Morgunblaðið - 24.02.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.02.1949, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. febrúar 1949 MORGUJSBLAÐIÐ 9 Hann gerðs fiSraunir í baðkeri sínu Hin nýja flotvarpa til síldveiSa. MÖNNUM hefir orðið tíðrætt ^ togað í þá. Sje togað í efri vír- um hina nýju flotvörpu, sem : inn. en slakað til á þeim neðri, netagerðarmaður á Jótlands-1 þá beinist varpan niður á við. skaga hefir fundið upp og gef-1 En sje farið hinsvegar að, tog ið hefir mjög góða raun, við síldveiðar í Skagerak og víðar. Arni Friðriksson hitti út- gerðarmann einn frá Fredriks havn á ráðstefnunni í Was- hington, er kunnugur var þessu nýjá veiðarfæri. Lýsti hann vörpunni fyrir Árna á þessa leið, eftir því, sem Árni hefir skýrt blaðinu frá: Varpan er þanng útbúin, að hægt er að draga hana, í hvaða dýpi sem er. Hún er í lögun eins og ferstrendur poki í op- íð, og mjókkar eftir því sem áftar dregur. í opið er hún 8 faðmar á hvern veg, þ. e. a. s. hver teinn er áíta faðma lang- ur. En á hverjum hliðartein eru tveir vængir, svo als eru vængirnir fjórir. Eru vængirn ir efst og neðst á hvorum tein, | og er hver vængur tveir faðm- ar á breidd við rót, en mjókka fram, svo þeir eru fremst ekki nema einn faðmur. Framúr hverjum væng gengur „hana fótur“„ þ. e. vír úr hvorum hlið artein vængsins, sem samein- ast í blökk. Úr þeirri blökk ganga svo aðalvírarnir úr vörp unni upp í skipin. Tvö skip draga vörpuna, með vír sem festur er sinn úr hvor um væng. Til þess að hafa flot vörpunnar not, þurfa veiði- skipin að hafa bergmálsmæli, og finna með honum, hve djúpt er á síldinni í sjónum. Sökkva þau svo vörpunni í það dýpi til dráttar. Er hægt að ráða því, í hvaða dýpi varpan er, eftir því, hve mikið er gefið út af vírun- um. Síðan er hægt að beina vörpunni uppá við, eða niður á við, í sjónum, eftir því, hvern ig er slakað til á vírunum eða að í neðri vænginn og slakað til á þeim efri, þá beinist varp an upp á við. Kobert Larsen, höf. vörpunnar Varpa þessi er ætluð fyrir 50—60 tonna báta. Hægt er að taka nokkur hundruð tunnur í nótina í einu. Bátar, sem not að hafa þetta veiðarfæri í Skagerak í vetur, hafa fengið tvöfalda veiði, á við aðra báta, sem verið hafa við veiðar á sömu slóðum. Varpan kosta rum 4,000 danskar krónur. Höfundur vörpunnar hefir unnið að tilraunum með veiðar færi þetta í mörg ár, jafnvel tugi ára. Tilraunir sínar gerði hann lengi vel m. a. í baðkeri sínu- Var ekki laust við, að kunningjar hans hölluðust að því á tímabili, að hann væri ekki með öllum mjalla. Svo þrár var hann við það áform sitt, að finna upp nothæft veiðarfæri við síldveiðar, er tæki öðrum veiðarfærum fram. „Meðan við bíhum" msyniMi i ic¥§ í KVÖLD hefur leíkfjelagið Fjalakötturinn frumsýningu í Iðnó á sjónleiknum Meðan við bíðum, eftir norska rithöfundinn Johan Borgen. Er þetta í fyrsta sinn, sem Fjalakötturinn tekur alvar- leg viðfangsefni til meðferðar, því áður hefur hann einvörðungu gefið sig að gamanleikjum, eins og kunnugt er. Johan Borgen er fæddur 1902 og hefur lengst af verið blaða- maður, en hann er auk þess af- kastamikill rithöfundur og er nú talinn í fremstu röð nor- rænna leikritaskálda. „Meðan við bíðum“, er samið rjett fyrir síðustu heimsstyrjöld og hefur verið leikið í Oslo, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og víðar, og hvarvetna vakið hirsa mestu at- hygli. Indriði Waage hefur leik- stjórnina á hendi og einnig leikur hann aðalhlutverkið: Þreytta manninn. Önnur hlut- ^verk eru sem hjer segir: Öku- maðurinn (Alfreð Andrjes- son), Herrann (Jón Aðils), I Ókunna konan (Inga Þórðar- dóttir), Bóndinn (Karl Guð- mundsson), Bóndakonan (Her- |dís Þorvaldsdóttir), Prjedikar- inn (Róbert Arnfinnsson), Leik arinn (Guðjón Einarsson), Leik konan (Hildur Kalman), Hvísl- arinn (Arndís Björnsdóttir), Stöðvarstjórnn (Þorgrímur Ein arsson). Tómas Guðrhundsson hefur snúið leiknum á íslensku. Ræll um lífrænar ræklunaraðlerðir NÁTTÖRULÆKNINGAFJE- LAG íslands og Garðjn-kjufje- lag íslands hjeldu sameiginleg- an fund í húsi Guðspekifjelags- ins s.l. miðvikudag. Björn L. Jónsson, veðurfræð- ingur flutti þar erindi um líf- rænar ræktunaraðferðir, sem eru í því fólgnar að nota ein- vörðungu safnhaugaáburð — (kompost-áburð), en engan til- búinn áburð. Húsdýraáburður, ásamt hálmi, moði, heyi,. alls- konar úrgangi úr görðum og frá heimilum o. fl. er sett í safn hauga eftir vissum reglum. Það hitnar í haugnum, og á stuttum tíma, venjulega nokkrum mán- uðum, ummyndast hann og verður að fíngerðri og lyktar- góðri áburðar- og gróðurmold- armylsnu, sem er borin á tún eða í garða og akra. Aðalkostir þessarar aðferðar eru þeir, að hverskonar jurtasjúkdómar hverfa svo að segja alveg, án þess að nokkur lyf þurfi að nota. Og tilraunir hafa sýnt, að dýr, sem eru aiin á fóðri rækt- uðu á þennan hátt, þurfa minna magn af því en ella og verða auk þess lítt eða ekki næm fyr- ir sjúkdómum, þar á meðal smit andi sjúkdómum, eins og t. d. gin- og klaufaveiki. Enskur vís indamaður Sir A. Howard, sann aði ágæti þessarar aðferðar með ítarlegum og nákvæmum til- raunum austur í Indlandi á ár- unum 1905 til 1925. Síðan hefur hún verið tekin í notkun af fjölda bænda og garðyrkju- manna víðsvegar um heim, m. a. er hún orðin allútbreidd í Englandi og Danmörku, og hvar vetqg er árangurinn á sömu lund. Fyrirlesarinn sýndi marg- ar skuggamyndir máli sínu til skýringar. Björn Kristjánsson, kaupmað ur, lýsti glerhlífum af sjer- stakri gerð, sem lengi hafa ver- ið notaðar í Englandi og hann hefur útvegað þaðan til reynslu við Atvinnudeild Háskólans. Þær koma í stað vermireita og að nokkru í stað gróðurhúsa, eru ódýrar, Ijettar og handhæg- ar og eiga sjerstaklega vil við heimilisræktun. Hann sýndi og útskýrði kvikmynd um gerð og notkun hlífanna. 'Þá sýndi Vigfús Sigurgeirs- son kvikmynd, sem hann tók fyrir nokkrum árum fyrir Garð yrkjufjelagið og sýnir ýmsar helstu garðyrkjustöðvar sunn- anlands og norðan. Að lokum mælti Jónas Krist- jánsson, læknir, nokkur orð og benti á, að heilbrigði manna og dýra væri fyrst og fremst kom- in undir heilbrigðum jurtum og heilbrigðum jarðvegi. Fundarstjóri var E. B. Malm- quist, ræktunarráðunautur. 70 breskar konur fflutfar frá Burma RANGOON, 23. febr. — 70 breskar konur og börn voru í dag fluttar frá olíuhjeruðun- um í Burma hingað til Ran- goon, en sumar þeirra hjeldu áfram til Singapore. — Bardag ar halda enn áfram víða í land inu, og tóku Karenar mikil- vægan járnbrautarbæ í dag. — Reuter. Fiskaflinn méin minni Samial vi5 Davíð Ólafsson fiskim 3 Á SÍÐASTLIÐNU ári varð heildaraflinn 409 þús. smái. i\ m'óU 431 þús. smál. árið 1947 og 326 þús. smál. á árinu 1946, Lækk- unin á aflamagninu á s.l. ári, kemur eingöngu niður á síldinni, þar eð þorskaílinn var allverulega meiri á árinu en hann varð árið 1947. Síldaraflinn var 150 þús. smál. á móti 217 þús. 1947, en þorskaflinn 259 þús. smál. á móti 214 þús. Aflinn er rniðaður við slægðan fisk með haus. Fiskifjelag íslands skýrði' Mbl. frá þessu í gær og í til- efni að því ræddi blaðið við Davíð Ólafsson fiskimálastjóra, um fiskveiðarnar á árinu 1948. Þorskveiðarnar Af því sem veiddist á þorsk veiðunum, var langsamlega mestur hluti aflans þorskur, eða 146 þús. smál., sem er þó sex þús. smál. minna en árið áður, þrátt fyrir aukningu afl- ans á þessum veiðum. En þetta liggur í því, sagði fiskimála- stjóri, að aðrar fisktegundir voru miklu meir að magni en áður hefir verið. Sem dæmi má nefna að upsaaflinn nam 54 þús. smál. á móti 26 í fyrra, karfaaflinn var um 20 þús. smál., á móti átta í fyrra og steinbýtur var um 10 þús. smál. á móti fimm þús. smál. árið 1947. Þýskalandsmarkaðurinn Þessi mikla aukning á þess- um fiskitegundum liggur í þvi að togaraflotinn sigldi með afla sinn til Þýskalands að veru- legu leyti um sumarið og fram á haust, en verðlagi á þessum mai'kaði þannig háttað, að sama verð fæst fyrir allar bolfisk- tegundir. Af þessu ieiddi það, að togararnir gátu lagt sig meira eftir öðrum tegundum af fiski, en þorski, sem kemur ser einkar vel á þeim tímum þegar lítið er um þann fisk eða auð- veldara að ná í aðrar tegundir svo sem upsa og' karfa. Hagnýting aflans Um hagnýtingu aflans er svo þetta að segja, sagði fiski- málastjóri: Langsamlega mestur hluti i síldarinnar var settur í bræðslu, eða sem svarar um 87 % af heildaraflanum. Afgang urinn fór til söltunar eða var frystur til beitu. Þó var lítið saltað, um sumarið, þar eð treyst var á vetrarsíldveiðina, er brást algjörlega sem kunn- úgt er. Aflinn á þorskveiðunum var aðallega hagnýttur með þrennu móti. í fyrsta lagi fluttur ís- varinn út. í öðru lagi frystur og í þriðja lagi saltaður. Togaraaflinn tæplega hclmingi meiri Togararnir fluttu allir eigin afla á erlendan markað og nam að magni 143 þús. smál., en var á árinu þar áður 72 þús. smál. og árið 1946 54 þús. Þessi geysilega aukning aflans, staf- ar af tveim ástæðum. í fyrsta lagi hin mikla aukning á af- kastagetu togaraflotans, með komu hinna nýju skipa, og í öðru lagi opnun Þýskalands- markaðarins, með samxáhgum við hernámsyfirvöldin. En þá'<4 gerði togurunum mögulegt áð stunda veiða^r óhindrað alt sumarið, einmitt á þeim tíma, sem breski markaðurinn er þrengstur. Bátafiskurinn Nokkuð var um það að báta- fiskur væri fluttur út ísvarinn og nemur það magn ufn 11 þús. smál. Er það um 2000 smál. meira en árið áður. Bátafisk- urinn var aðallega fluttur frá þeim stöðvum, sem erfitt er aö hagnýta hann á annan hátt, svo sem frá Hornafirði og Eyja- firði. Þá fóru nokkrir hinna stærri vélbáta um haustið, með eigin afla á erlendan markað. ■Aldrei naeira fryst Á árinu 1948 fór meirs mag.rv af fiski til frystingar en nokkru sinni áður, eða 76 þús. smál. á móti 71 árið áður og nam frarn leiðsla frystra fiskflaka úr því magni tæplega 29 þús. smál. — Af þorskaflanum fóru ti\ söltunar um 28 þús. smá'J. Yarð saltfiskframleiðslan milli 13— 14 þús- smál. Það er um helm- ingur þess er framleiðslan nam árið 1947. Skóiamenn frá Akir®p fænSaniegir Sii Rvíkur AKUREYRI, 23 febrúar. — í gær, þriðjudag, kallaði ménta- málaráðuneytið þá Þórarinn Björnsson, skólameistara og Þor stein M. Jónsson, skólastjóra, til Reykjavíkur til viðræÆina um skólamálin hjer vegná fram komins frumvarps um gagn- fræðadeild Mentaskólans á Ak- ureyri. Munu þeir fara flugleiðis suður við fyrsta tækifæri. —H. ValdL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.