Morgunblaðið - 24.08.1948, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1948, Blaðsíða 16
,VEÐSJlM. TLITIÐ (FaxafI6I)i NðSg>-AUSTAN kaldi. - djjett.kýjað. __________________ 198. tbl. — Þriðjudagur 24. ágúst 1948 ^ HYEKSVEGNA þarf að fækka stjórnmálaflokkununl. — Sjá grein Jóns Pálmasonai; á bls. 5. Fiinm ára telpa verður á milli tveggja bíla og bíður bana Sfórbómíi frá Lapp- r I i r I ■ r *Á LAUGARDAGINN vildi það hörmulega giýs til við Ausíur- fcæjarbíó, að bifreið var ekið á litla telpu og hín kramin til bana. Litla telpan hjet Hrafnhildur Kristjánsdóttir og átti hún heima að Snorrabraut 40, sem er gegnt slysstaðnum. Ifcafnhildur litla var dóttir Kristjáns Jósefssonar trjesmiðs og konu hans, Guðrúnar Krist- insdóttur. Hrafnhildur var yngsí fjögurra barna þeirra hjóna. Þó allmargt manna hafi ver- m nærstatt er slysið vildi til, er rannsókn þess mjög skamt á veg komin. Aðeins tvö vitni hafa gefið sig fram. Það sem einkum er athyglis- vert við framburð þeirra, er að hvorugt þeirra sjer Hrafnhildi litlu fyrr en eítir slysið. Maðurinn sem ók bíl þeim er ók á Hrafnhildi, heitir Þorar- inn I. Þorsteinsson. Hann held- ur því fram að Hrafnhildur litla hafi komið hlaupandi fram fyrir bíl, er var að hleypa út fólld við Austurbæjarbíó. Þór- arinn ætlaði að stöðva bílinn, en fóthemlarnir voru ekki í lagi. Til handhemilsins greip hann ekki, en hann var í góðu lagi. Hefur Þórarinn skýrt svo frá, að hann hafi ekki vitað hvar liann var. Þegar Þórarinn sá. Iitlu celpuna koma fram fyr ir fólksbílinn, sveigir hann sínum bíl inn á bílastæðið fyr- ir framan bíóið og þar lenti hann á fólksbíl er stóð þar. En á milli bílanna varð Hrafnhild- ur Krisíjánsdóttir og beið hún samstundis bana. Eins og fyrr segir vantar enn margt vítna í máli þessu og eru það tilmæli rannsóknarlög- reglunnar, að fólkið sem var að fara út ur bllnum, gefi sig fram hið fyrsta. Bjibe Rutli látinn. WASHINGTON — George Herman '(Balje) Ruth. baseball leikarinn heimsfrægi andáðist fyrir nokkru í Wasliington 53 ára að aldri. Á L AU GARDAGINN fanst ungur maður stórslasaður á veg inum milli Eyrarbakka og Sel- foss. Hinn slasaði maður var fluttur í I.andsspitalann, en þar ljest hann nokkru síöar. Hann hjet Bjarni Guðmundsson, járn smíðanemi, til heimilis að Mið- túni 14. Frjettaritari Mbl. á Selfossi skýrði blaðinu svo frá slysi þessu: Það var milli kl. 2 og 3 á laugardag, að vegfarendur um veginn frá Selfossi að Eyrar- bakka, fundu Bjarna Guð-j mundsson meðvitundarlausan og mikið slasaðan. Hann hafði verið á bifhjóli. en með hverj- j um hætti slysið bar að höndum er mönnum ekki kunnugt um,1 og sennilega hafa engir sjónar- vrottar verið að því. Hjeraðslækninum var þega r. gert aðvart. Samkv'æmt athug- unum hans, hafði höfuðkúpan brotnað, en auk þess hafði hann handleggsbrotnað. Læknirinn ljet þegar flvtja hinn slasaða1 mann í sjúkrabifreið til Reykja-! víkur. Nokkrmn klukkustundum eft ir að komið var með Bjarna' Guðmundsson í Landsspítal- * ann, ljest hann. Bjarni var tæplega 24 ára að aldri og var ættaður frá Eyr- arbakka og er slysið bar að J höndum. mun hann hafa verið Togarinn Júlí bjargar færeysku skipi UM HELGINA bjargaöi Hafnarfjarðartogarinn Júlí, færeyska skipinu Justa frá Trangingsvaag, en það var í nauðum statt út af Ingólfshöfða. Júlí fór með skipið til Ilornafjarðar, en þangað kom það í morgun. Sömu vantla- LJDSM. MBL: OL. K. MAGNUSSUN LAPPNESKUR hreindýra- bónda frá Norðurbotni í Lapp- landi, kom til landsins aðfara- nótt sunnudags, með flugvjel frá Stokkhólmi. Bóndinn er Anders Ánders- son og er einn stærsti hrein- dýrahóndi þar í landi og kveðst hann eigi vita dýra sinna tal. Hjer ætlar hann að dvelja í 10 daga og ferðast um hrein- dýraslóðir eftir því sem við verður komið á svo skömmum tíma. Hann kveðst mikinn á- huga hafa á að fá að flytja hingað til landsins hreindýr, svo fremi að skilyrði til þess sjeu hagstæð. En beiðni nm hreindýrainnflutning til lands- ins hafi verið neitað áður. Efvarvetna sem leið Anders- son hónda lá hjer um bæinn s.l. sunnudag, vakti búningur hans mikla eftirtekt og höfðu fæstir sjeð hann áður. Anders- son var klæddur hinum sjer- kennilega þjóðbúningi Lappa, sem er himinn blár að lit með allskonar útsaumi í, háum- kraga og breiðu belti alsettu skrauti. á leið þangað í ættingja sinna. heimsókn til Síldarsöltunin meiri en í fyrra Á MIÐNÆTTI laugardaginn 21. ágúst nam síldveiðin í bræðslu 281.584 hektól. og þá var búið að salta í 73.537 tunnur. Á sama tíma í fyrra var bræðslusíldaraflinn 1.230.093 hektól. og er því nú 913.509 hektól. minni en þá. Aftur á móti hefur nú verið saltað í 20.637 tonnur meira en á sama tíma í fyrra. Söltunin tvöfaldast Síðastliðna . viku bárust á land 25.496 hektól. tii bræðslu, en saltað var í 37.471 tunnu og var söltunin þessa einu viku meiri en allan tímar.r. fram að þessu. Fyrir vikuna hafði verið saltað í 33.966 tunpur. Aflahæstu skipin. Aflahæsta skxp flotans er Andvarí frá Re/kjavík með 4181 mál. Víðir frá Eskifirði er með næstmestan afla 3815 mál. Helgi Helgason frá Vestmannaeyjum er með 3660 og Fagriklettur frá Hafnarfirði með 3654 mál. 35 skip hafa fengið yfir 2000 mál, en yfir 100 skip eru moð yfir 1000 mála afla. Skýrsla Fiskifjelagsins um síldveiðarnar er birt í heild á bls. 9. Fjöimennir hljóm- YNGSTA LISTAKONA ís lands, Þórunn S. Jóhannsdótt- ir, hjelt fyrstu hljómleika sína hjer að þessu sinni í Austur- bæjarbíó í gærkveldi. Húsið var þjettsetið stórhrifnum á- heyrendum og var Þórunn litla óspart hylt. Henni barst mik- ill fjöldi blóma og annarra gjafa og hún komst ekki hjá því, að leika mörg aukalög. — Efnisskráin var fjölbreytt: Son ata-í F-dúr, eftir Mozart, Fanta sia í c-moll eftir Bach, Minia- ture Concerto 1 G-dúr eftir Al- ec Rowley, Pianokonsert í c- mol eftir Mozart, Fantasia Im- promtu, eftir Chopin og auk þess 'smálög eftir Debussy, Halski, Ibert og Prokoffieff. — Jóhann Tryggvason, faðir Þór- unnar, ljek undir í konsertun- um tveimur. málin allstaoa Borgarsljéri kotninn heim irá Helsingiors GUNNAR THORODDSEN horgarstjóri er kominn heim úr Finnlandsferð sinni, en hann sat ráðstefnu höfuðborga Norð urlanda, sem haldin var í Hels ingfors. Ráðstefna þessi stóð yfir í 3 daga. Alls voru fiindarmenn yíir 70, borgarstjórar og hæjar fulltrúar frá þessum borgum. Rædd voru þar ýrns viðfangs efni og vandamál borganna, sem á dagskrá eru í öllum höf uðborgum þessara landa, svo sem húsnæðis- og húsaleigumál heilsuvernd, og staða og kjör bæjarstarfsmanna almennt. Rætt var og um sjálfstjórn bæj arfjelaga gagnvart ríkisvald- inu. Voru ítarlegar framsögu- ræður fluttar í öllum helstu málunum. Voru umræður yfir lc-itt mjög fróðlegar, og margar gagnlegar upplýsingar sem þar komu fram. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri tók þátt í umræðum um heilsuverndarmál og stöðu bæj arstarfsmanna. Engar ályktanir voru gerðar á fundi þesum, enda var til- gangur hans sá, að stjórnendur borganna gæfu þar gagnkvæm ar upplýsingar um það hvernig vandamálin væru Ieyst í hverri borginni. En mjög eru dag- skrármálin áþekk í öllum þess um borgum, eftir því sem Gunnar Thoroddsen skýrði blaðinu frá í stuttu samtali í gærkvöldi. fslenskir ténleikar Var á IeiS til veiöa. Júli var á leið til veiða, ér hann kom skipinu til bjargar. Togarinn hafði farið frá Elafn arfirði á laugardagskvöld um kl. 6,30. Á sunnudaginn var JÚIi staddur út af Ingólfshöfða og sáu skipverjar þá, hvar bál var kynt á þilfari skips, sem var þar skammt frá. Skipverjar á Júlí fóru skipinu strax til hjálpar. Þegar nær dróg, sáu mennirnir á Júlí að hjer var j um að ræða 50 smál. færeyskt skip, Justa frá Tranginsvaag og ^ rak skipið stjórnlaust fyrir | vindi og sjó. Strekkingsvindur j var, ein sjö eða átta vindstig. Ekkert samband. DráUartaugurn var komið á milli skipanna og lagt af stað áleiðis tif Hornafjarðar. Ekki tókst skipverjum á Júlí að hafa neitt samband við Færeyingana og kom síðar í ljós, að skipið hefur enga talstöð. — Aðfara- nótt mánudags var vindur svo hvass að Júlí varð að fara með mjög hægri ferð, til þess að kubba ekki í sundur dráttar- taugarnar. Að Hornafjarðarósi kom Júlí með hið færeyska skiu kl. 10 í gærmorgun. Við ósinn tók m.s. Gissur hvíti við fær- eyska skipinu og að bryggju lagðist skipið kl. . Skipstjóri skýrði svo frá, að á laugardag hefði skipið mist skrúfuna, er það var á leið til Vestmannaeyja. Skipstjóri á Júlí er Benedikt Ögmundsson. í Gralz 1 KVÖLD verður útvarpað frá útvarpsstöðinni í Gratz íslenslc um tónleikum. Er það dr. V. Urbantchitch, sem leikur píanó lög op. 5 eftir dr. Pál ísólfsson. Því miður hafa ekki borist upplýsingar um á hvaða tíma tónlfcikarnir verða og skilyrði þurfa að vera sjerstaklega góð til þess að utvarp frá stöðinm hcyrist vel hjer. UtanríkisráSherrufundur NorSurJanda. STOKKHÖI.MUR — Utanríkisráð- herrar Norðurlandanna munu halda fund með sjer í Stokkhólmi dagana 8. og 9. september n.k. til þess að ræða ýms mál í sambandi við Parisar fund Allsherjarþings S.Þ. Elsta kona Bretlands. LONDON — Elsta kona Bretlands, Isohelle Shepherd, hjelt nýlega uppú afmælið sitt, en vissi ekki hvort það var í 114, 115 eða 116 sinnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.