Morgunblaðið - 25.07.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1948, Blaðsíða 12
VEÖHHI?. UTLITIÐ; Faxaflói. SA stmningskaldi. — Rign- öðru hvora. I NÆR OG FJÆR eru á 7. síðis blaðsins. 174. tbl. — Sunnudagiir 25. júlí 1948. Tíu milj. kr. vöruskipta- samningur milli Póllands og Islands HINN 14. júr.í s.l. var undirritaður í Warszawa viðskiptasamn- ingur milli íslands og Póllands. Gekk samningurinn í gildi 15. sama mánaðar og gildir til ársloka 1949. Pnkisstjórnir Póllands og ísland.i jiurfa þö formlega að samþykkja samninginn með nótuskiptum og hefur ríkisstjórn íslands fyrir sitt leyti nú stað- íest hann. Samkvæmt samningnum selja Islendingar Pólverjum eftirfar- andi vörur: 10 þúsund tunnur saltsíld, 500 hesta, 650 smálestir saltað- ar gíerur, og auk þess smáveg- is af síldar og þorskalýsi til af- greiðslu á næsta ári. Af Pólverjum kaupa fslend- ingar eftirfarandi vörur: kol, jám og stái, raflagnaefni, jarð- strengi, rafmagnsmæla, zink- hvítu og vítissóda. Afgreiðsla á pólsku vörun- um getur farið fram á þessu ári, nema á járn og stálvörum, sem afgreiðast á árinu 1949. F.r hjer um að ræða vöru- skifti milli landana; sem nálg- ast tíu miljónir íslenskra króna á Iivora hlið. fslenska samninganefndin gekk frá sölusamningunum á saltsíld, hestum og gærum, og auk þess verðsamningimi um nokkrar hinna pólsku vara. Þegar hefir verið afskipað til Póllands ca. 140 smál. af sölt- uðum gærum ,sem samið var um að selja þangað af fyrra árs framleiðslu. — (Utanfíkis- ráðuneytið). íslensku keppend- cnfeiá á ÖSppíu- Landssæband ísi. úfregsmanna gengsi fyrir síldadeii FERÐ íslensku keppendanna til London gekk ágætlega og eru þeir nú í bækistöðvum sínum í Richmond Park, í suðvestur- hluta Londor.. Óiympíuneínd sjer áhorfend- um fyrir húsnæði í London og er því skipt á þrjú gistihús í borginni, Green Park Hotel, Bradford House Privat Hotel og New-Riviera Hotel. Á hverju gistihúsi verður svo sjerstakur fiokksstjóri fyrir nefndarinnar hönd. Flestir nefndarmenn Ólympíu nelndar taka þátt 'i förinni og annast ýiria störf í sambandi við hana. Formaður nefndarinnar, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, mun koma fram út á við fyrir nefndarínnar hönd í London. (Frá Ólympíunefnd). hukk n©ipn sjónvarps New York í gær. FRAMLEIÐSLA sjónvarpsvið- tökutækja í Bandaríkjunum nemur nú 400,000. Af þeim voru frarnlei id 215,000 tæki á fyrstu firnm mánuðum þessa árs. Mán aðarmet var rett í maí. Þá var framleiðslaa r,0,000 tæki. Bráff vitað hvort hjer sje nokkur ganga ÝMSAR frásagnir hafa bor- ist um það undanfárna daga, að síldar hafi orðið vart hjer við Suðurland. Torfa átti t. d. að hafa sjeðst hjer úti við Ak- urey nýlega. Það var mikið rjett. Þar var síldartorfa á ferð, sem sást greinilega úr lofti, þegar flogið var þar yfir. En sjómenn, sem áttu leið þar um, sáu hana greinilegar. Og. þeir komust að raun um, að þarna var smásíli á ferð. En alt fyrir það er eðlilegt, í síldárleysinu fyrir norðan, að það þyki í frásögur færandi, ef síld sjest hjer fyrir sunnan. Því hefir Landssambaijd ísl. útvegsmanna fengið dr. Her- mann Einarsson fiskifræðing til að athuga það sjerstaklega, hvort um nokkra verulega síld- argöngu geti verið að ræða hjer um slóðir. Hermann liefir haft vjelbátinn Huginn II í sumar til fiskirannsókna. Fór Huginn II upp í Hvalfjörð í fyrra- kvöld, og ufðu þar ekki varir við síld. Síðan fara þeir út í Flóa, þegar viðrar til þess. Olympíiiwprinii í London. Hættur herpi- nótaveiðum EINN af síldveiðibátum þeim, seni stundað hafa í sumar síld- veiðar með hringnót frá Bol- ungarvík, Einar Hálfdáns, ÍS 8, er nú að hætta þeim veiðum, Mun hann þegar fara á rekneta-* v eiðai'. Frá Bolungarvík eru i sumar gerðir út 5 bátar á síldveiðar, þar af þrír með hringnót. ALFÍÍEÐ BARNES, samgöngumálaráðherra Brcta vígði nýlega nýjan veg ,sem lagður hefur verið frá járnbrautarstöðinni í Wembley að Olympíuleákvanginum. Þessi nýi vegur hlaut nafnið Olympíuvegur og sjest hann hjer á mynöinni, cn í baksýn er leik- vangurinn. íbúðirnar í bæjarbygging- unni við Lönguhlíð verða seldar við kostnaðarverði BÆJARRÁÐ REYKJAVÍKUR ákvað á fundi sínum i fyrradag, að leggja til við bæjarstjórnina, að íbúðirnar í bæjarbygging- unni 19—25 við Lönguhlíð verði seldar. Hjer er um að ræða 32 íbúðir, þar af 24 tveggja herbergja og átta þriggja herbergja. Tveggja herbergja íbáðirnar eru áætlaðar á 138 þús. kr., en þriggja herbergja á 183 þús. kr. íbúúðirnar eru seldar við kostn- aðarverði. „Anglia" býður hlngðð fimm breskum háskóla- kennurum ANGLIA, ensk-íslenska fje- lagið hefir boðið hingað til landsins til nánari kynningar fimm breskum háskólakennur- um og eru þeir væntanlegir til landsins í byrjun ógústmán- aðar. Háskólakennararnir eru þess ir- Dr. Ida Gordon, Gwyn Jonés prófessor, Harold Orton prófessor, Dr. A. H. Smith og G Turville Petre. Ríkisstjórnin, Reykjavíkur- bær og Háskóli íslands hafa ákveðið að taka þátt í móttök- um þessara manna. „Hallveig Fróða- dóttir" SVO sem kunnugt er á Reykjavíkurbær í smíðum tvo dieseltogara í Bretlandi. Bæjarráð hjelt fund s. 1. föstudag og var þá samþykkt nafn fyrir annan togaranna og skal hann bera nafnið Hallveig Fróðadóttir. Ullarframleiðsla New York í gær. FRAMLEIÐSLA á ull í heim- inum 1948 er áætluð 1,738,820 smálestir. Skiptist hún þannig niður í áifur: Evrópa 180, smál. (meir en á síðasta ári, en mikið minna en fyrir stríð), Suður- Ameríka 357,200 smál imeira en síðasta ár, minna en fyrir stríð), Asía 150,955 smál., sem er betra en fyrir stríð. Afríka 126,212 smál. Ástralía 472,160, sem er líkt og fyrir stríð. Norð- ur Ameríka 312,500 smál., sem er lægra en síðasta ár og langt- um lægra en fyrir stríð. * Kaupendur íbúðanna skuíu greiða kr. 50.000.00 á 50 árum með 3% ársvöxtum. Kaupendur 3ja herbergja í- búða greiði kr. 40.000.00 með 4 y2% ársvöxtum, en kaupendur 2ja herbergja íbúða kr. 20.000 á sama tlma með sömu kjörum. Bæjarráð samþ. að taka veð- deildarlán út á húsin, kr. 20.000 út á þriggja herb. íbúðir, en kr. 15.000 út á 2ja herb. ibúöir, og taka kaupendur að sjer greiðslu þessara lána. Kaupendur greiði þegar kaup- in verða gerð það sem á vantar að framang-tind lán hrökkvi fyrir byggingarkostnaði, en nú er áætlað að hann nemi kr. 180.000 fyrir 3ja herb., en kr. 138.000 fyrir 2ja herb. ibúð. Ef framangreint kaupverð hrekkur ekki fyrir girðingu um húslóðina og lóðarlögun, er kaupandi skuldbundinn til að greiða að sínum hluta það sem á vantar, svo og árlegan rekstr- arkostnað lóðarinnar, ' hvort- tveggja eftir fyrirsögn bæjar- stjcrnar. ZORICH: — Komist liefir upp um nokkra svissneska tollþjóna, sem hafa rifiS upp flutning til bandarísku sendisveitarinnar í landinu og stolið sjer þar sígarettum. isd. Gunnlaugur DR. MED. GUNNLAUGUR CLAESSEN andaðist í Lands- spítalanum aðfaranótt laugar- dags. Hann hafði verið í spít- alanum hálfsmánaðartíma vegna astma, er lengi hafði þjáð hann. Fjekk lungnabólgu, er varð hans bani. Með dr. Gunnlaugi Claessen hefir þjóðin mist einn sinna gagnmentuðustu og nýtustu drengskaparmanna, er barðist meðan líf og heilsa entist, fyrir umbótum í heilbrigðismálum í þjóðarinnar, jafnt andlegum | sem líkamlegum. Allir sem þektu þennan ágætismann, sakna hans mikið. I ——— Huefaleikakeppni ! á þriðjudaginn ! ÚRVALSFLOKKUR hnefa- . leikamanna í Ármanni munu á þriðjudagskvöld keppa í sex eða sjö þyngdarflokkum á hnefa. leikamóti fjelagsins, er haldið verður í Austurbæjarbíó. 1 Hnefaleikamenn þessa hefur hinn kunni hnefaleikameistari Porat þjálfað af miklu kappi að undanförnu og má búast við mjög snarpri keppni. Einnig mun Pofat sjálfur sýna hnefa- leik og mun hann þá leika á móti þeim Guðmundi Arasyni eða Hrafni Jónssyni. — Það hefur ekki enn verið ákveðið, við hvorn Porat keppir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.