Morgunblaðið - 22.12.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1948, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. des. 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Isfisksala til Þýzkalands SAMNINGUR sá, sem nýlega hefur verið undirritaður í London um sölu á 67 þús. tonnum af íslenskum ísfiski er miög þýðingarmikill fyrir íslenska útgerð og þjóðina í heild. Samkvæmt honum er samið um sölu á sama magni ísfiskjar og samið var um að við seldum þangað á þessu ári. Er gert ráð fyrir að því verði landað á tímabilinu 1. febrúar til 31. október 1949. í samningnum er einnig samið um að við get- um selt 10 þúsund tonn af ísaðri síld til Þýskalands á næsta ári. — Verðið á ísaða fiskinum er 39 sterlingspund fyrir tonnið og er það einu sterlingspundi lægra en á fiskmagni því, sem selt hefur verið í Þýskalandi á þessu ári. En sala þess var bundin sölu á íslensku síldarlýsi. í þeim samningi, sem nú hefur verið gerður kemur það hinsvegar ekki til greina. Þegar á allt er litið er þessi samningur um sölu ísfiskjar til Þýskalands því mjög hagstæður. Hversu þýðingarmikill liann er sjest best á því að athuga hver reynsla okkar er að Þýskalandssölunum á þessu ári. í ár munu verða seld um 65 þús. tonn af íslenskum ís- íiski í Þýskalandi. Samtals munu fara þangað rúmlega 200 skipsfarmar þegar með eru taldir farmar þeirra skipa, sem leyft hefur verið að landa þar á tímabilinu 18.—28. desember. En það leyfi er mjög mikilsvert þar sem enski markaðurinn er þá að nokkru leyti lokaður. Það er öllum ljóst, sem til þekkja að Þýskalandsmarkaður- inn hefur að verulegu leyti bjargað afkomu íslenskrar tog- araútgerðar á þessu ári. Ef hann hefði ekki verið opinn hefðu íslenskir togarar orðið að selja afla sinn í Fnglandi á þeim tíma, sem enski markaðurinn var mjög óhagstæður og ostöðugur. Þýskalandsmarkaðurinn hefur hinsvegar verið mjög stöðugur, enda þannig gengið frá samningum um sölur þar að hann hlaut að vera það. Áframhald þessara viðskipta við hernámssvæði Vesturveldanna í Þýskalandi felur því í sjer mikla tryggingu og öryggi fyrir útgerðina. En einnig að öðru leyti er fiskútflutningur okkar til Þýska lands þýðingarmikill. Það er mjög mikilsvert fyrir okkur að reytendur í Þýskalandi skuli einmitt nú á þrengingatímum sinum eiga kost á að fá íslenskan fisk. Fyrir síðustu styrjöld böfðum við íslendingar mikil og hagstæð viðskipti við Þýska- land. Það var mikill hnekkur fyrir útflutningsverslun okkar þegar sá markaður lokaðist. En þegar Þýskaland rís úr rúst- iim er mikilsvert fyrir okkur að hafa útvegað þýsku þjóðinni matvæli þegar skorturinn svarf að henni, enda þótt það sje íyrir milligöngu hernámsþjóða hennar, sem unnið hafa að því af miklum dugnaði að koma í veg fyrir hungur og algert ballæri í landinu. Við íslendingar verðum að nota hvert tækifæri til þess að treysta markaði okkar og vinna nýja. Þess fjölbreyttari og íneiri sem útflutningsframleiðsla okkar er, þess meiri verður nauðsynin fyrir nýja markaði og trausta. Það er mikið lán fyrir þjóðina að á þeim tímum, er býð- ingarmest hefur verið að þessum málum væri sinnt af festu og framsýni, skuli sjerstaklega hæfir menn hafa farið með stjórn íslenskra utanríkismála og útflutningsverslunar. Bæði íyrrverandi utanríkisráðherra, Ólafur Thors, og núverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafa sýnt sjerstaka árvekni og dugnað í afurðasölu og markaðsöflun fyrir fram- leiðslu okkar. Verður starf þeirra á því sviði seint fullmetið. Hafa þó utanríkisviðskipti verið meiri örðugleikum bundin í stjórnartíð þeirra en oftast áður. Margskonar hindranir hafa verið í vegi hverskonar viðskipta og hömlur og höft hafa skapað örðugleika og vandræði. Ríkisvaldið hefur orðið að hafa alla forystu um samningagerðir og vörukaup. Ein- staklingsframtakið, sem á venjulegum tímum, hefur annast þessi mikilsverðu störf, hefur verið sett út í horn. íslendingar bíða þeirra tíma með óþreyju, eins og flestar aðrar þjóðir, að nýir og betri tímar renni upp í viðskipta- málum heimsins. Þeir vænta aukins frjálsræðis í verslun og viðskiptum. En á meðan þessi mál öll eru í höndum ríkis- valdsins er þeim það mikill fengur að utanríkismái þeirra skuli vera í höndum svo mikilhæfs manns sem núverandi v tanríkisráðherra. ÚR DAGLEGA LÍFINU GeriS innkaup tímanlega ÞAÐ kann að þykja nokkuð seint. að fara nú fyrst að minna fólk á að ljúka jólainnkaupun- um tímanlega. En það eru þó tveir dagar til jóla enn og því fleiri sem geyma það fram á síðustu stund, að ljúka af er- indum sínum í verslunum, því meiri ös og erfiðara verð- ur að komast að. Nú er það svo með fjölda manns, að þeir hafa ekki tíma til að fara í búðir fyr en síð- ustu dagana fyrir jól. Það eru svo margir, sem ekki hafa get- að litið upp úr verki síðustu dagana. Þessvegna ættu þeir hinir, sem betri tíma hafa, að ljúka innkaupum sínum til þess að hinir komist að, sem ekki gátu farið frá vinnu sinni. Það er sagt að ekkert sje til í verslununum og víst er það rjett að oft hefir sjest meira af vörum fyrir jólin en nú, en samt er það svo, að allar versl anir eru fullar af fólki. — Og eitthvað er það að gera. • Þarf fleira að gera en að versla EN ÞAÐ ER FLEIRA, sem þarf að gera fyrir jólin en að fara í verslanir og gera innkaup. — Þúsundir manna hafa þann sið, að senda vinum sínum jólakveðju með póstinum. Þeir, sem komið hafa inn í pósthúsið í Reykjavík þessa dagana, hafa sjeð, að þar er mikið um að vera. Það er ekki nóg, að póstmenn þurfi að koma pósti frá sjer í allar átt- ir, heldur þurfa þeir að taka á móti gríðarlega miklum pósti frá útlöndum og úti á land og koma því öllu til skila. • Erfið vinnuskilyrði OG VINNU SKIL YRÐIN eru ekki þannig. eða starsfólkið margt. að þetta sje auðvelt verk. Jeg hugsa, að það sje ekki of mikið sagt, að engin stjett manna eigi jafn annríkt núna fyrir jólin og póstmenn- irnir. Það væri því ekki nema sanngjarnt, að almenningur gerði þeim hægara fyrir, með því að koma tímanlega með brjef sín. En það fer nú að vera hver síðastur að koma brjefi á póst, ef það á að ná til viðtakenda hjer í bænum. En frestur er mönnum settur, sem ætla að koma brjefum eða jólakortum til vina sinna hjer í bænum og skal skrifa ,,Jól“ á umslögin. • Os á rakarastof- unum OG ÞAÐ fer ekki svo lítill tími í það hjá karlmönnunum, að bíða á rakarastofunum eftir klippingu og annari snyrtingu, sem nauðsynleg þykir fyrir jólin. Venjulega biður hópur manna fyrir utan rakarastof- urnar á morgnana, þegar þær eru opnaðar og svo er ösin all- an daginn. Það hlýtur að vera geðgóð stjett, rakarar, að þeir skuli ekki ruglast á öllum þeim látum. Og oft hefi jeg dáðst að því hvað þeir muna röðina á mönnum, sem inn koma, þótt það sjeu bráðókunnugir menn, sem aldrei hafa komið áður. Það er einhver sjerstakur hæfileiki, sem rakarar hafa, að geta munað röðina á þeim, sem inn koma því örsjaldan verða árekstrar. • Mikið stendur til JÁ, ÞAÐ MÁ nú segja, að mikið stendur til. Menn hafa ekki tíma til að taka eftir því, að í gær var skemstur sólar- gangur á íslandi, vetrarsól- hvörf. En upp úr því tekur að birta á ný og það er þeim hugg un, sem illa þola skammdegið. Annars er skammdegið ekki mikið fyrir okkur borgarbúa, þar sem alt er upplýst með raf ljósum, bæði úti og inni. Það er einhver munur frá því sem var og er í sveitinni. Enda er það svo, að menn tala ekki mikið um skammdegi hjer í Reykjavík og gleðin yf- ir því, að daginn tekur að lengja þótt ekki birti nema sem svarar einu hænufeti á dag, er ekki sú sama og hún var hjer áður fyr. • Verða auð jól? OG NÚ, þegar jólin eru alveg að koma, eru það margir, sem hugsa um það, hvort nú verði auð jól eða hvít. Það er ekki að sjá, að hjer verði mikill snjór á jólunum, en það er mörgum, sem finst vanta upp á jólin, ef jörð er auð. Þeir komast ekki í eins gott jólaskap í rigningar- súld, eins og í snjó. En þannig er þetta hjá okk- ur hjer sunnanlands. ísland er ekki meira ísland, en það, að á meðan við getum gengið yfir- hafnarlaus um göturnar í Reykjavík dag eftir dag, ber- ast frjettir utan úr heimi um, að menn hafi orðið úti í hríðar- veðrum. Vill afnema .iólin EN ÞRÁTT fyrir þetta alt, erf- iðleikana og áreynsluna fyrir þessa hátíð, þá held jeg að fá- ir hugsi, eins og frúin, sem jeg hitti í gær. „Þessi blessaður jólaundir- búningur er að gera mann vit- lausan“ sagði hún. „Jeg vildi óska að jólin væru afnumin með lögum“. Nei, það munu ekki margir taka undir þau orð með frúnni og sennilega meinar hún það ekki sjálf, ef hún athugar sinn gang. Því brátt fyrir alt og alt, þá efú jólin sú hátíð, sem flestir hlakka til og vilja leggja mikið á sig til að gera sem hátíðlegust og skemtileg- ust, bæði fyrir sig og aðra. .... •»«mmmMMMmiMmmtnnMirv«viiimiiiiMM' . »«». ... MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . bm——M—1—m H— — iniif ■ irfi Æskuiýðsborg flóltabarna í Þýskalandi Eftir Guy Bettany, frjettaritara Reuters HAMBORG: — Merkileg til- raun er nú gerð á breska her- námssvæðinu í Þýskalandi í sambandi við flóttafólkið þar. Yfirvöldin hafa komið þarna upp æskulýðsborg í stórum her mannaskála í bænum Verden um 22 mílur frá Bremen. Þar eru nú meir en 100 „borgarar“ — unglingar, sem hafa hvergi átt höfði sínu að að halla, en nú er útlit fyrir að geti lært ein hverja arðbæra atvinnu og orðið nýtir borgarar í þjóðfje- laginu. Stjórnandi æskulýðsborgar- innar, sem segir að flóttabörn- in hafi að mestu leyti sjálf gert hinn kamla hermanna- skála að vistlegu heimili, er sr. Gustav Ulrich, sem bjó á Rhode Island í Bandaríkjunum. Hann er fjögurra barna faðir og á því auðvelt með að skilja vandamál skjólstæðinga sinna. • • PÓLSKUR PILTUR EINN drengjanna þarna sagði þeim, sem þetta ritar, eftirfar- andi: „Jeg er fæddur 10. apríl 1932 í þorpinu Toporow í Pól- landi. Þar gekk jeg í skóla. Þegar stríðið braust út, var skólanum lokað, og til 1943 bjó jeg í Toporow með foreldr um mínum og einni systur. Þá tóku Þjóðverjar pabba minn og systur mína, en jeg bjó á- fram hjá mömmu. „1944 drápu skæruliðar móð- ur mína og jeg fluttist til ná- búa okkar. Seinna þetta sama ár fóru Þjóðverjar með mig í verksmiðjuna í Þýskalandi, þar sem pabbi og systir mín unnu, og þar var jeg til 1945. Þegar bandarísku hermennirn- ir komu, tók systir mín mig með sjer en pabbi varð eftir. Jeg veit ekki hvar hann er“. í dag er þessi drengur 16 ára og saga hans er í öllum aðalat- riðum lík sögum fjelaga hans í æskulýðsborginni. • • ÚR ÖLLUM ÁTTUM STARFSFÓLKIÐ í æskulýðs- borginni kemur frá mörgum löndum. Auk Þjóðverja og Bandaríkjamanna, eru þarna menn frá 11 öðrum þjóðum, meðal annars júgóslavneskur sálfræðingur. í fyrsta barnahópnum, sem þarna \ kom, voru þjóðernin lika mörg: 14 Pólverjar, átta Litháar, fimm Rússar, fjórir Ungverjar og einn. sem óvíst er, hvaðan kemur úr Evrópu. Síðan hefir hópurinn stækkað, þannig að brátt verða þarna um 150 piltar og stúlkur, auk starfs fólksins. Flestir drengjanna eru byrjaðir að læra fatasaum, skósmíði, vefnað, rafmagns- og útvarpsfræði eða ýmiskon- ar smíðavinnu, en stúlkurnar sauma og vinna að búverkun- um. Starfsdagurinn byrjar kl. 6.30, en á kvöldin eru „stjórn- arfundir11, kvikmyndasýningar o. s. frv. • • BANKI OG PÓSTIIÚS STJÓRNARFUNDIRNIR eru ákaflega mikilvægir, þar sem þeir gefa stúlkunum og piltun um tækifæri til að taka þátt í stjórn þessarar litlu flótta- mannanýlendu. Einn drengj- anna er pósthússtjóri staðarins og banki hefir verið stofnaður með þriggja pilta banka- stjórn. Ein af stúlkunum gætir bókasafnsins. Staðurinn þarna er rekinn að eins miklu leyti og mögulegt er sem æskulýðs- lýðveldi og theðlimir þess eru hvattir til að hika ekki við að gagnrýna hlutina og koma með tillögur til úrbóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.