Morgunblaðið - 24.02.1949, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. fe'brúar 1949
iiiiiiii»ni»»iinmiiiiiiniinmiin««niiiui»Miiim*iiiii»iiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»™i
HESPER
Eftir Anya Seton
HimiiiiimmmmmmiiimmiiiimiiiiiiiimjímiiiaiimiiiimiiiimiiiiiiiimiiimmmmmiiiiimiiiiimiiiiiiimmiiimiiiiimmimimmmmiiiiiiiiiimiimimMiiimm*
Hann gekk í áttina til her-
bergis síns, en sneri við á
kniðri leið. „Hesper, þú mátt
ekki fara aftur ein út á sjó-
inn“.
Hún kipptist við. „Nei,
pabbi“. Hún leit niður og bætti
við í lágum róm: „Þakka þjer
fyrir að þú komst og sóttir
mig“.
Þegar Susan kom fram í eld-
húsð tuttugu mínútum síðar,
var þar enginn. Hún hnyklaði
brúnir og kveikti á kerti. —
Holdugar hendur hennar voru
óstyrkar. Hún gekk upp stig-
ann og ætlaði að fara inn í
gulmálaða herbergið, þar sem
Iíesper var vön að loka sig
inni. En hún nam staðar fyrir
framan dyrnar á herbergi Hes
per. Hún heyrði ákafan grát
að innan. Hrukkurnar hurfu af
enni hennar.
Hún kinkaði kolli. „Guði sje
löf að hún er loksins búin að
gefast upp. Nú er hún loksins
að átta sig“. Hún hallaði sjer
tipp að veggnum og horfði á
dyrnar. „Það þýðir ekkert að
berjast á móti Hes. Guð veit,
að jeg hef orðið að læra það“.
Hún sneri við og gekk niður
stigann.
Á ófriðarárunum bar mikið
á ættjarðarást í Marblehead.
En þegar karlmennirnir fóru í
herinn, hættu fiskveiðarnar og
miðdepill bæjarins fluttist frá
höfninni. Skógerðarmennirnir
vory þeir einu, sem högnuðust.
Um haustið árið 1864 var
Susan orðin alvarlega áhyggju
full. Það lýsti sjer þannig, að
hún átti enn erfiðara með skap
sitt og þagði oft stundum sam-
an. Matarforðinn var þrotinn,
peningakassinn tómur og síð-
asta öltunnan var að verða bú-
in. Það var aðeins eitt, sem
varð að gera, ef þau áttu ekki
að svelta sáru hungri.
Hún hafði verið að velta
þessu fyrir sjer í marga daga,
en hafði ekki sagt neitt.
Það þýddi ekkert að tala við
Roger. Hann mundi bara
fleygja í hana vísubroti og
segja að Honeywood-fólkið
hefði aldrei gert slíkt.
Hún hafði ekki viljað angra
Hesper með því að segja henni
hvernig komið væri. Hesper
var orðin hressari í bragði og
hún hafði fitnað lítið eitt. Hún
hafði tekið þátt í sjálfboðaliðs
vinnu eins og flestar konurnar
í Marblehead og hún virtist-
hafa áhuga á því- Hún átti I
enga aðdáendur á meðal ungra (
manna. Því miður. En Hes ,
hafði alltaf gefið sig lítið af j
karlmönnum og svo voru líka
fáir ungir menn í Marlblehead ’
núna, þegar allir voru farnir
í herinn.
En Susan var búin að taka
ákvarðanir, hvað gera skyldi (
þennan kaldranalega október-
dag, þegar Hesper gekk inn í
pldhúsið. !
„Líttu eftir baunapottinum,
Hes“, sagði Susan.
Hesper hlýddi og leit inn í
ofninn við hliðina á arninum.
„Þær eru að verða brúnar.
En jeg sje hvergi svínakjöts-
sneiðarnar11.
„Þær eru engar til. Sýrópið
er líka búið“.
Hesper leit undrandi á breitt
bak móður sinnar. „Pantaðir
þú ekki meira?“.
Susan svaraði ekki. „Jeg
mætti Amos Porterman á
State Street í dag“.
..Var það?“, sagði Hesper
annars hugar. „Jeg get aldrei
þolað þann mann. Hann er ut-
anbæjarmaður. Og Johnny
.... Johnny sagði að skógerð-
arverkstæðin væru bænum að-
eins til ills og gerðu sjómönn-
unum erfiðara fyrir“.
Susan leit hvasslega á dótt-
ur sína en hún stillti sig. „Skó-
gerðarverkstæðin hafa bjargað
þessum bæ. Það er stríðið, sem
er að setja okkur á hausinn,
en ekki skórnir".
Hesper kastaði til höfðinu.
„Jæja, mjer er sama .... jeg
get ómögulega fellt mig við
Amos Porterman11.
„Það er leitt“, sagði Susan,
og lagði af stað til dyranna,
„því að jeg bauð honum í te
til okkar í dag. Ef við ætlum
að fá eitthvað ofan í okkur að
borða. Hes, þá sje jeg ekki
annað en að við verðum að
læra að gera skó“.
Hún lokaði hurðinni á eftir
sjer.
Amos Porterman var ákaf-
l^a hár maður og frekar þrek
inn. Hesper opnaði fyrir hon-
um og bauð honum inn. Henni
fannst hún aldrei þessu vant,
vera smávaxin við hliðina á
honum. En henni fannst hann
óþægilega hár, eins og hún var
ákveðin í því að láta sjer þykja
allt óþægilegt við hann.
„Sælar, ungfrú Honey-
wood“, sagði hann og hneigði
sig lítið eitt. Hann brosti kurt-
eislega til hennar, en þó fannst
henni eitthvað í rödd hans, eins
og hann vildi minna hana á að
hann væri henni meiri.
„Komið þjer sælir“, sagði
hún kuldalega. „Mamma á von
á yður. Við skulum koma inn
í setustofuna“.
Hún beið á meðan hann fór
úr frakkanum. Svipur hennar
var fjandsamlegur, þegar hún
rak augun í næluna með rúbín-
steininum í slifsi hans. Það var
auðsjeð að fötin hans voru ný
og það glampaði á breiðu gull-
keðjuna framan á vesti hans.
Skógerðarmennirnir höfðu
nóga peninga.
Hún fyigdi honum inn í ó-
upphitaða setustofuna, og tók
eldsnvtur af arinhillunni.
„Má jeg?“, sagði Amos og
tók eldspýturnar af henni. Hún
vjek frá og virti hann fyrir
sjer, þar sem hann kraup fyrir
framan lítinn arininn. Það er
eitthvað drumbslegt við hann,
hugsaði hún ánægð. Þegar
hann stóð á fætur, rjóður af
áreynslunni, tók hún eftir því,
að hann mundi líklega ekki
vera eins gamall og hún hafði
haldið. Hún hafði aldrei sjeð
hann nema með hatt, og hún
hafði haldið að hár hans væri
farið að grána, en nú sá hún að
svo var ekki, en hann var ljós-
hærður.
Það fór að snarka í arninum.
„Þakka yður fyrir“, sagði Hes-
per burrlega og settist í annan
tágarstólinn. Amos settist í
hinn. Það brakaði og brast í
stólnum undan þunga hans.
Hann ræskti sig en sagði ekk-
ert. Hann furðaði sig á andúð-
inni, sem hann fanrj hjá stúlk-
unni. Hann mundi aðeins ó-
glöggt eftir að hafa sjeð hana
.áður. Hún virtist helst ekki
vilja tala við hann og varla
líta á hann.
Amos ræskti sig aftur og
krosslagði fæturna. „Kemur
móðir yðar bráðlega?“. Hon-
um var orðið mjög gramt í
geði, en hann reyndi að láta
ekki á því bera. Hann bar virð
ingu fyrir frú Honeywood,
hann vissi að hún var dugleg
kona, og hann vildi gjarnan
hjálpa henni, fyrst að hún
hafði farið fram á að fá vinnu
hjá honum- En af framkomu
stúlkunnar fannst honum
hann helst vera með óþarfa af-
skiptasemi.
Hesper stóð á fætur. „Jeg
skal athuga það. Jeg held að
hún sje að taka til te-ið“. Hún
fór út úr stofunni.
Amos lyfti brúnum. Skrítin
stúlka, þetta. Skapstór, eins og
flestar rauðhærðar konur. En
hann gat ekki skilið, hvers
vegna hún var honum svona
óvinveitt.
Hann hjelt áfram að hugsa
um Hesper, en þó með nokk-
urri meðaumkun. Hann mundi
eftir því að hafa sjeð hana fyr-
ir nokkrum árum með Johnny
Peach. Hann hafði hugsað með
sjálfum sjer hve hamingjusöm
þau voru. Aumingja stúlkan.
Hún hafði auðvitað elskað
þennan efnilega, hrokkinhærða
sjómann. Hún hafði elskað og
misst. Hugur hans snerist að
hans eigin missi. Það var orðið
langt síðan honum hafði dottið
Lily Rose í hug og hann mundi
ekki greinilega lengur hvernig
hún hafði litið út. Fyrir hug-
skotssjónum hans stóðu nú að-
eins fagrar endurminningar
um hana, föla og veiklulega.
Það var nærri ár síðan hún dó.
Hann var aðeins þrjátíu og
tveggja ára núna, hugsaði hann
og stundi vað. Hann var far-
inn að hugsa til þess að kvæn-
ast aftur, þegar nógu langt
væ>;i um liðið frá láti konu
hans- Kannske ætti hann að
giftast einhverri laglegri og
fjörugri stúlku eins og Char-
ity Trevercombe. Hún var af
góðu fólki, og virtist nokkuð
blóðheit. Hún var allt öðru
vísi en vesalings Lily Rose.
Að minnsta kosti, hugsaði
hann, mundi hann þurfa að
flytja frá Leah Cubbv, hvort
sem hann kvæntist eða ekki.
Það höfðu ýmsar breytingar
orðið á, síðan Lily Rose dó.
Það var leiðinlegt, því að hon-
um hafði liðið vel hjá Leah
Cubby. En upp á síðkastið var
hann farinn að gefa henni
meiri gaum. Hann var farinn
að taka eftir mjúklegum hreyf
ingiyn hennar og glampanum
í stóru, dökku augunum henn-
ar. Og svo var þetta einkenni-
lega atvik, sem hafði komið
fyrir í fyrrinótt. Honum varð
órótt, þegar honum varð hugs-
að til þess.
Fótk'ið í Rósalundi
Eftir LAURA FITTINGHÖFF
17. ’’
lítillega. Hún virtist ekki einu sinni nenna að líta á Maju
og Pjetur.
Matta fór ósjálfrátt að kenna í brjóst um mömmu sína.
Henni fannst hún standa þarna svo fátækleg og hrygg í
bláa heimaofna kjólnum sínum, sem virtist svo lítilfjörleg-
ur samanborið við fínu silkikjólana, sem aðkomukonurnar
voru klæddar í.
Möttu fannst það næstum því ótrúlegt, að mamma henn-
ar skyldi þ(*ra að þúa þessar fínu konur og tala ófeimin og
óhikandi við þær.
Mamma hennar sagði: — Jóhannes, þú verður að fylgja
Gústaf upp á kvistherbergið og bera þangað dótið hans. Svo
skal jeg bráðum koma og sjá, hvernig fer um hann. — En
þú, Matta, verður að fylgja Þyri og sýna henni hvar hún
á að vera.
Síðan hjálpaði hún sjálf Pjetri við að bera inn þungu
koffortin, og þegar því var lokið, settust þær Steinunn
frænka inn í stofu og fóru að tala saman.
— Á jeg að eiga heima hjerna? sagði Þyri steinhissa
þegar hún kom inn í svefnherbergið. Herbergið var stórt,
ljósmálað, en hvítmálaða rúmið og önnur húsgögn þar voru
svo fátækleg, að jafnvel vinnukonuherbergin heima hjá
henni voru eins og skrauthús sambanborið við þetta.
Matta hafði komið inn með allskonar blóm og látið þau
í blómaker á borðunum. Og henni fannst herbergið vera
svo hreint og fágað, að sjálfur konungurinn gæti orðið hrif-
inn af að eiga þar heima. Hún varð því blóðrauð í framan,
þegar hún skildi, að Þyri var óánægð. Það fóru að koma
tár fram í augu hennar, en loks herti hún sig upp og sagði
ákveðin:
— Já, en hjerna áttu nú bara að sofa.
— Jæjá, en hvar eigum við að lesa, éða leika okkur, eða
taka á móti gestum?
Matta stóð fyrst í stað ráðþrota gagnvart þessari und-
arlegu spurningu og vissi ekki, hverju hún átti að svara,
en loks sagði hún þó:
fiflaXT rttlÖSlCyUM-\fx. Í^UTJJ
selja mynd af sjer og hinni
öldruðu konu sinni.
Borgaraleg klæði
Blökkumaður, sem var með
mittisskýlu eina klæða, vakti
mikla athygli á götum Lund-
úna. Loks fór það svo, að lög-
reglan skarst í leikinn. Svert-
inginn tók þessu öllu með
hinni mestu ró, dró fram skjal,
sem á var ritað:
— Það vottast hjer með að
nýliðinn Banu Wassel hefur
fengið tveggja daga leyfi frá
þjónustu í hernum og má þann
tíma klæðast sínum borgara-
legu fötum.
★
Sunnudagur tók við
Hann var einn af þeim mörgu
sem alltaf standa upp og halda
langar ræður'í tíma og ótíma
vegna þeirrar miklu ánægju,
sem þeir hafa af að hlusta á
siálfan sig Laugardagskvöld
eitt — í mikilli veislu — stóð
hann unp og brá ekki út af
vana um lengdina á ræðu
sinni. nema síður væri.
i\/r„«nr sem sat nálævt ræðu
mannimim. sagði hátt við sessu
naut sinn:
— Hvað tekur við, þegar
bann hefur lokið þessum vaðli
sínum?
— Sunnudagur, var svarið.
— Stórfurðulegt, jeg er orð-
inn algeilega tilfinningalaus á
bakinu.
★
Nýtt, jafnvel fyrir
Scotland Yard
Scotland Yard hefur aldrei
heyrt um slíkt rán fyrr. Ung-
frú Janet Green stóð ásamt
fleira fólki og beið eftir spor-
vagni, þegar ungur, velklædd-
ur maður steig allt í einu út úr
bíl, sem renndi þar upp að, reif
pelsinn, sem hún var með, af
henni, fór aftur inn í bílinn og
ók burtu. Pelsinn var 5000 kr.
virði-
★
Nokkrum dögum eftir að 25
ára gamall maður í Hamborg,
Herbert Golli. gekk að eica 81
árs gamla ekkju. var honum
tilkynnt, að hann nyti ekki
lengur þess stvrks, sem hann
hafði fengið frá því opinbera.
Ástæðan var sú, að hann hafði
svo miklar tekjur af því að