Morgunblaðið - 22.12.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1948, Blaðsíða 14
14 MORGL’NBLAÐIÐ Miðvikudagur 22- des. 1948. ~#nundi rifna, ef jeg reyndi að íroða honum yfir herðarnar á - tnjer. Nei, Rosalind. Jeg er hræddur um að örlögum mín- um verði ekki brevtt hjer eftir“. „Reyndu það“, sagði hún. — ., Þú getur vafið skikkjunni - minni um herðar þínar og beygt höfuðið. Það er svo mik- <*ð efni í pilsinu og jeg get rif- *ð niður faldinn". „Nei“, sagði Kit. „Það geng- ur ekki. Og þó að það væri - haegt, þá mundi jeg alarei yfir gefa menn mína. Jeg vona að ■ þú .skemtir þjer vel við athöfn ina á morgun“. Hún þrýsti sjer aftur að hrjósti hans og fór nú að gráta með þvílíkum ofsa að vörður- kin opnaði hurðina og gægðist inn á milli rimlanna. til að sjá hvað gengi á. Hann opnaði j. munninn og ætlað] að fara að 'ftalla eitthvað inn í klefann. En það heyrðist ekkert hljóð úr honum, því að Bernardo gripið fítórum og sterkum höndum sín um utan um háls hans. Kit sá hvernig augu varðmannsins tútnuðu út í augnatóftunum og hvernig svitinn spratt fram af enni hans. Svo varð andlit hans helblátt og tungan stakkst út úr munninum. Bernardo hjelt um háls hans lengi eftir að hann var búinn að gefa upp öndina. Svo slepti hann annari. hendinni og leitaði með henni j » vösumm varðmannsins að! lyklunum. Hann fann lyklana og dinglaði þeim fyrir framan nef varðmannsins. „Það varst nú óvart þú, sem fjekst að kenna á því“, sagði Bernardo með fyrirlitningu. — „Sofðu nú vel. greyið mitt, þangað til djöfullinn vekur þig aftur niðri í helvíti“. „Göturhar eru fullar af her- mönnum“, sagði Kit. „Við skul um koma okkur saman um hvað hægt sje að gera“. „Nei“, sagði Rosalind, „það eru engir hermenn á götunum. ■Neilson skipstjóri sagði mjer, að þeir væru allir í kránni. — .Hann bauð þeim þangað ókeypis“. „En varðmennirnir við fremri dyrnar?“ „Þeir eru ábyggilega orðnir dauðadrukknir núna. Jeg færði þeim vínföng með kveðjum frá skipst j ór anum‘ ‘. „Hann er hugsunarsamur“, tautaði Kit. „Hversvegna er hann svo hliðhollur okkur, Rosalind?11 „Vegna þess að jeg bað hann um að hjálpa mjer. Hann var heldur ekki samþykkur dómn- um. Hann sagði að honum mundi þykja gaman að því að hitta þig úti á rúmsjó og skipt ast á skambyssuskotum við þig. En hann mundi alarei stuðla að því að þú værir hengdur“. „Hann veit hvað hann syng- ur, sá“, muldraði Bernardo. ♦Kit virti Rosalind fyrir sjer augn.ablik. Síðan sneri hann sjer að mönnum sínum. „Jæja, þá höldum við af stað“, sagðí hann lágt. „En farið hljóðlega. Við náum Seaflower. Við get- um komið upp byssum sitt hvoru megin og sett menn við þær. Og eftir smáaðgerðir, sem taka enga stund. gefcum við 39. da(fur komið skipinu á flot, og þá er okkur borgið. Af stað“. Þeir lögðust allir á fjórar fætur og skriðu eftir gangin- um. Hurðirnar opnuðust hver af annari fyrir lyklunum, sem Bernardo var með á kippunni, sem hann hafði náð af varð- manninum. Við síðustu dyrnar voru tveir varðmenn. Þeir reyndust báðir auðunnir. Þegar þeir voru komnir út, sagði Kit að nú skyldu þeir dreifa sjer Síðar skyldu þeir hittast aftur niðri við höfnina. Þegar þeir voru saman komn ir niðri við höfnina, höfðu fimm þeirra náð sjer í byssu og hnífa, af hermönnunum, sem reikuðu dauðadrukknir um göturnar. Þeir steyptu sjer í sjóinn úti við hafnarmynnið og syntu út í Seaflower. Þeir rjeðu brátt niðurlögum Eng- lendinganna, sem voru á verði um borð í skipinu. Kit hafði skipað svo fyrir að í virðingar skyni við Neilson skipstjóra skyldu þeir ekki drepa þá, held ur aðeins slá þá í rot. Síðan settu þeir þá í bát og ýttu frá skipinu. Bernardo og valdir menn með honum fóru strax að lag- færa skipsreiðann. Að tuttugu mínútum liðnum, var hann kominn í lag. Og skömmu síð- ar sigldi Seaflower þöndum seglum úr höfr.inni. Þeir komu til Saint-Dom- ingue eftir tæpa tvo sólar- hringa. Þeir sigldu suður fyrir eyjuna, því að allir íbúarnir voru fluttir frá Tortuga og til Port de Paix, samkvæmt fyrir skipunum Ducasse landsstjóra. Sælusvipur færðist yfir and- lit skipverjanna, þegar þeir sigldu inn á höfnina við Petit Goave. Að vísu höfðu Englend ingarnir tekið aftur negrana, sem þeir höfðu ætlað að græða á. En þeir höfðu ekki skeytt því að leita í skipinu að her- fanginu, sem þeir höfðu tekið á búgörðunum. Þeir höfðu vafalaust hugsað með sjer, að til þess yrði nógur tími síðar meir, þegar búið væri að hengja skipverjana. Mennirnir vissu að herfangið var nóg til þess að þeir gætu að minsta kosti farið á eitt ærlegt fyllirí fyrir. Bernardo sá, að Kit sam- gladdist ekki skipverjunum. Maður skyldi halda að hann væri á leiðinni til gálgans, frek ar en það gagnstæða, hugsaði Bernardo. Þegar búið var að kasta akk erum, skipti Kit herfanginu á milli mannanha og ljet þá einnig fá mikið af sínum eigin hluta. Að skilnaði bað hann þá að vera reiðubúna ef hann þyrfti á þeim að halda aftur. Hann og Bernardo reru síðan til lands í síðasta bátnum. Um kvöldið voru allar gleði- konur í Petit Goave og næsta nágrenni samankomnar í kránni, þar sem skipverjar af Seaflower fögnuðu heimkom- unni. Auk þeirra voru margar borgarakonur, sem enn gátu ekki talist í hópi gleðikvenna. En Kit var ekki með í hópn- um. Bernárdo stundi þungan {og virti fyrir sjer litlu feit- lögnu stúlkuna, sem hlustaði af miklum fjálgleik á smjaðurs yrði hans. Það mundi verða nógur tími á morgun að hug- hreysta skipstjórann. í kvöld þurfti hann að sinna öðrum, sízt leiðinlegri verkefnum. Skömmu síðar var honum þó gert ónæði, einmitt þegar hann var önnum kafinn við að kyssa lagskonu sína. Hann leit ■ upp. Fyrir framan hann stóð skrautklæddur maður. Hann brosti og baðst afsökunar. — , Maðurinn var auðsjáanlega af háum stigum. Jafnvel Bernardo fanst hann hafa eitthvað fyrir- mannlegt við sig, enda þótt rommið hefði gert það að verk um, að hann var farinn að sjá heldur ógreinilega. Bernardo j staulaðist'á fætur. j „Jeg bið yður innilega afsök unar, herra Diaz“, sagði mað- urinn. „Mjer þykir leitt að ó- náða yður undir þessum kring umstæðum en jeg er sendur hingað á vegum landsstjórans. Hann þarf að ná í Giradeaux skipstjóra. Herra Ducasse bað mig að skila hamingjuóskum sínum til allra skipverjanna í tilefni af heimkomunni. Jeg átti að færa hverjum manni eina pyngju gulls í þakklætis og virðingarskyni frá lands- stjóranum. Jeg treysti yður til að sjá um útbýtingu pening- anna“. „Jú, sjálfsagt“. sagði Bern- ardo og brosti gleitt. „En jeg veit því miður ekki hvar Giradeaux skipstjóri er niður kominn“. „Það var leitt. Og þó liggur ekki lífið á. Landsstjóranum er mjog hlýtt til þessa unga manns. Hann óskar eftir að endurgjalda honum ríkulega fyrir hans þátttöku í herferð- inni.“ „Jeg skal koma honum til Exéter ekki á morgun heldur hinn í síðasta lagi“, sagði Bernardo. „Þakka yður fyrir, herra Diaz, Og gerið þjer svo Vel .. Hann rjetti Bernardo stóran úttroðinn leðurpoka. Bernardo sá strax að í pokanum voru að minsta kosti hundrað gull- ! louis-ar handa hverjum. Hann ! greip um handlegg sendi- mannsins, stökk upp á borð og hrópaði yfir salinn: „Sjáið þið, piltar! Gull! Frá landsstjóranum, herra Ducasse. Nú hrópum við húrra fyrir sendimanninum“. Það var eins og þakið ætlaði að rifna af húsinu fyrir fagn- aðarlátunum. Tveir sveittir og , óhreinir sjómenn tóku sendi- manninn og báru hann á öxlum sjer hringinn í kringum salinn og kvenfólkið þakti hendur hans með kossum. Sendimað- urinn tók þessari meðferð vel og þakkaði fyrir heiðurinn sjer sýndan. Hann talaði fágaða ! Parísarfrönsku, sem sjóræningj arnir og stallkonur þeirra áttu bágt með að skilja. En honum skjátlaðist, ef hann hefði hald ið. að hann slyppi við svo búið. Hann var látinn setjast við borð og stúlkukind sett á hnje hans cg rommkönnu stungið í hendi hans. Þegar hann var bú- inn að súpa nokkrum sinnum Hjartanlega þakka jeg ykkur öllum, ungum og göml um, sem sýnduð mjer vinarhug og heiðruðu mig á átt ræðisafmæli minu og við heiðursborgárakjör í Akranes kirkju 31. okt. s.l. Jeg þakka bæjarstjórn og bæjarstjóra Akraness og öllum öðrum, sem stuðluðu að því að gera mjer þessa daga sem ánægjulegasta. Jeg þakka öll blóm in, skeytin og peningana, sem mjer bárust- Bið jeg guð að blessa ykkur og launa ykkur öllum. Akranesi, 10. des. 1948. Guðrún Gísladóttir, Ijósmóðir. Hjartanlega þakka jeg ykkur öllum, sem með dýrum gjöfum, heimsóknum, heillaske%Trun og á annan hátt glödduð mig og heiðruðuð á áttræðisafmæli mínu, bann 17. des. s.l. L.ifið öll heil. Guðmann Helgason, frá frá Snæringsstöðum. Hugheilar þakkir til allra sem glöddu mig sextugan. Guðrún Eiríksdóttir Skáldsaga um SJÓFERÐIR OG SVAÐILFARIR VOGLIM ViNNUR eftir hinn vinsæla norska rithöfund, ranóen c=>Caró ^JJc í þýðingu CjuJm. Cj. ^JJacjalí Þetta er saga um hetjulega baráttu sjómanna við hamfarir Ægis og vetrarhörkur Norður-Ishafsins samtvinnað hugnæmu ástarævintýri. Þess vegna er þetta tilvalin jólabók sjómanna og hinna, sem biða þeirra í landi. Bókaútgáfan Bláfeldur \ Jólahefti Jazzblaðsins kemur í verslanir í dag. 50 mynd ir ern í blaðinu. Efni m.a.: Greinar um Þorvald Steingrimsson, L.ionel Hampton og 12 manna hljómsveit K.K. Auk greina eftir Ólaf Gauk, Dave Dexter og fleiri. í blaðinu er kosningarseðill um vinsælustu íslensku hljóðfæraleikarana. Myndagáta, góð verðlaun veitt. Erlendir og innlendir sönglagatextar auk margs annars. Náið ykkur í hejti strax, áður en hlaðið selsl upp. PELSAR Nokkrir pelsar og „capes“, fyrirliggjandi. I Heildv. Sig. Arnalds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.