Morgunblaðið - 22.12.1948, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1948, Blaðsíða 16
VAXANDI su3-austan átt. BMrtmu: - eð.a rok, er líður á daginn. Rigr.iag, ÍSFISKSALAN til Þýska- lands. Sjá forystugrein á Ms, 8. 305. tbl- — Miðvikudaaur 22. desember 1948 vðlin fi! Lúcíu- nierlku Jélaðpluiiiini Kaupmannahöfn í gær. Einkáskeyti til Morgunblaðsins. ASA GUÐJOHNSEN, sem var valin „Lucia;í fyrir Norðvestur- jrikin í Bandaríkjunum til að fara til Norðurlanda, kom til Kaupmannahafnar í dag og ber hún kveðju frá ríkisstjóra Was- jhmgtonfylkis til Friðriks Danakonungs. ..........................®Luciuháííðir í Oslo og Stokkhóimi Ása kemur hingað til Hafn- ar frá Stokkhólmi og Oslo þar sem hún hefur verið á stórum Lucíu-hátíðum. Hún sagði mjex, að hún hefði verið valin sem Lucía úr hópi 131 norrænna stúlkna í Norð- vesturríkjum Bandaríkjanna. Hún segir, að Lucíuhátíðirnar hafi verið alveg einstakar og mjög skemmtilegt að taka þátt í þeim. Hún muni aldrei gleyma þessari ferð og hátíðahöldun- um og móttökum, sem hún fjekk á Norðurlöndum. fePM- þau, sem Innflytjenda- sambandið festi kaup á í Italíu voru tilbúin til afgreiðslu í nóv. en skip það, sem átti að flytja eplin hingað, varð fyrir ófyrir- ajáanlegum töfum á Italiu og fór frá Genova 2. desember, en þaðan er 16 daga sigling til Reykjavíkur. Ofsaveður haía geisað þar •syðra og varð skipið að leita Fiafnar á Spáni, hafa eng&r áreið anlegar fregnir borist af því og c>. vonlítið að það nái hingað fyr i'r jól úr þessu. rr borgínni” Er ættuð frá Húsavík Ása er ættuð frá Húsavík. Faðir hennar var Baldur Guð- johnsen. Hann ljest fyrir 17 árum. Hann var forystumaður íslendinga í Seattle-byggðum og stóð framarlega í fjelags- J>AÐ virtist eitthvað mikið vera um að vera, þegar se:< stórir áætlunarbílar og vörubíli lögðu upp frá Ferðaskrifstofunni í gærmorgun. Þeir keyrðu austur nuðurlandsbraut og síðan sem leið liggur upp Mosfelissveit- ina og Kjalamesið. Þetta var síðasta ferðin til Akureyrar fyrir jól, en leiðin rtorður er nú sem stendur frem- ur greiðfær. Bílarnir fluttu þarna nærri 150 manns og póstflutningur- fnn var geysilegur. Reiknaðist mönnum svo til, að hann myndi vera allt að fjögur tonn. Var -tiann settur á vöruflutninga- tufreið og tjaidað yfir. Var þá fiár stakkur á palli vörubifreið- arinnar. fyrrinótf í FYRRINÓTT voru framin Ibrjú innbrot hjer í bænum, í versiun Skjaldbergs við Lauga- veg, Pípuverksmiðjuna við ffauðarárstíg og Barnafatagerð- in.a við Grettisgöíu. Hjá Skjaldberg var stoiið gamalli Remington-ritvjel, skáp ^kiukku og þremur stórum konfektkössum. • í Pípuverk- fiiutðjunni var stoiið 10—20 ki ónum í skiptimynt en í Bjfna fatagerðinni var stoi:ð stranga ’ftieð 10—20 metrum af fata- efni, dökkum á lit með ljósum teinum. Jóla?laðnin"ur. HPiEMEN — Fimm þúsund turmur af bandarísku tóbaki komu til Brem- cji síðastliðinn þriðjudag. Ungfrú Ása Gúðjohnsen (Ljósm. Mbl:. Ó.K.M.) skap íslendinga þar. Móðir Ásu er Salome Ólafsdóttir frá Gufu dal og er hún á lífi. „Jeg kom til íslands í fyrra og þar var yndislega fallegt“, sagði Ása. Hún leggur stund á blaðamennsku við háskólann í Seattle. Hún talar nokkuð í íslensku. Kveðja frá Islendingum í Seattle Að lokum bað Ása Morgun- blaðið að bera íslendingum heima kveðjur frá þeim 7000 Vestur-Islendingum, sem bú- settir eru í Seattle og Norð- vesturríkjum Bandaríkjanna. — Páll. Skákmenn kveðja dr. Euwe Aftari röð (talið f. v.) Högni Torfason, Lárus Johnsen, Magnús G. Jónsson, Guðmundur S. Guð- mundsson, ívar Þórarinsson, Áki Pjetursson Theodór Guðtnundsson, Friðrik Björnsson. Fremri röð (talið f. v.) Guðmundur Ágústsson, Guðmundur Pálmason, Baldur Mölier, Dr. M. Euwe, Árni Snævarr, Aðalsteinn Halidórsson, Guðmundur Arniaugsson, Steingrimur Guðmundsson. Skákmenn kveðja dr. Euwe Hann heiur dvalist á íslandi í 15 daga og ieflt 145 skákir ’ DR. MAX EUWE, hollenski skáksnillingurinn, sem hjer hefur cvalið að undanförnu fór í fyrrinótt flugleiðis til Ameríku. Hafði hann dvalist hjer á landi í fimmtán daga og teflt nær hálft ann- að hundrað skáka. Nehru og Indonesía JAIPUIR, HINDUSTAN - Nehru, forsætisráðherra Hindustan, hef- ur lýst því yfir, að aðgerðir Hoi- lendinga I Indonesíu sjeu brot á stofnskrá Sameinuðu Þjóðanna. Skáksamband íslands hjelt dr.®- Euwe kveðjusamsæti að Hótel Borg á mánudaginn og voru þar saman komnir helstu skákmenn íslendinga og vinir dr. Euwe. Guðmundur Arnlaugsson tók til máls fyrir hönd skáksam- bandsins og þakkaði hann Euwe fyrir komuna og sagði að hún væri ómetanleg fyrir skáklíf á íslandi. Skýrði hann frá því, að um þrjú ár væru liðin, síðan fyrst hefði komið til tals, að Euwe heimsækti ís- land, en ekki orðið úr því fyrr. Euwe svaraði og þakkaði góð ar móttökur hjerna, sagðist hann sjá eftir að hafa ekki kom ið til íslands fyrr og minntist á að í bakaleiðinni frá Ameríku myndi hann koma við á Is- landi. Hann sagði, það vera skoðun sína, að Islendingar stæðu mjög framarlega hvað skákíþróttina ,snerti og sjer- staklega minntist hann á, að hinn kornuií^i skákmaður Is- lendinga, Guðmundur Pálmason myndi eiga mikla framtíð fyrir sjer, ef hann fengi tækifæri til að tefla á alþjóðamótum. 145 skákir. í fyrrinótt lagði dr. Euwe af stað til Ameríku með flugvjel frá Keflavíkurflugvelli. Hann hafði þá dvalið hjer á landi í 15 daga. Tefldi hann á þeim tíma 145 skákir. Vann hann 87 skákir, gerði 43 jafntefii og tapaði 15. Koma dr. Euwe hef- ir verið þýðingarmikill atburð- ur fyrir skákmennt íslendinga og við það hefur skákmönnum okkar tekist að sýna, að þeir eru sumir hverjir skákmenn á heimsmælikvarða. Ný skáldsaga eftir Jón Björnsson rithöfund í GÆR kom út ný bók eftir Jón Björnsson rithöfund. Er það skáldsaga er ber heitið Búdda- myndin og er 238 bls. að lengd. Jón Björnsson hefur ritað skáldsögur bæði á dönsku og íslensku og var orðinn þekktur rithöfundur í Danmörku áður en hann fluttist hingað heim. í fyrra kom út eftir hanh Jón Gerreksson og vakti sú bók mikla athygli og mun nær upp- seld hjá útgefanda. Er ástæða til þess að fagna þessari nýju skáldsögu Jóns Björnssonar og er nokkur ný- ung að útgáfu frumsaminnar skáldsögu íslensks rithöfundar í því flóði af þýðingum og end- urprentunum, sem nú fyllir bókamarkaðinn. Afiur samkomubann á Akureyri Akureyri, þriðjudag. Frá frjettaritara Mbl. SAMKVÆMT viðtali við hjer- aðslækninn í dag hefur síðasta hálfan mánuð bætst við 1 til 4 mænuveikistilfelli daglega og gerir það enn. Veikin er enn fremur lítið út- breidd í nærliggjandi sveitum, en sökum þess, að búast hefði mátt við, að mikið yrði um ýmis konar samkomur um jólin og áramótin, bæði á Akureyri og í sveitunum hefur verið ákveð- ið að setja gamkomubann í öllu Akureyrar læknishjeraði, fram yfir,áramót. Dýrí verkfall Róm í gærkvöldi. STARSMENN hins opinbera og starfsmenn járnbrautafje- laga gerðu 24 klst. verkfall í Ítalíu í gær, og kostaði verk- fallið járnbrautarfjelag ríkis- ins einn miljarð líra. Versl unarsamningu r FRANKFURT — Undirritaður hefur verið tveggja ára verslun- arsamningur milli Vestur-Þýska- lands og Spánar. Skipst verður á vörum fyrir 22 milljón dollaia. >■ ~su

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.