Morgunblaðið - 04.01.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1949, Blaðsíða 2
M O R G V N B L AÐ 1 Ð Þriðjudagur 4. janúar 19-1n» Jóhannes úr Kötlum og siðmenningin ÞVÍ VAR haldið fram hjer í bl&ðinu fyrir nokkru, að Jó- (hacmes skáld úr Kötlum ætti vart heima í siðuðu þjóðfjelagi. I'jóðviljinn æpir undan þessum BKÖfcunum í garð skáldsins. — Þykjast Þjóðviljamenn ekkert akiija, við hvað sje átt hjer í feiiiðinu með ummælum slíkum. íaaá er gamla sagan. Kommún- istar v'ilja að jafnaði ekki nefna liiutina rjettum nöfnum, þegar tii þeirra er talað, eða um mál- ef'íi þeiri'a rætt. Allí stjórnar- og áróðurskerfi feommúnista, byggist að miklu leyt' á hreinum öfugmælum,1 sem kunnugt er. En af því mun atafa hinn sífeldi flótti þeirra frá' siaðreyndum, og ávaninn sí‘.r að vilja ekki viðurkenna, að leggja megi á stefnu þeirra eða verk sama mælikvarða og.ann- ac-j manna. Þeir nefna t. d. hina skefja- íausu kúgun austrænu ríkjanna feið ákjósanlegasta frelsi. Hið íuj.Ikómnasta lýðræði kalla þeir fea,ð,; þegar vilji harðstjórans >:æður einn öllum skoðunum og gerðum manna. Þá þykir kom- rnÚTiistum. eftir því sem þeir segj i, verkalýðurinn vera al- i.j.ill,. eða því sem næst, þegar haim er orðinn rjettlaus í átt- hagafjötrum og hver sem mögl- ar jyfir einræðinu, getur búist viðj því. að eyða því, sem hann á eftir ólifað, í fullkomnum ferældómi í fangabúðum einræð isstjómarinnar, sje þeim ekki styttur aldur umsvifalaust. án elóms og laga. í jólaboðskap sínum segir Jóflannes úr Kötlum. að sú skéfjalausa kúgun, sem rekin er ( hinum mannrjettindasnauðu Sovjetríkjum, sje siðmenningin í sinni fegurstu mynd, að hans dómi og fjelaga hans. Sú „sið- menning“ sem hann þar veg- samar, sje „rjettborinn viðtak- andi“ hins íslenska þjóðfjelags. En það lýðræðisskipulag, sem við íslendingar lifum við, og aðrar vestrænar þjóðir, sje „upp gjafalýðræði og breytingar á hinu íslenska þjóðfjelagi í mann rjettindalaust einræði og kúg- un harðstjórnar, segir Jóhannes að sjeu „óhjákvæmilegar þjóð- f j elagsbr ey t ingar-!. Jeg hika ekki við að fullyrða og. endurtaka, enda er jeg sann- færður um, að allir eru mjer sammála, sem unna íslenskum málstað, fram yfir hinn rúss- neska, að hver sá maður, sem svo eindregið segir frelsi og inannrjettindum stiúð á hendur, sem Jóhannes úr Kötlum ger- ir í áður áminstri jólahugvekju sinni, og þykist þess reiðubú- inn, að vinna að tortímingu ís- lendinga. og íslenskrar þjóðar og undirokun undir hið aust- ræna skipulag, hann á ekki heima í íslensku þjóðfjelagi, eða í neinuin þeini fjelagsskap, sem aðhyllist mannrjettindi og sið- menningu. Kommúnistar hverju nafni 'sem nefnast. verða að gera sjer grein fyrir því, að þegar þeir segja frelsi og mannrjettindum stríð á hendur, eins og Jóhann- es skáld úr Kötlum gerði í jóla grein sinni, eiga þeir ekki heima í fjelagsskap frjálsbor- inna lýðræðishugsandi manna. Það stoðar ekkert fyrir þá, að mjálma framan í einn eða neinn þó þeir og framkoma þeirra sje nefnd rjettum nöfnum. V. St. toimiiiisfir segja upp sfarfs- cnanni MltmmMs verkiýðs- fjelaganna Síðan Sósíalistaflokkurinn tapaði meirihluta aðstöðu sinni í Alþýðusambandinu, virðist ýmislegt fara í taugarnar á honum. Hann gat ekki hugsað sjer, að hin nýja sambandsstjórn gæfi vú málgagn heildarsamtakanna, eins og sambandsstjórn sú er fearui skipaði, gjörði, þess vegna hrifsaði hann tímaritið „Vinn- vna“, með þeim hætti, sem öllum er kunnugt um. Það siðasta taugakast sem hinir fvrverándi sambandsstjórn- armenn fengu, var núna milli jóla og nýjárs, er stjórn Full- trúaráðs verkalýðsfjelagnna í Revkjavík sem eingöngu er skip- uð fcommúnistum, samþykkti að segja upp starfsmanni sínum, F'orsteini Pjeturssyni, sem þó mun vera meðlimur Sósíalista- ílokksins. Þorsteinn Pjeturssón hefur verið starfsmaður Fulltrúaráðs verkalýðsf jelaganna um margra (í r.-. skeið. Fulltrúaráðið hefur ekrifstofu að Hverfisgötu 21, unk Fulltrúaráðsins hafa. 15 verkalýðsfjelög sameiginlega 1« .'3a EÍcrifstofu, og var Þor- steinn Pjetursson á hálfurn launurn hjá Fultrúaráðinu á tnó ti háifum launum frá hinum 15 fjeiögum sameiginlega. Ivleðal þessara 15 fjclaga evu t. d. Klæðskerafjelagið Skjald- borg, Málarasveinafjel. Reykja víkur, Fjelag íslenskra raf- virkja, Matsveina- og vcitinga- þjónafjelag íslands og Sveina- fjelag skipasmiða. Er það áiit þeirra er kynst hafa störfum Þorsteins Pjeturs- sonar, eða hafa starfað með hon um, þó hann sje meðlimur Sósíalistaflokksins, að hann gerði sjer ætíð far um að starfa fyrir hin ýmsu fjelög sam- kvæmt ósk stjórnar fjelaganna, Frh. af bls. 5. Norskl skip sirandar UM KLUKKAN átta á sunnu- dagsmorgun, strandaði norska saltflutningaskipið Gygra frá Oslo á skefjum' við Bótasker undan Mýrum. Varð- og eftir- litsskipið Faxaborg bjargaði áhöfninni 16 manns og flutti hana hingað til Reykjavikur. Loftskeytastöðin tók á móti neyðarkalli skipsins um kl. 8 og var Slysavarnafjelaginu þeg ar gert aðvart. Hjer í Reykja- vík lá Faxaborg og brá skip- herrann Jón Jónsson fljótt og vel við. Frá Akranesi fór m.s. Sigurfari. Bæði skipin komu svo á strandstaðinn um svipað leyti, eða um kl. 10. Sjór var þá ládauður, en það varð skipbrotsmönnum til lífs. Og fóru skipin eins nálægt hinu strandaða skipi og fært þótti. Faxaborg var í um 500 m. fjar- lægð frá skipinu. Stöðugt sam- band var haft við Gygra meðan á björgun skipshafnarinnar stóð. Tv'o menn kól. Skipbrotsmenn settu út bát af skipi sínu og rjeru að Faxaborg, Voru í honum tíu menn. Tveir þeirra höfðu hlotið kalasár á höndum. Var annar þeirra stýrimaður og var hann illa kal inn. Hinn ’var. háseti og var hann minna kalinn. Menn frá Sigurfara og Faxa- borg sóttu á bátum þá sex menn sem eftir voru og var björg- unarstarfinu lokið um kl. 2 e.h. Var þá haldið til Reykjavíkur, en um borð í Faxaborg var hlúð að mönnunum eftir bestu föng- um og v'oru þeir hressir vel er hingað kom. Sjópróf í máli skipstjórans á Gygra fara fram í ræðismanns- skrifstofu Norðmanna hjer, en ástæðan til þess að skipið strand aði er enn ekki fyllilega ijós. Skioið var á leið hingað til Reykjavíkur, er það strandaði. Það hafði ætlað til Hólmavík- ur með saltfarminn, en að sögn skipverja, urðu þeir að snúa skipinu aftur til Reykjavíkur vegna bilunar. Gygra var á milli 600 og 700 smál. og er tal- ið ósennilegt að því verði bjarg- að. Nýárskyeðjur og helmsóknir til (orsela fsiaads SVO sem venja er á nýársdag tók forseti íslands á móti gest- um í Alþingishúsinu. Meðal gesta, sem komu í heimsókn voru ríkisstjórnin, hæstarjett- arclómarar, forseti Alþingis, fyr verandi ráðuneyti, fulltrúar er- lenrlra rikja, ýmsir embættis- menn og starfsmenn hins opin- bera, fulltrúar stjettarfjelaga og fleiri. Meðal nýárskveðja, sem for- seta Islands hafa borist voru kveðjur frá Hákoni VII. Nor- egskonungi, Olav ríkisarfa Norðmanna og Passikivi Finn- landsforseta. Elding í flugv'jel. LOMDON — Eldingu sló nýlega niður 1 flugvjel, sem var að koma til London frá New York. Flug- vjelin laskaöist lítið eift, en eng- an þeirra, sem í henni voru, sak- aði- ' ' JSáá Stúdentafundur sam- þykkir, að ísiendingar skuli halda fast við sam- vinnu við vestrænu ýðræðisríkin Á GAMLARSDAG tilkynnti formaður Stúdentafjel. Reykja- víkur, að fundur stúdenta yrði haldinn í Listamannaskálanum sunnudaginn 2. jan. þar sem umræðuefnið yrði hlutleysi og hernaðarbanclalag. Frummæl- andi á fundinum yrði Pálmi Plannesson rektor. Þareð alment mun hafa ver- ið litið svo á, „að fundur þessi væri boðaður að undirlagi kommúnista, leiddi meginþorri reykvískra stúdenta fund þenna hjá sjer. Því menn telja að þýð- ingarlaust sje, að tala um ut- anríkismál Islands við komm- únista, eða nokkuð það er varð- ar öryggi lands og þjóðar. Það kom líka á daginn, er á fund- inn kom, að þar bar mest á rommúpistum úr liópi stúdenta. Fundurinn hófst laust eftir kl. 2 e. h. og stóð yfir fram undir kl. sjö um kvöldið. Voru þar haldnar langar ræður, sem komu hinu auglýsta umræðu- m. a. dr. Matthías Jónasson, Komu sumir ræðumanna með skrifaðar ræður á fundinn og töluðu lengi, svo sem Jónas Haralz og sr. Sigurbjörn Ein- arsson. M. a. tóku til máls dr, Matthías Jónasson, Björn Sigurðsson frá Veðramóti, Gylfi Þ. Gíslason, Guðm. Thoroddsen prófessor og Sigurður Ólason lögfræðingur, er svaraði Gylfa, eftir að Gylfi hafði haldið því fram, að einu gilti hver fyrstir yrðu til að hernema ísland í ó- friði, Rússar eða aðrir. Ef rússn eskur her kæmi hingað fyrst þá myndi hann fljótlega verða flæmdur hjeðan. En Sigurður flæmdur hjeðan aftur. En Sigurður taldi þá skoðun Gylfa varhugaverða og benti á, að ræðumenn hefðu ekki skýrt frá því, hvernig þeir hugsuðu sjer, að sjá landinu.fyr ir vörnum og öryggi á þeim við- sjárverðu tímum, sem nú eru. Frummælandi Pálmi Hannes son, Gylfi Þ. Gíslason og Krist- ján Eldjárn formaður fjelags- ins báru fram svohljóð- andi tillögu um fundarálit er samþykkt var með 164 atkvæð- um. Var ætlast til að ekki greiddu aðrir atkvæði af fund- armönnum, en stúdentar. En all margir aðrir voru viðstaddir. „Fundur haldinn í Stúdenta- fjelagi Reykiavíkur 2. janúar 1949 telur, að ísland eigi í ut- anríkismálum að hafa nánasta samvinnu við hin Norðuriöndin og önnur vestræn lýðræðisríki, sökum sameiginlegs menning- ararfs, sameiginlegra viðskipta- hagsmuna, skyldra stjórnar- hátta og sainúðar með málstað lýðræðis og pólitísks frelsis. — Hinsvegar telur fundurinn ekki ins báru fram svohljóð- þeirri stefnu, sem mörkuð hef- ur verið af íslenskum stjórnar- völdum og fy.lgt hefur verið til þessa, að íslendingar geti af augljósum ástæðum aldrei orð- ið hernaðaraðili, og þess vegna álítur fundurinn, að ísland geti ekki á friðartímum tekið og eigi ekki að taka þátt í neinu hern- aðarsamstarfi, þar sem það hefði í för með sjer, að hjer yrðu erlenda.r herstöðvar og erlendur her.“ Hið eftirtekarverðasta við fund þenna, og samþykkt þá, sem þar var gerð er þetta. Enda þótt á fundinum væru margir forsvarsmenn kommún ismanns, og þeir hafi haft við- búnað undir fundinn, voru þeir, sem atkvæði greiddu þar á einu máli um það, að íslend- ingar eigi að hafa sem nánasta samvinnu við hin vestrænu lýðræðisríki bcggja megin At-> lantshafsins. En ástæðurnar, sem fram eru bornar fyrir því, að ís- lenska þjóðin eigi að skipa sjer þar í flokk, eru þær al- kunnu, og augljósu, eins og í áliti fundarins stendur, að við höfum samúð með málstað lýðræðis og pólitísks frelsis, varðveitum hinn sameiginlega menningararf, höfum sameig- inlega viðskiptahagsmuni og skylda stjórnarháttu. Þeir kommúnistar, sem fund inn sátu, og greitt hafa þessu áliti atkvæði, hafa bersýni- lega farið út af Þjóðviljalín- unni þá stundina. Er ekki nema gott um það að segja, ef þar væri um hugarfarsbreytingu að ræða. En valt mun vera að treysta því, að þar fylgi hugur máli hjá fylgjendum og attani ossum Moskvavaldsins. Það er út af fyrir sig engin saga, þó fundarmenn lýsi þvl yfir, að þeir vilji komast hja hersetu og herstöðvum í land- inu á friðartímum. Því vafa- laust munu margir vera sanid sinnis bæði hjer á landi og ann- arstaðar, að best sje að komasí hjá slíku. Annað mál er það, að hvorkí flutningsmenn tillögunnar, nju fundarmenn, að því er virðist a2 ummælum Sigurðar Ólafsson- aar, hafa að þessu sinni sinnti því meginatriði, hvaða leiö er líklegust til þess að við Islend- ingar getum aflað okkur hina fylsta öryggis, sem hægt er au fá, til varðveislu frelsis okkait og sjálfstæðis. Að sjálfsögðu eru kommún- istar fáorðir um það efni. En þeir menn sem eru utan við flokk kommúnista og áhrifavald þeirra, geta ekki leitt það meg- inmál hjá sjer. LONDON: —■ Tilkynt var hjej fyrir skömmu, að alls hefðu um það bil 18 þús. útlendingar feng « ið breskan borgararjett á s.l. árl,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.