Morgunblaðið - 04.01.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.01.1949, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. janúar 1949- M O R G ll!S B L A Ð I Ð 9 >eim verðifiæfun! Á ÁRINU, sem nú er að byrja, rennur út kjörtímabil mitt sem forseti íslands. Þá eru liðin 8 ár síðan jeg var fyrst kosinn ríkisstjóri og 5 ár síðan jeg var < fyrst kosinn forseti. Það gæti verið freistandi að | minnast nú eitlhvað á störf min þessi 8 ár undanfarin. Jeg vil ekki þreyta hlustendur á því. En þó vil jeg minnast lítilshátt- ar á sumt, sem kemur í huga minn er jeg lít yfir þessi ár. Er jeg tók við ríkisstjóra- starfinu 17. júní 1941, lýsti jeg m. a. þeirri ósk minni. að ein- hugur mætti ríkja með þjóðinni um lausn þeirra vandamála, ; sem þá voru framundan. Enn- fremur, að menn á þeim alvöru tímum, sem þá voru og steðj- uðu að, Ijetu eigi hugsunina um eigin hagsmuni eða fallvalt an stundarhagnað sitja í fyrir- rúmi fyrir því, sem talið væri þurfa til lífsbjargar þjóðar- heildinni. Viðburðarík ár Þau ár, sem síðan eru liðih, hafa verið óvenjulega við- burðarík fyrir íslensku þjóð- ína. Heimsstyrjöld geisaði, styrjöld sem vjer íslendingar drógumst inn í þrátt fyrir ein- lægan vilja vom tii að vera hlutlausir. Svo að segja fyrir- varalaust urðum vjer að velja um varnarleysi eða hervernd stórveldis. Vjer kusum her- verndina. Hjer sat í mörg ár erlent setulið. t því sambandi komu upp ýms áður óþekt vandamál. Á tímabiiinu þurfti að ráða fram úr framtíðar- stjórnskipulagi Islands, sem gert var með stofnun lýðveldis Ins 17. júní 1944, með svo að segja einróma jákvæði allra kosningaþærra manna hjer á landi. Þar kom fram á ánægju- legan hátt einhugurinn er á reið. Oss taer aldrei að gleyma því, hve ómetanlegt það var íslensku þjóðinni bæði inn á við og, ekki síður, út á við, að hún stóð þá sem eírtn maður. íhugun þess mætti verða oss lærdómsrík á öðrum sviðum. Ef litið. er á það, hvernig oss tókst að ráða fram úr þessum vandamálum, verður myndin fremur björt. Hinsvegar hafa vonir brugð- íst á ýmsum öðrum sviðum. •— Um innanlandsmál hefir yfir- leitt tekist miður að skapa þann einhug, sem jeg í bjart- sýni minni setti á óskaseðilinn, er jeg tók við ríkisstj órastarf- inu fyrir 8 árum. Sumpart vegna þess, hve miður þetta tókst, höfum vjer átt, og eig- um enn, við mikla verðbólgu og dýrtíð að glíma, sem mikið veltur á um framtíð vora, hvernig rætist úr. Og nú, hálfu fimta ári eftir stofnun lýðveld- isins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vjer þurftum að fá sem fyrst og al- raennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtOg- unum, að sett yrði sem fyrst. í því efni búum vjer því eiin- þá við bsetta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað Nýársávnrp forsela íslands land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld. Er lýðveldið var stdfnað, var þesS gætt að breyta engu öðru í stjórnar- skránni en því sem óumfljjan- legt þótti vegna breytingarinn- ar úr konungsríki í lýðveldi. Mikil þróun hefir orðið á síð- ustu öldinni með mjög breytt- um viðhorfum um margt. — Vonandi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnar- skrá. Meðferð fjármála Því verður tæpast neitað að hugur flestra heíir oeinst íals- vert að gróða og auknum tekj- um hjer á landi undanfarin 8 ár, og ýmsar framkvæmdir fengið svip af því. Þess var full þörf að bæta og jafna kjör manna hjer á landi. Óvæntar tekjur einstaklinga og þess op- inbera sköpuðu góða aðstöðu til þessa, ef vel var á haldið. Tilraunir hafa verið gerðar í þessa átt og sumt hefir borið árangur. En því fer fjarri, að þetta hafi tekist að öllu leyti eins vel og efni áttu að geta staðið til. Fjármál og efnahags mál eru vandasöm meðferðar, ekki síst fyrir þjóð, sem hefir svo litla æfingu í meðferð slíkra mála, sem vjer höfum. Það er erlent máltæki, sem lýsir því, að mönnum hætti við því. að einblína svo á trje- in að þeir taki ekki eftir skóg- inum sjálfum. Hefir ekki hent oss eitthvað þessu líkt? Höfum vjer ekki heillast svo af aukn- um gróða, að vjer höfum ein- blírtt um of á peninga og það, sem kaupa má fyrir peninga? Hefir einstaklingum. og stjett- um ekki hætt við því að leggja meiri áherslu en skyldi á aukna fjáröflun? Höfum vjer ekki stundum gleymt því, að maður inn lifir ekki á einu saman brauði, að til eru önnur verð- mæti, sem einnig eru lífsnauð syn? Mjer finst,. að svo hafi verið. Vjer erum ekki einir um þess háttar mistök. Þau hafa líka komið fyrir hjá öðrum þjóðum. En vjer megum ekki gleyma þvi, að margar þessara þjóða mistu mikil verðmæti á ófriðarárunum, annað hvort fyrir beinar eyðileggingar hern aðarins, fyrir það að vinnuaflið dróst frá arðbærum framleiðslu störfum að eyðandi . hernaði, eða af öðrum ástæðum. Þessar þjóðir þurfa því að leggja mik ið á sig til þess að byggja upp að nýju. Vjer urðurnt aðeins að litlu leyti fyrir slíkum missi verðmæta, samanborið við ótal margar aðrar þjóðir. Sumir hjer á landi virðast af þessum ástæðum hafa tamið sjer þá trú, að vjer þyrftum lítið að oss að leggja, að minsta kosti minna en margar aðrar þjóðir. Að vjer hefðum sjerstöðu sem væri betri en aðstaða annara lþjóða. Og, að ósanngjarnt væri, mæti þótt ekki verði beinlínis mælt á peningamælikvarða. fyrir mentun, vísindi og menn- ingu. Alþjóðasambandið ua heilbrigðismál. Alþjóðastyrktar sjóð barna. Alt hefir þetta á stuttum tíma unnið víðtækt ! og mikilsvert starf til aukinn- Og að vinna að'breyttum hugs |ar menningar^og mannúðar v Sveinn Björnsson forseti að-vjer hjeldum ekki öllu því, sem meira fjármagn en vjer höfðum þekt áður hafði fært oss af umbótum um alla aðbúð manna og lífsvenjur. Beynslan er óvægin Reynslan er óvægin og hún mun sýna oss, að engin þjóð getur haft slíka sjerstöðu til frambúðar. Með bættum sam- göngum og margskonar auk- inni tækni, hefir samlíf þjóð- anna orðið alt annað og miklu nánara en áður. Þjóðirnar eru nú háðari hver annari en áður. Einni þjóð 1 sambýlinu getur ekki vegnao vel til frambúðar, ef hinum vegnar ekki sæmi- lega. Af eðlilegum ástæðum, sem jeg drap á, hefir viðleitni þjóð- anna til endurreisnar snúist mjög um endurreisn á fjárhags sviðinu. Af því leiðir m. a. að peningamælikvarðinn vill verða nokkuð áberandi hjá þjóðum, stjettum og einstak- lingum, fleiri en oss íslending- um. En þess eru merki, að á þessu sje að verða nokkur breyt ing. Að. menn sjeu að komast að þeirri niðurstöðu, að ef menn halda áfram að einblína á trjein sjái þeir aldrei sjálf- an skóginn. Er menn lesa erlend blöð, verður ekki komist hjá því að taka eftir því að fleiri og fleiri af þeim sem um þau mál skrifa, víkja að því, að það sje ekki, og verði aldrei, einhlítt að beina öllum huga og allri orku að því einu að auka fram- leiðslu verðmæta með sem mestan hagnað fyrir augum, og að hugsa of mikið um að afla sjer þeirra lífsþæginda, sem kaupa má fyrir peninga. Menn verði einnig að hugsa um tvent annað: 1. Að skapa skilyrði til þess að varðveita frelsi þjóðanna fyrir ásókn utan að og varð- veita þau verðmæti sem þegar eru fyrir hendi. í því skyni hugsa þjóðirnar mikið um margskonar vígbúnað og annað öryggi hernaðarlegs eðlis. 2. Að reyna að vinna einnig að því, sem gefur lífinu verð- unarhætti í þessu efni. Starfsemi Sameinuðu Þjóðanna Jeg vil fara fám orðum um þá starfsemi í þessa síð.ar- nefndu átt, sem þegar hefir verið skipulögð óg er verið. að skipuleggja á vegum Samein- uðu þjóðanna. Svo að segja um leið og ófriðnum lauk, eða jafn- vel fyrr, hófst þessi starfsemi. Jeg hygg að blöð, útvarp og almenningur ljái þessari starf- semi minni athygli en æskilegt væri. Þriggja mánaða ársþingi Sameinuðu þjóðanna er ný lokið. Hverjar frjettir fjekk all ur almenningur aðallega frá þessu þingi? Það var um ágreining á stjórnmálasviðinu, sem erfitt reyndist að jafna; um átök milli austurs og vest- urs; um óvægileg orð andstæð- inga í þessum málum hvers í annars garð. Skyldi þessu ekki hafa verið veitt meiri athygli en sumu sem gerðist á sama þingi, sem kann að verða engu síður merkilegt? Berlínardeilan, beit ing neitunarvaldsins, átök um upptöku ríkja sem óskuðu að ganga í Banáalagið o. s. frv. Þetta kannast víst flestir við. En hvað hefir mátt lesa mikið í blöðum um mannrjettinda- skrána sem samþykt var á þessu sama þingi án mótat- kvæða af 48 ríkjum. Þau sam- þyktu m. a. að hjer eftir skuli virða það, að allir menn sjeu bornir jafnrjettháir; að varðveita trúfrelsi, skoðana- frelsi, ritfrelsi og fundafrelsí í öllum þessum rikjum og vinna að því að svo verði með öllum þjóðum. Ennfremur felast í mannrjettindaskránni mikils- verð atriði um fjelagsmál og fleira. Það er erfitt að segja það nú, hver áhrif þessi sam- þykt kann að hafa í framtið- inni. En ef þess er minst, hve geysimikil áhrif mannrjettinda yfirlýsing frakkneska þjóðfund arins árið 1789 hafði og hefir haft alt fram á síðustu tíma, þá sýnist það ekki óvarleg til- gáta að þessi samþykt 48 ríkja geti haft mikil og góð áhrif á þróun mannkynsins, eigi síður en samþykt þjóðfulltrúa eins ríkis fyrir hálfri annari öld. Og það er ekki þing Sam- einuðu þjóðanna einu sinni eða tvisvar á ári, sem vinnur öll verkin frekar en önnur þing. Það eru sístarfandi á vegum Sameinuðu þjóðanna nefndir og stofnanir, sem vinna ómet- anlegt mannúðar- og menn- ingarstarf. Jeg skal aðeins nefna nokkur dæmi: Alþjóða- samband verkamanna (sem að heiminum, og á sjálfsagt enn meira óunnið, ef nýr ófriður truflar ekki störfin — og jafn- vel þótt það böl hendi mann- kynið ennþá einu sinni, áð' heimsstyrjöld skelli á. Þetta ætti og að verða til þess að aukn samúð og vináttu milli þjóð- anna. Bætt ÍMigarfar Vonandi getur þetta haft áhrif einnig til hugarfarsbreyt- ingar hjá rnönnum, þeirrar hugarfarsbreytingar, sem fleiri og fleiri þyrstir í. Vjer verð- um að reyna að veita þessum málum meiri athygli en verið hefir. Vjer þurfum, hver ein- staklingur, að reyna að temja oss að stinga hendinni í eigin barm og ihuga, hvort ekki megi bæta hugarfarið. Vjer þurfum þá að beina athyglinn.i alveg sjerstaklega að þeim verðmætum í lífinu, sem ekki verða ávalt fyrst og fremst met- in til peninga. Þegar mönnum hefir tekist að skapa sjer betri lífskjör en áður og aukin lífsþægindi, hættir þeim við að hugsa sera svo: Engu af þessu mun jeg nokkurntíma sleppa. Jeg mun gæta þess af allri orku, að ekk- ert af þessu verði frá mjer tekið. Jeg þarf þess til þess að mjer og mínum geti liðið vel. Þetta er hreinræktuð einstakl- ingshyggja bundin við ytri aðbúð. Það er mannlegt að hugsá þannig. En getur ekki verið hjer að einhverju leyti um hyllingar að ræða, eitthvað sem sýnist en er ekki? Við þurfum öll þak yfir höfuðið, mat og drykk, klæði og skæði. Alt þetta má oftast kaupa fyr- ir peninga. En hve mikið þurf- um vjer umfram þetta? Dóm- ar manna um það verða senni- lega nokkuð misjafnir, máske eins margir og mennirnir eru, hver með sínu viðhorfi. Hvað gerir góður og gæt- inn maður, ef hann einn góðan veðurdag verður sannfærður um, að tekjur hans hrökkva ekki lengur fyrir því sem hann hefir hingað til getað veitt sjer af þægindum — eða jafnvel nauðsyojum? Hann hugsar ráð sitt og reynir að finna leiðir til þess að minka kostnaðinn; hvað hann geti minkað við sig og hvað hann geti jafnvel neit- að sjer alveg um af því, sem hann hefir vanið sig á. Þetta þurfa þjóðirnar að gera, og margar þjóðir hafa gert það á> ýmsan hátt undanfarin ár. Vjer íslendingar verðum einn— ig að vera við því búnir. Og ef niðurstaðan yrði svo sú, sem vísu var til áður, en fellur nú ^ hvergi nærri er ósennileg þótt undir Sameinuðu þjóðirnar). I sumum icunni í fljótu bragði Alþjóðasamband flóttamanna. | ag fjnnast slíkt fjarstæða, að Samband sameinuðu þjóðanna Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.