Morgunblaðið - 31.10.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1948, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók 35. árgangur 257. tbj. — Sunnudagur 31- október 1948. Prentsmlðja Morgunblaðsina Winston (hurchill í sumarfríi Winston Churchill var um hríð á baðstað við Miðjarðarhafs- ströndina í haust til að hvíla sig. Þá var þessi mynd tekin af honum er hann var að koma af sundi í Miðjarðarhafinu. Ástandið í Frakklandi ier botnandi Sijórnin hefir nú um 80 prcf. kolanámanna á valdi sínu París 1 gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Peuter. ÁSTANDIÐ í frönsku kolanámunum fór enn mjög batnandi í dag og stjórnin nær nú sífellt fleiri námum á sitt vald. Það er því orðið ljóst, að franska stjórnin hefur sigrað í baráttunni um kolanámurnar, og• kommúnistar hafa orðið að hörfa með liðs- sveitir sínar til hafnarborganna. Franska innanríkisráðuneytið tilkynnti í kvöld, að stjórnin hefði nú náð á sitt vald 80% af cllum kolanámunum. Ennfremur hefur stjórnin á sínu valdi 50 % allra kolanámanna á Nord og Pas de Calais svæðunum og hefur vinna þegar verið hafin á ný í mörgum þeirra. Til Antwerpen ‘ Mörg skip, á leið til Frakk- lands með kol, hafa verið látin fara til Antwerpen. Þaðan hafa kolin verið send með járnbraut- arlestum til Jeumont, Frakk- lands megin við landamærin. Á þa'nn hátt hafa verið flutt 1500 tonn á dag. — í Marseilles hófu hafnárverkamenn verkfall í dag og töfðust um 5000 ferða- menn í borginni. Alit stjórnmálamanna Stjórnmálamenn hjer álíta, að kommúnistar kunni að reyna að halda verkfallinu gangandi þar til franska þingið kemur saman á ný 15. nóvember, og á meðan muni þeir reyna að stofna til óeirða meðal stáliðn- aðarmanna og fleiri stjetta. 301 hefur særst Frá því verkfallið hófst, fyr- ir 28 dögum, hefur 301 maður særst úf liði stjórnarinnar, 626 menn hafa verið handteknir, þar af 160 Vestur-Afríku-menn og 85 aðrir útlendingar. Hefur 62 þeirra verið vísað úr landi. Kínverskir komm- únislar við Mukden London í gær. FREGNIR frá Mansúríu herma, að hersveitir kommúnista sjeu nú komnar að borginni Muk- den. Munu þær þegar hafa tek- ið flugvöll við borgina, en stjórnarhersveitirnar eru þarna á undanhaldi. — Reuter. r A svartan lisfa Páfagarði í gærkveldi. ALLAR bækur franska rithöf- undarins Jean Paul Saatre hafa verið settar á svartan lista hjer í Páfagarði. — Reuter. Noregur gengur ekki í neitt ríkjasamband fyrst um sinn Frá 1. nóv. n. k. kostar Morgunblaðið kr. 12,00 á mánuði, innanlands. Bylfing í Perú Lima í gærkveldi. RÍKISSTJÓRN Perú hefur ver- ið steypt af stóli. Við völdum hafa tekið nokkrir herforingj- ar undir stjórn Audria hers- höfðingja. Hófu þeir uppreisn fyrir hálfum mánuði í borginni Arequipa í suðurhluta Perú. Ekki var vitað anað en að stjórnarherirnir hefðu að mestu bælt uppreisnin þeirra niður, en í morgun var skyndilega gefin út tilkynning um stjórnarskipt- in. Ekki er vitað, hvar Busta- mente fyrrum forseti landsins er niður kominn. Sumir telja, að hann sje fangi uppreisnar- mannanna, en aðrir segja, að hann hafi flúið land og sje á leiðinni til Argentínu, þar sem hann muni dveljast í útlegð. Jarðýtur valda skemdum á jarðslrentpm RAFMAGNSSTJÓRI -gaf bæj- arráði á fundi þess írfyrradag, skýrslu, um bilun, sem varð á háspennujarðstreng við Suður- landsbraut þann 19. þ. rn. Or- sök hennar. var sú, áð jarðýta skemdi strenginn. í sambandi við þætta mál, gerði rafmagnsstjóri það að til- lögu sinni til bæjarráðs, að banna uppgröft með jarðýtum nálægt jarðstrengjum, án sam- þykkis Rafmagnsveitunnar. Þessari tillögu vísaði bæjarráð til borgarritara, til athugunar. Sfjórnarkreppa í Grikklandi Aþena í gærkveldi. GRÍSKI forsætisráðherr- ann, Sophoulis, lýsti því yfir í kvöld, að stjórnar- kreppa væri óumflýjanleg í Grikklandi. Stjórnmála- menn hjer álíta, ajð hann muni segja af sjer ein- hverntíma á næstu 48 klst. I gær var allt Grikkland lýst í hernaðarástand, frá því í dag að telja. Reuter. Halvard Lange ræðir utanríkisstefnu Norð- manna Segir Noreg lilheyra Veslur-Evrópu Oslo í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HALVARD LANGE, utanríkisráðherra Noregs, flutti í dag ræðu í Stórþinginu. Fjallaði hún um utanríkisstefnu Noregs. Sagði ráðherrann að frá því að stríðinu lauk, þá hefðu Norðmenn grundvallað utanríkisstefnu sína á Sameinuðu Þjóðunum. Hann tagði, að Noregur myndi ekki ganga í neitt ríkjasamband fyrst um sinn. Hann kvað samkomulagið milli stórveldanna hafa versnað upp á síðkastið. Vestur-Evrópu bandalagið hefði verið myndað eingöngu vegna ótta viðkomandi ríkja við Rússa og \æri einvörðungu varnarbandalag. Hvorki Vestur-Evrópu ríkin nje Bandaríkin hefðu áhuga á öðru en friði. Tillaga Frakka í Paleslínudeilunni samþykkl París í gærkveldi. UNDIRNEFND sú, sem Öryggis ráð skipaði til þess að fjalla um tillögu Frakka í Palestínudeil- unni, hefur nú,. lýst yfir fylgi sínu við hana- Fulltrúar Kína, Bretlands og Belgíu í nefndinni greiddu atkvæði með tillögunni en fulltrúi Ukraínu var einn á móti. Samkvæmt frönsku tillög- unni er til þess ætlast, að bæði Arabar og Gyðingar flytji lið sín frá þeim stöðum, sem þau ekki rjeðu yfir fyrir 14. þessa mánaðar. Að því loknu er ætl- unin að sáttasemjari S. Þ. í Palestínu ákveði markalínur til bráðabirgða milli herja deilu- aðila, en nsesta skrefið verður að semja endanlega um yfir- ráðasvæði Gyðinga og Araba í landinu meðan á núverandi vopnahljei stendur. — Reuter. Sama þófið París í gærkvöldi. STJÓRNMÁLANEFND S. Þ. hjelt áfram að ræða Grikklands málið í allan dag. Ræðumenn Austur-Evrópuríkjanna sökuðu Bandaríkin óg Bretland um að nota Grikkland sem einskonar herstöð og þeir sem töluðu af hálfu Vestufveldanna skömm- uðu Júgóslávíu, Búlgaríu og Albaníu fyrir að aðstoða Mark- os. — Umræðum var síðan fi-estað til þriðjudags. *Noregur tilheyrir V.-Evrópu Hann kvað Noreg tilheyra Vestur-Evrópu, efnahagslega, menningarlega og landfræði- lega, en ekki væri þar með sagt að Norðmenn kysu að slíta öllu sambandi við Austur-Evrópu. Þeir hefðu ekki í hyggju að g'anga í neitt bandalag fyrr en hervarnárnefndih, er skipuð var af Svíum. Dönum og Norð- mönnum, hefði lokið störfum, í febrúar næstk. Hann sagði að samvinna Norðurlandanna væri af allt öðrum toga spunnin en bandalag Vestur-Evrópu. Hervarnarnefndin Hervarnarnefnd þessi var skipuð að aflokinni ráðstefnu þessara þriggja Norðurlanda í Oslo. í henni eiga sæti sjer- fræðingar frá . umræddum löndum. Þeir eiga að rannsaka möguleikana á því að sameina hervarnarkerfi Skandinavíu, bæði hvað hergögn og þjálfun hermanna snertir. ) Berlínardeilan Ráðherrann minntist nokkr- um orðum á Berlínardeiluna. Hann kvað Vesturveldin eiga fullan lagalegan og siðferðileg- an rjett á því að dvelja í Ber- lín og' þess vegna væri ógjörn- ingur fyrir þau að láta undan Rússum í því máli. Tjekkar styðja farnska verkamenn , Prag í gærkvöldi. AÐ minnsta kosti 20 millj. tjekkneskar krónur hafa nú safnast handa verkamönnum þeim, sem nú eru í verkfalli £ Frakklandi. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.