Morgunblaðið - 10.11.1948, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.1948, Blaðsíða 11
MORGUHBLAÐIÐ 11 Miðvikudagur 10. nóv. 1948. ÍÞHÖTTII..... ENN HRADFARA FRAMFARIR Á SVIÐl FRJÁLSRA ÍÞRÚTTA Afrekaskráin 1948 NÚ ÞEGAR vstur er genginn í garð leggja þeir, sem frjáls- íþróttir stunduðu s.l. sumar, gaddaskóna á hilluna, þar til æfingar hefjast að nýju eftir áramótin. Ef litið er á þann árangur, sem frjálsíþróttamenn okkar hafa náð á þessu ári, koma hin- ar ótvíræðu framfarir mjög greinilega í ljós, eins og m. p. má sjá á því að 20 Islar.'lsmét voru sett, og „breiddin" hefir aukist mjög í mörgum grein- ttm, en hana hefir okkur skort tilfinnanlega og skortir enn. Afrekaskráin í flestum grein um er því glæsilegri nú en nokkru sinni fyrr. Það er þó altaf nokkrum erfiðleikum foundið að semja slíka áfreka- skrá, sjerstaklega þar sem oft hefir reynst erfitt að fá upplýs- ingar um, hvort afrekin eru unnin við lögleg skilyrði eða ekki. Hjer í Reykjavík er þetta þó tiltölulega auðvelt, en víða út á landi er þess ekki gætt að hafa aðstæður löglegar, og gætir því oft leiðinlegrar tortryggni um afrek, sem þar eru unnin. Þetta er íþróttamönn unum sjálfum til Ieíðinda og tións, en á íþróttamótum hlýt- ur það alltaf að vera fyrsta skilyrðið að áðstasður sjeu lög- legar. íslandsmet í 100 og 200 m. hlaupi. í 100 m. hlaupi setti Haukur Clausen, ÍR, nýtt íslandsmet á lf 1 sek., en þrír aðrir hlupu á innan við 11 sek., fjelagar } Örn Clausen og Finnbjörn I -'aldsson og Gunnlaugur J -sson, Á, sem er alveg ný rna“ er byrjaði á því að 'a á 11,1 sek. og bætti sig "iður í 10,9 sek. í fyrra ' • sex menn með 11,4 sek. r ’ri tíma en nú eru þeir 10. 'kur Clausen setti einnig ’rmet í 200 m. hlaupi, . á 21,6 sek. og bætti fyrra ;ft um 3/10 sek. Þá vega- hlupú nú alls sex menn 5 • við 23. sek., en í fyrra ' ’-eir fimm. 12 hlupu inn- r 24 sek., en 10 í fyrra. ' m. hljóp Haukur á met- 1 • >m, 34,7 sek., en annars ’ ú vegalengd mjög lítið } :n í ár. 100 m. hlaupi náði Reynir F ðsson, IR, bestum tíma, en } r og Magnús Jónsson, KR, I nu báðir innan við 51 sek. í ’vrra var aðeins einn með l - ‘;ri tíma. Fjórir hlupu nú inn- &n við 52 sek., eða jafnmargir og í fyrra, en nú hlupu átta innan við 53 sek., en sex í fyrra. Öskar Jónsson setti fslandsmet í 800 og 1000 m. í 800 m. hlaupi bætti Óskar Jónsson Islandsmet sitt um rúmar 2 sek. og í 1000 m. hlaupi foætti hann metið um 4,6 sek. Var ekkert að skera það við tieglur sjer. 800 m. hlupu nú þrír menn innan við 2 mín., í fyrsta sinn hjer á landi. Auk Pskars voru það Þórður Þor- geirsson, KR, og Pjetur Einars- son, ÍR. í fyrra voru þeir tveir. Nú hlupu tíu menn innan við 2.05,0 mín., en aðeins fimm í fyrra. Óskar Jónsson var einnig með bestan tíman í 1500 m. hlaupi ! og- sá eini, er hljóp vegalengd- ina á innan við 4 mín. Átta menn hlupu nú aftur á móti á 4.20,0 og betri tíma, en aðeins fjórir í fyrra. í 3000 m. náði Stefán Gunn- arsson, Á, bestum tíma. Nú hljóp enginn þá vegalengd á innan við 9 mín., en einn í fyrra (Óskar Jónsson). Tveir hlupu innan við 9,20,0, en einn í fyrra. Mjög lítil þátttaka var í 5000 m. hlaupi, en Stefán Gunnars- ‘ son náði þar einnig bestum tíma. 10000 m. voru aldrei hlaupnir. Islandsmet í báðum grindahlaupunum. í 110 m. grindahlaupi bætti Haukur Clausen íslandsmetið um Vz- sek. og Örn Cláusen náði síðan sama tíma og bróðir hans. Þeir tveir hlupu nú innan við 16 sek., en einn í fyrra. Sex hlupu nú innan við 17 sek., en aðeins einn í fyrra. í 400 m. grindahlaupi setti Reynir Sigurðsson nýtt Islands- met og bætti það fyrra um nær 2 sek. Annars var þátttaka lítil í því hlaupi. íslandsmet í 4x100 m. boðhlaupi. ÍR náði bestum tíma í 4x100 og 1000 m. boðhlaupi og setti nýtt íslandsmet í því fyrra, en í 4x400 m. boðhlaupi var KR- sveit með bestan tíma. Afrekaskráin í hlaupunum lítur þannig út (afrekin eru undirstrikuð, ef þau eru betri en íslandsmetin í ársbyrjun): 100 m. hlaup. Haukur Clausen, IR ......... 10,6 Orn Clausen, IR ............ 10,8 Finnbj. Þorvaldsson, IR .. 10,9 Guðm. Lárusson, A .......... 10,9 Asmundur Bjarnason, KR .. 11,0 Trausti Eyjólfsson, KR .. 11,1 Þorbjörn Pjetursson, A .... 11,3 Hörður Haraldsson, A .... 11,3 Reynir Sigurðsson, ÍR .... 11,4 Reynir Gunnarsson, A .... 11,4 200 m. hlaup. Haukur Clausen, IR ......... 21,6 Trausti Eyjólfsson, KR .... 22,4 Örn Clausen, IR ............ 22,5 Asmundur Bjarnason, KR .. 22,5 Finnbj. Þorvaldsson, IR . . 22,5 Guðm. Lárusson, A .......... 22,7 Rejmir Sigurðsson, IR .... 23,0 Hörður Haraldsson, A .... 23,0 Sigurður Björnsson, KR .. 23,5 Páll Halldórsson, KR .... 23,6 300. m. hlaup. Haukur Clausen, IR ......... 34,7 Trausti Eyjólfsson, KR .. 36,8 Magnús Jónsson, KR .... 37,2 Páll Halldórsson, KR .... 37,4 Hörður Haraldsson, A .... 37,5 400 m. hlaup. Reynir Sigurðsson, IR .... 50,6 Magnús Jónsson, KR .... 50,9 Páll Halldórsson, KR .... 51,1 Oskar Jónsson, ÍR .......... 51,8 Sveinn Björnsson, KR .... 52,0 Sigurður Björnsson, KR .. 52,7 Kjartan Jóhannsson, IR .. 52,8 Eggert Sigurlásson, IBV .. 52,9 Ingi Þorsteinsson, KR .... 53,5 Asmundur Bjarnason, KR 53,9 800 m. hlaup. Oskar Jónsson, ÍR ........ 1.54,0 Þórður Þorgeirsson, KR 1.59,4 Pjetur Einarsson, ÍR .... 1.59,7 Hörður Hafliðason, A .... 2.02,0 Stefán Gunnarssön, A .. 2.02,3 Eggert Sigurláss., IBV .. 2.02,8 Magnús Jónsson, KR .. 2.02,9 Páll Halldórsson, KR .. 2.03,3 Orn Eiðsson, IR .......... 2.03,5 Ingi Þorsteinsson, KR .. 2.04,7 1000 m. hlaup. Öskar Jónsson, IR ........ 2.27,8 Pjetur Einarsson, IR .... 2.36,2 Hörður Hafliðason, A .... 2.41,0 Stefán Gunnarsson, A .... 2.47,8 1500 m. hlaup. Oskar Jónsson, IR ...... 3,58,6 Pjetur Einarsson, ÍR .... 4.10,2 Þórður Þorgeirsson, KR .. 4.14,2 Stefán Gunnarsson, A .... 4.14,2 Eggert Sigurláss., IBV .. 4.14,2 Hörður Hafliðason, Á .... 4.17,2 Indriði Jónsson, KR .... 4.19,6 Sigurgísli Sigurðss., ÍR .. 4.20,0 Ingi Þorsteinsson, KR .. 4.27,2 Stefán Finnbogason, IBV 4.32,8 3000 m. hlaup. Stefán Gunnarsson, A . ... 9.17,0 Þórður Þorgeirsson, KR .. 9.17,2 Sigurg. Sigurðsson, IR .. 9.22,2 Indriði Jónsson, KR....... 9.42,6 Finnb. Stefánsson, HSÞ .. 9.54,9 Jón Kristjánsson, HSÞ .. 9.54,9 5000 m. hlaup. Stefán Gunnarsson, A .. 16.02,0 Þórður Þorgeirsson, KR 16.06,8 Njáll Þóroddsson, A .... 16.30,2 110 m. grindahlaup Haukur Clausen, IR ......... 15,3 Orn Clausen, IR ............ 15,3 Skúli Guðmundsson, KR .. 16,6 Sigurður Björnsson, KR .. 16,7 Finnbj. Þorvaldsson, IR .. 16,7 Reynir Sigurðsson, IR .... 16,8 400 m. grindahlaup. Reynir Sigurðsson, IR .... 57,1 Ingi Þorsteinsson, KR .... 60,9 Sveinn Björnsson, KR .... 62,3 Einar H. Einarss., KR .... 63,5 4x100 m. hlaup. ÍR (A-sveit) ................. 42,9 KR (A-sveit) ................. 43,6 Á (A-sveit) .................. 44,2 A (drengir) .................. 46,1 KR (drengir) ................. 46,2 IBS .......................... 46,6 4x400 m. hlaup. KR (A-sveit) ............... 3.27,4 ÍR ........................ 3.30,4 KR (B-sveit) ............... 3.33,4 A .......................... 3.43,6 1000 m. boðhlaup. IR (A) 2.01,3 KR (A) ..................... 2.03,7 KR (B) ..................... 2.05,2 A (A) ...........í.......... 2.06,1 KR (dr.) 2.09,8 A (dr.) .................. 2.12,8 —Þorbjörn. Handknattleiksmótið: Ármann vann Fram og ÍBH Víkíng HANDKNATTLEIKSMEIST- ARAMÓT íslands hjelt áfram s.l. sunnudag og voru leiknir tveir leikir, Ármann gegn Fram og Víkingur gegn ÍBH. Ármann vann með 19:9. Ár- menningarnir náðu strax Ijett- um og hröðum leik og þar með yfirráðum í leiknum, og voru aldrei í neinni hættu. í hinum leiknum náði ÍBH nokkrum mörkum yfir strax í byrjun, en Víkingar jöfnuðu fljótlega, og þegar um 7 mínút- ur voru eftir af seinni hálfleik höfðu þeir 17:10 og voi'u áhorf- endur að byrja að fara, en þá skeður það óvænta, að ÍBH herð ir sig mjög og byrjað að sltora án þess að Víkingar fái nokkuð að gert. Og í leikslok stóðu leik ar 18:17 ÍBH í vil. Mót þetta hefur verið mjög skemmtilegt og ,,spennandi“ frá byrjun, og úrslit mjög óviss. Alltaf hefur skeð eitthvað ó- vænt .Næstu leikir fara fram 28. þ. m. Þá keppir Ármann við KR og Valur við ÍR. Oiav Tendeland læt- ur af formensku norska frjálsíþr. sambandsins FORMAÐUR NORSKA frjáls- íþróttasambandsins Olav Tende land hefur nú ákveðið að draga sig til baka í íþróttastarfsem- inni vegna anna á öðrum svið- um. Hann er málflutningsmað- ur. Olav Tendeland hefur eftir stríðið sýnt mikinn áhuga á aukinni íþróttasamvinnu ís- lands og hinna Norðurlandanna, og hjer á landi hefur hann eign ast marga góða vini. Það var fyrst og fremst hans verk að gera landskeppnina við'Norð- menn í frjálsum íþróttum mögu lega. — Þing Frjálsíþróttasam- bandsins norska verður 14. og 15. nóv. Norska landsliði keppir í Fgypta- iandi um jólin NORSKA landsliðið í knatt- spyrnu leikur í Egyptalandi um jólin. Landsliðið átti að leika í Póllandi í haust, en af þeirri keppni verður ekki, og hafa Norðmenn í stað þess tekið til- boði frá Egyptum um landsleik og fleiri leiki. Á aðfangadagskvöld verða knattspyrnumennirnir í Cairo, o'g hafa þeir þar með sjer jóla- trje frá Noregi. Þetta er að vísu ekki þægi- legur tími fyrir Norðmenn til landskeppni í knattspyrnu, þar sem hlje er á iðkun þeirrar í- þróttar í Noregi á þessum tíma fram yfir áramót. Liðið fer frá Oslo 22. desember og kemur heim aftur eftir nýár. — GA. BLÓMASALA REYNIMEL 41 | Sími 3537. Uilfiiiiiiifffiftiiifiiutmmffitiiftmffifttimrfriiifrmtfcu Sfefán Jénsson kos- inn formaður Fraai í Hafnarfirði AÐALFUNDUR Landsmála- fjelagsins Fram, fjelags Sjáif'- stæðismanna í Hafnarfirði, var haidinn í gærkveldi í Sjáif- stæðishúsinu. Formaður fjelaga ins Stefán Jónsson setti fund- inn og skýrði frá störfum fjel- agsins á liðnu starfsári. AiJ ský rslú formanns lokinni -fluttA gjaldkeri fjelagsins skýrslu um fjárhag fjelagsins. Starfsemi fjelagsins hafðl verið mjög fjölþætt á liðna ár- inu. Stjórnmálafundír haldnir o. fl., einnig hafði fjelagið auk fjölmargra skemmtana haldiO hátiðlegt 20 ára afmæli sitt. Aí- mælishátíðin var afar fjölsótt og í alla staði rómuð af þeim er hana sóttu. Stjórp fjelagsins fyrir næstæ ár var endurkosin en í henni áttu sæti. Formaður Stefán Jónsson og meðstjórnendur Jón Mathiesen og Július Nýborg. Varaíormaður var kosinn Jon Gíslason en varamenn stjórnar- meðlimanna voru kosnir Guðjón Magnússon og Ólafur Einarsson. Á fundinum voru einnig kosn ir sex menn í fulltrúaráð flokka ins. Að venjulegum aðalfund- arstörfum voru frjálsar umræð ur um bæjar og flokksmálin yfirleitt. Urðu þær hinar fjör- legustu og var ekki lokið fyrr en nokkru eftir miðnætti. —ÁÁ' Washington í gærkvöld.i BANDARÍSKUR embættismað- ur, sem um skeið rannsakaði stríðsskaðabótakröfur fyrir Bandaríkin, skýrði frjettampnn um frá því í dag, að Rússar hefðu eítir stríðslok haft á hrott með sjer fra Mansúríu vjelar og önnur verðmæti, sem yirt voru á um tvær biljónir doll- ara. Mundi þetta seinka öllum framieiðsluframkvæmdurn þarna um að minsta kosti mannsaldur. Rússar munu í fyrstu hafa rjettlætt þetta með þvi að kalla það stríðsskaðabætur frá Japönuni(!), en þeir gáfust upp aðeins fimm dögum eítir að Rússland sagði þeim stríð á hendur. — Reuter. ieðpold lommguf iilS alþjóða-at- tvæðagreíðslu Brússel í gærkvÖldi SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum hefir Leopolól Belgíukonungur nú tilkynnt belgískum st j órnmálaleiðtog- um, að hann muni aldrei af- sala sér völdum, efaðstaða hans haldi áfram að vera jafrj óljós og hún er nú. Hann hefir I lýst því yfir, að hið eina rétta í málinu sé að láta fara íram alþjóða-atkvæðagreiðslu um það, hvort hann skuli taka við völdum aftur eða ekki. Kveðst hann muni samþykkja að segja af sér, ef meiri hluti þjóðar- innar æski þess. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.