Morgunblaðið - 19.01.1949, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. janúar 1949.
Landssamband ísíenskra úívegsmanna — Rifnefnd L. í. Ú.
Vandamál sjávarútvegsins verð
UNDANFARNAR vikur og
mánuði hefur mikið verið rætt
og ritað um sjávarútveginn, út-
vegsmenn og heildarsamtök út-
vegsmanna, Landssamband ísl.
útvegsmanna.
Þetta er að sjálfsögðu mjög
eðlilegt þegar þess er gætt, að
þjóðarheill er undir því kom-
in, hvernig málefnum aðalat-
vinnuvegar þjóðarinnar er hátt-
að á hverjum tíma, en engum
mun nú dyljast — að afkoma
þjóðarinnar allrar byggist á
því, að hægt sje að afla sem
mestra verðmæta úr hafinu um-
hverfis landið og nota til þess
að fullu öll þau tæki, sem þjóð-
in hefur eignast á síðustu órum
í því skyni.
Þessu marki verður hinsveg-
ar ekki náð nema á þann hátt,
að útgerð íslenskra fiskiskipa,
stórra sem smárra, sje arðvæn-
leg og heilli menn til aS leggja
fram fjármuni sína og starfs-
krafta, en ekki þegar svo er
ástatt, að fyrirsjáanlegur tap-
rekstur er framundan, eins og
verið hefur hin síðari ár, nema
óvenjuleg aflabrögð komi í aðra
hönd.
Aflabresturinn á síldveiðun-
um síðustu fjögúr árin, hin gíf-
urlega dýrtíð og verðbólga í
landinu, samhliða hinni miklu
eftirspurn eftir vinnuaflinu,
frá útflutningsframleiðslunni,
til óarðbærrar vinnu í landi
svo sem framkvæmda ríkis og
bæjarfjelaga, ofþenslu í iðnaði
og verslun, hefur allt þjarmað
svo að sjávarútveginum, að
vjelskipaflotinn er nú að þrot-
um kominn, gömlu togararnir
eru flestir hættir veiðum, nokk-
ur hinna nýju botnvörpuskipa
rekin með tapi og mörg þeirra
berjast í bökkum.
Landssamband ísl. útvegs-
manna hefur sýnt fram á þetta
með skýrslum og margskonar
upplýsingum, sem eklti hafa
verið vjefengdar. Og samt sem
áður hefur fengist betra verð
fyrir útflutningsafurðirnar á er
lendum mörkuðum eftir ófrið-
arjokin, en bjartsýnustu menn
gátu gert sjer vonir um.
Ástandið í málefnum sjáv-
arútvegsins er því svo alvarlegt
í Úag, að það gegnir furðu að
eHki skuli vera fyrir löngu bú-
ið að grípa til nógu alvarlegra
ráðstafana til að knýja fram leið
rjettingu í þessum efnum til
frambúðar. Slíkt spor verður að
stíga, fyrr en seinna, og áður
en þetta ár er liðið, því ella er
ekkert annað framundan en
fjárhagslegt hrun þjóðarinnar.
Forsaga.
Þetta alvarlega viðhorf í mál
efnum sjávarútvegsins á að
sjálfsögðu sína forsögu, sem of
langt yrði að greina á þessum
vettvangi, en þó skal bent á
nokkrar staðreyndir.
Þegar samningarnir voru
gerðir við breska matvælaráðu-
neytið árið 1942 um fisksölu til
Bretlands, var vísitala fram-
leiðslukostnaðar í landinu 183
stig en verð á nýjum fiski inn-
arilands, slægðum með haus, kr.
0,45 fyrir hvert kíló. Þá var af-
koma vjelbátaflotans viðunandi
fil frambúðar á
Eftir Jakob Hafstein fram-
kvæmdastjóra L. I. U.
og hafði verið sæmileg og raun-
ar góð frá því á árinu 1940.
Eftir þetta fer alvarlega að
þrengja að útveginum í land-
inu. Framleiðslukostnaður fer
ört hækkandi (dýrtíðin og verð
bólgan) en fiskverð helst að
heita má óbreytt. Árið 1943
reyndist meðal vísitala fram-
færslukostnaðarins 257% stig,
en fiskverð óbreytt allt árið. —
Síðan hækkar vísitalan á árinu
1944 upp í 268 % og enn er fisk-
verðið óbreytt. Það, sem safn-
ast hafði er nú horfið og út-
vegurinn byrjar að safna skuld-
um. Enn hefur svo meðalvísi-
talan hækkað á árinu 1945 upp
í 275% stig, en fiskverðið enn
að mestu leyti óbreytt, nema
hvað greitt var 15% hærra verð
| fyrir nokkurn hl. þess fisks, er
■ bátaflotinn seldi ísvarinn í fisk-
. kaupaskip, fyrri mánuði verr-
I arvertíðar það ár. Svo kemur
•
; árið 1946 með meðalvísitölu
. framfærslukostnaðar 292% stig
I fram til nóvemberloka en hækk
ar í desember í 306 stig, og það
ár er fiskverðið aðeins 50 aur-
ar fyrir hvert kíló.
Þetta stutta yfirlit talar sínu
máli um það, hvernig að þrengdi
hjá vjelbátaútveginum jafnt og
þjett, og þó er þess að geta, að
hækkunin á vísitölu framfærslu
kostnaðarins er ekki rjettur
mælikvarði á útgjaldaaukningu
sjávarútvegsins á þessum tíma,
þar sem ýmislegt, er útvegur-
inn þarfnaðist til reksturs síns,
og ekki hafði áhrif á útreikn-
ing dýrtíðarvísitölunnar, liækk-
aði enn meira en vísitalan sjálf,
og hefur hið sama átt sjer stað
bæði árin 1947 og 1948.
I nóvember—desember mán-
uði 1946 skýrði Landssamband-
ið ríkisstjórn og Alþingi frá því,
að útgerð mundi stöðvast á vetr
arvertíðinni, ef viðunandi lausn
fengist ekki á þessum miklu
vandamálum útvegsins. Lagði
þá fulltrúafundur heildarsam-
takanna höfuðáherslu á það, að
ráðist yrði miskunarlaust á dýr-
tíðina og verðbólguna í land-
inu til þess að lækna þessa mein
semd. Sú leið þótti hinsvegar
ekki fær þá og heldur ekki síð-
an. í stað þess tók ríkissjóður
ábyrgð á ákveðnu fiskverði til
vjelbátaflotans, sem er óbreytt
enn þann dag í dag, og þar með
var aðalatvinnuvegur þjóðar-
innar, sjávarútvegurinn, dreg-
inn í dilk með landbúnaðinum,
sem þá um margra ára skeið
hafði lifað á niðurgreiðslum úr
ríkissjóði.
Eftir að fískábyrgðarverðið
kom til kastanna á árinu 1947,
eða 65 aurar fyrir hvert kíló —
reyndist meðalvísitala þess árs
að vera rúm 320 stig og síðast-
liðið ár 300 stig, eftir að vísi-
talan var fest með lögunum um
dýrtíðarráðstafanir laust fyrir
jólin 1947.
Forsaga hinna miklu vanda-
mála útvegsins skal svo ekki
rakin frekar að þessu sinni, þó
að ótal margt annað komi hjer
til greina. Útvegsmenn telja,
að þeir hafi nógu tímanlega
bent á, að hverju myndi stefna,
og þeir hafa reynst getspakir í
þeim efnum, hvað svo sem aðrir
kunna að segja og hversu
mörgum hnútum og skútyrð-
um hefiír að þeim verið kastað
að ósekju upp á síðkastið, fyrir
það eitt, að standa fast saman
um hagsmunamál sín.
Stefna útvegsmanna.
Á öllum þeim fundum og ráð-
stefnum, sem útvegsmenn hafa
komið saman á hjá Landssam-
bandi ísl. útvegsmanna hin síð-
ari ár, hefur ,,ábyrgðarleiðin“
svonefnda ekki átt almennu
fylgi að fagna, heldur þvert á
móti. Landssamband ísl. út-
vegsmanna hefur ekki ákveðið
slíkt. Öðrum ber að þakka það,
að þessi leið var valin eða van-
þakka.
Stefna útvegsmanna og heild-
arsamtaka þeirra í þessum mál-
um hefur frá öndverðu verið
þessi í aðalatriðum:
I. Að dýrtíðin og verðbólgan
væri höfuðmeinsemd atvinnu-
veganna og að ráðast verði misk
unarlaust á þessar meinsemdir
með stórkostlegri niðurfærslu
á dýrtíðarvísitölunni ásamt öðr
um sannverkandi aðgerðum, til
að finna framtíðarlausn og
skapa raunhæfan fjárhagslegan
starfsgrundvöll fyrir útflutn-
ingsframleiðsluna í landinu.
Reynist þessi leið ekki fær —
hin svonefnda verðhjöðnunar-
leið — verði framtíðarlausnin
ekki fengin með neinu öðru en
með rjettlátri gengisskráningu
á íslenskri krónu, miðað við
þarfir útflutningsframleiðslunn
ar.
II. Að varanleg lausn í vanda
málum útflutningsframleiðsl-
unnar felist í því einu, að jafn-
vægi náist milli framleiðslu-
kostnaðar innanlands og sölu-
verðs afurðanna á erlendum
markaði, þannig að hægt verði
að gera út skip án fyrirsjáan-
legs hallareksturs miðað við
venjulegar kringumstæður,
meðalafla ' og markaðshorfur
— að því er snertir vjelbáta-
flotann annarsvegar og hinsveg
ar botnvörpuskipin eða skip,
sem flytja út ísvarinn fisk á
eriendan markað.
Þessu marki verður hinsveg-
ar ekki náð nema með þeim að-
gerðum sem um ræðir í 1. lið.
III. Að verði ekki talið fært
að fara þessar leiðir, hefur
Landssambandið bent á, að ekki
væri hægt að tryggja það að
sjávarútvegurinn yrði rekinn
nema með neyðarráðstöfunum
sem felast í því:
a. Að ríkið tryggi ákveðið á-
byrgðarverð á fiskinum til
vjelbátaflotans og á þeim
fiski, sem eldri togararnir
leggja á land hjerlendis —
sem óhjákvæmilega hlýtur að
leiða til mikilla fjárútláta
fyrir ríkissjóð árlega og
b. Að útgerðarfyrirtækjum, sem
orðið hafa fyrir miklum á-
föllum af óviðráðanlegum or-
sökum, svo sem aflabresti,
verði veittur viðunandi fjár-
hagslegur stuðningur, meðan
afla- og hlutatryggingarsjóð-
ur vjelbátaflotans er ekki
starfandi. Hefur þetta verið
gert vegna aflabrestsins á
síldveiðunum árið 1945, 1947
og er nú í framkvæmd vegna
aflabrestsins á síldveiðunum
í sumar.
IV. Að stofnaður verði afla-
og hlutatryggingarsjóður vjel-
bátaflotans, og er hjer um að
ræða eitt mesta hagsmunamál
bátaútvegsins, sem Landssam-
bandið hefur barist fyrir í mörg
ár, og má nú telja trygt að
þessu máli verði stýrt heilu í
höfn á þessu Alþingi.
V. Að útvegsmenn fái til
frjálsra umráða hluta af þeim
gjaldeyri; er fæst fyrir fram-
leiðslu þeirra, þar til skapaður
verði heilbrigður og raunhæf-
ur rekstursgrundvöllur fyrir
sjávarútveginn, enda verði þeim
gjaldeyri varið til kaupa á
auðseljanlegum vörum og á
þann hátt, innan ákvæða verð-
lagseftirlitsins, að vörur þess-
ar valdi ekki aukinni dýrtíð eða
verðlagi í landinu. — Um fram-
kvæmd þessa atriðis, eins og
heildarsamtök útvegsmanna
hafa lagt til, hefur áður verið
skýrt á þessum vettvangi, og
er því ástæðulaust að gera það
frekar að umtalsefni að þessu
sinni.
VI. Að hverskonar trygging-
argjöldum verði ljett af sjáv-
arútveginum svo sem framast
er unt, bæði vátryggingargjöld
um af skipum, slysatryggingar-
gjöldum skipshafna. sjúkrasam
lagsgjöldum og veikindaforföll-
um skipverja, og almannatrygg
ingarnar látnar hera þann kostn
að, enda er sú ruur.in á orðin,
að með lögunum um almanna-
tryggingar hefur útgerðinni ver
ið lagt á herðar ný tryggingar-
gjöld, án þess að felld yrðu úr
gildi þau gjöld, í þessum efn-
um, sem hvíldu á útgerðinni
áður t. d í sjólögunum og ætti
ekki að þurfa að vera ágreining
ur um það, að hjer er um full-
komið rjettlætismál að ræða.
VII. Að viðurkennt verði
Verðiagsráð sjávarútvegsins á
sama hátt og Alþingi hefur á
árinu 1947 sett lög um fram-
leiðsluráð landbúnaðarins.
Hjer að framan hefur verið
drepið á nokkur þau atriði, sem
markað hafa stefnu og baráttu
Landssambands ísl. útvegs-
manna á undanförnum árum
fyrir bættum hag sjávarútvegs-
ins í landinu. Þegar þessi atriði
eru borin saman við það stutta
yfirlit, sem sett var fram til
skýringar á því, hvernig vanda-
mál útvegsins hefðu aukist
jafnt og þjett frá því á árinu
1942, ætti hver og einn að geta
dæmt nokkurnveginn hlutlagt
og hlutdrægnislaust um það,
hvört vanþörf hafi verið á því
að vinna að varanlegri lausn
á meinsemdunum, sem naga
rætur þessa atvinnuvegar.
Vinnuaflið á rjettan stað.
í framhaldi af þessu hafa svo
útvegsmenn sífellt bent á það,
hversu nauðsynlegt væri að
beina vinnuaflinu í landinu að
útflutningsframleiðslunni, með
því m. a. að draga stórkostlega
úr opinberum framkvæmdum
ríkis og bæjarfjelaga, hætta ó-
þörfum skólabyggingum, minka
skrifstofubákn ríkisins, endur-
skoða fræðslulöggjöfina með
hliðsjón af kennarafjölda í land
inu og koma á vinnuskyldu
skóla fólks á' vissum aldri við
arðbæra útflutningsframleiðslu
þjóðarinnar. Lítið sem ekkert
af þessu hefur verið gert, þó að
útflutningsframleiðslan hafi átt
við hina mestu og alvarlegustu
erfiðleika að etja um öflun nauð
synlegs vinnuafls á undanförn-
um árum, og enn í dag.
Það ætti þó að vera í lófa lag-
ið að greiða úr þessum vanda
ef góður vilji löggjafarvaldsins
er fyrir hendi. Og þess fyrr, sem
það er^gert því betra og auð-
veldara mun það reynast. Enda
mun lítill vafi leika á því, að
áður en langt um líður mun
heildar leiðrjetting á öllum þess
um málum verða knúin fram,
ef ekki af þeim, sem skipað
hafa sjer saman um að vinna
að hag atvinnuvega þjóðarinn-
ar, þá af ennþá sterkari öflum,
sem ekki verða umflúin.
Grundvöllur.
Eins og áður er að vikið er
það höfuð stefnumál Landssam-
bands ísl. útvegsmanna að
vinna að því, að heilbrigður
rekstrargrundvöllur fáist fyrir
útgerð á Islandi. Slíkur grund-
völlur er ekki fyrir hendi í dag.
Sú lausn, sem fengist hefur í
vandamálum útvegsins með
samkomulagi fulltrúafundar L.
í. Ú. hinn 11. þ. m. við ríkis-
stjórnina er aðeins bráðabirgða-
lausn. Enn einu sinni er horfið
að því ráði að skjóta sjer und-
an örðugleikunum, sem eru því
samfara að taka hörðum hönd-
um á höfuð vandamálunum,
dýrtíðinni og verðbólgunni í
landinu.
Landssamband ísl. útvegs-
manna telur hiklaust, að hjá því
verði alls ekki komist á þessú
Framhald á bls. 7