Morgunblaðið - 19.09.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1948, Blaðsíða 6
6 tlORGVNBLAÐÍÐ Sunnudagur 19. sept, 1948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskríftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Morð Bernadotte greifa HIÐ hyllilega morð Folke Bernadotte greifa, sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna í Palestínudeilunni og forseta alþjóða Rauða Krossins, hefur vakið sorg og viðbjóð um allan heim. Afleiðingar þess fyrir framtíð Palestínu eru ennþá ekki kunn ar en vel má svo fara að þær verði miklar og örlagaríkar. Bernadotte greifi var 53 ára að aldri. Hann var bróður- sonur Gústafs Svíakonungs, sonur Óskars prins. Auk þess, sem hann var forseti alþjóða Rauða Krossins, var hann for- seti sænska Rauða Krossins. Hann hafði í mörg ár unnið mikið starf í þágu þeirra samtaka og var óþreytandi í bar- áttunni fyi ir málefnum þeirra. Allt lífsstarf hans mótaðist af einlægum \ ilja til þess að vinna fyrir hugsjón friðarins. — Henni hafði hann helgað starfskrafta sína, og í þjónustu hennar var hann allt til þeirrar stundar, er hann fjell fyrir kúlum morðingjanna í Borginni Helgu. Það má því segja, að hann hafi fallið í baráttunni fyrir friði og öryggi í heiminum. ★ Þegar Bernadotte greifi var skipaður sáttasemjari Sam- einuðu þjóðanna í Palestínu, í maímánuði sl., horfði ekki friðvænlega þar í landi. Blóðug styrjöld hafði brotist út milli Araba og Gyðinga. Arabar hjeldu herjum sínum frá nágrannaríkjunum inn í Palestínu, en Gyðingar höfðu búist um þar eftir föngum. Þetta ástand hafði skapast upp úr samþykktum Sameinuðu þjóðanna, um skiptingu landsins í tvö ríki, og þeirri ákvörðun Gyðinga, að lýsa þegar yfir stofnun sjálfstæðs ^Gyðingaríkis. Arabar í Palestínu vildu ekki sætta sig við þá ákvörðun og nutu stuðnings trúbræðra sinna í nágrannalöndunum. ★ Þannig var umhorfs í Palestínu þegar Sameinuðu þjóð- irnar fengu Bernadotte greifa til þess að reyna málamiðlun milli hinna stríðandi aðila. En hann hófst þegar handa um sáttastarfið. Þegar hann kom til Kairo, 29. maí, hóf hann þegar viðræður við forsætisráðherra Egypta, sem var stærsta þjóðin, sem veitti Aröbum í Palestínu Iið. Næstu daga flaug hann á milli Amman, Beirut, Tel Aviv og Haifa, og átti þar viðræður við aðra Arabaleiðtoga og síðan við leiðtoga Gyðinga. Árangurinn af þessum viðræðum var sá, að báðir aðilar gengust inn a, að vopnahlje skyldi koma til framkvæmda þann 11. júní. Bernadotte hafði nú sett upp aðalbækistöð sína á eynni Rhodes. Þaðan hjelt hann áfram tilraunum sínum til sátta. En þær voru miklum örðugleik- um bundnar, og þegar Bernadotte lagði fram tillögur sínar, gátu hvorki Arabar nje Gyðingar fallist á þær. Sjerstaka heipt vöktu þær meðal sumra Gyðinga. Bardagar blossuðu nú upp á ný. En aftur tókst að ná samkomulagi um vopna- hlje, fyrir frábæra elju og þrautseigju hins ötula sáttasemj- ara. Á svo að heita að það vopnahlje standi enn. En öðru hverju hefur þó komið til árekstra og Gyðingar og Arabar saka hver aðra stöðugt um misnotkun vopnahljesins. * Fall Bernadotte greifa nú, í miðum kliðum sáttastarfs hans í Palestínu, er mikið áfall, ekki aðeins fyrir friðinn í löndunum fyrir botni Miðjarðarnafs, heldur heimsfriðinn yfirleitt. Frábær þekking hans á alþjóðamálum og víðtæk reynsla sköpuðu honum betri aðstöðu til slíkra sáttástarfa en flestum, ef ekki öllum öðrum. I íargra ára þátttaka hans í alþjóðlegri líknarstarfsemi hafði einnig skapað honum frægð og álit, sem var þýðingarmikið og drjúgt til áhrifa. Sæti hans verður þessvegna vandfyllt við þau erfiðu störf, sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa tekið að sjer að vinna í Palestínu. ★ Allir friðelskandi menn harma íall Bernadotte greifa í baráttunni fyrir friðnum. Með honum er fallinn í valinn einn ágætasti mannvinur og forustumaður líknarmála á þessari öld. it Sáttastarfs hans í Palestínu og forystu hans í líknarmálum mun lengi verða minst, sem eins hins besta verks, er unnið var á þessari ófriðar- og upplausnaröld. Morð hans í Borg- inni Helgu verður dökkur blettur í sögu hennar og hins nýja ríkis ísraelsmanna. ÚR DAGLEGA LÍFINU Þjóðarlösturinn. ÓSTUNDVÍSIN hefur verið nefnd þjóðarlöstur íslendinga. Það er víst ekki langt frá því að þetta sje satt. Það ef svo undarlegt, að menn virðast hvorki bera virð- ingu fyrir sínum eigin tíma, eða náungans og aldrei hefður það verið almennt, að við litum á tímann, eins og Bretar lærðu fyrir löngu, að hann er pening- ar. Sama hvar er, í hvaða stjett og stöðu menn eru. Þeim finnst ekki nema sjálfsagt, að hafa sína hentisemi og láta biða eftir sjer, ef þeim þóknast. • Fundir, sem aldrei byrja á rjettum tíma. ÞAÐ þætti víst saga til næsta bæjar, ef það kæmi fyrir, að fje lagsfundur byrjaði á rjettum tíma. Það væri eitthvað sjer- stakt og svo óvenjulegt, að það yrði talað um það manna á milli lengi. Jafnvel, ef fundur hefst hálfri klukkustund eftir aug- lýstan tíma þykir það fljótt. Og sömu sögu er að segja, ef menn mæla sjer mót. Jafnvel þótt um alvarleg mál sje að ræða. Það kemur engin fyr en eftir dúk og disk — og þykir ekkert. Og stundvísina í opin- berum samkomum þekkja allir. • Mikið tjón. ÞAÐ er óþarfi að lýsa því hve mikið tjón er að þessari almennu óstundvísi. Verðmæt- ur tími fer til einskis. Hjer á dögunum var jeg á fundi, sem átti að byrja klukkan 8,30. Á tilsettum tíma voru ekki nema nokkrar hræður mættar og fundurinn var ekki settur fyr en klukkan að ganga 10. En að lokum var þetta einn fjölmenn- asti fundur, sem haldinn hefur verið í viðkomandi fjelagi. Það var margt og mikið til umræðu og fundinum lauk ekki fyr en komið var talsvert fram yfir miðnætti. Ef fundarmenn hefðu mætt á rjettum tíma, hefði ver- ið hægt að ljúka fundi á skikk- anlegum hátt.atíma. Eleiri slík dæmi mætti nefna úr daglega lífinu á hverjum einasta degi. Hvernig væri að breyta til. HVERNIG væri nú að breyta til og afnema þenna leiða löst?- Það er vel hægt. Það hefur sýnt sig, t.d. hvað strætisvagna snertir. Þeir í'ara á mínútunni. hvort, sem farþegar eru komnir eða ekki. Þar er ekki beðið eftir neinum. Og það er einmitt, sem þarf að koma á, til þess að kenna fólki stundvísi. Forystumenn fjelaga' og skemmtana geta hjálpað hjer mikið til með því að láta byrja á rjettum tíma þegar eitthvað er um að vera og víkja ekki frá þeirri reglu. Samkomuhúsin eiga að loka um leið og skemrpt un hefst. Og þá tekst að lokum, að kenna fólkinu stundvísi, en með því yæri stórt spor stigið í framfaraátt. • Ljóslausu reiðhjólin. ÞAÐ er að verða hrein und- antekning, að það sjáist reið- hjól eftir að skyggja fer, sem er með löglegan ljósaútbúnað. En af hinu er nóg, reiðhjólun- um ljóslausu, sem stofna lífi og limum manna í hættu og gætu gert heiðarlega ökumenn að mannsbönum. Þessi ljóslausu reiðhjól eru hreinasta plága. Ökumenn geta ekki varað sig á þeim og það er mesta mildi, að ekki skuli þegar hafa hlotist miklu fleiri slys af en orðið hafa af þessum orsök- um. • Oft herferð út af minni ástæðu. ÞAÐ hefur oft verið hafin lögregluherferð og umbótavik- ur af minna tilefni en þessum hættulegu ljóslausu reiðhjólum. Og nú má hreint ekki tefja það lengur, að lögreglan hafi eftirlit með því að öll reiðhjól, sem eru í notkun eftir að dimma tekur á kvöldin sjeu rneð lögleg ljós. Það á miskunnarlaust að taka reiðhjól af mönnum, sem ekki. hafa á þeim löglegan útbúnað og sekta þá. Því það er ekki nóg, að þeir stofni sínu eigin lífi í hættu, heldur geta þeir valdið slysum á öðrum og eins og áður er sagt, orðið til þess, að saklausir menn valdi óafvit- andi stórslysum. • Örfirisey til umræðu. HIN fyrirhugaða síldarverk- smiðja í Örfirisey kemur til umræðu á næstunni i Fegrunar fjelaginu. Það er gott, að menn geta fengið tækifæri til að ræða um þetta mál, sem svo mjög hefur verið blásið upp, sem ein- hver ógurlegur voði. En þeir, sem hæst hafa látið út af Örfiriseyjarverksmiðj- unni mega ekki gleyma því, að krefjast þess um leið og þeir heimta að engin verksmiðja verði leyfð í Örfirisey, að krefj- ast þess, að Grandagarðurinn verði rifinn, því þar kemur fisk ur á land og einnig svona til að kóróna allt saman ættu þeir að gera samþykkt um, að ekki megi landa fiski í Reykjavíkur- höfn, ekki hausa hann nje slægja í bæjarlandinu. o Lýsisstöð inni í bæ. TIL gamans má geta þess, að ekki hefur það komið fram í umræðum nje áróðri um þetta Örfiriseyjar síldarverksmiðju- mál, að í miðjum bænum er lýsisstöð, eða grútarstöð, eins og það var kallað í gamla daga. Það veit enginn af þessari stöð, nema nákunnugir, enda er hún engum til ama og nágrönnum stöðvarinnar vegna gæti það eins verið vellyktandi verk- smið.ia, og grútarbræðsla, því frá henni finnst engin lykt. Það skaðar elcki að geta þessa. MEÐAL annara orða , . . . Hyderabad og Hindustan FURSTADÆMIÐ Hyderabad hefur nú gefist upp fyrir Hind- ústan. Hinn 63 ára gamli fursti, Osman Ali Khan, sem tíðum hefur verið kallaður síðasti stór mogúlinn, hefur veitt ráðuneyti sínu laiisn, ög herir Hindúa streyma inn í land hans. Það óumflýjanlega hefur skeð: her- menn furstans sem vera munu um 20,000, hafa ekki getað stöðvað . hina velsk-ipulögðu heri Hindustan. • • EINVALDUR. OSMAN ALI KHAN hefur til þessa verið einráður drottnari yfir 80 milljón manna þjóð. — Mikill meirihluti íbúanna er Hindúar, en þeim hefur stjórn- að yfirstjett Múhameðstrúar- manna, nokkurskonar aðals- stjett, sem stutt hefur Ali Khan með ráðum og dáðum. Það eru menn úr þessari stjett, sem átt hafa sæti í „rikisstjórn“ hans, og það eru Múhameðstrúar- mennirnlr — aðalsmennirnir — sem fremur öðrum hafa reynt að hefta innrás Hindustanherj- anna. • • SKIPTING INDLANDS. DEILAN milli Hyderabad og Hindustan hófst fyrir alvöru, þegar Indlandi var skipt í tvö sjálfstæð ríki í ágúst 1947. — Furstadæmurium var gefinn kostur á að sameinast Hindust- an eða Pakistan, en „stórmog- úlinn“ í Hyderabad hafði ann- að í huga. Hann vildi verða ein- valdur fursti innan breska heimsveldisins. En Ali Khan gerði sjer það engu að síður ljóst, að h^nn yrði að semja um einhver tengsl við Hindustan, sem umlykur furstadæmi hans á allar hliðar. Samningaumræður hófust skömmu eftir skiptingu Ind- lands og þeim hefir verið hald ið áfram — með litlum sjáanleg um árangri —- altaf öðru hvoru síðan Hindúar hafa frá upp- hafi haldið því fram, að þeir geti ekki leyft það, að fursta- dæmi með miðaldasniði og stjórnað af Múhameðstrúar- manni sje í miðju landi þeirra. • • RÍKASTI MAÐUR HEIMSINS. OSMAN ALI KHAN, sem er auðugasti maður heimsins og frægur fyrir gull það og gim- steina, sem hann geymir í graf- hvelfingum hallar sinnar, lifir sjálfur ákaflega óbreyttu lífi. Þegar deilan við Hindustan harðnaði, ljet hann það verða eitt af fyrstu verkum sínum að koma kvennabúri sínu á örugg- an stað, en að því loknu tók hann sjálfur, og með aðstoð elstu dóttur sinnar, til við að pakka niður fjársjóðum sínum og koma þeim til geymslu í Pakistan. Einkaflugvjelar furst ans flugu með kistur fullar af gulli og gimsteinum til þessa vinaríkis furstans. • • HINDUSTAN ALLSRÁÐANDI. SÝNILEGT er nú, að Nehru og stjórn hans hafa öll ráð furst ans í höndum sjer. í London eru margir þeirrar skoðunar, að Hindustanstjórn ætli að þvinga Ali Khan til að afsala sjer völdum, en gera ungan son arson hans að þjóðhöfðingja furstadæmisins. Þetta mundi svo hafa það í för með sjer, að hægt yrði að skipa ríkisstjóra, til þess að fara með völd fyrstu árin. Hindustan mundi að sjálf- sögðu ráða miklu um, hver þessi rikisstjóri yrði, og ekki er að efa að hann yrði Hindúura Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.