Morgunblaðið - 19.01.1949, Side 8
8
MOHOVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. janúar 1949.
Útg.: H.f. Árvakur, ReykjavHc. '^‘Í££Ær
Framkv.stj. Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.).
Frjettar-itstjóri ívar Guðmundssor
" Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1G00.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Er Stalin hlutlaus?
HIN OFSALEGA barátta íslenskra kommúnista fyrir því
að íslendingar stingi höfðinu niður í sandinn og ljúgi því
að sjálfum sjer að hlutleysi lands þeirra sje öruggasta trygg-
ingin fyrir sjálfstæði þess og öryggi fólksins gefur tilefni til
þess að varpað sje fram nokkrum spurningum.
Fyrsta spurningin er sú, hvort þær þjóðir, sem kommún-
istar stjórna sjeu hlutlausar og afneiti þátttöku í hverskonar
bandalögum eða þjóðasamsteypum.
Ef athuguð er afstaða þjóðanna í Austur-Evrópu og á
Balkanskaga, sem allar hafa kommúnistiskar stjórnir, að
Grikkjum undanteknum, kemur þetta í ljós:
Allar þessar þjóðir hafa nána samvinnu við Rússa, við-
skiptalega og hernaðarlega. Svo ríkar kröfur gera Rússar
tii áhrifa á innanlandsmál þessara þjóða, að þegar ein þeirra,
Júgóslavar, gera lítilfjörlega tilraun til þess að viðhalda
broti af sjálfsákvörðunarrjetti sínum, þá er hún sett út af
hinu kommúnistiska sakramenti og lýst yfir hana ónáð
Kominform, hinna alþjóðlegu samtaka kommúnista.
Pólverjar, Tjekkar, Júgóslavar, Búlgarar, Rúmenar, Ung-
verjar og Albanir eru þessvegna ekki hlutlausar þjóðir. Þær
hafa þvert á móti lýst því yfir eins greinilega og frekast
er unnt að þær sjeu í nánu bandalagi, hernaðarlegu og við-
skiptalegu við Sovjet-Rússland. Með þessa afstöðu fara hinir
kommúnistisku leiðtogar þessara þjóða ekki í neina laun-
kofa. Þeim dettur ekki í hug að minnast á hlutleysi.
Hitt er svo armað mál að auðvitað er fjöldi fólks í þessum
löndum, að öllum líkindum meirihluti almennings, sem ep
andvígur hinni rússnesku hernaðar- og einræðisstefnu. En
kommúnistar hafa hrifsað til sín völdin í skjóli Moskva-
valdsins. En þessi meirihluti fólksins, sem andvígur er komm
únistum er heldur ekki hlutlaus. Hann er á móti rússnesku
stefnunni og þráir ekkert meira en að geta tekið höndum
saman við lýðræðissinnað fólk á Vesturlöndum.
Að því hafa þá verið færð rök, að í þeim löndum, þar sem
kommúnistar hafa komist til valda síðan að heimsstyrjöld-
inni lauk, er ekki minnst á skjól og vernd hlutleysisins. Úr-
ræði hinna kommúnistisku leiðtoga er ekki aðeins hernaðar-
og viðskiptabandalag við Rússa heldur alger undirokun
Þjóðanna undir Moskvavaldið.
En þá kemur að annari spurningunni:
Er Rússland kannske sjálft hlutlaust, er Stalin hlutlaus?
Raunverulega hefur þeirri spurningu verið svarað um leið
og hinni fyrri. Útþenslustefna Stalins, undirokun hverrar
þjþðarinnar á fætur annarar, og alger útþurkun annara úr
tölu sjálfstæðra þjóða, sbr. Eystrasaltslöndin, sannar ekki að
Stalin sje hlutlaus. Hún sannar það gagnstæða, nefnilega
það að honum kemur slíkt ekki í hug. Hvaða óbrjáluðum
manni kemur í hug að með sókn sinni vestur meginland
Evrópu sje Stalin að framkvæma hlutleysisstefnu?
Þriðja spurningin, og ekki sú þýðingarminnsta fyrir okkur
íslendinga, er sú, hvort liðsmenn Stalins hjer á landi sjeu
þá ekki hlutlausir?
Þjóðviljinn og leiðtogar íslenskra kommúnista segja að
eina tryggingin fyrir sjálfstæði íslands og öryggi lands-
manna sje hlutleysi þess. Sjálfir hafa þessir menn 3agt til
að ísland segði tveimur stórveldum stríð á hendur. Þeir eru
eitinig uppvísir að því að hafa leynt og ljóst barist fyrir
hagsmunum hins rússneska hernaðarstórveldis hjer á landi.
Hver trúir því, að þessir menn sjeu hlutlausir?
En hversvegna vilja þeir þá að íslendingar stingi höfðinu
ofan í sandinn og trúi á vernd hlutleysisins?
Það er vegna þess að þeir hafa ekki völdin hjer eins og í
löndunum bak við járntjaldið. Þeir vita að íslendingar eru
mótfallnir yfirgangsstefnu Moskvavaldsins. Þessvegna vilja
þeir umfram allt reyna að halda þeim hlutlausum og landi
þeirra opnu fyrir hinum rússnesku frelsisræningjum.
Tal íslenskra kommúnista nú um ást þeirra á sjálfstæði
hinnar íslensku þjóðar er þessvegna argasta guðlast og öfug-
mæli, sem nokkurn tíma hefur heyrst í umræðum um frels-
ismál þessarar þjóðar. Þó eru til menn, sem ekki ségjast vera
kommúnistar, en virðast trúa þessu lævíslega hræsnishjali.
Um þá menn hæfir þetta best: Sælir eru einfaldir.
\JiLuerji óhri^ar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Svangir menn í
myrkri.
FLESTIR Reykvíkingar hafa
haft tóm undanfarna daga að í-
iuga hvað við borgarbúarnir
•rum orðnir háðir hinum mikla
aflgjafa, rafmagninu. Þegar
það fer, ■ þótt ekki sje nema
stund og stund, sannast áþreif-
anlega hið gamla máltæki, „að
enginn veit hvað átt hefir fyr
en mist _hefir“.
Það fengu þeir mörgu að
reyna, sem setið hafa svangir í
myrkrinu þessa dagana, vegna
þess, að rafmagnsstaurar brotn-
u.ðu austur í Grafningi.
Fæstir hugsa um það daglega
hve háðir við erum rafmagn-
inu á öllum sviðum. Ljósin
hverfa, það er ekki hægt að
sjóða mat, eða hlusta á útvarp.
Jafnvel 4 heimilisverkin verða
að sitja á hakanum, þegar raf-
magnið fer, að minsta kosti hjá
þeim sem eingöngu vinna heim-
ilisverkin með rafmagnsáhöld
um. — -
•
Sjálfsagðir hlutir.
OG svo eru menn orðnir van
ir því, að fá rafmagnið fyrir
hafnarlaust inn í hús sín til
afls og ljósa, að það hefir án
efa farið fyrir í'leirum, eins og
kunningja mínum, sem sat
heima hjá sjer við ketraljós á
su.nnudagskvöldið. Han’i sagði
alt í einu:
„Jæja, við getum þó að
minsta kosti fengið okkur eitt
lag á fóninn, okkur til dægra-
styttingar“. En hann gleymdi
því, að fónninn gengur fyrir
rafmagni.
Annar náungi var að sálast úr
þorsta, en gerði ekki tilraun til
að skrúfa frá va^nskrana. Það
hafði gripið hann svo, að úr
því ekki væri rafstraumur, þá
væri heldur ekki til neins að
reyna að ná sjer í vatnssopa!!!
Já, það er mikill máttur, sem
við höfum beislað, þar sem raf-
magnið er, og alt veltut á því,
að það sje í lagi.
Rafmagns-
skömmtunin
ÞAÐ var sjálfsögð ráðstöfun
hjá Rafmagnsveitunni. að
skamta bæjarhverfunum raf-
magnið til skiftis. Það hefði átt
að tryggja, að „hver fengi sinn
skamt“, eins og þar stendur. En
sumir þóttust vera afskiftir í
þeirri skömtun.
Þannig var það í hverfinu,
sem jeg bý. Rafmagnið fór hjá
okkur klukkan 10,30 á sunnu-
dagsmorgun. Straumur kom
aftur klukkan 3, en var tekinn
af klukkan 6,30 og kom svo ekki
fyr en kl. 9 um kvöldið. Önnur
hverfi fengu hinsvegar straum
bæði fyrir hádegi og kvöldmat.
Þeir, sem ekki fengu mat um
hádegi, sökum rafmagnsskorts
höfðu gert sjer vonir um heitan
kvöldmat. En það brást af fyr
greindum ástæðum.
En svo lagast þetta aftur á
mánudag og þriðjudag.
•
Kuldalegt fólk
ÞAÐ er eiginlega allfróðlegt
að virða fyrir sjer vegfarendur
hjer á götunum í Reykjavík
þegar kuldakast kemur, eða
hríð eins og undanfarið.
Menn virðast ekki alment
eiga hlý vetrarföt, eða kunna
að klæða sig út í íslenskt vetr-
arveður. En nokkuð er það mis-
jafnt. Það sjest maður og mað-
ur á stangli, sem virðist kunna
að klæða sig út í stórhríð að
vetrarlagi, en fleiri eru þannig
til fara, að engu er líkara, en
að þeir hafi búið sig til skemti-
göngu á sólríkum sumardegi.
Og það má sjá mörg kuldaleg
andlit á götunum þessa dag-
ana.
•
Einkamál — og þó. .
MENN kunna að segja, að
það sje þeirra einkamál, hvern-
ig þeir klæða sig. Það kann að
vera eitthvað til í því. En það
er hægt að undrast hvað marg^
ir virðast harðgerðir.
Maður tekur eftir því, að
„berhausaða fjelagið“ er fjöl-
mennara en margur hyggur. —
Ungir piltar virðast ekki nota
höfuðfat. Og það er hörmung að
sjá hvernig margir búa sig til
fótanna.
Kvenfólkinu vorkennii mað-
ur meira en körlum, enda stór-
merkilegt, að suma kvenfólk
skuli halda heilsu eins og það
býr sig.
Þetta ber að skoða sem fróð-
leik fremur en siðferðispistil. —
En mikið má það vera, ef heilsu
farið versnar ekki í bcrginni,
í þessu kuldakasti.
•
Biðraðasiður
ÞAÐ er stundum verið að
hæla Rekyvíkingum fyrir, að
þeir hafi furðu fljótt lært að
bíða í skipulögðum röðum við
aðgöngumiðasölur, eða þar sem
menn hópast saman til þess að
fá sig afgreidda. %
Það er satt, að mikið hefur
áunnist frá því, sem var hjer
áður fyr, er hver og einn tróðst
eins og hann hafði afl til.
Leiður ósiður er það við kvik
myndahúsin, þegar menn ganga
eftir röðinni að fá þá, sem næst
aðgöngumiðasölunni eru komn-
ir til að kaupa fyrir sig aðgöngu
miða. Það getur stundum orð-
ið til þess, að hinir sem fóru í
sína röð og biðu rólegir, missa
af miðum, þar sem alt er upp-
selt er röðin kemur að þeim.
•
Afnemum ósiðinn
ÞENNA ósið þarf að afnema.
Hafi þeir, sem í biðröð standa
ekki einurð til að mótmæla
þessari aðferð, verður að fara
fram á það við ráðamenn kvik-
myndahúsanna, að þeir selji
hverjiím manni ekki nema tak-
markaðan fjölda aðgöngumiða.
Því það ætti að liggja í augum
uppi, að maður, sem kaupir 6—
10 aðgöngumiða í einu ætlar
annaðhvort að selja þá á svört-
um markaði, eða hann er að
kaupa fyrir þá, sem hafu kom-
ið sjer hjá, að standa í röð..
•.. niiiini*
MEÐAL ANNARA ORÐA . . .
Endurskipulagning „stærsla fyrirlækis veraidarinnar"
Eftir Wiliam Hardcastle,
frjettaritara Reuters.
WASHINGTON —• Sjerstök
nefnd, sem í eiga sæti ýmsir
þekktir bandarískir borgarar,
stjórnmálasjerfræðingar og
ráðunautar, vinnur að því um
þessar mundir að reyna að
finna leiðir til að auðvelda
starf forseta Bandaríkjanna.
Það er nú orðin viðurkennd
staðreynd, að skyldur Banda-
ríkjaforsetanna eru orðnar svo
margar, að engin mannleg vera
getur leyst þær allar af hendi.
hversu gjarnan sem viðkom-
andi þó vildi gera það.
• •
2,000,000 STARFS-
MENN
SEM yfirmaður „stærsta fyrir
tækis veraldarinnar“, eins og
Bandaríkjamenn stundum
kalla stjórnaryöld sín, falla
meðal annars 76 mismunandi
stjórnardeildir undir forset-
ann; þessar stjórnardeildir
senda skýrslur sínar beint til
hans og honum er ætlað að
marka stefnu þeirra. Auk þessa
verður forsetinn að bera meg-
Inábyrgð á stefnu stjórnarinnar
ínantanus- og utanríkismál-
um, að koma fram sem yfir-
maður als herafla Bandaríkj-
anna, leggja síðustu hönd á
fjárlögin, taka þátt í margs-
konar opinberun athöfnum,
flytja ræður o.s.frv., o.s.frv.
Nú vinnur ofangreind nefnd
að því, undir forystu Herbert
Hoover, fyrverandi forseta, að
ganga frá tillögum um endur-
skipulagningu „stærsta fyrir-
tækis Bandaríkjanna“, en „fyr
irtækið" hefur hvorki meira
nje minna en 2,000,000 manna
í þjónustu sinni.
• •
RÁÐGJAFANEFND
HVÍTA HÚSSINS
MEGINVERKEFNI nefndar-
innar er að rannsaka þær
skyldur sem stjórnarskrá
Bandaríkjanna leggur forset-
anum á herðar. í því sambandi
hefur nefndin þegar skýrt frá
því, að hún sje því meðmælt,
að sett verði á stofn sjerstök
ráðgjafanefnd í Hvíta húsinu.
Forsetinn hefur að vísu fjölda
aðstoðarmanna, en starfssvið
þeirra þykir ekki nógu vel af-
rjnarkað og illa til þess fallið,
áð þéir geti í hverju máli
líomið fram sem öruggir ráðu-
oautar forsetans.
Hin nýja ráðgjafanefnd
mundi koma fram sem milli-
liður milli forsetans og hinna
ýmsu stjórnardeilda, auk þess
sem hún mundi aðstoða forset-
ann við að undirbúa og ákveða
fyrirmæli sín til deildanna.
,.HREINSUN“
HOOVER-NEFNDIN vill einn-
ig, að fram verði látin fara
„hreinsun11 hjá stjórninni í
heild. Hún gagnrýnir sjerstak-'
lega þau ráðuneyti, sem fara
með hervarnir Bandaríkjanna,
því enda þótt landher, floti og
flugher eigk nú að heita að
lúta einni sameiginlegri yfir-
stjórn, á sjer stað mikil tog-
streyta á bak við tjöldin, og
leiðtogar herjanna reyna hver
um sig að ná sem bestri að-
stöðu hvað fjárveitingar til
herjanna snertir o.s.frv.
Til þess að koma í veg fyrir
þetta, vill nefndin auka völd
hervarnarráðherrans til muna,
gera hann að raunverulegum
yfirmanni yfir ráðherrum land
hers, flota og flughers og
veita honúm einum umboð til
að ákveða skiptingu fjárveit-
inga til herjanna o.fl.
Framh. á bls. 12