Morgunblaðið - 24.08.1948, Síða 8

Morgunblaðið - 24.08.1948, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 ■\ Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavflt. rramkvjstj.: Bigfúj Jónsson. Ritctjðri: Vaitýr Stefánsson (ábyrgSann.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundacon. Auglýsingar: Ami Garðar Kristinwaa. Ritatjórn, auglýsingar og afgreiðsla? Austurgtr«tí 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, inTmnlanrfa, f iausasölu S0 sura eintakið. 75 aura m«9 Lesbók. kr. 12,00 utanlands. Tito, Stalin og „fuglarnir mínir allir“ MEÐ HVERRI vikunni sem líður, verða kommúnistar aumkunarverðari fígúrur í íslensku stjórnmálalífi. Þegar þeir þykjast unna frelsi, þá minnast menn þess, að þeir eru boðberar hinnar skef jalausustu einræðisstefnu, sem enn hef- ur sjeð dagsins ljós í heiminum. Þegar þeir tala um að hugsjónin um jafnrjetti sje beim hjartfólgin, þá rifja þeir upp fyrir almenningi, hvernig um- horfs er í þeim löndum, þar sem kommúnistar ráða ríkjum, þar sem einn vilji er látinn ráða, og ailir þegnarnir eru rjettlaus verkfæri og vinnudýr. Forystumenn kommúnistaflokksins vita sem er, að flokk- urinn stefnir að því, að svipta þjóðirnar, hverja af annari, öllu sjálfsforræði, og leggja þær undir Moskvavaldið, með húð og hári. 1 hvert sinn, sem erindrekar og sendimenn fiokksstjómarinnar í Kreml, hafa hrifsað til sín völdin af einhverri þjóð, hefur Þjóðviljinn lostið upp fagnaðarópi, og látið þá undir höfuð leggjast, að dylja tilhlökkun sína til þess, ef sá dagur rynni upp, er íslenska þjóðin yrði hneppt i fjötra hinnar kommúnistisku, erlendu ánauðar. Um það leyti, sem vopnaviðskiptum síðustu styrjaldar lauk litu margir svo á, að kommúnistar hefðu tekið upp aðra stefnu, en áður, hefðu sveigst í lýðræðisátt, og horfið frá einræðis- og ofbeldisstefnunni. Flokksdeildirnar víðsveg- ar um lönd, væru að einhverju leyti sjálfráðar, og lytu ekki í einu og öllu valdboði þeirra, sem með völdin fara í Kreml. Með öðrum orðum, að ekki væri útilokað, að menn gætu látið það tvennt fara saman, að vinna þjóð sinni gagn, og vera í kommúnistaflokknum. En þetta reyndist allt vera á misskilningi byggt, eins og skýrast hefur komið fram í yfirlýsingu Brynjólfs Bjarna- sonar, þar sem hann beinlínis segir, að hvenær sem hags- munir Kreml-stjórnarinnar eru annarsvegar, verði að fórna hagsmunum Islendinga, og þar með frelsi og velsæld allrar þjóðarinnar. ★ Þriðjudagur 24. ágúst 1948 • UR DAGLEGA LIFINU Enn tvö dauðaslys. GEIGVÆNLEGT er að heyra hvernig umferðaslysin strá- strádrepa fólk. Tvö banaslys urðu enn ekiu sinni, núna um helgina sem leið, annað hjer í bænum, á fjölfarinni götu um hábjartan dag, en hitt á Eyrar- bakkavegi. Með óvenjulega ýtnum á- róðri og samtökum hafði tek- ist að forða öllum slysum á vegunum um eina ftelgi. En svo var það ekki lengur. Umferðaslysin og raunar önnur slys eru orðin eitt af mestu vandamálunum, sem að steðja óg krefjast bráðustu úrlausnar. • Sífeldar hættur. ÞAÐ GETUR enginn verið öruggur um sig lengur á götun- um^ Það er ekki að vita hve- nær röðin kemur að mjer, geta menn hugsað. Það virðist ekki vera neitt öryggi til. Vitan- lega eru það þeir, sem um- ferðareglurnar brjóta, hvort heldur það eru fótgangandi eða akandi, ' sem flestum slysum valda. Og það verður að vera sam- vinna milli ökumanni og gang andi fólks ekki síður en meðal ökumanna sjálfra innbyrðis. Sá ökumaður er settur í stóra hættu, sem verður fyrir því óláni, að aka á gangandi mann, sem hefir brotið um- ferðareglurnar. • Hvar er umferðarráð? ÞAÐ ER ekki ýkja langt síð- an, að mikið var talað um eitt- hvað umferðarráð hjer í bæn- um. I ráði þessu voru merkir menn og áhrifamiklir úr öll- um stjettum þjóðfjelagsins og það var ekki hægt að skilja annað, en að ætlast væri til að þeir ynnu saman og gerðu eitt- hvað gagn fyrir umferðarvanda málin. En það hefir víst farið eins með þenna fjelagsskap og svo marga fleiri, að hann hefir sofnað vært og ekki vaknað aftyr. * Nóg eru verkefnin. ÞAÐ VANTAR ekki verk- efnin fyrir slíkt umferðarráð. A hverri einustu sekúndu eru umferðarlögin brotin hjer í bænum. Þetta hljóta lögreglu- þjónarnir, sem standa á götu- hornunum, að geta staðfest. Brotin eru eins mörg og marg- vísleg og mennirnir, sem brjóta reglurnar. Einn ekur of hratt, annar er ljóslaus, sá þriðji er með ó- nýta hemla eða slæman stýr- isútbúnað. Nemur staðar á röngum stað, eða leggur bif- reið sinni þannig, að hún er hæ*tuleg umferðinni. Það kemur mjög sjaldan fyr- ir, að þessi algengu brot á um- ferðarreglunum sjeu kærð, eða hegnt sje fyrir þau. • Okuskírteini. OG HVERJIR eru það, sem aka bílum? Hefir það ekki kom ið fvri, að unglingar sem ekki hafa leyfi til að stjórna farar tæki, valda slysum. Uppfylla allir bifreiðastjórar þau skil- yrði, sem krafist er. Hvern- ig gengur að endurnýja skír- teini Gera það allir reglulega á fimm ára fresti, eða eru margir með úrelt ökuskírteini og því sjónvottorðslausir. Þetta og svo margt fleira gæti umferðarráðið athugað, ef bað vildi eitthvað gera til þess að aðstoða við að draga úr umferðarslsyunum. • Ekki koma ljósin. OG EKKI KOMA umferðar- Ijósin við Lækjartorg, sem bú- ið er að lofa núna í nokkur ár. Þar ríkir ennþá hið mesta öng þveiti í umferðarmálunum. •— Tugir bifreiða verða að nema þar staðar t. d. í Lækj argötunni og bíða eftir að bunan niður Bankastræti hætti, en hún gæti hæglega haldið áfram allan sól arhringinn. En umferðarljós á þessum stað mydnu gera annað og það er, að kenna fótgangandi jafnt sem ökumönnum, að virða um- ferðarreglurnar. Umferðarráð, ef til er •— hvað segir það? • Verkefni fyrir Fegrunarfjelagið. HJER er verkefni fyrir fegr- unarfjelagið nýja; Gangast fyr ir því, að hætt verði að rækta kartöflur og grænmeti í görð- unum í Vatnsmýrinni, en að skemtigarður borgaranna komi í staðinn. Burt með alla ljótu skúrana þegar í vetur. Síðan ætti að mæla mönnum út reiti, sem þeir fengju að láni gegn loforði um að rætka þá sjálfir. JVÞ'.ð þessu móti væri hægt að fá skrautgarð, sem ekki kostaði borgarstjórnina einn eyri. Það væri nokkuð nýtt og nytsamlegt • Nóg pláss fyrir karlöflur. ÞAÐ ER nóg pláss annars- staða.r fyrir kartöflur, þótt ekki sje verið að hafa kálgarða inni í miðri borginni. Það verða kannske einhverjir óánægðir fyrst í stað, en þó ekki nema þeir, sem eiga þarna kofa og garða. Það mætti flytja kofana fyr- ir fólkið í nýja garða, sem þeim yrði úthlutað og hjálpa eitthvað til að færa grænmet- isræktina út fyrir borgina. iimiiiiiimiimimiiniinimimmniininnimiiiiiiiimiiiilHlllHimnniiniiiiiiimiiiiiiimiiinmiiiiiiiinmiimminmmiimiimimmiiimniiimiiinmininnmmnmmiimnn I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I i I miimmmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimmiimimmmmmmimiiiiiiiimimmmmmmmmmmiiw Hin algera og fullkomna undirgefni kommúnistaforingj- anna hjer á landi, undir Moskvavaldið, hefur aldrei komið eins skýrt í Ijós, eins og nú í sumar, eftir að slettast tók upp á vinskapinn á milli Stalins og Titos marskálks í Bel- grad. Einræði Titos í Júgóslavíu er jafn gagngert, eins og í öðrum löndum austan Járntjaldsins. En hinn júgóslavneski græðikvistur, á meið hins alþjóðlega kommúnisma tók upp þá nýlundu, á síðastliðnu vori, að vilja halda í nokkrar leifar af sjálfstæði þjóðar sinnar, og hlaut fyrir það bann- færingu Kominform og Stalins. En Kominform hefur með höndum eftirlit með kommúnistadeildunum um öll lönd, sjer um, að með þeim öllum ríki aðeins einn vilji, og það er vilji Stalins. Stefnan, aðferðirnar, kúgunin er alveg eins í Belgrad og í Kreml. Svo líklegt væri að Þjóðviljinn litli1 hjer í Reykja- vík gæti jöfnum höndum dýrkað Stalin og Tito. En svo er ekki. Það hefur komið í Ijós að hin fámenna foringjaklíka íslenskra kommúnista er ekki aðeins skuldbundin til þess, að fylgja ofbeldisstefnu kommúnismans, heldur fyrst og fremst persónulegum vilja Kremlmanna. En það eru óneitanlega til nokkrir menn enn í dag, sem halda, að undirgefnin við Kremleinræðið geti samrýmst frelsishugsjónum. Slíkir menn, sem þannig hugsa eru and- iega sjúkir. Fyrir þetta fólk er um tvennt að velja. Annað hvort að leita sjer lækninga, reyna að ná aftur fullri dóm- greind, hafi hún nokkru sinni verið fyrir hendi. Ellegar að þeir verða að búast við því, að þeir lendi um alla ævi, utan við þjóðfjelagið og geti hvorki tekið þátt í andlegu lífi, eða verklegum umbótum með þjóð sinni. Það er hart fyrir ekki fjölmennari þjóð en við Islendingar erum, að þurfa brotnir. Eina bótin, að þeir verða aldrei margir, sem tekið hafa svo gagngera kommúnistiska starblindu, að þeir reyn- ist ólæknandi, fái þeir rjetta meðferð. Sigrar gríska sljórnarhersins AÐEINS eru liðnir 17 mánuð ir frá því Bandaríkjaþing sam- þykkti að veita grísku stjórn- inni hjálp í viðureigninni við óaldarflokka kommúnista í Norður-Grikklandi. En á þess- um tíma hefur sú breyting orð- ið, að kommúnistarnir í land- inu, sem um tíma virtust allt ætla að gleypa eru nú að mestu sigraðir í landinu. Þetta sýnir sem margt fleira, hversu rjettar fulfyrðingar kommúnista eru um að aðstoð Bandaríkjanna við Norðurálfuríkin sje tómt skrum. Og til þess munu komm únistar fá að kenna víða út um heim. Það er vert að rifja upp gang mála í Grikklandi. Það sýndi sig, í kosningum þeim, sem haldnar voru í Grikklandi fyrir um það bil tveimur árum, að flokkur kommúnista, EAM bandalagið, átti ekki eins miklu fylgi að fagna og hann hafði gumað af. Hreint og beint átti hann litlu fylgi að fagna meðal grísku þjóðarinnar. • • KOMMÚNISTAR UNDIR- BJUGGU VALDARÁN. En kommúnistar gátu ekki fremur í Grikklandi en annars- staðar í heiminum sætt sig við dóm þjóðarinnar. Þeim fannst þeir sjá sjer leik á borði aí ræna völdunum í Grikklandi. Það virtist vera leikur einn. Gríska stjórnin farin að vinna af fullu kappi að viðreisnar- áformum landsins, búin að af- vopna her sinn til þess að eyða ekki vinnuaflinu að óþörfu og það litla lið, sem hún hafði var vopnlaust eða með ljeleg vopn. • • KENNSLA SKÆRULIÐA. Minnihlutaflokkurinn, komm únistar, sem ekki gat sætt sig við fyrirlitningu meirihluta þjóðarnnar vann aftur á móti að hervæðingu af kappi. Fjöldi grískra kommúnista fór á skæru liðaskóla í Austur-Evrópuríkj- unum. Sá sem síðar varð of- beldismannaforinginn, Markos, gekk á skóla í Moskva og varð þar með . skólabróðir manna, sem eru fimmtu herdeildar- menn víða um lönd. • • BROT Á ALÞJÓÐAREGLUM. Og síðan hófu þeir árásir sín- ar. Ætluðu sennilega, að þeir hefðu lokið valdaráninu á skömmum tíma, en það fór samt á annan veg. Þeir voru vopnað- ir stórum fallbyssum og sprengjuvörpum, sem þeir fengu frá nágrannaþjóðunum. Minni byssur bæði vjelbyssur og riffla og skotfæri fengu þeir ótak- markað frá Júgóslövum, Búlg- örum og Albönum, sem hirtu ekkert um það, þó þeir brytu allar alþjóðareglur með vopna- sendingum þessum. Með þannig útbúnum her er ekki að furða, þótt landvinningar kommúnista herjanna í byrjun yrðu miklir og gríska stjórnin ætti í mikl- um erfiðleikum. • • EITTHVAÐ ANNAÐ EN BERA HNEFA. Það var sjálfsagt fyrir Vest- urveldin að þola það alls ekki að hinni löglegu stjórn Grikk- lands yrði bægt í burtu af minnihlutaflokk og erlendri íhlutun. En hvorki grísku stjórn inni nje Vesturveldunum kom til hugar að senda erlent her- lið til Grikklands. Gríska stjórnin áleit sig þess fullkom- lega umkomna að sigrast á of- heldisflokkunum, svo framar- lega, sem hermenn hennar yrðu ekki að berjast með berum hnef unum við fallbyssur og byssu- stingi kommúnistanna. • • LOKASIGUR í NÁND. Og nú er svo komið, að fyrir sagnir heimsblaðanna eru á þessa leið: Gríski stjórnarher- inn tekur aðalbækistöðvar upp- reisnarmanna. — Upplausn í Framh. £ bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.