Morgunblaðið - 19.09.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. sept. 1948 Minningarorð Jóhðr«!ies Guðtnundsson skipsijóri Brunatrygginga bæjnrins HANN andaðist aðfaranótt þ- 15. þ. m., eftir erfið veikindi, 81 árs að aldri, og verður jarð- sunginn á morgun, mánudag- irm 20. sept. Þeim fækkar nú óðum, hinum göiþlu þilskipa- skipstjórum se áttu svo drjúgan þátt í að setja svip á bæjarfje- lagið og atvinnulíf þess á gömlu, góðu dögum“, þeg- ar Reykjavík var að vaxa og breytast úr kaupstað í borg. Einn þeirra var Jó'nannes Guð- munds5on. Föreídrar Jóhannesar voru Guðmundur Jónsson bóndi að Hamri á Barðaströnd og kona hons Guðbjörg Jóhannesdóttir, og þar fæddist Jólianhes, þ. 18. águst 1867. 14 ára að aldri b/jyaði hann að stunda sjó, bæði á opnum bátum og þil- skipum frá Patreksf'rði og Bíídudal, en um tvitugsaldur fór hann í siglingar, og var ætl- unin að ganga á stýrimanna- skóla i Danmörku, en bað fór ó annan veg. Gamalt meiðsli á fæti tók sig upp með þeim af- leiðirigum, að hann var lagð- ur á sjúkrahús i Rússlandi og lá þar í heilt ár. Hvarf hann því heim aftur, og leit þá ekki út íyrir annað, en að liann yrði að hætta sjóferðum fyrir fullt og allt. Svo fór þó ekki, og að tveim árum liðnum fór hann aftur á skip, lærði siglinga- fræðii fyrst hjá Snorra Sveins- syni og siðar hjá Hannesi Haf- liðasyni, og hóf skipstjórn á skipum P. I. Thorsteinsson á Bíldudal. Stjórnaði hann skip- um hans í nokkur ár, en flutt- ist til Reykjavíkur árið 1900 og var síðan skipstjóri á hinum stærri þilskipum, bæði frá Isa- fiiði og hjeðan úr bæ, lengst á skipum Duusverslunar, með- an sá útvegur var við 1 í ði. — Eftir það stundaði 'hann fiski- mat og seglasaum meðan heils- an leýfði. Jóhannesi fór skipstiórnin á- gæta vel úr hendi- Hann var aílamaður í betra lagi hafði jalnan vænan fisk og ætíð vel með farinn, enda mun út- koma yfirleitt hafa verið með besta móti á skipum þeim, er hann stjórnaði. Að því stuðlaði einnig hin frábæra hirðusemi hans og trúmenska um allt, er hann hafði með höndum. Hann var ágætur sjómaður, öruggur og ákveðinn, þegar vanda bar að höndum, en um leið gætinn og athugull, enda hlekktist hon um aldrei á í öll þau ár, sem hann fór með skipstjórn. Hann var glaðlyndur h ærsdagslega, prúðmenni í framkomu, hrekk laus og vildi ekki vamm sitt vita i nfeinu. Með slíkum mönn um er gott að vera, og ungir menn geta margt af þeim lært sjer til manndóms og ánægju síoar í lífinu. Sjálfur mun jeg ætíð minnast með þakklátum huga samverunnar við þennan fyrst leiðbeinanda minn á sjón- um, ekki síst vegna hinna hollu og góðu áhrifa, sem hann leit- aðist við að hafa á okkur ung- lingana, sem með honum vor- mn. Á Bíldudal kyntist Jóhannes og giftist árið 1900 hinm mikil- hæfu konu sinni, Arndísi Magn úsdóttur Blöndal, umboðs- manns í Stykkishólmi. Heimili þtirra hefir lengst af verið á Nýlendugötu 24 A, og er þekt að reglusemi og myndarskap. Arndís lifir mann sinn ásamt tveim börnum þfeirra: Magnúsi Blöndal afgreiðslumanni og Laufeyju, konu Óskars Erlends 'scnar lyfjafræðings. Ætla jeg, að margir, sem notið hafa gest- risni og vináttu á þessu góða heimili, hugsi með hlýju og samúð til hinnar öldruðu hús- freyju og barna hennar, sem eiga nú mætum ástvini á bak að sjá. — Blessuð sjfe minning hans. Friðrik V. Ólafsson. — Meðal annara orða Framh. af bls. 6. hliðhollur. Hvernig Pakistan tekur atburðunum undanfarna daga, er þó annað mál, og sú hætta vofir stöðugt yfir, að deil an um Hyrerabad verði til þess að vekja upp togstreytuna, sem verið hefur með Pakistan og Hindustan allt frá því að Bretár fóru frá Indlandi og þessi ríki urðu sjálfstæð. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. — Sími 1710, Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson Oddfellowhúsið. — Sími 1171 hæstarjettarlögmenn Allskonar IðefraBðistðrf. í GÆR ræðst Þjóðviljinn að borgarstjóra, fyrir það að hann hafi sýnt áhugaleysi og vanrækslu um uppsögn samn inga við fjelagið Almennar tryggingar, um brunatrygging- ar í bænum. Þessi árás er algjörlega ómak leg og á fullum misskilningi bygð. Brunatryggingasamning- ur milli bæjarins og Almennra trygginga, var gerður 1944 til fimm ára og var ákveðið í hon um, að hann skyldi framlengj- ast um fimm ár, ef honum væri ekki sagt upp, í síðasta lagi 1. júlí 1948. Borgarstjóri lagði málið tví- vegis fyrir bæjarráð. Fyrst snemma í vor og aftur í júní- lok. Hann skýrði frá því, að hann hefði leitað til ýmissa sjerfræðinga í tryggingamálum, og spurt þá um álit þeirra á því, hvort rjett væri að segja samningum upp eða ekki. Þess ir tryggingasjerfræðingar töldu útilokað, að hægt væri að fá lægri iðgjöld, þótt samningnum væri sagt upp, enda var það vitað, að undanfarin ár hafa tryggingarfjelögin tapað á tryggingunum og jafnvel hætta á, að erlendir endurtryggjend- ur heimtuðu hækkun iðgjalda, ef semja ætti að nýju. A þessum bæjarráðsfundum, sem málið var rætt, kom engin tillaga fram um uppsögn samn ingsins. 1. júlí í sumar var haldinn bæjarstjórnarfundur og skýrði borgarstjóri þá frá áliti trygg- ingasj erfræðinga um málið og kvaðst ekki mundu flytja til- lögu um uppsögn samningsins °g bygði þá skoðun sína á áliti sjerfræðinganna. Hinsvegar kom fram á þessum bæjarstjórn arfundi tillaga frá nokkrum bæjarfulltrúum, um að segja samningnum upp og var sú til- laga samþykt. Að loknum fundi var send tilkynning brjefleiðis og sím- leiðis til forráðamanna Al- mennra trygginga. Þar sem hvorki formaður nje fram- kvæmdastjóri fjelagsins voru staddir í bænum þetta kvöld, taldi gerðardómur, að uppsögn in hafi ekki bori&t þeim í hend ur fyr en 2. júlí og væri því of seint fram komin. Því fer þessvegna fjarri, að hægt sje að ámæla borgarstjóra í þessu efni, þar eð hann hafði tvívegis lagt málið fyrir bæj- arráð, áður en uppsagnarfrest- ur var liðinn. ■ ■ — Oryggisráðið Framh. af bls. 1 hafa misst einn sinn besta starfsmann. Við verðum að bíða frekari fregna af atburði þessum, áður en við getum sagt hver eigi sökina —- en þeir, sem drápu Bernadotte greifa, hafa unnið málstað sínum meira tjón, en unnt er að bæta fyrir. — Á síðasta þingi báru fulltrúar Frakklands fram til- lögur til verndunar Jerúsalem. Hefði þeim verið fylgt, hefði þessi hryllilegi atburður aldrei skeð“. Róttækar ráðstafanir. Fulltrúi Israel ljet í ljós, fyrir hönd stjórnar sinnar, djúpa hrygð yfir þessum atburði. „Þar eð þetta skeði á landssvæði, sem Israels-hersveitir ráða yf- ir, mun stjórn mín gera hinar rótteekustu ráðstafanir til þess að hafa hendur í hári tilræðis- mannanna, og sjá um að þeir hljóti maklee málagjöld“. sagði hann. 60 hanclteknir. í Jerúsalem voru 60 manns teknir höndum í dag, í sam- bandi við rannsókn á morði Bernadotte, eftir því sem tals- maður ísraels-stjórnar þar til- kynnti í kvöld. Flest þetta fólk hefir verið bendlað við Stern- óaldarflokkinn. — Algjört um- ferðabann ríkir nú í borginni. — En ekkert hefir enn spurst til morðingjanna. Enn rælt við Molotov Moskva í gærkveldi. SENDIMENN Vesturveld- anna þriggja í Moskvu höfðu enn einn fund með Molotov, utanríkisráðherra Rússa í dag, og stóð hann yfir í 214 klst. Áður en þeir gengu á fund ráð- herrans komu þeir saman í biæska sendiráðinu til þess að ráða ráðum sínum. — Ekkert hefir enn verið tilkynnt um fund þennan. — Reuter. riiiHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiinioiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiMiiiiinna Markús Eftir Ed Dodd k«HmiiiiimiimmiimimiiiimiiiiMiniiiiiiiimiiiiiiiniiiiimimiiil iiiiiiiimmiiiiimiiiimiiiiiiimimmimmimiimiiimmimimm VOUVE 60T TO DO SOMETHING FOR ME, doc.-.tVa oettins WORSE ALL TIME I HAVE A PRES- J CRIPTION THAT WOULD CURE yOU, TOWNE, BUT I DOUBT THAT VOU ARE MAN ENOUGH ' þegar í-stað til Bryans læknis. Fljótt. . enn að hringja hingað í ólund Já, og í þetta skipti skal jeg fara til hans. — Þú verður að gera eitthvað fyrir mig. Mjer líður stöðugt. ver og ver. Jeg veit um meðal, sem géíur læknað þig. En þú ert bS*fa ekki svo mikill maður, að þiT'getir tekið það. d Varð fyrir bíl Laust eftir hádegi í gær hljóp litill drengur, 5—6 ára, á framhjól á stræí isvagni skammt frá verkamannabú- stöðunum við Bræðraborgarstig. Drengurinn skrámaðist nokkuð á höfði og snjerist auk þess eitthvað. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem gert var að sárum hans, en síð ar, var farið með hann heim til sín. Vagninn var é mjög hægri ferð og mun það iiafa bjargað barninu frá alvarlegri meiðslum. Fánar í hálfa stöng í gær voru fánar dregnir í hálfa stöng á öllum stjórnarbyggmgum sendiráðum erlendra rikja og viðar j bænum í tilefni af morði Folke Berna dotte gréifa. Leikararnir frá Akureyri hafa að undanförnu haft sýningar í Vestmannaeyjum, Keflavík og á Akra nesi, allstaðar fyrir fullu húsi og vj-N ágætar undirtektir. Þeir eru nú .ó förum norður, en siða&ra sýning þeirra verða í dag í Hve>-- íeiði kl. 3 og á Selfossi kl. 9. Útvarpið Smmudagur: 8.30 Morgunútvarp. — 10,Í0 Veður- fregnir.. 11,00 Messa í Dónn hkjunni (sjera Bjarni Jónsson vigsl biskup). 12,15—13,15 Hádegisútvarjr. 15,15 Miðdegistónleikar (plötur): a) Ball ade í g-moll eftir Grieg. b) Sónatina fvrir fiðlu og pianó op. 137 nr. 3 eftir Schubert. c) Caruso srngur óperulög eftir Verdi d) Slavnesk rap sódía op. 45 nr."3 eftir Dovrák. 16,16 LJtvarp til íslendinga erlendis: Frjett . ir, tónleikar, erindi. 16,45 'V eÖurfregn ir. 18,30 Barnatími (Þorsíeinn ö. Stephensen o. fl.) 19,25 Veði.r. regnii. 19.30 Tónleikar: Hugleiðing eftir' Morton Gould um lög eftir Stephen Forster (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Frjettir. 20,20 Samleikur á fiðlu og píanó (Erika Schwiebert og Fritz Weisshappel): Sónata í F-dúr eítir Handel. 20,35 Erindi- Frá alþjóða- fundi jarðeðlisfræðinga í Osij (dr. Sigurður Þórarinsson). 21,00 Tcnleik ar: Kvintett fyrir blásara eftir Carl Nielsen (plötur; — kvintettinn verð ur endurtekinn næstkomandi miöviku dag). 21,30 „Heyrt og sjeð“ í Amer ikuför; fyrri hluti (Sigurður Magn- ússon). 21,50 Tónleikar (plötur) 22,00 Frjettir. 22,05 Danslög (plöt - ur). —■ (22,30 Veðurfregnir). 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur: 8 30 Morgunútvarp. — 10,10 Veður- fregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. — 16,25 Veð urfregnir. 19,25 Veðurfregnir: Lög eftir Cole Porter (plötur). 19,45 Aug lýsingar. 20,00 Frjettir. — 20,30 Út varpshljómsveitin: Islensk alþýðulög. 20,45 Um daginn og veginn l(Bene dikt Gröndal blaðamaður). 21,05 Ein söngur (Sigurður Ólafsson); a) Tor. erna (Sjöberg). h) Una (Gunnar Sig urgeirsson). c) Sólarlag íÞórKallur Árnason). d) Nú er þreyttur Nonni minn (Þórarinn Guðmundsson). e) Svanurinn minn syngur (Sigv. Kaldn lóns). 21,20 Endurvarp frá Osló; Leilv rit Sameinuðu- þjóðanna: „Á mörkum friðar“ eftir George Ivan Smith (Norskir leikarar flytja undir stjóro Gunnars Neels-Hansson). 22,00. Frjettir. 22,05 Vinsæl lög (plötur). 22.30 Veðurfregnir. — Dagskrálok.. Níu farast í flug- slysi Manston í gærkveldi. FLUGSÝNING var haldin hjer í Manston í dag vegna há- tíðahalda í sambandi við af-. mæli orustunnar um Bretland. Ein flugvjel hrapaði til jarðar, lenti á fimm bílum og kveikn- aði í öllu saman. — 10 manns ljetu lífið og a.m.k. 15 særðust. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.