Morgunblaðið - 10.11.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10.:nóv, 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. \Jíluerji óhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson, Auglýsingar: Árui Garðar Kristinsson. ' Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Fylgishrun komm únista í Frakklandi Á ÞESSU ári hafa kommúnistar beðið herfilega ósigra í öllum þeim löndum, þar sem kosningar hafa farið fram. Jafnvel í löndum eins og Finnlandi, sem eru undir handar- iaðri Rússa, hafa þeir stórtapað fylgi vegna þess að lýð- xæðisvenjum hefur verið fylgt. En athyglisverðast er þó tap kommúnista í tveimur þeim iöndum, sem þeir hafa verið sterkastir í allra Evrópulanda utan Rússlands, ítalíu og Frakklandi. í ítalíu biðu komm- únistar mikinn ósigur, enda þótt þeir hefðu þar kosninga- bandalag við róttækari arm jafnaðarmannaflokksins. Hinn írjálslyndi borgaraflokkur de Gasperis vann glæsilegan sig- ur. Síðasta dæmið um fylgishrun kommúnista í Evrópu eru úrslitin í kosningunum til efri deildar franska þingsins, sem fóru fram um síðustu helgi. Fyrir þær kosningar voru kommúnistar fjölmennasti flokkur deildarinnar. En að kosn- mgunum loknum hafa þeir aðeins 15 fulltrúa þar af 264 Þeir eru þannig orðnir minnsti flokkur efri deildarinnar þegar frá eru skilin smá flokksbrot. Flokkur de Gaulle liershöfðingja vann hinsvegar glæsilegan sigur í þessum kosningum. Fjekk hann 107 fulltrúa og er þannig orðinn langstærsti flokkur deildarinnar. Næstir honum að fylgi koma radikalar, sem fengu 50 fulltrúa. Það, sem mestu máli skiptir í sambandi við þessi kosn- ingaúrslit er hið mikla fylgishrun kommúnista. Það er eins og áður er sagt í algeru samræmi við það, sem hefur verið að gerast í hverju einasta landi, þar sem kosningar hafa farið fram í undanfarið. Þar gerist allstaðar sama sag- an. Fylgið hrynur af kommúnistaflokkunum. Það þarf enginn að fara í grafgötur með það, hvernig á þessu standi. í allri Vestur Evrópu er það orðin almenn ^koðun að kommúnistaflokkarnir sjeu ekkert annað en auð- virðileg leiguþý hins rússneska herveldis, fimmtaherdeild, sem sje reiðubúin til þess að reka rýtinginn í bak þjóðum sínum, hvenær, sem Kominform og Kremlmenn gefi þeim skipun um það. Þetta er skoðun almennings í öllum lýðfrjálsum löndum Evrópu. Þar er litið á kommúnista, sem beina tilræðismenn við lýðræði og sjálfstæði þjóðanna. Hugtökin sjálfstæði og lýðræði eru þar talin gjörsamlega ósamrýmanlegkommún- Furðuflugvjelar. FREGNIR ÞÆR, sem undan- farið hafa borist um furðuflug vjelar yfir landinu eru slæm tíðindi. Á friðartímum er það venja flugmanna að tilkynna fyrirfram um ferðir sínar og biðja um leyfi til að fljúga yf- ir önnur lönd, en sín eigin. Er þetta ekki eingöngu gert í kurt eisisskyni, heldur fremur af ör- yggisástæðum. íslendingar eru þátttakendur í alþjóðásamtökum um flugmál og þær erlendar þjóðir, sem hingað eiga leið með flugvjelar sínar geta fengið leyfi til að fljúga yfir landið með lítillri fyrirhöfn, ef erindi þeirra eru nauðsynleg og skýring gefin á tilgangi fararinnar. • Hversvegna með leynd? AF ÞESSUM ástæðum þykja það slæm tíðindi, er erlendar þjóðir sendi hingað flugvjelar með leynd. Fljúga yfir flug- velli í myrkri og reyna að leyna ferðum sínum, eins og nýlega átti sjer stað. I hvaða tilgangi eru slíkar flugferðir farnar og hversvegna er verið að stofna öryggi flug- manna og flugfarþega, sem sigla hjer um loftin, í hættu með slíku leyniflugi. Eftir síðustu fregnirnar af flugvjelinni rússnesku, sem fanst á Grænlandsjökli er enn meiri ástæða til að spyrja. • Níðurníðsla Skálholts ÞAÐ HEFIR LENGI verið á almannavitorði, að hið forna höfuðból og biskupssetur, Skál- holt, hefir verið í niðurníðslu og það svo, að til hneysu hefir verið fyrir þjóð, sem vill kalla sig söguþjóð, að láta viðgang- ast. Og eftir upplýsingar Gísla Jónssonar, alþingismanns, er mönnum ljóst, að við svo búið má ekki lengur standa. • Verndun sögustaða. ÞAÐ HEFIR VANTAÐ mikið á, að við sýndum sögustöðum okkar þá rækt sem skyldi. — Mætti nefna mörg dæmi um það, þótt ekki verði gert að sinni. En það ætti að vera mönnum ljóst, að tími er til kominn, að hefjast handa um verndun sögustaða og væri þá ekki ó- viðeigandi, að byrja á Skál- holti. Reisa þann stað úr rúst- unum og byggja upp á sóma- samlegan hátt. Skálholt er einn af merkustu sögustöðum lands ins og virðing fyrir honum kem ur öllum landsmönnum við. en ekki síst Sunnlendingum, sem ættu að sjá sóma sinn í því, að vernda hinar sögulegu menjar á Skálholti. • Hvar eru nú fjelögin? OG HVAR eru nú öll fjelög- in, sem stofnuð hafa verið til að beita sjer fyrir bygðasöfn- um og viðhaldi gamalla þjóð- legra menja. Hjer er hlutverk að vinna fyrir þau. Það er búið að tala svo mikið um niðurníðslu Skálholtsstað- ar, að orðin tóm duga ekki leng ur. Nú er að hefjast handa og ef rjett er að farið, þarf ekki að efa, að margir vilja leggja til liðsinni til þess að hefja Skálholt upp úr niðurlæging- unni. • „Hútel Fold“. FRÁ LESANDA „Daglega lífsins“ í Kaupmannahöfn kem ur tillaga um nafn flugvallar- gistihúsinu nýja í Keflavík. Guðrún Carlson leggur til að gistihúsið verði nefnt Fold. Vissulega er nafnið fallegt og lætur vel í eyrum íslendinga, sem minnast margra ljóða eft- ir höfuðskáld okkar. Það hefir og þann kost, að það er stutt og útlendingar geta borið það fram, án þess að af- baka það, eða afskræma. En eins og oft hefir verið á bent, þá eru þetta einungis til- lögur, sem bornar eru fram til athugunar fyrir þá, sem þess- um málum ráða. • Þökk fyrir hlýlegt viðmót. ÞAÐ ER ekki svo oft, sem menn skrifa Víkverja til þess, að hafa orð á því, sem betur fer. að það er bara gaman, að fá brjef eins og það, sem her fer á eftir frá Á. B. — Hann segir: Kæri vinur: Þú færð oft kvartanir. Má jeg nú biðja þig að koma á framfæri heillaóskum og þakklæti til kurteisustu síma- stúiku bæjarins, en mjer finst altaf sjerstök ánægja, að fá að tala við hana í símann. Jeg efast ekki um, að þú þekk ir hennar hlýlega viðmót sem altaf mætir manni þegar maður hringir í Reykjavíkurflugvöll. • Allur munurinn ÞAÐ ER alveg rjett hjá ÁB., að það er mikill munur, þegar símastúlkur eru kurteisar og glaðlegar. — Og þær eru þó nokkuð margar til hjá ýmsum stofnunum í bænum. En hitt er því miður of algengt, að sím^istúlkur hjá sumum fyrir- tækjum sjeu eins og snúnar upp í hrútshorn, þegar þær svara. Það er t. d. eins og ein vin- stúlka mín í 1000, sem jeg.hefi aldreí sjeð, svo jeg viti til, en oft talað við. Það er verulega gaman að hvað hún er hjálp- söm og altaf í sama góða skap- inu. Og sama er að sega um þær flestar á langlínustöðinni. Þannig eiga símastúlkur að vera. •••MMMiMimMM«M»i»MMMiMiiiMH.MiiiiiiMiiHHMiiiiiMiM»«»i»»M»»»mMMMMM»i»MMiMMMMM»iMMiMMHiiiMimMHiiMH«M»«MM«»»H»»iMMHiiiiiiiiHiHiniiiiiiiiiii»»»»niiiil»MiMiiii ^ I MEÐAL ANNARA ORÐA .... 'imiiiimMiMmimMiimiimiiMmMiiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiMMmitiiiMmiiiiiiimiiimiiimimMiiimiiiiiiiiiiiii Verkfallsáhlaup franskra kommúnisla mistcksf rsmanum. Af þessum ástæðum þurkar hver þjóðín á fætur öðrum kommúnistaflokkana út úr þjóðþingum sínum. Barátta fólks- ins fyrir öryggi sínu og sjálfstæði er beinlínis háð við þessi alþjóðlegu skemmdarverkaöfl, sem bíða þess eins að geta hleypt lokum frá dyrum þjóðanna og gengið í lið með er- lendu ofbeldisliði. Það skal ekki dregið í efa að hjer á landi sje svipuð þró- un að gerast og í öðrum Evrópulöndum, að kommúnistar sjeu að stórtapa hjer fylgi. En ósvífni fimmtuherdeildar Kominform hjer á landi er jafnvel ennþá meiri hjer en víða annarsstaðar. Hjer halda þessir menn því fram að þeir sjeu hinir sönnu verndarar íslensks sjálfstæðis og öryggis al- mennings. Dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, berja þessir afglapar sjer á brjóst og krefjast þess að vera álitnir „landvarnarmenn“ íslensku þjóðarinnar!!! Sannleikurinn er sá að þótt þjóðsvikurum allra alda á ís- landi væri safnað saman í einn hóp, þá væri svikræði þeirra við íslenskt sjálfstæði og öryggi aðeins örlítið brot af því, sem kommúnistar hafa þegar framið og ætla sjer að fremja, hvenær, sem þeir fá tækifæri til þess. íslenska þjóðin, sem vill halda sjálfstæði sínu og skapa sjer öryggi í vályndum veðrum heimsstjórnmálanna, mun þessvegna fara að dæmi annara Evrópuþjóða og þurka íimmtuherdeild kommúnista út úr landi sínu þegar hún á þess kost að ganga að kjörborði í frjálsum kosningum. Kommúnistaflokkurinn í þéssu landi lifir þessvegna aðeins gálgafrest. Han,n mun fara sömu leiðina og franski komm- únistaflokkurinn, sem nú er að hrynja. ÓSIGUR franskra kommún- ista í kosningunum síðastliðinn sunnudag undirstrikar þá stað- reynd svo ekki verður um ef- ast, að verkfallsáhlaup þeirra á Marshallaðstoðina og við- reisnaráætlun Frakklands er farið út um þúfur. Franska þjóðin hefir -fordæmt niðurrifs áætlun kommúnista og ekki lát ið blekkjast af falsspádómum þeirra um ,,hættur“ Banda- ríkjaaðstoðarinnar. Frakkar hafa gefið kommúnistum verð- skuldaða ráðningu með því að neita að endurkjósa fulltrúa þeirra á þing: í kosningunum til efri deildar franska þingsins síðastliðinn sunnudag fengu kommúnistar aðeins 15 þing- menn kjörna, en voru áður fjöl mennastir með 85 þingmenn. Fylgistap kommúnista í þing- deildinni má því heita að vera algert, en flokkur de Gaulle hershöfðingja hefir hinsvegar unnið mikinn sigur og fengið 107 af 264 fulltrúum. • o ÚRSLITAÁHLAUP Verkfall kolanámumanna í Frakklandi átti að vera upp- haf úrslitasóknar kommúnista gegn viðreisnaráætlun lands- ins. í stað markvísra endurreisn arátaka átti að koma upplausn og glundroði. Og því verður ekki neitað, að aðeins hugrekki frönsku stjórnarvaldanna — og kosningaúrslitin á sunnudag — hafa komið í veg fyrir það, að þetta tækist. Meir en þrjú miljón tonn af kolum töpuðust á verkfalli námumanna. Taka varð af dýr- mætum varabirgðum og nokkr ar skemdir hafa orðið í sum- um kolanámunum. Við þetta bætist svo það, að kolavinsla krefst nú mun meiri vinnuafls en fyrir stríð. í L’Epoque.er þannig áætlað að í dag sje þörf á 610 mönnum til þess að vinna úr jörðu 1000 tonn af kolum en 380 nægðu 1938. • o TF.FUR ENDUR- IíEISNINA Enginn vafi er á því, að verk fallið mun hafa tefjandi áhrif á endurreisnina í Frakklandi. Frönsku stjórnarvöldin neyðast nú til að verja hluta að við- reisnaraðstoð Bandaríkjamanna til kaupa á erlendum kolum, sem ekki hefði gerst þörf, ef af vinnustöðvuninhi hefði ekki orðið. Þessi kolakaup hljóta ó- hjákvæmilega að fara fram á kostnað annara nauðsynja, svo sem vjela og matvæla. Kom- múnistum hefir þannig tekist að stöðva vísirana á viðreisn- arklukkunni andartak — en ekki heldur nema andartak. o • HÚRRAIIRÓP- IN HLJÓÐNA Dóm sinn fengu þeir í kosn- ingunum síðastliðinn aunnudag. Franska þjóðin er orðin þreytt á þeim; hún er farin að gera sjer það Ijóst, að aðgerðarleys- ið mun aldrei og hvergi bæta lífsafkomu fjöldans. Og fransk ir verkamenn, sem eru að minsta kosti ekki síður þjóð- ræknir en verkamenn annara landa, eiga jafnerfitt með það og aðrir heiðarlegar menn að taka undir húrrahróp kommún- ista fyrir Stalin kommapabba í Moskvu, San Remo í gærkvöldi. VINÁTTU-verslunar- og sigl ingasamningur var undirritað- ur hér í San Remo í dag, milli Ítalíu og Grikklands. —Sam- kvæmt honum láta Grikkir nið ur falla allar kröfur á hendur' ítölum um herskip, er þeir áttu að fá . .. ;l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.