Morgunblaðið - 24.02.1949, Side 8
Fimmtudagur 24. fe'brúar 1949
8
MORGUISBLAÐIÐ
Ötg.: n.f. Arvakur, Reykjavfk.
Framkv.stj. Sigfús Jónsson,
Rltstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarœ.).
Frjettaritstjóri ívar Guðmundsso^
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssoí.
Ritstjórn, auglýsmgar og afgreiðsla’
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlandc,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu ið aura æintakið, 75 aura m*S Lcsbók.
Quisling móti stefnu
Norðmanna !!
FYRIRLITNASTI glæpamaður norsku þjóðarinnar
mótar nú stefnu ríkisins. ...“ segir Þjóðviljinn, blað íslenskra
kommúnista í gær.
Hafi nokkur íslendingur verið í vafa um það, að kommún-
istar sjeu gjörsamlega vitfirrtir í áróðri sínum gegn varnar-
viðleitni hinna vestrænu lýðræðisþjóða, þá hlýtur sá vafi að
hverfa við lestur forystugreinar Þjóðviljans í gær.
Þar er því blákalt haldið fram að utanríkisstefna Norð-
manna nú sje byggð á kenningum landráðamannsins og þjóð-
svikarans, Vidkun Quisling!!
Vegna þess að norska þjóðin er þess alráðin að treysta
varnir sínar og öryggi með samvinnu við hinar vestrænu
lýðræðisþjóðir segja íslenskir kommúnistar að hún hafi tekið
upp merki þess manns, sem hún fyrirlítur dýpst allra manna
og ljet taka af lífi fyrir svívirðileg svik og glæpi á örlaga-
stundu Noregs.
Þessi yfirlýsing kommúnistablaðsins sýnir íslendingum
inn í myrkviði hins kommúnistiska hugarfars. Þar er engin
glæta af heilbrigðri dómgreind til. Þar er ekkert að sjá annað
ep. glórulaust ofstækið. Þjóð, sem vill verja frelsi sitt og
mannrjettindi er sögð heiðra minningu argasta tilræðismanns
ins við frelsi hennar og heiður, þegar hún leitar samstarfs við
þær þjóðir, sem hún veit að ekki sitja á svikráðum við frelsi.
hennar og sjálfstæði.
Hvers vegna láta íslenskir kommúnistar sjer slík orð um
munn fara?
ÚR DAGLEGA LÍFINU
. . . Þegar þorsk-
urinn þótti mat-
ur . . .
MÖNNUM verður tíðrætt um
veðráttuna. Það er leitað álits
eldri manna, um hvort þeir
muni annað eins og svörin eru
jafnan, að þetta sje nú ekki
mikið á móts við það, sem það
var í gamla daga. Einstaka
maður hefur ekki betra minni
en það, að hann man ekki ann-
an eins vetur hjer á Suður-
landi.
Það var í sambandi við
veðráttuna og þá einkum
gæftaleysið, sem þetta með
þorskinn kom til tals. Maður-
inn, seip jeg var að tala við
kunni skil á ýmsu í sambandi
við veðrið. Og svo sagði hann
þessa sétningu:
,,Það var veturinn, sem snjó
flóðið varð og þorskurinn
þótti matur“.
Gæftaleysi og
nýmetisskortur
„ÞAÐ hafði ekki gefið á sjó
vikum saman þenna vetur“,
hjelt maðurinn áfram, „þangað
til fyrstu daga góu, að farið
var á sjó. Það var öllum íarið
að langa í nýmeti, sem ekki
hafði sjest svo lengi. En í
fyrsta róðrinum fjekkst ekkert
nema þorskur. Og löngunin í
nýmetið var svo mikil, að afla
bátsins var skipt upp á milli
þorpsbúa og alilr átu þorsk
að þessu sinni“, sagði sögu-
maður.
,,Það var yfirleitt ekki gert.
Þorskurinn var bara valúta“.
Öldin önnur
UT af þesari sögu spunnust
umræður um geymslu nýmetis
eftic nýjustu kúnstarinnar regl
um og komist að þeirri niður-
stöðu, að við værum ekki leng-
ur svo háðir dutlungum veður-
farsins. Við gætum haft ný-
meti allt árið. Hraðfrystur
fiskur væri eins og nýr.
Maður, sem þátt tók í sam-
talinu og er alinn upp í fiski-
þorpi, fullyrti, að það væri
vítaminsbragð af hraðfrysta
fiskinum, svo ekki væri nú
minnst á hraðfrystu gellurnar,
sem, væru betri en nýar.
•
Margt að læra
ÞETTA er ekki auglýsing fyrir
hraðfrystihúsin, nje hvatning
til manna um að eta meira af
hraðfrystum fiski. Mönnum er
aðeins bent á, að það er hægt
að geyma matvæli í hraðfryst-
ingu mánuðum og jafnvel ár-
um saman, þannig að þau sjeu
eins og ný þegar þau eru mat-
reidd. Það á við fisk, grænmeti,
kjöt og fleira.
En það er ekki sama og síður
en svo hvernig hraðfrystar
matvörur eru matreiddar, eða
frá þeim gengið áður en látið
er í pott eða á pönnu.
í því liggur einmitt galdur-
inn og það er ekki nóg, að
geyma matinn eins og nýan,
ef hann er svo .eyðilagður í
meðförum á heimilunum vegna
vankunnáttu.
•
Vanrækt efni
HRAÐFRYSTIHÚSUNUM hef-
ur ekki dottið í hug, að gefa út
leiðarvísa um hvernig best sje
að þíða matvæli, sem geymd
hafa verið í hraðfrystingu. ■—
Það er bara látið danka, eða
gert ráð fyrir því, að húsmæð-
ur sjeu fæddar með þeim eig-
inleikum, að þær viti hvernig
happadrýgst sje að þíða bein-
frosna ýsu, eða heilagfiski, sem
er eins og gler í höndunum
þeirra, þegar það er keypt.
Hraðfrystu vörurnar eru
sem nýar þegar rjett er með
farið, en það verður að kenna
möpnum galdurinn og þá verð-
ur alltaf nóg af nýmetinu,
hvort sem gefur á sjó eða ekki.
Auðveld
lagfæring
,,HVAÐ er að heyra þet.ta“,
sagði maður nokkur, eftir að
hann hafði lesið kvörtunina frá
strætisvagnsstjóranum hjer í
dálkunum vegna skiptipening-
anna. „Eru ekki seld kort, viku
kort, mánaðarkort, eða lausa
farmiðar hjá strætisvögnun-
um?“
Það er ekki furða þótt mað-
urinn spyrði.
Það er leitt að heyra aðra
eins vitleysu og þá, að sami
maðurinn komi mörgum sinn-
um sama daginn inn í strætis-
vagn og greiði í hvert sinn
með peningaseðli. Rvers vegna
keypti þessi maður ekki miða
í hefti fyrir 10, 20 eða 50 ferðir?
Það hlýtur að vera hægt að
kaupa hjer farseðla með stræt-
isvögnum á þann hátt, eins og
siður hefur verið og er erlendis,
þar sem strætisvagnaferðum
er haldið uppi með líku sniði
og hjer.
Já, ætli það ekki? — Auð-
veld lagfæring það!
Það er vegna þess að þeir vita að íslenska þjóðin man hina
hetjulegu baráttu Norðmanna fyrir frelsi sínu. Þeir vita líka
að afstaða Norðmanna til Norður-Atlantshafsbandalags lýð-
ræðisþjóðanna vekur mikla athygli hjer á landi. íslenskir
kommúnistar sjá að það er ekki hægt að telja íslendingum
trú um það, að norska þjóðin sje að farga landsrjettindum
sínum og þjóðfrelsi með þátttöku í varnarsamtökum þeirra
þjóða, sem tryggja vilja í senn eigin öryggi og framtíð heims-
friðarins.
Af öllum þessum ástæðum hafa kommúnistar ærst svo
gjörsamlega að þeir láta blað sitt halda því fram, að „fyrir-
litnasti glæpamaður norsku þjóðarinnar móti nú stefnu
ríkisins.“
Hvernig líst íslendingum á þessa „þjóðvarnarbaráttu?“
Eru ekki prófess^ar og dósentar einfeldninnar hreyknir
af því að eiga slíka bandamenn?
Yfirlýsing Thorez
KOMMÚNISTAR hafa kastað grímunni. Franski kommún-
istaleiðtoginn Thorez lýsti því yfir í ræðu, sem hann flutti
í fyrradag að ef rússneskir herir ryddust inn í Frakkland, þá
myndu kommúnistar bjóða þá velkomna og berjast við hlið
þeirra gegn sinni eigin þjóð.
Með þessari yfirlýsingu hins franska kommúnistaleiðtoga
hafa kommúnistar játað á sig landráðastefnu sína. Þeir hafa
lýst því yfir að þeir ætli að berjast með herjum Rússa en
gegn þjóð sinni.
Fram til þessa hafa kommúnistar ekki viljað viðurkenna
að þeir hefðu þetta í hyggju. Þeir hafa þvert á móti reynt
að fá almenning til þess að trúa því að þeir væru hinir einu
sönnu ættjarðarvinir og „landvarnarmenn“. Undir því yfir-
skyni hafa kommúnistar um alla Evrópu tekið upp tryllta
baráttu gegn samvinnu lýðræðisþjóðanna um varnir sínar.
Þeir menn, sem hafa trúað því að kommúnistum gengi eitt-
hvað annað til með þessari baráttu, en skilyrðislaus þjónkun
við Rússa, hafa nú fengið órækar sannanir fyrir villu sinni
Það getur vel verið að íslenskum kommúnistum þyki þessi
yfirlýsing Thorez óþægileg. Sjálfir eru þeir ekki eins hrein-
skilnir og hinn franski flókksbróðir þeirra. En kommúnistar
allra landa eru eins. Þeir hafa sömu skyldur gagnvart yfir-
boðurum sínum. Rússland er þeirra föðurland. Fyrir það ber
þeim að berjast og fyrir það vilja þeir berjast.
MEÐAL annara orða . 1
s
Danir iosna við þýska flóilamenn
Eftir CHARLES CROOT,
frjettaritara Reuters.
KAUPMANNAHOFN — Heil
„borg“, sem í bjuggu um skeið
35,000 íbúar og var þar til fyrir
nokkrum mánuðum sjöunda
stærsta borg Danmerkur, er nú
til sölu eins og hún leggur sig.
Borgin, sem hafði sína eigin
borgarstjórn, skóla, kirkjur,
kvikmyndahús, sjúkrahús og
lögreglustöð, var að öllu leyti
eins og aðrar borgir — að tveim
ur hlutum undanskildum: íbúar
hennar sáu aldrei peninga og
höfðu ekkert samband við um-
heiminn.
Borgin gekk undir heitinu
Oxboell-búðirnar. Ibúar henn-
ar voru þýskir flóttamenn, sem
komu til Danmerkur á ófriðar-
árunum.
• •
200,000 ÞJÓÐVERJAR
ÞETTA var hluti af þeim 200
þús. flöttamönnum, sem í Dan-
mörku voru í stríðslokin. Nú
hafa hernámsyfirvöldin í Þýska
landi fallist á að taka við þeim
öllum, og Danir eru þvínær al-
veg orðnir lausir við þá.
Aðeins 50 íbúar eru nú eftir
í Oxboell-búðunum, og þeir
eiga að fara til Þýskalands fyrir
lok þessa mánaðar. Þetta er því
dauð borg. Unnið er að því að
koma öllum notfærum hlutum
fyrir í stórum vörugeymslum,
og þannig hafa þegar yfir 6 þús.
kolaoínar verið fluttir í eitt
þeirra. í öðru vöruhúsi eru þús-
undir stóla og borða.
80,000 BÆKUR
í BOKASAFNI borgarinnar er
nú verið að ljúka við að ganga
frá þeim 80,000 bókum, sem í
því eru. Rauði krossinn ætlar
að sjá um dreifingu þessara
bóka til þýskra bókasafna, sem
urðu fyrir skemmdum í stríð-
inu.
Símastöðinni. sem afgreiddi
yfir 300 síma, hefur nú verið
lokað. Sömu sögu er að segja
um þvottahúsið, sem var ákaf-
lega stórt og fullkomið.
A götum þessarar borgar gef-
ur enn að líta skylti, sem vísa
leiðina til skrifstofa og embættis
manna, sem nú eru úr sögunni.
•
• •
ENGIN LAUN
EITT hafði þessi flóttamanna-
borg þó aldrei, og það var banki.
Enginn hafði neina peninga
handa á.milli, hvorki þýska nje
danska. Þó höfðu allir einhvers-
konar vinnu. En engin laun
voru greidd. Aðeins æðstu em-
bættismennirnir fengu einhver
laun fyrir störf sín, venjulegast
þó aðeins örlítið betra íbúðar-
húsnæði en aðrir borgarbúar og
endrum og eins aukaskammt af
matvælum.
Flestir braggarnir í þessari
borg voru byggðir með það fyr-
ir augum, að 12 til 16 manns
gæti búið í þeim. En þegar
flóttafólkinu fjölgaði, varð ekki
hjá því komist að taka sumar
vörugeymslurnar í notkun og
gera úr þeim húsnæði.
BORGIN VERÐUR
RIFIN
I MAÍ næstkomandi munu um
200 danskir herfangar koma til
Oxboell-búðanna. Þeir verða til
húsa í sjúkrahúsinu, en úr því
hafa nú öll sjúkragögn verið
flutt. Þessum föngum verður
fengið það verkefni að rífa
braggaborgina og undirbúa
gróðursetningu þeirra trjáa,
sem fela eiga allar leyfar af
þessari flóttamannanýlendu.
Trjein, og kirkjugarðurinn litli,
sem þeir 1,254 Þjóðverjar, sem
Ijetust í flóttamannabúðunum,
hvíla í, verða þá með tímanum
það eina til að minna á þessa
borg, sem um tíma taldist til
sjö stærstu borga Danmerkur.
„Hallveig Fróða-
dóttir" farin frá
Hull
BROTTFÖR hins nýja diesel-
togara Reykjavíkurbæjar,
„Hallveigar Fróðadóttur“, hefir
af einhverjum ástæðum, d'reg-
ist svo- að það var ekki fyr en
í gær er skipið lagði úr höfn.
Jón Axel Pjetursson, er
veitti ski^inu móttöku fyrir
hönd Reykjavíkurbæjar, sendi
skeyti um brottför skipsins í
gær. Þar segir að skipið eigi
að hafa lagt úr höfn í Hull um
hádegi í gær. Er því talið
sennilegt að togarinn verði
kominn hingað á sunnudaginn.