Morgunblaðið - 09.12.1948, Blaðsíða 9
0
Fimmtudagur 9. d;s. u48.
MORGUISBLABl 9
Minningarorð um Einar Guðmundsson
óðalsbónda að Bjólu
ÞANN 29. nóv. s.l., andaðist Ein-
ar Guðmundsson fyrv. óðalsbóndi
í hárri elli að heimili sínu, Bjólu
í Rangárvallasýslu. Hann verður
jarðsett að Odda í dag.
Með Einari Guðmundssyni höf
um vjer Rangæingar mist höfð-
ingja í bændastjett, tryggan og
ráðhollan vin vina sinna, og trú-
an og góðan son íslenskrar gróð-
urmoldar. Mjer finst sunnlensk
bændastjett hafa lækkað um
gilda mannhæð við fall hans.
Einar Guðmundsson var fædd-
úr að Hvammi í Landsveit, 2.
febr. árið 1860. Hann var sonur
hjónanna Guðmundar Þórðarson
ar og Guðríðar Jónsdóttur, er þar
bjuggu, og albróðir bændahöfð-
ingjans Eyjólfs Guðmundssonar,
er var landskunnur maður um
langt skeið. Einar ólst upp með
foreldrum sínum fram yfir ferm
ingaraldur, en var þó oft lang-
dvölum hjá móðurömmu sinni, er
bjó á Kornbrekkum á Rangár-
völlum. Daginn eftir ferminguna
fór hann alfarinn að Kornbrekk-
ur og þar kvæntist hann konu
sinni Guðrúnu Jónsdóttur frá
Keldum, er þar var fóstruð. •—
Munu þau hjónaefnin hafa hugs-
að sjer að búa á Rangárvöllum,
en sand- og fellisvorið mikla
1882 lagðist jörð þeirra í auðn
og hið blómlega bú nálægt ger-
fjell. Var þá nauðugur einp kost-
ur að leita sjer annars jarðnæð-
is og flýja Rangárvellina, sem
þau þó elskuðu og söknuðu æv-
ína út. Fluttist þá gamla Korn-
brekkna fólkið alt út að Rifshala
koti í Asahreppi og hófu þau Ein-
ar og Guðrún búskap þar ná-
lega allslaus af öllu nema kjarki,
samheldni og trú á lífið. — Þau
bjuggu þar til 1909, en keyptu
þá austurpartinn á Bjólu, og
höfðu þá bætt Rifshalakot svo
mjög, að það var lítt þekkjanlegt
frá því, sem var, er þau komu
þangað. Þá hafði hagur þeirra
tekið þeim stakkaskiftum, að bú
þeirra var talið eitt hið besta
í sveitinni.
A Bjólu bjuggu þau við mikla
rausn og höfðingsskap þar til
skömmu eftir 1920, að þau ljetu
af búskap og fengu jörðina í
hendur syni sínum og tengdadótt
ur, sem búa þar enn. Hjá þeim
dvöldu gömlu hjónin til æviloka.
Þau Einar Guðmundsson og Guð-
Bjólu-hjónin
við hönd sjer upp að Bjólu, og
gaf mjer bunka af nýjum gljá-
andi pappírsörkum.
Kannske er það tilviljun ein,
að síðan jeg fór að berjast sjálf-
ur minni lífsbaráttu, þá hefur
starf mitt að mestu verið fólgið
í því, að skrifa á pappírsarkir.
Jeg hefi útfylt þær tugum og
hundruðum saman og jeg hefi
gleymt þeim öllum jafnótt og jeg
hefi lagt þær frá mjer. Jeg hefi
gleymt þeim öllum nema þess-
um mínum fyrstu örkum. Þótt
nú sjeu liðin 30 ár síðan jeg eign
aðist þær, man jeg ennþá vel,
hvernig þær litu út.
Jeg nefni þetta atvik ekki hjer
vegna þess, að það sje í raun og
veru nokkuð merkilegt. Það mun
öllum gleymt fyrir löngu nema
mjer einum. En einmitt þetta lýs
ir vel og betur en margt annað,
snörum þætti í fari Einars Guð-
mundssonar. Þennan þátt þekkja
allir vel, er lifðu bernskuár sín
í nágrenni hans. Hann hittir á
leið sinni lítið barn, sem grætur
og hann tekur það við hönd sjer,
leiðir það heim í bæinn sinn og
skilur ekki við það fyr en hann
sjer brosið skína í gegnum tárin.
„Meiri er sá, sem sigrar barns-
hjartað með kærleika, heldur en
hinn, sem vinnur borgir með eldi
og sverði“. Einar Guðmundsson
var meiri barnavinur en alment
gerist og hann hafði tileinkað
, sjer þá list, sem fáum er lagin.
athafnir hans báru líka þess vott,
að hann bjó yfir meiru, en allur
þorri manna. Hann hlaut alltaf
að standa upp úr, enda skýldi
hann sjer aldrei bak við meðal-
menksuna og fjöldann. Fyrir
það eignaðist hann lika öfund-
armenn, en slikt verða þeir að
þola, sem standa að einhverju
leyti feti framar almenningi. —
Menn eins og Einar Guðmunds-
son, verða að taka við mörgu
eitruðu skeyti, sem aðrir sleppa
við, vegna þess að þeir standa í
skjóli meðalmenskunnar. — Jeg
veit að honum var stundum van-
treyst þegar best hefði mátt
treysta honum, og honum sveið
það, þótt fáir vissu það. Hann bar
tilfinningar sínar ógjarnan utan
á sjer, og hann var ekki allra
vinur, en þeim mun betri og
tryggari þeim, sem voru svo
heppnir að vinna traust hans. —
Einar í Bjólu bognaði aldrei, en
sagði meiningu sína óhikað hvar
sem var og hvenær sem var. Orð
ræða hans var hin sama, hvort
hann talaði við háa eða lága. Jeg
hef aldrei þekkt mann, sem var
lausari við að vera höfðingja-
sleikja en Einar Guðmundsson.
Hann var altof stórbrotinn til
þess að skríða fyrir titlum og
tignarmerkjum og hann þoldi illa
valdboð eins og margir vorir
bestu forfeður.
Þegar Gunnlaugur ormstunga
gekk fyrir Eirík jarl Hákonar-
rún Jónsdóttir voru 63 ár í hjóna Hann gat leikið sjer með börnum son, þá undraðist jarl, að hann
bandi, en saman í heimili í 71 ár
og mun það fátítt. Guðrún and-
aðist fyrir rúmum 3 árum.
Þau eignuðust 8 börn, 3 dóu
í æsku, en 5 komust til fullorð-
insára, 4 synir og 1 dóttir. Tvö
þeirra eru látin fyrir nokkru —
Guðríður, sem lengstum átti
heima á Bjólu og Guðmundur út
gerðarmaður í Vestm.eyjum. Eft
ir lifa 3 synir, Agúst bóndi í
Bjólu, Guðjón fyrv. bóndi í Rifs-
halakoti og Óskar læknir í Rvik.
Þegar nú Einar Guðmundsson
er dáinn, þá leitar hugur minn
aftur í tímann til bernskuára
minna í Bjóluhverfinu. Jeg á
þaðan margar minningar um
gömlu hjónin í Bjólu og þessar
minningar eru allar bjartar og
fagrar, svo að þar ber engan
skugga á.
Eitt hið fyrsta, sem jeg man
eftir Einari Guðmundssyni er
það, að hann var staddur á heim-
ili foreldra minna. Jeg hafði eign
ast blýantsstubb og jeg vildi líka
eignast blað til þess að krota á.
Einhverra hluta vegna var
kvabbi mínu um blað ekki sinnt
og jeg grjet. Þá sagði Einar:
„Komdu með mjer heim að Bjólu
jeg á nógan pappír handa þjer“.
Og hann tók mig og leiddi mig
fram á efri ár.
Jeg lærði ungur að virða Einar
á Bjólu, og sú virðing hefur farið
vaxandi eftir því, sem jeg þrosk-
aðist og kyntist lífinu betur. •—
Hann eignaðist fyr og síðar
marga vini meðal barnanna í
Bjóluhverfinu, og þessir vinir
hans munu aldrei gleyma honum,
en altaf þakka honum.
Þótt Einar Guðmundsson
byrjaði búskap sinn fellisvorið
mikla 1882, þá r«rð hann stór-
bóndi og vor eftir vor bjarg-
vættur margra manna í heyleysi
og harðindum. Hann hafði löng-
um margt hjúa og mikil umsvif,
og margir munu hafa talið hann
efnishyggjumann. Hann var og af
ýmsum talinn harður viðskiftis
og óvæginn í deilum. En jeg full-
yrði, að hafi menn komið til hans
samningaleiðina, þá hafi flestir
getað farið af hans fundi ánægð-
ir með erindislok. Væri honum
aftur á móti sýndur yfirgangur,
þá átti hann það til að bregða
hvössum brandi, því að bann var
skapmaður mikill og ljet þá hlut
sinn ógjarnan.
Enginn, sem þekkir hann, ef-
ast um það, að hann var miklu
meira en meðalmaður. Hann var
karlmenni í sjón og raun. Allar
gekk óhaltur, þótt hann hefði
sollið sár á fæti, og spurði hann,
hvernig slíkt mætti vera. — Þá
mælti Gunnlaugur: „Eigi skal
haltr ganga, meðan báðir fætur
eru jafnlangir". En hirðmaður
Eiriks jarls hlýddi á og mælti:
Hann rembist mikið íslending
urinn“.
Mjer finst Einar Guðmundsson
hafa haft svipmót nokkuð af
Gunnlaugi ormstungu, þegar
hann gekk fyrir Eirík jarl. Það
var metnaðurinn fyrir sjálfan sig
og land sitt, sem gerði Gunnlaugi
fært að ganga óhaltur fyxir hinn
norska jarl. Það var metnaður-
inn fyrir sjálfan sig og íslenska
bændastjett, sem gerði það að
verkum, að Einar í Bjólu gat stað
ið jafnkeikur, hvort sem hann
átti í höggi við bóndann eða valds
manninn. Mjer er líka nær að
halda að sumum sendimönnum
hins opinbera, hafi þótt bóndinn
í Bjólu á stundum óþarflega ein-
arður og hnakkakertur, ekki síð-
ur en hirðmanni Eiríks Hákonar-
sonar fanst Gunnlaugur orms-
tunga á sínum tíma. Þó mun eng-
inn, sem þekti Einar, segja að
hann hafi verið rembilátur mað-
ur.
(Framh. á bls. 12)
NEFND MANNA úr Húnaþingi er komin hingað til Reykja-
víkur, til þess að vinna að-því, og finna möguleika til þess,
að endurbyggð verði og stækkuð rafstöðin í Sauðanesi við
Laxárvatn. En frá þeirri stöð fær Blönduós rafmagn sitt.
í nefndinni eru þessir: Guð-
brandur ísberg, sýslumaður, f.
h. sýslunnar, Steingrímur
Davíðsson, skólastjóri, oddviti
Blönduóshrepps, Gunnar Gríms
son, sýslunefndarmaður, f. h.
Höfðahrepps og frá samvinnu-
fjelögunum, Kaupfjelaginu og
Sláturfjelaginu, Jón Baldursson
kaupfjelagsstjóri og Runólfur
Björnsson, frá Kornsá.
Það er stjórn rafveitunnar
sem kosið hefur nef'nd þessa, en
prír aðilar standa að rafveit-
unni, sýslan, Blönduóshreppur
og samvinnufjelögin, — sagði
Guðbrandur ísbev?. við Mbl. í
gær. Hann skýrði svo frá:
Raforkan, sem fæst frá þess-
ari stöð, er nú orðin mikils til
of lítil. Er stöðin byggð fyrir
220 kw. en hefur verið yfir-
keyrð allt upp í 290 kw. vegna
þess hve þörfin fvrir rafmagn
hefur aukist. Auk þess hafa
verið settar upp tvær diesel-
vjelar, er gefa 70 kw. hver.
Vjelar stöðvarinnar eru nú
orðnar mjög slitnar Þær hafa
verið í notkun þarna í 15 ár,
en voru keyptar f-á Noregi 15
ára gamlar. Rafveita þessi hef-
ur verið rekin með góðum
hagnaði. Var skuldlaus að kalla
fyrir tveimuc árum, en
hefur nú safnað nokkrum skuld
um að nýju, vegnr. vjelabilana
og uppsetningar á dieselvjelun
um. Tekjurnar á þessu ári verða
um 140 þúsund krónur, en rekst
urskostnaður lítill.
Gerð hefur verið áætlun um
endurnýjun og stækkun á raf-
veitu þessari. Hefur Rafmagns-
eftirlit ríkisins samið þá áætl-
un. Er fyrirhugað að hin endur-
byggða rafveita g°ti framleitt
um 1400 kw. Þarf þá að hækka
stífluna við Laxárvatn, og
bækka vatnsborðið í Svína-
vatni með annari stíflu til vatns
miðlunar. Þegar rafmagnið er
orðið þetta mikið, á að leiða
það til Skagastrandar. En þar
er nú ekkert rafmagn, sem
framleitt er við vatnáorku, en
dieselvjelar notaðar til fram-
leiðslu á ljósarafmagní og til
hraðfrystihúsanna
Fólki hefur fjölgað á Skaga-
strönd á síðustu árum, svo að
þar eru nú um 500 íbúar, en
voru 300 fyrir 4 árum síðan.
íbúar álíka margir í báðum
þessum kauptúnum. Má gera
ráð fyrir, að hvert kauptún-
anna fyrir sig þurfi strax a. m.
k. 500 kw. og er þá ekki of
mikið í lagt, að auka orkuna
upp í 1400 kw.
Næsta sporið gcríi verið það,
að reisa stöð við ytri Laxá, ná-
lægt þar sem leiðslan lægi út að
Skagaströnd. Einr.ig hafa ver-
ið athúgaðar aðstæður til þess
að auka raforkura frá Laxá
hinni fremri með því að reisa
rafstöð milli Svínavatns og Lax
árvatns. En þá yrði vatnið úr
Svínavatni notað tvisvar.
— Við erum að vona, segir
Guðbrandur ísberg að lokum,
að við getum fengið löggjöf um
þessar framkvæmdir og hægt
verði að byrja á verkinu, svo
sem stíflugerð o. þ. h. á næsta
ári, með fje, sem hægt væ.ri
að fá til þess innan hjeraðs.
Daiir vi!|a tryggja
srg gegn ftæmtu-
herdeildaniarf-
semi
Khöfn, miðvikudag.
Einkaskeyti til Mbl.
RIKISÞINGIÐ tók í gær til með
ferðar frumvarp frá Hægri
flokknum um skipun sjerstakr-
ar þingnefndar til að athuga
hvort gildandi lög sjeu næg
trygging gegn glæpum við sjáll
stæði landsins, öryggi þess og
stjórnarskrána og meðal ann-
ars hver sje trygging gegn starl
semi fimtu herdeildar, eða
landssvikara, sem kynnu að
starfa fyrir erlend ríki.
Talsmaður frv., Bjorn Kraft,
Ijet svo ummælt í ræðu, að vit-
að væri, að þegnskapur sumra
flokka við önnur ríki væri
meiri en þegnskapur þeirra-
gagnvart eigin föðurlandi.
Þetta sje hættuleg staðreynd,
sem eigi sjer stað í mörgum
lýðræðislöndum Evrópu. Þegar
sett sje löggjöf gegn fimtuher-
deildarstarfsemi verði að gæta
þess, að veikja ekki grundvall-
aratriði lýðræðisins. En að þau
lýðræðislönd, sem leyfi undir-
búning að því að lýðræðisfyrir-
komulaginu sje steypt sjeu a'ð
fremja sjálfsmorð.
Þingmenn fylktu sjer alment
um frumvarpið og var því vís-
að til sjerstakrar nefndar.
— Páll.
50 présent íram-
leiðsluaukning
á 10 árum!
London í gærkvö'ldi.
í VIÐTALI, sem Paul Hoff-
man, framkvæmdastjóri Við-
reisnaráætlunar Evrópu, átti
við frjettamenn í dag, kvaðst
hann líta svo á, að Bretar
gætu aukið framleiðslu sína'
um 50 prósent á næstu tíu ár-
um. Hoffman fór mörgum við-
urkenningarorðum um breska.
iðnaðinn og kvaðst í engu
landi bafa sjeð jafn myndar-
legar tilraunir til að auka
framleiðsluna.
Hoffman leggur af stað flug
leiðis til Kína í kvöld, en þar
mun hann kynna sjer mögu-
leika til aukinnar aðstoðar. —•
Reuter.