjórn ÍSÍ að ukipa minst 7 manna milliþinga nefnd til athugunar á afstöðu njersambandanna til í S í og namræmingar á lögum sam- bandsins með tilliti til þeirra. Ljúki hún störfum svo snemma, að tillögur hennar nái af- yreiðslu á næsta ársþingi ÍSÍ. • Ársþing ÍSÍ 1948, haldið á Þingvöllum, ítrekar áskorun >ína um að næsta reglulegt Al- úngi samþykki frumvarp Her- ) nanns Guðmundssonar um f.lysatryggingu íþróttamanna. Kaupfjelag Árnesinga ljet bora eftir heitu vatni, á eign- arjörð sinni, Laugardælum, 2—3 km. frá Selfossi. Bar það þann árangur, að úr einni holu fengust 15—20 sekúndulítrar af nál. 70 gr. heitu vatni. Rjeð ist þá fjelagið í að byggja hita- veitukerfi frá horholurmi til þorpsins. Var byrjað á því á s. 1. ári og hefir verið unnið við það síðan og enn. Er verkið nú svo langt komið að lögð lief ir verið aðalæð frá Laugardæl- um í Selfossbíó. Þegar hefir ver ið unnið töluvert að lagningu heimæða og nokkur hús komin í samband við veituna og vatn- inu hlaypt á. Hugmyndin er að flest eða öll hús í þorpinu, aust an Ölfusár, verði tengd við veituna á þessu ári. Eins og fram var >:ekið er það Kaupfjelag Árnesinga, sem að hitaveitufiamkvæmdum hef ir staðið, en opin leið er fyrir Selfosshrepp að yfirtaka hita- veituna, Jægar ástæður leyfa Hefir aðallega staðið á því að hreppurinn gæti fengið hag- kvæmt lán til að standa undir byggingarkostnaðinum. En þeg ar það faest og athugað hefir verið um framtíðarmöguleika hvað rekstur snertir, er það hug myndin að hreppurinn taki við fyrirtækinu. S. 207. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 8,55. Síðdegisflæði kl. 20,02. Helgidagslæknir er Árni Pjeturs- son, Faxaskjóli 10, sími 1900. IX'æturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911. Næturakstur annast Hreyfill, simi 6633. Söfnin. Landsbókasafnið er opið kl. 10—■ 12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga, þá kl. 10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasafnið kl. 2—7 alla virka dagá. — ÞjóðminjasafniS kl. 1—3 þriðjudaga, fimtudaga og sunnudaga. — Listasafn Einars Jónssonar kl. 1,30—3,30 é sunnu- dögum. — Bæjarbókasafnið kl 10—10 alla virka daga nema laugar- daga kl. 1—4. Nátturugripasafnið opið sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju daga og fimtudaga kl. 2—3. Gengið. Sterlingspund -....... 100 bandarískir dollarar 100 kanadiskir dollarar 100 sænskar krónur 100 danskar krónur ... 100 norskar krónur ___ 100 hollensk gyllini ... 100 belgiskir frankar 1000 franskir frankar ... 100 svissneskir frankar 26,22 ... 650,00 ... 650,50 ..... 181,00 ..._ 135,57 .... 13',10 ___ 245,51 ... 14,86 ... 30,35 ... 152,20 Uppþol í Egypta- landi Cairo i gær. TALSMAÐUR egyptska inn anríkisráðuneytisins tilkynti í dag, að lögreglan hefði fengið ákveðnar fyrirskipanir um að halda upp reglu í Egvptalandi og koma i veg fyrir að uppþot þau eoidurtaki sig, sem átt hafa sjer stað i landinu undanfarna daga. I uppþotnm þessum Ijet meðal annars einn Randaríkia- maður lífið og allmarfrir aðrir útlendingar særðust ! múfjárás um. Yfir 300 manns, sem álitið er að hafi aðallega beitt sier fyrir uppþotunum. voru hand- teknir í gærkvöldi. — Reuter. T í s k a n Afmæli. 87 ára er í dag ekkjan Bjarg- hildur Magnúsdóttir, Njálsgötu 43. Tvöfalt afmæli. 1 dag á Ólafur Ó. Jónsson bllstjóri, Grjótagötu 12, fertugs afmæli, Á þessum afmælisdegi hans ery ná- kvæmlega liðin 20 ár síðan, að hann fjekk bílstjóra rjettindi. Ólafur er maður vel látinn hjer í bænum og reyndar viðar og verða kunningjar hans og vinir að láta sjer nægja að hugsa með hlýhug til hans. Ólafur lagði af stað snemma í morg- un áleiðis til Sigufjarðar í bíl sínum. Brúokanp. í dag verða gefin saman i hjóna- band i Odense í Danmörku ungfrú Margrjet Jónsdóttir, hjúkrunarkona, og Einar Larsen, garoyrkjumaður. Brúðhjónin halda til að heimili brúð- gumans í Odense, Store Glasvej 11, uns þau halda hingað til Reykja- víkur. Gefin voru saman í hjónaband í gær, af sjera Jóni Auðuns, ungfrú Irtga Guðbrandsdóttir verslunarmær og Jón Óskar Hjörleifsson, stud. oceón. — Heimilj þeirra verður að Hjallaveg 46. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina Unnur Sigurðardóttir, Hverfis- götu 76B og Agnar Sigurðsson vjel- smiður, Framnesveg 13. Gunnar Ólafsson konsúll í Vestmannaeyjum kom inn á skrifstofu Morgunblaðsins í gær, upp á gamlan kunningsskap. Hann hefir verið hjer í bænum um tima, til að heimsækja kunningjana, en fer með ,stóra skipinu", eins og hann orðaði það, Heklu, heim aftur. Það er blátt áfram hressandi að hitta Gunnar,. sikátan, rjett eins og Iífið hafi leikið við hann alla hans löngu ævi. Hann er nú 84 ára. Horf ir á samtíðina með hliðsjón af liðna tímanum, og gerir sinn samanburð. Hvað er nú orðið langt síðan þú fórst að sjá fyrir þjer sjálfur, segi jeg við hann í gær. — Það var í þorrabyrjun 1879 að jeg fór suður Garð til sjóróðra. Var ráðinn upp á hálfan hlut, en fjekk heilan hlut eft- ir fjórða róðurinn. Það var eftir- minnilogur dagur þegar jeg varð fullgildur háseti, maður með mönn- um, í fyrsta sinn. Ætli það sjeu ekki margir, sem hafa sömu sögu að segja. Það væri gaman að geta sett -sig fyllilega i spor þessa háseta Gunn- ars frá Sumarliðabæ fyrir 70 árum og hvaða framtíðarmöguleikar virt- ust blasa við honum og jafnöldrum hans. Þessi sumarbúningru er í fjórum hlutum: „Shorts“, hrjósthaldari, rykkt pils með stórum vasa og jakki. — Hann er saumaður úr röndóttu baðm ullarefni. Eldur í m.s. Esju 1 gærmorgun kom upp eldur i ms. Esju, en skipið liggur hjer i Reykja- víkurhöfn. Slökkviliðinu var þegar gert aðvart og er það kom á vett vang, var talsverður eldur í borðsal skipshafnarinnar, sem er hjá eldhús inu. Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn, en skemdir urðu nokkrar í borðsalnum. Jeg er að velta því fyrir mjer — Hvort a<5 niaður, ?em skilar ekki bókuni, er hann fær lánaðar, sje ekki góður bókbaldari. S sniiiútii® kréiqáíi SKÝRINGAR Lárjett; — 1 vermir — 6 veiðar færi — 8 tónn — 10 tvíhljóði — 11 lítill — 12 kaðall — 13 mynt — 14 ennþá — 16 fiskur. Lóörjett: — 2 greinir — 3 kökuna — 4 læti — 5 varpa — 7 ekki blauta — 9 eldstæði — 10 fyrir utan — 14 keyri — 15 ósamstæðir. Lausn á seinustu krossgátu: Lárjett: — 1 píanó — 6 emm 8 fá — 10 kl. — 11 skúrana — 12 t.i — 13 ár — 14 skó — 16 blaði. LóÖrjett: —- 2 ie —- 3 Ameríka ■ nm — 5 efsta — 7 Klara — 9 Áki — 10 kná — 14 sl. — 15 óð. Eitt er líkt með Columbusi og Birni Blöndal- Báðir fengust þeir við landaleit. Sannleikurinn og Akurey I fyrradag sagði Þjóðviljinn að starfsmenn hans legðu megin áherslu á að leita uppi sannleikann. í gær fóru þeir með Akurey upp í Hvalfjörð. Sannleikans vegna skila þeir vænt- anlega eynni brátt aftur á sinn stað. Samskot og áheit. AS undanförnu hafa eftirtaldae gjafir borist S.f.B.S.: Gjöf kr. 100,00, gjöf kr. 37,00 frá J. fsfeld. Áheit: kr. 100,00 frá G. I. Garði, 100 kr. frá ónefndum, 50 kr. fr. B.B. 100 kr. frá K.K., 25 kr. frá M.J., 50 kr. frá S., 15 kr. frá Ingibjörgu Ás- mundsdóttur, 100 kr. frá Þ. J., 100 kr. frá K.G.. 100 kr. frá G.O., 10 kr.j 20 kr. Gamalt áheit. Skipafrjettir. Brúarfoss er í Leith. Fjallfoss fór frá Siglufirði 20/7 til Hamborgar. Goðafoss fór frá Reykjavík 19/7 tíl New York. Lagarfoss er í Kaup- mannahöfn. Reykjafoss er á Akra- nesi. Selfoss fór frá Amsterdam 23/7 til Antwerpen. Tröllafoss kemur tíl Reykjavíkur kl. 6—7 árd. í dag frá Halifax. Horsa er á Sauðárkróki. Madonna fór frá Reykjavík 22/7 til Leith. Southernland fór frá Rotter- dam 22/7 til Hull. Marinier fór frá Reykjavík 22/7 til Leith. (Eimskip), Útvarpið: (Sunnudagur 25. júlí) Kl. 8,30 Morgunútvarp. 10,10 Veð- urfregnir. 11,00 Messa í Dómkirkj- unni (sr. Jón Auðuns) 12,15—13,15 Hádegisútvarp. 15,15 • Miðdegistón- leikar (plötur): a) Etudes op. 10 eft- ir Sopin. b) Söngvar eftir Schubert. c) Fiðlusónata í. G-dúr op. 30 nr. 3 eftir Beethoven. 16,15 Utvarp til Is- lendinga erlendis: Frjettir, tónleikar, erincli (frú Ragnhildur Pjetursdóttir). 16.45 Veðurfregnir. 18,30 Barnatími (Þorsteinn ö. Stephensen o. fl.). 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Tónleikar: „Pomona“ — lagaflokkur eftir Con- stant Lambert (plötur). 19,45 Aug- lýsingar. 20,00 Frjettir. 20,20 Ein- leikur á celló (Pablo Casals): Sjö tilbrigði eftir Beehoven um stef úr „Töfraflautunni" eftir Mozart (plöt- ur). 20,30 Erindi: Magnús Einarsson organisi; hurtdrað ára minning (Snorri Sigfússon námsstjóri). 20,55 ICórsöngur (Karlakórinn Geysir. Ingimundur Árnason stjómar. Plöt- ur). 21,05 Ferðaþáttur: Þoka í Keflavík (Helgi Hjörvar). 21,25 Tón leikar: ,Petroushka“ eftir Igor Straw insky (plötur; verkið verður endur- tekið næstk. miðvikudag). 22,00 Frjettir. 22,05 Danslög (plötur). (22,30 Veðurfregnir). 23,30 Dagsltrár lok. Mánudagur 26. júli Kl. 8,30 Morgunútvarp. 10,10 Veð- urfregnir. 12,10—13,15 Hádegisút- varp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,25 Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Tónleikar: Lög úr óperettum og tónfilmum (plötur). 19,45 Aug- lýsingar. 20,00 Frjettir. 20,30 (Jt- varpshljómsveitin; Syrpa af lögum um eftir íslenska höfunda (plötur). 20.45 Um daginn og veginn (Gylfi Þ. Gíslason prófessor). 21,05 Einsöng ur: Dóra Sigurðsson (plötur). 21,20 Erindi: Bókagjöf vestan um haf (Stef án Jónsson námsstjóri). 21,45 Tón- leikar (plötur). 21,50 Spurningar og svör um náttúrufræði (Ástvaldur Ey- dal licensiat). 22,00 Frjettir. 22,05 Síldveiðiskýrsla Fiskifjelags íslands (Amór Guðmundsson skrifstofu- stjóri). — Ljett lög (plötur). 22,30 Veðurfregnir. — Dagskrárlok. Palestína CAIRO: — Einn af talsmönnum Gyðinga hefur nýlega haldið því fram, að Gyðingahersveitir hafi. lagt undir sig 493 fermílur af landssvæði Araba áður en vopnahljeð komst á í Palestínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.