Morgunblaðið - 21.11.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1948, Blaðsíða 8
8 M O R G V /V B L A Ð I Ð Sunnudagur 21,-nóv- 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson, Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla- Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók. Jafnari lífskjör ÍSLENSKA ÞJÓÐIN hefir síðustu áratugi unnið markvist að því að treysta efnahagslega afkomu sína, skapa sjer at- vinnuöryggi eins og það er kallað. Árangur þeirrar baráttu er örari þróun atvinnulífsins í þessu landi en í flestum öðr- um löndurn. Stærstu framfaraskrefin hafa þó verið stigin sllra síðustu árin á tímabilinu 1944 fram til þessa dags. Á þeim tíma hafa stórstígari framfarir orðið á íslandi en nokkru sinni fyr. Þessi saga er svo kunn að óþarfi er að rekja hana hjer. ★ íslendingar fagna þessum glæsilegu umbótum í þjóð- lífi þeirra. En barátta þeirra hefir ekki aðeins miðast við það að efla atvinnutækin. Megin takmark hennar hefir verið að bæta og jafna lífskjör fólksins í landinu. Frum- skilyrði velmegunar almennings eru góð atvinnutæki og sem fjölbreyttastur atvinnurekstur. Hín stórfelda nýsköpun íslensks atvinnulífs hefir haft mikil áhrif til jöfnunar lífskjara almennings á íslandi um leið og hún hefir bætt þau stórum. Afkomuskilyrði fólks- ins eru nú alt önnur en þau voru t. d. fyrir upphaf síð- i;stu heimsstyrjaldar. Þá grúfði skuggi atvinnuleysis yfir þúsundum heimila í landinu og atvinnutekjur almennings voru víða svo rýrar að þær hrukku aðeins fyrir frumstæð- ustu nauðsynjum heimilanna. Orsakir þessa voru fyrst og fremst þær að þjóðina skorti tæki til þess að bjarga sjer með. Togaraílotinn og mikill hluti bátaflotans var úr sjer genginn. Landbúnaðinn skorti tilfinnanlega hverskonar tæki. Ofan á þetta bættist svo það að þjóðin var pínd til hins ýtrasta með opinberum álögum og hverskonar óstjórn. ★ Það var aðeins eitt fyrirtæki ,sem stóð með blóma á þess- um erfiðu árum þegar almenningur í landinu varð að láta hverjum deginum nægja sína þjáningu. Þetta fyrirtæki var Framsóknarflokkurinn. Mitt í hallærinu stóð veldi hans með fullum blóma. í slíkum jarðvegi óx hann og dafnaði. íslendingar vona að erfiðleikar og stjórnarfar þessara ára eigi ekki eftir að endurtaka sig. Þjóðin gerir sjer vonir um að þeim lífskjörum sem hún hefir um skeið búið við, verði víðhaldið og haldið áfram að bæta þau og treysta grund- völl þeirra. Þetta er stærsta áhugamál alls almennings á íslandi í dag. Þessvegna er það meginviðfangsefni ráðamanna þjóðarinn- ar að tryggja það, sem áunnist hefir og ko'ma í veg fyrir að utanaðkomandi erfiðleikar og heimatilbúið öfugstreymi grandi því, grafi undan þeim stoðum, sem reistar voru und- ir betra og fegurra þjóðlíí af miklum skiiningi á þörfum landsmanna. ★ En íslenska þjóðin getur ekki krafist þess af ráðamönnum sínum, sem hún sjálf vinnur á móti að geti tekist. Því aðeins geta hin nýju atvinnutæki hennar haldið uppi arðvænlegri atvinnu að framleiðsla þeirra sje samkeppnishæf á heims- markaðinum. Það er staðreynd að íslensk framleiðsla er trauðla sam- keppnisfær. Orsök þess er hinn mikli kostnaður við sköpun útflutningsverðmætanna, Það er líka staðreynd að mikið brestur á að þjóðin átti sig á þessu og taki afleiðingunum af því eins og vera ber. I þessu felst mikil hætta, hætta, sem hlýtur að bitna á því, sem hún síst vill, lífskjörum hennar, atvinnumöguleikum og allri afkomu ef ekki er í tíma snúist gegn henni. ★ Við viljum ekki hopa í baráttunni fyrir betrí og jafnari lífskjörum. Við viljum þvert á móti halda sókninni áfram og höfum uppi ráðagerðir um nýjar stórframkvæmdir. Þess vegna er það óumflyjanleg nauðsyn að þjóðin snúist að því með aukinni festu að treysta grundvöll lífsafkomu sinnar, rekstrarafkomu atvinnutækja sinna. ÚR DAGLEGA LÍFINU Flugvöllur í hverri sveit ENGINN efast lengur um, að flugvjelin verði aðalfarartæki framtíðarinnar, fyrst og fremst til fólksflutninga og einnig til vöruflutninga. Fyrir okkur íslendinga, sem byggjum víðáttumikið, en strál bygt land, er flugvjelin það farartæki, sem kemur okkur að mestum og bestum notum, enda hefur verið stefnt að því, að auka flugflota landsmanna og það með góðum árangri. En til þess, að flugvjelarnar komi að fullum notum þarf flugvelli og það verður að stefna að því, að gerðir verði flugvellir, helst í hverri ein- ustu sveit á landinu. Hlutverk fyrir ungmcnnafjelögin FLESTIR munu segja: Þetta er alveg hárjett. Ríkið á að koma upp flugvöllum í hverju einasta hjeraði og það strax. Það er orðin föst venja, að heimta alt af ríkinu. En ríkið hefur í 'mörg horn að líta og fyrirsjáanlegt er, að það verð- ur langt þangað til, að það lætur gera alla þá flugvelli, sem gera þyrfti. En það er til annað ráð og það er, að hjeraðsbúar í hverju hjeraði fyrir sig komi upp sín- um flugvelli. Og það vill svo til, að víðast hvar í sveitum landsins eru fjelög, sem gætu hrundið þessu verki í fram- kvæmd. Það eru ungmennafje- lögin. • Þarft verkefni EF unga fólkið í landinu setti sjer, að koma þessu þarfa verki í framkvæmd þá hefði ung- mennafjelagsskapurinn þar með reist sjer óbrotgjarnan minnisvarða. En það þarf tals- vert átak til. En ef unga fólkið í hverri sveit tekur forystuna, þá munu hinir eldri hjálpa til. í flestum sveitum landsins er landslagi þannig háttað, að hægt er að gera flugvelli. — Sumstaðar með lítilli fyrirhöfn. ungmennafjelögin gætu safnað fje til verksins með samkom- um, dansleikjum og með því að fjelagar gæfu vinnu sína. Aðstoð flugstjórnar FLUGMÁLASTJÓRNIN myndi án efa hjálpa til með ráðum, ef ungmennafjelögin tækju að sjer að koma upp völlum og halda þeim við. Flugstjórnin gæti látið sjerfræðinga sína mæla upp staði fyrir væntan- lega flugvelli og segja hvernig ætti að leggja þá. Hjer er um hugmynd að ræða, sem sett er fram, án þess, að höfundur hennar hafi ráðfært sig við flugstjórnina, nje ungmennafjelagsskapinn og þess vegna á ábyrgð hans eins. En þyki hugmyndin ein- hvers virði, þá er að nota hana. • Strákarnir ,,stúta“ ljósaperum BORGARBÚUM finst borgin ekki of vel upplýst á kvöldin. Einkum er kvartað yfir myrkr inu á götunum í úthverfunum. Það er komin skýring á því hvernig á því stendur. — Það stafar, eins og margt annað, af gjaldeyrisskorti. En ástæðurnar eru fleiri. •— Það er siður stráka, að ganga um og „stúta“ ljósaperum í götuljóskerum með grjótkasti, snjókúlum og baunabyssum. Aldraður borgari segir frá því, að eitt kvöldið hafi strákpa- hópur _gengið um hverfið, þar sem hann býr og brotið hverja einustu ljósaperu. Ætti að hýða óþektarangana „ÞAÐ ætti að fara að eins og í mínu ungdæmi“, sagði þessi roskni borgari. „Að hýða ó- þekka stráka fyrir hrekkja- brögð og skemdarverk. En það má víst ekki, sam-. kvæmt reglum hinna nýu upp eldisfræðinga. Börnin verða að fá að vera „eðlileg“, eins og þeir segja og þetta er „bara leikur“. „Jú, sjer er nú hver leikur- inn!“ Og að lokum sagði maður- inn: „Það er tilgangslaust, að kæra til lögreglunnar. — Hún vísar til einhvers sjerfræðings í afbrotum barna og unglinga, en hann er af, nýa skólanum, sem ekki vill láta ávita, eða hirta óþekka krakka“. Það liggur í augum uppi, að það verður að stöðva ósómann hvort heldur það verður gert með hýðingum, eða aðferðum hins nýja uppeldisskóla. hverj- ar svo, sem þær kunna að vera. • Hraðfryst grænmeti NÝTT grænmeti í skammdeg- inu._ Það var eitthvað vit í því. Sölumiðstöð garðyrkjumanna gerði tilraun í sumar með að hraðfrysta grænmeti og geyma þannig til vetrarins. Tilraunin hefur hepnast vel og nú er grænmetið komið á markaðinn. Blómkál, hvítkál og gúrkur. Húsmóðir, sem hefur reynt það, segir að það sje alveg eins og nýtt. Best sje að setja það frosið í pottinn og sjóða það lítið. í framtíðinni þyrfti, að merkja pakkana greinilegar og helst láta fylgja leiðarvísi um hvernig best sje að matbúa. Þessi geymsluaðferð ætti að tryggja grænmeti alt árið, 1 þegar ræktun grænmetis er komin á það stig, að ræktað er nóg til að fullnægja eftirspurn- inni alt árið. 'iwnniiiiiiimiiimsiinnmnv*** i munBmnimrtim1 I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . Yinsælusfu dagskrárliðir bandartskra úivarpssiöðva Eftir David Briggs, frjettaritara Reuters. WASHINGTON — Stærstu út- varpsstöðvar Bandaríkjanna eiga nú í mikilli deilu við yfir- völdin í sambandi við svokall- aða gjafadagskrárliði, sem náð hafa geysimiklum vinsældum. Kann svo að fara að lokum, að þessir dagskrárliðir verði bann aðir með öllu, en áætlað er, að fyrirtæki þau, sem nota þá, gefi hlustendum gjafir fyrir um 2,500.000 dollara á ári. • • ÉINN ET HRINGDUR UPP ENDA þótt þessir gjafadag- skrárliðir sjeu mismunandi, byggjast þeir allir á sömu meg inreglunni: meðan leikin eru ljett lög, eða gátur og spurn- ingar lagðar fyrir áheyrendur í útvarpssal, er valið nafn af handahófi úr símaskráasafni Bandaríkjanna og viðkomandi að því loknu hringdur upp. — Þegar sá, sem hringt er til, svarar simanum, er venjulega lögð fyrir hann ein tiltölulega auðveld spurning: ,,Hvað heit- ir lagið, sem víð vorum að leika?“ eða: „Getið þjer nefnt nöfnin á skipunum þremur, sem Columbus notaði í fyrstu ferð sína til Ameríku?“ • • SÁ HEPNI EF sá spurði svarar rjett, fær hann vinning eins og tíl dæmis ísskáp, rafmagnseldavjel eða þvottavjel, og hefur nú rjett til þátttöku í loka verðlauna kepni. í lokakepninni eru spurningarnar mun erfiðari. En ef viðkomandi svarar rjett, hreppir hanh margvíslega verð launagripi, sem stundum hafa verið alt að því 45,000 dollara virði. Stóri vinningurinn er venju lega bíll, húsgögn, skartgripir, pelskápur, ókeypis skemti- ferðalög o. s. frv. Á einum dag skrárlið var sigurvegaranum fyrir nokkru boðnir tveir farseðlar með járnbraut, skipi eða flugvjel hvert sem hann vildi í veröldinni og heim aftur. • • VINSÆL DAGSKRÁ SAMKVÆMT skoðanakönnun- um, serri framkvæmdar hafa verið, eru þessir dagskrárliðir ákaflega vinsælir, enda þótt reiknað hafi verið út, að lík- urnar fyrir því, að hringt sje sjeu ein af þremur miljónum. — En í augum litlu útvarps- stöðvanna, atvinnulausra út- varpsleikara, hljómlistarmanna og ýmissa annarra, sem við önnur dagskráratriði, en gjafa liðina starfa, er þetta gjafa- faraldur hreinasta plága. • e MÓTMÆLI ÁTÖKIN hófust í Washington fyrir skömmu síðan, þegar hópur smærri útvarpsfjelaga, fóru fram á það við stjórnar- völdin, að gjafadagskrárliðir yrðu bannaðir, á þeim grund- velli, að hjer sje um happ- drætti að ræða, sem eru ó- heimil samkvæmt lögum Bandaríkjanna. Nefnd sú, sem hefur með útvarpsmál að gera, fjelst á það að lokum að semja vissar reglur fyrir þessa dag- skrárliði, en stóru útvarpsstöðv arnar mótmæltu, með þeim for sendum, að reglurnar kæmu í bága við hefðbundnar venjur um málfí’elsi. Nú er talið lík- legt, að þetta mál fari fyrír dómstólana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.