Morgunblaðið - 21.11.1948, Page 12

Morgunblaðið - 21.11.1948, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. nóv- 1948. Reykjavík fyrr og nú FYRIR nokkrum dögum kom út hjer í bænum falleg bók, sem Reykvíkingar munu hafa ánægju af að eiga og gefa vinum sínum. Það er bókin „Reykjavík fyrr og nú“. ísa- foldarprentsmiðja kostar útgáf una, en bókin er gerð í sam- vinnu við Reykvíkingafjelagið, sem virðist vera mjög þarfur fjelagsskapur og athafnasamur á síðari tímum. Það er fróðlegt og skemmti- legt að sjá á myndum, hvernig Reykjavík hefur vaxið og breytst. Maður gerir sjer miklu gleggri grein fyrir því, þegar það er sýnt með myndum en með tölum. Sjáið breytinguna á bæjarbrag, klæðaburði og lifn aðarháttum fyrr og nú. Gömlu myndirnar, sem eru fremst í bókinni, rifja upp endurminn- ingar rinna eldri, en sýna hin- um yngri kjör og aðstæður for- eldra þeirra, ömmu og afa. Við sjáum á þessum myndum, að það er ekki ýkja langt síðan ferðamenn tjölduðu og sváfu á Lækjartorgi og Austurvelli, þeg ar gert var við skúturnar í fjör- unni, karlarnir flöttu gráslepp una á Klapparvörinni, póstur- inn fór austur yfir fjáll á hest- vögnum og Jens gamli sagaði í eldinn við Ingólfsstræti. Þarna sjáum við konurnar í Laugaferð, ökutækið er gam all barnavagn (og sjáið hvern- ig þær eru klæddar). Þarna eru franskmennirnir í þvottalaug- unum og karlar að setja á flot uppskipunarbátana, sem róið var allan daginn milli skips og lands, en skúturnar þekja höfn ina. Mjer finst þó vanta mynd af fólkinu, er í gamla daga vann að uppskipun á kolum og salti. Það er glæsilegra yfir bæn- um í dag. Á fyrstu myndinni brunar einn af hinum stóru og fallegu nýsköpunarbátum inn í hafnarmynnið, borgin breiðir sig út, stór og skipuleg með fagurri fjallasýn. í staðinn fyr ir kálgarðana og fiskreitina, eru nú komin skrúðgarðar og með- fram mörgum götum og að húsa baki er samfeldur skógargróð- ur. Á þessum myndum sjáum við best, hver geysimunur er á að stæðum og aðbúð fólksins nú og fyrir fáum áratugum. Mynd- irnar munu líka geyma margt, sem fróðlegt verður að minn- ast síðar. Það eru fallegar myndirnar af æskufólkinu, hinni uppvaxandi Reykjavík. Þarna eru hugir barna, glaðleg, frjálsleg og hlýlega klædd. — Líka mun mörgum þykja síðar meir gaman að minnast peysu- fatadaganna, sem er skemtileg ur siður og mun eiga drýgstan þáttinn í því að halda við lýði hinum gamla, þjóðlega búningi. í bókinni eru alls um 200 myndir. Margar þeirra eru glæsilegar og sýna það falleg- asta, sem við eigum í Reykja- vík, aðrar eru úr atvinnulífi bæjarmanna og skemtanalífi, og sumar sýna bæjarbrag og byggingar. Eitt vildi jeg benda á, sem gefur þessari nýju bók sjerstakt gildi. Það eru myndirnar á saur blöðum bókarinnar. Þar eru fjögur merkileg blöð úr sögu þjóðarinnar. Fyrst er samning urinn, sem gerður er milli Trampe greifa og Francis John jNott, sem var skipstjóri á her- ' skipinu Rover. Samningurinn er undirskrifaður 16. júní 1809. Þá er ófriður milli Englendinga og Dana, en Nott gengur inn á að gera hjer engum mein og verja auk þess skip og strend- ur landsins eftir getu. A öðru blaðinu er fyrsta auglýsing Jör undar hundadagakonungs, þar sem hann auglýsir, að „ísland er laust og liðugt frá Dan- merkur ríkisráðum”. Þriðja er Placat Jörundar. dagsett 11. júlí, þar sem hann hvetur fulltrúa frá nærliggjandi plássum að koma saman, til þess að afgjöra sitthvað, er þjen anlegt væri landinu til gagns. — Fjórða er samningur, dag- settur 22. ágúst 1809, milli Magnúsar Stephensen og Stef- áns Stephensen annars vegar og Alexander Jones skipstjóra á enska herskipinu Talbot og Samuel Phelps hinsvegar, um afnám allra orða og gerða Jör- undar. 1. grein hljóðar svo: „Allar auglýsingar, tilskipan- ir, boðorð etc. etc., gefnar af herra Jörgen Jörgensen, eftir það hann kom hjer við land, skulu vera afmáðar og að öllu leyti sem ekkert og ógildar, frá því augnabliki þessi samning- ur er urtdirritaður“. Þessi bók er saga Reykjavík- ur svo að segja frá fyrstu byggð til vorra daga. J. S. 5 ára sfarfsafmæíi Mandóiínhljómsveifar Reykjavskur 18. ÞESSA mánaðar átti Man- dólínhljómsvgit Reykjavíkur 5 ára starfsafmæli. Var afmælis- ins minnst með hófi sem hald- ið var í Breiðfirðingabúð. Var hófið fjölsótt og voru margar ræður haldnar undir borðum og barst hljómsveitinni fjöldi heillaóska víðsvegar að. Mandólínhljómsveit Reykja- víkur hefur haldið 7 hljóm- leika þessi fimm ár, sem hún hefur starfað, þar af tvo úti á landi, auk þess hefur hljóm- sveitin leikið nokkrum sinnum í útvarp og lítið eitt á skemmt- unum. Auk þess eru starfandi jinnan hljómsveitarinnar kvart- ! ett ,tríó og okkett. | Stjórnandi hljómsveitarinnar | frá byrjun er Haraldur Guð- ! mundsson og á hljómsveitin honum mikið að þakka fyrir á- huga og dugnað í starfi. Útvarpið minnist afmælis hljómsveitarinnar með flutn- ingi verks eftir einn meðlim hljómsveitarinnar Karl Sigurðs son, er nefnist „Hugleiðing11 og er í fjórum köflum. Flutning verksins annast oktekt hljóm- sveitarinnar undir stjórn höf- undar, verkið verður uppfært á laugardagskvöld. Núverandi stjórn hljómsveit- arinnar skipa þeir Karl Sigurðs son, form., Nói Bergmann gjald keri og Tage Ammendrup rit- ari. Ársritið Klín FYRIR löngu hef jeg hugsað mjer að drepa niður penna og minnast 30 ára afmælis „Hlín- ar“ ársrits íslenskra kvenna. í dag á 75 ára afmæli fram- kvæmdarstjóri Halldóra Bjarna dóttir. Hún hefur á þessum 30 aldurs árum Hlínar annast upp eldi og áhrif hennar svo lof- samlega. „Hlín“ er tvímæla- laust með bestu ársritum ís- lands, og svo ódýr að undrun sætir. Óska af alhug ritstýrunni til hamingju með eigið afmæli, og samgleðst henni með efnisval Hlínar, sem er bæði fjölbreytt og fræðandi. Er ekki vel þess vert að kvennasíðan í dagblöðunum og kvennaþáttur útvarpsins mint- ust afmælis þessa og með því sýndu því verðskuldaða virð- ingu. Könur þær, sem eru því vaxn ar að koma opinberlega fram í ræðu og riti ættu síst að láta lógjört að vekja áhuga kvenna fyrir lestri góðra bóka fyrir sig og börn sín. Það er illa farið að valdar sjeu bækur hvort sem er til dægrastyttingar eða þá fyrir fróðleikslöngun, sem varhúgaverðar eru í þessa orðs fyllstu merkingu fyrir gylling- ar því miður oft kærulausra rit- dómara. Reykjavík, 14. okt. 1948. M. S. 3 ~ „Ingólfur" (Framh. af bls. 9) og sitthvað fleira, sem ekki má koma fyrir í siðuðu þjóðfjelagi. Ef þetta alt mætti hepnast, þá yrði fólkið skapendur með al- náttúrunni svo sem vera ber, því þá fyrst er stefnt að rjettu marki. Einn af gestunum. M.s. Oronning Mexandrine fer áleiðis til Færeyja og Kaup mannahafnar 27. þ.m. Pantað- ir farseðlar óskast sóttir, sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. — Erlendur Pjetursson. — (fiMiiiiifiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiMmiiiiiiit .iMiiiMimiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiMtnnniiiiiiiiiiiniiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiivni mniinmmmiimiimmimmiimi'* Markús £ ^IIIMIIIIMMIIIMIIMMIIMIIIIIIIMMIIIMIMIIIIMIIIMIIMMMIIMIIIIMIMIIII —Ekki getum við komist út, þar sem fossinn slegndi okkur inn. —Og ef við höldum áfram niður með ánni, þá hljótum við Eftir Ed Dodd iiMMmimiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiimMmiMMmiMmmmimiiMimiiii? weNe munted an OUTLET FOR AT LEA5T TWO að drukkna í henni. —En einhvernveginn hljót- um við að komast út. Jafnvel þótt við verðum að grafa okk- ur út í gegnum bergið. SÍÐAR: — Jæja, Towne, við erum búnir að vera að leita að einhyerri útgöngu í minnsta kosti tvo klukkutíma og engin von enn. — Við skulum snúa við að eldinum og hvíla okkur, áður en við gerum fleiri tilraunir. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS ll.s. Skjaldbreið Tekið á móti flutningi til Vest- mannaeyja á morgun. H.s. Kerðubreið austur um land í strandferð um miðja vikuna. Tekið á móti ílutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, ^töðvarfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Flateyjar á Skjálfanda og Ól- afsfjarðar á morgun og þriðju- dag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á þriðjudaginn. Il.s. Skjaldbreið Áætlunarferð til Breiðafjarð- ar hinn 25. þ.m. Tekið á móti flutningi til Arnarstapa, Sands, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Salthólmavíkur, Króksfjarðarness og Flateyjar á mánudaginn. Pantaðir far- seðlar óskast sóttir á þriðju- daginn. Heimilis- bókasafn! Odysseifskviða í þýðingu Svein bjarnar Egilssonar. Brjef og ritgerðir Stephans G., I.—III. b. (Bæði Odysseifskviða og Brjefin fást í vönduðu skinn- bandi). Saga íslendinga, IV., V. og VI. b. (örfá eint. eftir í skinnb). Heiðinn siður á ís- landi. Almanak Ólafs S. Thor- geirssonar. Land og lýður. — Brjef Jóns Sigurðssonar. Fjelagsbækurnar 1948: — Þjóvinafjelagsalmanakið 1949, Andvari, Úrvalssögur frá Nor- egi, Heimskringla III. b. og Úr- valsljóð Stefáns Ólafssonar. Fjelagsmenn fá allar þessar bækur fyrir 30 kr. — Þrjár hinna síðastnefndu fást í bandi gegn aukagjaldi. Athugið! Nýir fjelagsmenn geta fengið als 40 bækur fyrir 160 kr. Meðal þessara bóka eru úrvalsljóð íslenskra skálda, al- manök Þjóðvinaíjelagsins, Njáls saga, Egils saga, Heims- kringla (öll bindin) og fleiri ágætar bækur. Frestið ekki að nota þessi kostakjör. Sendum gegn póst- kröfu. Afgreiðsla í Reykjavík að Hverfisgötu 21, fyrstu hæð, símar: 3652 og 80282. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafjelagsins. ................... Skúlagötu, slmi 7360. f Bíócamp | Gólfteppahreinsunin, 1 OTTO B. ARNAR 1 Klapp. 16 — Sími 2798. 1 s útvarpsvirkjameistari 1 llllll iimiiiiiimmimmiimiimmmmmmimmmmmmmmmimiiim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.