Morgunblaðið - 25.01.1949, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.01.1949, Qupperneq 2
MORGVNbLAÐIÐ Þriðjudagur 25. janúar 1949- /> FRÁSOGUR FÆR4IMDI Afteirol unglinga að und- atifðtnu — Þjóðfjelagið <(©liur sjer fáft um finnast EF NONNI LITLI hefði átt heima þav í landi, sem sprengjugigirn- ir enn minna á hálfgróin tófta- brot og brunarústir borganna ber.da kræklóttum fingrum beint til himins, hefðu sálfræð- 1 ingarnir og uppeldisfræðing- arnir að líkindum valið nafni hans stað þar í spjaldskrám sín- um. sem ætla má að þeir geymi margan fróðleik um áhrif styrj- aiaa á barnssálina. I Rússlandi byltingaráranna mundi Nonni litlL sennilega hafa verið af- gre.ddur með stimpilmerkinu „flakkari“, í Þýskalandi nútím- ans má með nokkurri sann- girrú ætla, að honum hefði ver- ið gefið hið opinbera heiti „flóttabarn", og í stórborgun- um. þar sem menningin ekki ea hefur ratað inn í þrengstu fylgsni fátækrahverfanna, er ekki ósennilegt, að yfirvöldin hefðu sæmt hann nafnbótinni „vandræðabarn11 eða „betlari *. Er. hvort sem hlutaðeigandi að- ila! hefðu kallað Nonna litla fla kkara, flóttabarn eða betlara, má hiklaust slá því föstu, að Þemn hefði orðið starsýnt á syndaregistur þessa hnokka, jafnvel eytt kvöldstund í að. kynna sjer það örlítið og ef til ViJ lagt á sig það erfiði að reyna að leysa þá gátu, hvað gCi i getur dreng á líku reki og blaðasalarnir hjerna á götunum að rfkastameiri ,,afbrotamanni;' en margdæmdir sakamenn á fukorðinsaldri. I-ví Nonni litli er þjófur á Is- íaridi, og hvorki jeg nje þú nje yfirvöld þessa litla þjóðfjelags gfcta kippt afbrotabyrði hans yf)r á hinar breiðu herðar stríðs giiðsins: Nonni er ekki „ein af afieiðingum striðseyðileggingar innar“, hann er ekki „flótta- bai:n“, eins og það orð er útlagt á ntegirJandi Evrópu og i Asíu —, hann er 15 ára gamall ís- lenskur piltur, sem nýlega var haudtekinn fyrir 16 þjófnaði, og nú er á „biðheimili“ Barna- vc ndarnefndarinnar við Elliða va; a ,.til frekari ráðstöfunar*4. FíONNI — hann heitir raunar ekki • Nonni. en það skiptir ihiimstu máli — er fæddur 1933. Hann er á þeim aldri, sem ung- lingarnir eru að byrja í fram- haldsskólunum, verslunar og ski .fstofusendlarnir farnir að ynrtpra á því, að kominn sje tími til að hækka í stöðunni, og strák Srnir í samfestingunum orðnir plvanlega ósparir á vinsamleg- r leiðbeiningar til verkstjór- ■ anna. Hann er á því óþolandi ’ ald irsskeiði stráksins, þegar i dyraverðir kvikmyndahúsanna j hugsa sig um oftar en einu sinni, áður en þeir hleypa honum inn í a l>aonaðar sýningar. Nonni er munaðarlaus. Hann ■ er, eins og Sigurður Magnússon ! löggæslumaður orðaði það, „sjúklingur, sem þarf læknis- 1 lý jipar við, engu síður en hand 1 leggsbrotinn maður“. Hann er að saffiu leyti „hvorki verri nj'1 loetri en börn gerast“, svo tilfærð sjeu orð Þor- kr-t, Xristjánssonar, fulltrúa N '-iV.nefndar um afbrotabörn i)>, >em hann hefur haft afskipti af. En skömmu eftir áramótin varð hann uppvís að 16 þjófnuð- um, þar af einum i Hafnarfirði, þar sem hann stal 1000 krónum. Hann komst fyrst í kynni við lögregluna þegar hann var átta ára gamall. Það var 1941. Þá brýtur hann rúðu og hnuplar reiðhjóli. Tveimur árum seinna er hann orðinn „einn af þeim verri“. Hann er tíu ára gamall, og hann er búinn að missa stjórn á sjálfum sjer, ef þannig er þá hægt að komast að orði um tíu ára gamalt barn. En það er ógæfa hans, að þjóðfjelagið hefur hvorki tæki nje vilja til að rjetta honum hjálp- arhönd og taka örugglega við stjórninni, þegar viljaafl barns- ins þrýtur. SYNDAREGISTUR Nonna litla er langt og fjölskrúðugt. Það er „í lengra lagi“. Hann brýst inn í hús hvað eftir annað, hann hnuplar peningum, stundum talsverðum upphæðum, hann stelur reiðhjólum, armbandsúri, jafnvel 22 grammófónsplötum. Skýrsla lögreglunnar lengist ár lega: 1943 — innbrot, reiðhjóls- þjófnaður, innbrot á ný: 1944 — reiðhjólastuldur, margir þjófnaðir, innbrot . . . Og í dag er Nonni 15 ára gamall. I augum stjórnarvaldanna hefur hann gerst brotlegur við lögin. Hann er kominn á lög- aldur sakamanna. Ef ekkert verður að gert, kann svo að fara, að þessi 15 ára piltur verði að þremur árum liðnum orðinn „gestur" á Litla Hrauni. „Þeg- ar þangað er komið“, segir Þor- kell Kristjánsson, „er pilturinn búinn að vera“. En Nonni er ekki eini óláns- sami unglingurinn, sem nú horf ist í augu við þetta ömurlega hlutskipti. Drengirnir fjórir, sem um áramótin stálu 1500 krónum og fóru í skemmtiferð til Keflavíkurflugvallarins, eru í hans hópi. Piltarnir, sem blöð- in skýrðu frá, að stolið hefðu gólfábreiðunum, eru það einnig. Og svo mætti lengi telja. Hvað gerir þá þjóðfjelagið fvrir þessa unglinga, sem af ýmsum ástæðum hafa leiðst inn . á afbrotabrautina? „Sáralítið", segir Þorkell Kristjánsson full- trúi. „Hjer má heita að sjeu eng ar stofnanir til þess að verða drengjunum að liði“, segir Sig. Magnússon löggæslumaður. Bæði Þorkell og Sigurður eru þaulkunnugir þessum málum.1 HJER ERU örfáir „púnktar" úr stuttu viðtali, sem jeg síðastlið- inn föstudag átti við Siguið Magnússon löggæslumann, og Valdimar Stefánsson sakadóm- ara: Heimili piltanna, sem brot- legir gerast, eru oft mjög sæmileg frá almennu sjónar- miði sjeð. Flest taka þau vel afskiptum lögreglunnar af drengjunum, en sjaldnast geta þau gefið ástæður fyrir af- brotahneigð þeirra. Sjálfir eru piltarnir varla ó- greindari en jafnaldrar þeirra. Hvað viðvíkur greind og af- brotahneigð, virðist engri „fastri reglu“ vera, til að dreifa. En drengirnir eru flest ir hverjir vinnulitlir. Algengast er það — og þó ekki regla — að þeir sjeu sam an í smáhópum. Þó fer því fjærri, að um „skipulagða glæpastarfsemi" sje að ræða. Stundum er eins og þeir brot- legu sjeu að þessu af fikti. Þeir undirbúa eða „skipu- leggja" sjaldnast þjófr.aði. —- Hæffulegf slnnuleysi rík- isvaldsins sem síðar kann að heína sín Þeir eru úti saman á kvöldin, sjá sjer leik á borði ... og notfæra sjer það. Þýfinu er eytt í sælgæti, bíóferðir, bíla og stundum en ekki altaf — tóbak og áfengi. Við handtöku eru drengirn- ir yfirleitt rólegir. Þeir játa misjafnlega. Sumir játa alt saman um leið og þeir koma inn á skrifstofu rannsóknar- lögreglunnar, aðrir, sjerstak- lega þeir „reyndu", eru treg- ari. Þess eru dæmi, að þeir neiti, þar til sönnunargögnin eru lögð á borðið. En aðgætni í meðferð mála þessara drengja er höfuðnauðsyn, enda um ákaflega viðkvæm mál að ræða. — Fulltrúar Barnaverndarnefndar eru stundum viðstaddir yfirheyrsl- ur. Eins og gefur að skilja, eru sumir piltanna, sem lenda í höndum lögreglunnar, alveg nýir á nálinni. Margir hafa sáralítið brotið af sjer. Hjá þeim kann að vera um að ræða smávægilega yfirsjón, og marg ■ ir endurtaka ekki brotið. Þjófnaðarbrot unglings- stúlkna eru hverfandi fá. EN HVAÐ er þá gert fyrir þessa unglinga? Saga Nonna litla svarar þeirri spurningu. Hann er nú á „biðheimili" Barna- verndarnefndar við Elliðavatn. Hann hefur verið þar áður. Hann verður væntanlega send- ur í sveit. Hann hefur verið þar áður — margoft. Hann var í sveit í fyrrasumar, þegar hann brá sjer niður að Sel- fossi og stal þar bíl. Hann var þá 14 ára gamall. Nú er hann á „biðheimilinu“ .... og bíður. Eftir hverju? Fáist eitthvað sveitaheimili til að taka við honum, má þá ekki kalla það óhóflega bjart- sýni, að búast við því, að hann fái þar lækningu? Svarið er að finna í skýrsl- um lögreglunnar. í afbrotaskrá Nonna eru áberandi eyður, einkum yfir sumarmánuðina. Þá er Nonni í sveit. Á haustin og veturna fyllist „einkana- bókin“. Nonni er kominn úr sveitinni — „læknaður“ í aug- um þjóðfjelagsins, að því er best verður sjeð. ALLIR ÞEIR menn, sem við dag- leg störf mæta Nonna og fje- lögum hans, virðast sammála um að fordæma afstöðu islenska ríkisins til minnstu „afbrota- mannanna". Enginn einstakl- ingur er hjer öðrum sekari: fásinna almennings er að sjálf- sögðu rót þeirrar deifðar, sem umlykur mál hinna ólánssömu í hópi yngstu borgaranna. En er það þá ekki loksins orðið ljóst, að værðin í dag getur orðið stærsta ólán þjóðfjelags- ins á morgun, þegar blöðin geta þess í einni frjett, að 19 piltar á aldrinum 14 til 17 ára, hafi verið handteknir fyrir innbrot og þjófnaði (Mbl. 19. jan.)? Bæði Sigurður Magnússon og Þorkell Kristjánsson eru a einu máli um það, að stofna þurfi nú þegar fullkomna at- hugunarstöð, þar sem brotlegir Framh. á bls. 12 Stjórn Dagsbrúnar leyfir utanbæjarmönnum að sitja fyrir vinnu í bænum Er hún að reyna að skapa hjer alvinnuleysi! VEGNA ÞESS hve - veturnir eru langir og kaldir hjer hjá okkur, þá leiðir það af sjer, að þær framkvæmdir, sem vinna verður við úti og eru þannig háðar tíðarfarinu, dragast mik- ið saman að vetrinum. Þetta skapar öryggisleysi hjá þeim mönnum, sem vinna við þessar atvinnugreinar. T. d. hjer í Reykjavik dregst vinna við byggingar altaf mikið sam an. Reynt er að ljúka við sem mest, þannig að hægt sje að steypa upp hús og gera þau fokheld áður en vetur gengur í garð. Þá er ekkert fyrir þá menn, sem þarna losna, annað en að leita á þann eina frjálsa vinnu markað, sem hjer er til, og það er við höfnina. Enda er þar oft mikið meiri mannskapur á þess um tíma árs en þörf er fyrir. Og svo mun vera nú, og er hætt við að verði eitthvað fyrst um sinn ,eða að minsta kosti þang að til bátaflotinn fer almennt af stað. En afkoma verkamanna er ekki betri en svo, að þeir mega ekki við því að missa nokkurn dag. Dagsbrúnarmenn hafa forgangs rjett á vinnu Það er eitt, sem skapar mikla óánægju hjá Dagsbrúnarmönn- um. Það er sá mikli fjöldi af óf jelagsbundnum mönnum, sem fá að vinna við höfnina og ann arsstaðar í bænum, án þess að Dagsbrúnarstjórnin geri nokk- uð til að sjá um, að því ákvæði í samningi Vinnuveitendafje- lags íslands og Dagsbrúnar sje framfylgt, þar sem Vinnuveit- endafjelagið skuldbindur sig til að láta fullgilda Dagsbrúnar- menn ganga fyrir vinnu, þegar Dagsbrúnarstjórnin óskar eftir því og telur þess þörf vegna minkandi atvinnu. En sannleik urinn er sá, að stjórn Dags- brúnar hefir algerlega vanrækt þetta. Hún skiptir sjer ekkert af því, hverjum er sagt upp vinnu eða hvort svo margir ut- anbæjarmenn og ófjelags- bundnir stundi vinnu við höfn ina svo að Dagsbrúnarmenn verði atvinnulausir. A8 hverju vinna starfsmenn Dagsbrúnar? Það er mörgum orðin ráðgáta hvað starfsmenn Dagsbrúnar eru að gera, — þeir eru tveir og þrír á skrifstofunni, en van- rækja svo gjörsamlega störf sín, að það er alveg eins og fjelagið j sje stjórnlaust. Það er sama hvar maður vinnur, alsstaðar verður maður var við svo og svo marga menn, sem ekki eru ! í fjelaginu. Þeir hafa sama rjett og njóta sömu hlunninda og f je lagsmenn, en hafa qngar skyld ur við fjelagið. Eins er með innheimtu fjelagsgjalda. — Á síðasta aðalfundi voru útistand andi fjelagsgjöld um 40 þús- und krónur. Svo ekki er út- koman betri þar. Þetta svarar til þess, að um 1/9 hluti fjelags manna skuldi ársgjöldin. Jeg hefi unnið á ýmsum vinnustöðvum undanfarin ár, en það hefir ekki komið fyrir, í eitt einasta skipti, að jeg hafi orðið var við starfsmenn Dags brúnar þar. Þeir hafa haft eitt- hvað annað að gera. Seldi happdrættismiða kommúnista En nú í desember var jeg að vinna við síldarverksmiðjuna í Örfirisey. Þá skeður það, að formaður Dagsbrúnar birtist. þar alt í einu. Þá varð mörgum að orði, að þetta væri nýr gest- ur, og nú hlyti eitthvað mikið að standa til, þar sem formaður Dagsbrúnar gerir sjer ómak til að koma á vinnustað og tala við menn. Og hans sjónar- miði var það áríðandi. En það var ekki velferð þeirra manna, sem þarna voru að vinna, sem knúði formanninn til að leggja. á sig þetta erfiði. Hann kom til þess að selja happdrættismiða fyrir Kommúnistaflokkinn. En jeg held, að Sigurði hafi verið gefið það í skyn, að Dags brúnarmenn ætluðust til ann- ars af formanni sínum en að hann eyddi tímanum til. þess að afla þeim flokki fje sem er undir erlendri stjói’n, og er reiðubúinn til að svipta alla landsmenn frelsi, svo framar- lega sem hann fær mátt til þess. Er það kannske vegna þessara starfa, sem Dagsbrún- arstjórnin hefir vanrækt störf sín í þágu fjelagsins, eins og drepið hefir verið á hjer að framan. Sveinn Sveinsson, Umhyggja Rússa fyr- ir norskum selveiði- mönnum OSLO í gær: — SOVJET- STJÓRNIN hefir neitað norsk- um selveiðimönnum um leyfi til selveiða í Hvítahafi. Rússar segjast verða að neita tilmælum Norðmanna um sel- veiðirjettindi vegna þess, að skipum sje hætta búin í Hvíta- hafi vegna tundurdufla. Norðmenn halda því fram, aði þetta sje aðeins fyrirsláttur, þar sem búið sje að hreinsa tundurduflasvæðin í Ilvítahaf.i fyrir löngu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.