Morgunblaðið - 19.09.1948, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.09.1948, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. sept. 1948 MORGUNBLAÐÍB 7 laugardapr 18, sepfember Góð karíölfu- uppskera. UM þessar mundir stendur yf ir uppskera garðávaxta. Er hún yfirleitt með besta móti og eru líkur til að hún verði töluvert meiri en undanfarið. Meðal- uppskera af kartöflum hefur nokkur s.l. ár verið 80 þúsund tunnur á ári eða sem svarar '65 kílóum á mann. í Bretlandi og á Norðurlöndum er talið að meðalneysla af kartöflum sje rúmlega 150 kíló á mann á ári. Til þess að við geturri neytt á- líka mikils af þessum garðivöxt um, sem taldir eru meðal binna íiollustu og næringarmestu, þyrftum við að auka fram- leiðslu okkar úr 80 þús. tunnum upp í 200 þús. tunnur eða um það bil um 150%. Sú fram- íeiðsluaukning nemur með nú- verandi verðlagi 16—17 millj. króna verðmæti. Framleiðendur eiga því geysilega markaðs- möguleika ónotaða í þessari grein landbúnaðarins. En afleiðing þessa ástands er sú, að við höfum orðið að_ílvtja inn kartöflur fyrir stórfje og eyða til þess erlendum gjald- eyri, sem mikill hörgull er á. Þannig er gert ráð fyrir því að á þessu ári verði fluttar inn kartöflur fyrir 2 milljónir kr. Sumar sendingar hiniia erlendu kartaflna hafa auk þess verið mjög ljelegar. Við svo búið má ekki standa. ,Við getum hæglega sparað okk- ur þann erlenda gjaldeyri, sem varið er til kaupa á þessari vörutegund frá útlöndum. Við getum auk þess gert framleiðslu garðávaxta að miklu þýðingar- meiri lið í búrekstri okkar en menn gera sjer almennt grein fyrir nú. Skortur á geymslum. EN hverjar eru orsakir þess að svo er ástatt í þessum mál- um? Það er nauðsynlegt að gera sjer þess grein. Ástæðurnar kunna að vera ýmsar. En höf- uðorsökin er sú að hjer vantar öruggar og góðar geymslur fyr- ir garðávexti. Á undanförnum árum hefur hið opinbera öðru hverju hafið áróður fyrir aukinni garðrækt. Það hefur oft borið. þann ár- angur að framleiðendur hafa aukið hana. En að hausti hafa þeir uppgötvað að þqir gátu ekki losnað við uppskeruna. — Dreyfingarmiðstöð þessara yara, Grænmetisverslun ríkis- ins, hefur ekki getað veitt fram leiðendum liðsinni í þessu vanda máli þeirra. Hún hefur engar ráðstafanir gert, sem leysi málið almennt. Þessvegna hefur farið svo að framleiðsluaukn- ing hefur stöðvast og jafnvel dregið úr framleiðslunni á næsta ári. Það eru þessvegna emgar líkur íil þess að garðræktin aukist hjer að mun fyrr en geymslu- vandamál hennar hefur verið leyst. Framleiðendur, verða að geta losnað við framleiðslu sína á haustin á sama hátt og þeir losná við kjöt og mjólk. En leiðin til þess er ekki sú að hver einstakur bóndi byggi geymslu yfir uppskeru sína. í því felst engin framtíðarlausn. Það verður að koma upp geymslustöðvum á aðalfram- leiðslu- og markaðssvæðunum. Þangað á bóndinn að geta sent framleiðslu sína strax á haustin. Þetta er þýðingarmikið mál, bæði fyrir framleiðendur og neytendur. — Samtök bænda verða að taka það upp hið fyrsta og er ekkert eðiilegra en að þau hafi um það samvinnu við. neytendur í bæjunum. — En málið verður að leysa hið fyrsta. Við höfum ekki efni á því að kaupa kartöflur fyrir milljónir króna frá útlöndum. Og þó við hefðum efni á því ættum við ekki að gera það. Jarðhúsin í ^ Keykjavík merki- leg nýjung. HJER í Reykjavík hefur á- hugi almennings fyrir garðrækt farið mjög vaxandi. — Hefur stjórn bæjarins greitt götu fólks í þeim efnum með því að leigja út garðlönd, plægja þau og annast fyrirgreiðslu í útveg- un áburðar og útsæðis. Má full- yrða að Reykvíkingar hafa und anfarin ár framleitt kartöflur fyrir milljónir króna. En þeir hafa ekki hvað síst átt við jgeymsluvandamál að etja, sjer- staklega eftir að Iiitaveitan tók til starfa. v En hjer hefur verið gerð merkileg tilraun til þess að leysa þetta vandamál. Er þar um að ræða byggingu Jarðhúsanna við Elliðaár. Þau voru á sínum tíma alger nýung hjer á landi og þótt víðar væri leitað. í þeim eru notaðar frysti vjelar, sem kæla loftið til við- bótar jarðvegskuldanum. Þar eru geymslur fyrir mikið magn garðávaxta, sem síðan hafa ver ið leigðar almenningi út fyrir ákveðið gjald yfir árið. Enda þótt fá ár sjeu liðin síðan þetta fyrirtæki tók til starfa er óhætt að fullyrða að það hefur reynst mjög vel og er orðið vinsælt. Eru dæmi til þess að sumir viðskiptamenn þeirrá sjeu ennþá að börða góðar kart öflur, sem þar hafa verið geymdar en voru teknar upp í september í fyrra. Þessi tilraun bendir langt á- leiðis um það, í hvaða átt beri að halda í þessum efnum. Eiga forvígismenn hennar þakkir skildar fyrir framtak sitt. Hafnarstræti. UNDANFARIÐ hefur tölu- vert verið rætt um nokkra ó- gæfusama menn, sem oft sjást reikulir í spori í Hafnarstræti og öðrum götum höfuðborgar- innar. Það er eitt af algengustu skyldustörfum lögreglunnar að hirða þessa vesalings menn og troða þeim niður í andstyggi- lega kjallaraholu undir sjálfri lögreglustöðinni. Þessi saga end urtekur sig kvöld eftir kvöld. Sömu mennirnir reika um Hafn arstræti, lögreglan hirðir þá, lætur þá ólrpast eða sofa í kjallaragrófinni nokkra klukku tíma og sleppir þeim svo út aft- ur til þess að byrja „nýtt líf“. En hvað er gert til þess að verða þessum mönnum að liði og lækna þá og þjóðfjelagið af sjúkdóm þeirra? Það er skrifað í blöð um „vandamálið mesta'1, jafnvel jafnvel gefin út blöð til þess að útmála áfengisbölið. En ekki dugir það. En eitthvað hlýtur að vera gert meira? Já, mennirnir, sem segjast vilja hjálpa þessum mönnum og þjóðfjelaginu, hafa komið því í kring, að brennivín er að- eins selt í þriggjápela flöskum. Minna en þrír pelar mega ekki fara ofan í þessa vesalings menn í einu, minna dugir líklega ekki til þess að þeir verði kjallara- hæfir!! En hvað hefur verið gert meira? Það er talað um að byggja hús til fjelagsstarfsemi, funda- halda, kaffidrykkju o. s. frv. Hversvegna skyldu menn ekki byggja slík hús. Hjer vant ar margskonar hús, góð og nota leg veitingahús og kaffisali líka. En það er mikill misskilningur að halda að mennirnir úr Hafn- arstræti og lögreglukjallaranum komi þangað þó þeim verði boðið upp á kaffi. Þeir þarfnast allt öðru vísi húss. Þeir þurfa að komast á hæli eða sjúkrahús. Og það ber miklu meiri nauð- syn til þess að taka upp bar- áttu í alvöru fyrir því að koma slíku húsi upp en að slá skjald- borg um þriggjapela flöskuna. Sú barátta er jafnvel miklu mik ilvægari en baráttan fyrir stækkun lögreglukjallarans. Yfirdrepsskapur- inn í öndvegi. EN í þessum málum verður ekki gengið á snið við þá sorg- legu staðreynd, að þótt ýmsir ágætir menn vinni að aukinni hófsemi og skynsemd í meðferð áfengis situr yfirdrepsskapur- inn og skammsýnin þar í önd- vegi. Á meðan svo er verður baráttan fyrir þriggjapelaflösk unni og stækkun kjallaraand- stygðarinnar í lögreglustöðinni stærsta áhugamál þeirra, sem segjast vilja „bjarga þjóðinni" og leysa „vandamálið mesta“. En vandamál mannanna í Hafnarstræti verður jafn óleyst eftir sem áður. Þá heldur áfram að vanta hæli, sjúkrahús fyrir fólk, sem er veikt af hræði- legum sjúkdómi. En allir hleypidóma- og öfga lausir menn verða að koma þess um ógæfusömu mönnum til hjálpar. Vandamál þeirra, sem jafnframt er djúptækt þjóðfje- lagslegt vandamál, verður ekki leyst með fundasamþykktum, sem hóað er saman af handa- hófi. Aðeins raunhæfar aðgerð- ir fá leyst það. Það verður að byggja fullkomið sjúkrahús fyr ir hina sjúku menn og fá mennt aða sjerfræðinga til þess að veita því forstöðu. En það þarf að gera margt fleira til þess að gera umgengni íslendinga við áfenga drykki siðsamlegri og hættuminni. Aðalþröskuldurinn á vegi slíkra ráðstafana er ófga fólkið, sem sífellt talar um ó- gæfu mannanna í Hafnarstræti en hefur stækkun lögreglukjall arans og þriggjapelaflöskuna að aðaláhugamáli. Hver eru bjargráð Framsóknar? TÍMINN er nú gugnaður á því að telja fólki trú um að síld veiðin hafi aðeins brugðist í eitt sumar. Hann er líka hættur að tala um meðaltalsafla. — Svo rækilega hafa staðhæfingar hans um þessa hluti verið rekn- ar ofan í hann. En nú er aðeins eitt eftir, dýrtíðin, sem er Ólafi Thors og nýsköpunarstjórn hans að kenna. Um leið er þess getið að ef fylgt hefði verið ráðum Framsóknarmanna væri hjer engin dýrtíð. Nú er fróðlegt að horfa sem snöggvast um öxl, t.d. aftur til ársins 1942. Þá voru í ársbyrj- un sett lög, sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokk urinn stóðu að í sameiningu, gerðardómslögin frægu. Með þeim var hækkun kaupgjalds og verðlags í aðalatriðum stöðv uð. En vegna ágreinings um önnur mál en dýrtíðarmál slitn- aði upp úr stjórnarsamvinnu Sjálfstæðismanna og Framsókn ar. Þá snerust Framsóknarmenn gegn sínu eigin afkvæmi. Þá varðaði ekki lengur neitt um baráttuna gegn dýrtíðinni. Þeir voru ekki lengur við- völd og flokk, sem ekki hefur völd varð ar ekkert um hagsmuni þjóðar sinnar. Það er meginlífsregla Framsóknarmanna. Hlutverk flokks, sem ekki hefur völd er þvert á móti það, að gera stjórn landsins eins erfitt fyrir og hugsast getur í viðureign henn- ar við vandamálin. Að þessu leyti er sáralítiil munur á stjórnarandstöðu Framsóknar og kommúnista. En nú er Framsókn í stjórn- araðstöðu og segist vilja berja niður dýrtíðina. Akureyrarblaðið íslendingur gerir aðstöðu Framsóknar- manna í dýrtíðarmálunum ný- lega að umtalsefni á þessa leið: . „En hvar eru bjargráð Framsóknarmanna? Hafði Ólafur Thors dyrnar kannske svo þröngar, að þeir yrðu að skilja bjargráðin eftir í poka fyrir utan. Eða eru ráðherr- ar Framsóknar svo mjög of- urliði bornir í ríkisstjórninni, að þeir megi ekki einu sinni mæla? Og er þá enginn ann- ar Framsóknarmaður, sem getur sagt frá bjargráðunum fyrir þá?“ Hvað er í pokanum? ÞAÐ er sannarlega von að menn spyrji um bjargráð Fram- sóknar og úrræði í dýrtíðarmál unum. Komu þau fram á síð- asta þingi þegar rætt var um lausn þeirra mála og lög voru samþykkt um leiðir í baráttunnj við verðbólguna? Nei, enginn minnist þess að hafa sjeð þau eða heyrt þá. Þau hafa heldur ekki sjest í Tímanum, sem sífellt deilir harðlega á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa skapað dýrtíðina. Þar er bara talað um að það þurfi að minnka hana. Sjálf bjargráðin eru líklega geymd einhversstaðar í poka, sem spekingar Tímans sitja á til þess að koma i veg fyrir að Sjálfstæðisílokkurinn og Ólafur Thors komist að leyndarmálinu, steli „patentinu“ og slái tíýrtíð- ina niður með því í einu vet- fangi!! En meoan að Framsóknar- flokkurinn liggur á þessum bjargráðum og sýnir þau hvergl er ekki hægt að taka raus Tím- ans um þessi mál alvarlega. Raunar er óþarfi að spyrja Framsókn um hvað sje í poka hennar. Það vita allir að þar eru engin bjargráð. Hitt er sönnu nær að hann sje úttroðinn af hugsjónalausum klíkusjónarmið um og pólitískum brasktilboð- um. Framsóknarmenn tala líka mikið um fjársóun og há fjár- lög. En hafa þeir staðið að lækk unartillögum við afgreiðslu fjárlaga undanfarin þing síoan þeir komust í ríkisstjórn? Nei, ekki alveg, það vita áll- ir, sem fylgst hafa með i þeim málum. Og hafa fjárlög lækk- að síðan þeir tóku ábyrgð á rikisstjórn? Ekki aldeilis, þau hafa hækk að um miljóna tugi og hafa aldrei verið hærri en síðan. En Tíminn mun segja, að það sje að kenna lögum, sern Ól- afur Thors hafi látið samþykkja á dögum nýsköpunarinnar. En hafa Framsóknarmenn komið með tillögur um að fella þau lög niður? Hafa þeir t. d. flutt frumvörp um að afnema lögi,n um framlög ríkisins til byggingar og ræktunarsjóða landbúnaðarins, sem eíldir voru mjög í stjórnartíð Ólafs Thors? Eða hafa þeir komið með tillögu um að skila strand- ferðaskipunum, sem bygð voru fyrir atbeina nýsköpunarstjórn arinnar? Nei, Framsóknarmenn hafa engin slík frumvörp flutt. —• Vegna hvers? Vegna þess, að þessj lög voru sjálfsögð og fólk- ið vill ekki missa þær umbæt- ur, sem þau höfðu í för með sjer. En það er einn af hinum fáu ckostum umbóta og nýrra og nytsamlegra framkvæmda, að þær kosta oftast fje. Allsherjarþiiiig SÞ. að hefjast. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í París n.k. þriðjudag, 21. sept. Verkefni þess munu verða mörg og erfið viðfangs. Mun hið sorglega og viðurstyggilega víg Bernadctto greifa, sáttasemjara Samemuðu þjóðanna í Palesínudeilun:ni, síst gera það mál auðveldara viðfangs. En auk Palestínudeil- unnar eru ýms stórmál, sem koma.munu til kasta þingsins svo sem framtíð hinna ítölsku nýlendna, deilan milli Hydera- bad og Hindustan, Berlínardeil an og íleiri vandamál. Af bálfu okkar íslendinga munu þeir sitja þingið Thor Thors sendiherra Islands í Was hington, sem frá upphafi hemr verið fulltrúi okkar hjá Sam- einuðu þjóðunum, Ólafur Thora íyrv. forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráð- herra, Hermann Jónasson fyr- verandi forsætisráðh. og Firxn- ur Jónsson alþm. Við Isíendingar höfurn ekki Framh. á lls. 11,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.