Morgunblaðið - 25.07.1948, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1948, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. júlí 1948. a*ORGUNBLAÐl» ■ 1 400,800 og 1500 metra hlaup á Ólympíuleikj- unum 400 METRA hlaupið á OL verður eins og á undanförnum leikum alamerísk íþróttagrein. Enginn Evrópumaður kemur til greina sem sigurvegari, en Jamaica negrinn Herbert Mc Kenley er nú almennt álitinn líklegastur til sigurs, sbr. frjett um heimsmet, sem hann setti nú fyrir skömmu. Bandaríkja- mennirnir, sem koma til með að veita honum harðasta mót- spyrnu eru þeir Whitefield og Matson, en Harris sem hjer var frá Ástralíumönnum. Að öðru leyti lýtur Evrópuyfirlit- ið þannig út: 400 metrar (Evrópa) Siddi, Italía 47,5. Lunis, Frakkland 47,9. Larson, Svíþjóð 48,0. Paterline, ftalía 48,1. Lewis, England 48,2. Hardmeier, Sviss 48,4. Lundquist, Svíþjóð 48,4. Reardon, frland 48,4. 800 metra hlaupið verður ein allra skemtilegasta keppn- isgreinin á leikunum. Þar verð ur hörð barátta milli hinna ó- líkustu þjóðflokka. Frakkinn Hansenne hefir til þessa náð bestum tíma og er almennt tal- inn einna líklegastur til sigurs. Daninn Hofts-Sörensen verður honum skeinuhættur og sjer- staklega vegna þess að landi hans Christensen mun gera það sem hann getur Holst-Sören- sen til hjálpar. Ástralíumenn senda Harris, en ennþá að minstakosti hefir hann ekki sýnt neitt sjerstakt, m. a. tap- aði hann fyrir Englendingnum Parlett á enska meistaramót- inu nú nýlega og virðast Ensk- ir eiga í Parlett ágætan milli- vegalengdahlaupara. Banda- ríkjamenn senda Whitefield og Pearman ásamt Indiánanum Perkins, sem allir eru mjög skæðir hlauparar, þó að sigur- möguleikar þeirra sjeu fremur smáir. 800 metra hlaup (Evrópa) Hansenne, Frakkland 1.48,3. Bentson, Sviþjóð 1.50,4. Holst-Sörensen, Danmörk 1.50,7. Christensen, Danmörk 1.50,9 Ljungren, Svíþjóð 1,51,0. Vade, Noregi 1,51,2. Linden, Svíþjóð 1.51,2. Aaberg, Svíþjóð 1.51,4. Parlett, England 1.51,5. Samkvæmt þessu yfirliti megxnn við Norðurlandabúar búast við sigri í þessari íþrótta- grein og yrði það þá í fyrsta sinn í sögu OL að Norðurlanda maður sigri í 800 metra hlaupi. I 1500 metra hlaupi eiga Sví ar, Finnar og Danir ágæta menn og L. Strand hefir til þessa verið talinn öruggur með sigur ef að taugarnar bila þá ekki hjá honum eins og svo oft áður. En þó að svo færi að Strand yrði miður sín vegna taugaóróa, þá eiga Svíar tvo ágæta menn í skarðið, Danir einn og Finnar tvo, svo að telja má með nokkurri vissu að sigurvegari í 1500 m. hlaupinu verði Norðurlandamaður. 1500 metra hlaup (Evrópa) Strand, Svíþjóð 3.47,6. Berkvist, Svíþjóð 3.48,0. Cevona, Tjekkóslóv. 3,49,4. Eriksson, Svíþjóð 3,50,0. Hansenne, Frakkland 3.50,0. Jörgensen, Danmörk 3.50,4. Garay, Ungverjaland 3.51,6. Vernier, Frakkland 3.51,8. Bandaríkjamenn eiga engan mann, sem getur skákað bestu mönnum Evrópu og sama má segja um Ástralíu og Nýja Sjá- land, en Ný-Sjálendingurinn Lcwlock vann 1500 metra hlaupið á OL í Berlín 1936. Q9P London í gær. NOKKURAR óánægju gætti í gær hjá keppendum 10 þjóða, sem komnar voru til London fyrir nokkru, þegar þeir voru fluttir í aðrar vistarverur. Töldu keppendur viðkomandi þjóða þessa flutninga hafa slæm áhrif á þjálfun og undirbún- ing, þar sem brátt líður að keppni. Undirbúningsnefndin telur þó þessa flutninga nauð- synlega vegna samræmingar á matarræði hinna ólíku þjóð- flokka. Meðan á þessum flutn- ingum stóð, hvarf Ol- ymípufáni af stöng sinni, 10 metra hárri, á samt fánum 9 þjóða, og telja menn að minja- gripasafnarar hafi verið þar að verki, þó að hitt geti einnig verið, að einhver keppenda úr hópi hinna óánægðu hafi gert þetta sem nokkurskonar mót- mælaráðstöfun. Þátttakendur í OL koma nú í stórhópum til London. í gær komu hópar 9 þjóða, og í dag er von á 12 þjóðum. Fjölmenn- asti hópurinn er frá Finnlandi, um 100 manns, 44 frá Tyrk- landi, 47 frá Austurríki, 39 frá Brasilíu, 41 frá Ítalíu, 39 frá Spáni, 8 frá Puerto Rico og fjöl mennir hópar frá Svíþjóð, Dan mörku, Hollandi, Póllandi og Júgóslavíu. Þeir síðastnefndu flytja með sjer 2 tonn af mat- vælum og eigin matreiðslu- mann, til að fyrirbyggja að breytt matarræði hafi áhrif á getu keppenda. — Reuter. 'if sem búsmóðirin kanpir korn- vörn ó hnsbóndinn að kaupa skyrtnr og skó! Kommúnistar heimta stóraukin ráð yfir versl- un einstaklinga SIGFÚS, formaður KRON, krefst þess nú, að verslun kommúnista fái umráð yfir fjórðungi allrar verslunar höfuðstaðarbúa með almennar nauðsynjar og byggir þessa kröfu á því að húsmæður í Reykjavík kaupi fjórðung allr- ar kornvöru, sem seld sje í bæn- um í verslunum KRON. Hjer er um að ræða nýja blekkingaaðferð í ásókninni eft- ir vörum til handa KRON á kcstnað annara, en þessar blekk- ingar eru það aumasta, sem hing- að til hefur sjest úr þeim her- búðum og nálgast hið broslega. í Þjóðviljanum s.l. laugardag gerir Sigfús grein fyrir því af hverju hann telji að afhenda beri KRON verslunina með allt að fjórðungi allra almennra nauð- synjavara, sem seldar eru í bæn- um og færir hann þessari'fjar- stæðu til stuðnings sölu KRON á ávöxtum og kornmat. Þegar beitt er á krókinn KRON hefur stundum haft að- stöðu til þess að hafa á boðstól- um ýmislegt, sem Sigfús kallar „torfengnar vörur, ávexti, niður- suðuvörur o. fl.“ Þá fjekk hver fjelagsmaður skilríki fyrir sig og heimilismann sinn til kaupa á þessum torfengnu vörum og segir Sigfús að þá hafi svo marg- ir fengið skilríki að það sýni að um 31% allra höfuðstaðarbúa „óski að fela KRON viðskifti sín“. Það skiftir í þessu sambandi ekki miklu máli hvað formaður KRON segir um það, hve marg- ir Reykvíkingar hafi viíjað eign- ast „torfengnar vörur“, sem KRON gat haft á boðstólum og úthlutaði sjálft á einn eða ann- an hátt. Hitt skiftir mestu máli að hver eir.asti skyni gæddur Reykvík- ingur veit að það er brosleg fjar- stæða að þrjátíu af'hverjum hundrað mönnum í höfuðstaðn- um óski eftir að fela Sigfúsi og ísleifi Högnasyni „viðskifti sín“, eins og Sigfús orðar það. Sigfús hefur einnig fundið, að lesendunum mundi ekki finnast þetta trúleg saga. Hann hefur grunað, að flestir mundu láta sjer fátt um finnast niðurstöður, sem byggðar eru á einhverri úthlut- un KRON á ávöxtum og öðrum „torfengnum vörum“. — Hann bregður sjer þvi yfir í.aðra varn- arlínu og kemur nú enn einu sinni fram með eplastofnaukann fræga. Sigfús segir, að KRON hafi fengið til sín rúmlega 22% af eplastofnaukunum fyrir jólin á s.l. ári, en þá hafi Reykvíking- ar mátt ráða því sjálfir hverjum þeir afhentu stofnaukana. Sigfús gerir kaupfjélögunum engan greiða með því að minna á eplastofnaukann. Það var kaup fjelag, sem hóf kapphlaupið um þessa stofnauka með því að aug- lýsa í Ríkisútvarpinu að þeim, sem kæmu með slíka stofnauka yrði veitt fríðindi með því að láta þá fá „torfengnar vörur“, eins og ávexti o. fl. sem Sigfús minnist á. Auglýst var líka í blöð um eftir stofnaukunum og ýmis- konar aðrar aðferðir hafðar til að ná,í þá. Sigfús segir að KRON hafi haft upp úr sínu krafsi 22% af þessum stofnaukum og má vel vera að það sje rjett. En í þessu sambandi vekur það athygli að þegar KRON úthlutar ávöxtum og öðru sælgæti gegn miðum, sem það lætur úti sjálft er niðurstaðan sú að 31% allra Reykvíkinga vill skifta við fje- lagið. En þegar KRON úthlutar epl- um út á stofnauka frá skömmt- unarskrifstofunni eru það ekki nema 22% höfuðstaðarbúa, sem vilja fá epiin hjá KRON, þrátt fyrir áróður kaupfjelaga í út- varpi og blöðum, sem var til þess fallínn að hæna almenning að búðum kaupf jelaga, hvar sem er. Það er nokkuð mikið ósamræmi milli þessa tvenns. Það þýðir ekk- ert fyrir Sigfús að láta sjer-detta í hug að nokkurntímann verði talið sanngjarnt að beina með opinberum valdboðum, þriðjungi verslunar í Reykjavík með nauð- synjavörur til KRON á grund- velli þess, hve mikið af einum og öðrum miðum berst til þeirrar verslunar eftir að beitt hefur ver- ið á krókinn með „torfengnum vörum ,niðursuðuvörum, ávöxt- um o. fl.“ auk þess sem allskon- ar áróðri er beitt í smölun slíkra miða. Sigfús telur að það sje þó enn eitt atriði, sem skifti miklu meira máli en seðlar KRON eða epla- stofnaukinn og það sje að KRON versli með 22—23 % þeirrar korn- vöru, sem seld sje í Reykjavík. Ályktun Sigfúsar út af miðun- um, eplastofnaukanum og korn- vörusölunni er svo þessi: hefi nú skýrt frá, hef jeg dregið þá ályktun að fimti til fjórði hver Reykvíkingur eða 20—25% allra Reykvíkinga óskuðu að fela KRON viðskifti sín og væri því sanngjarnast að skifta innflutn- ingi vara alls almennings, svo sem vafnaðarvöru, búsáhalda, skófatnaðar o. s. frv., þannig að KRON fengi 20—25% þess er í Reykjavík selst, en kaupmenn hinn hlutann.“ Sigfús heldur því með öðrum orðum fram, að af því KRON versli með mikið af kornvörum og hafi selt mikið af ávöxtum, þá sje sjálfsagt að þessi verslun fái líka samsvarandi af öllum öðrum almennum vörum. Ef sala á kornvörum ætti að rjettlæta slíka kröfu af hálfu KRON ætti það einnig að vera rjettlætanlegt að matvörukaupmenn gerðu svipaða kröfu. Það eru vita- skuld margir matvörukaupmenn, sem geta sannað, að þeir hafi álitlegan hóp fastra viðskifta- manna, sem kaupi af þeim einum kornvörur og ávexti og með sama rjetti og KRON geta þeir þá bent á, að þessi kaup sýni að þessir föstu viðskiftamenn vilji líka kaupa hjá þeim aðrar vörur. Auðvitað er allt þetta hjal Sig- fúsar tóm blekking. Það dettur engum í hug að það sje almenn- ur vilji fyrir hendi um að leggja sjerverslanir niður, sem starfað hafa í tugi ára og fá viðskifti þeirra öðrum verslunum, sem selja matvörur, hvort sem þær heita KRON eða annað. Húsmóðir talar við Sigfús Það er hætt við að Sigfúsi kæmi ekki vel saman við hús- mæðurnar, ef hann bæri slíkt fram við þær og heimilisfeðurn- ir mundu líka hafa sitt að segja. Venjuleg reykvísk húsmóðir mundi segja við Sigfús: — KRON hefur miUi 10 og 20 matvöruverslanir víðsvegar um bæinn og er KRON því víða næsta búðin. Jeg fer þangað og kaupi í matinn, þegar mjer dett- ur það í hug, og finst það þægi- legt og kaupi það sem jeg þarf, svo sem kornvörur í það og það skiftið. En mjer hefur aldrei dott- ið í hug að KRON mundi reyna að notfæra sjer þetta á þann hátt að jeg vilji endilega versla við það með t. d. vefnaðarvörur og skófatnað. Þessháttar vörur er jeg vön að kaupa hjá sjerversl- unum og vil auðvitað eiga kost á því að halda slíkri verslun áfram og hafa á milli margra búða að velja. Þetta mundi húsmóðirin segja við Sigfús og ef húsráðandinn sjálfur fengi nú auk þess að leggja orð í belg, mundi hann bæta því við, að sjer þætti hart ef kaup húsmóðurinnar á korn- vörum í KRON ættu að verða til þess að vefnaðarvöru- og skó- verslanir, sem hann hefði skift við og valið á milli eftir geðþótta, ættu að fá minna af vörum. Hann mundi segja skýrt og skorinort við Sigfús, að kornvörukaup konu sinnar kæmu því ekkert við hvar hann keypti skó, skyrtu eða sokka. Selstaðan er draumur Sigfúsar. Ef kornvörukaup húsmóðurinn- ar ættu að leiða af sjer þennan stórfelda útflutning verslunarinn ar í bænum, þannig að KRON fengi úthlutað svo mikið af nauð synjavörum að nægði handa fje- lögum þess á grundvelli skömt- unar, eins og Sigfús virðist ætl- ast til, þá yrði að taka upp það fyrirkomulag að loka öllum öðr- um verslunum fyrir þeim, sem væru fjelagar í KRON eða hefðu kornvöruviðskifti þar. Það næði vitanlega engri átt að sá fjelags- skapur hefði þau forrjettindi að fá sjerstaklega tiltekið vörumagn Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.