Morgunblaðið - 25.02.1949, Blaðsíða 1
ÍÍUAlS SAIIIÍIÍ íilJÁLSIIA PJÓÐA
66
Thorei ©ndurtekyr Sandrála-
¥frSiíiegu? arffaki Lavals.
..
Einkaskcyii til Mor'iunhlaðsins frá Reuter.
PÁRÍS 24. febr. — Þingmenn kommúnista fögnuðu ákaft. er
Maurice Thorez, leiðtogi þeirra, lýsti því yfir í þingræðu í dag,
að sjer væri kærkomið að fá tækifæri til að endurtaka ummæli
síþ um það, að Frakkar ættu að taka Rússum opnum örmum,
ef þeir yrðu ,,neyddir“ til að gera innrás í Frakkland og jafnvel
til að hernema frönsku liöfuðborgina-.
AÍheimsathygli
UmræSur um þessi ummæli
Thorez hófust í franska þing-
inu í dag, samkvæmt kröfu
meirihluta utanríkismálanefnd
arinnar. Var mikil þröng í þing
salnum og virtust þingmenn
allir helst vilja fá tækifæri til
að taka þátt í umræðunum um
málið, en bað hefir að vonum
vakið athygli um allan heim.
Þeir af andstæðingum
kommúnista, sem í dag töl-
uðu, fóru engir dult nieð þá
skoðun, að þeir litu á kom-
múnistaflokk Frakklands
sem landráðaflokk, og
Thorez, foringja hans, sem
líklegasta kvislingsefni lands
ins. Varpaði einn ræðumann
anna þannig fram þeirri
spurningu (og orsakaði með
því ógurleg org frá kommún
istabekkjunum), — hvort
Thorez hefði hug á því að
verða eftirmaður Lavals
sem kvislingur. — Annar
þiugmaður spurði: „Lítur
Maurice Thorez á sjálfan
sig sem leiðíoga flokks í
þjónustu erlcndrar stjórn-
ar“. Þessi sami ræðumaður
sakaði kommúnistaforingj-
ann síðar í ræðu sinni um
að stjórna flokki, sem væri
á launum hjá erlendu her-
veldi.
Thorez enn fagnað
I ræðu sinni í dag sagði
Thorez, að alþýða Frakklands
og vinir verkalýðsins mundu
beita sjer fyrir því, að ekki
yrði einungis erfit.t að há stríð
gegn Sovétríkjuhum, heldur
algerlega ómögulegt. (Fagnað-
aróp frá kommúnistum) Thorez
fjekk það svar frá einum af
fulltrúum sósíalista, að öll
franska þjóðin mundi, ef á
reyndi, reynast samhuga um að
hrynda af sjer árásum ofbéld-
isþjóðar, „hvaðan sem hún
kemur og jafnvel þótt hún
reyndist vera fyrverandi banda
mannaþjóð“.
Frekari umræðum um land-
ráðayfirlýsingu kommúnista-
leiðtogans var frestað til morg-
uns.
ákureyri
AKUREYRI, fimmtud. — Fimm
innbrot hafa verið framin hjer
á Akureyri að-undanförnu og
er slíkt mjög sjaldgæft hjer.
Brotist var inn í fiskbúðina
við Strandgötu og í bifreiða-
] stöðina Bifröst. Var þar Stolið
' skiptimynt. Brotist hefur og ver
| ið inn í bílaverkstæði Jóhann-
f esar Kristjánssonar, hurðir þar
brotnar en engu stolið. Þá var
j brotist inn í Blikksmiðjuna og
. uns.stolið þar um 1200 krónum.
J Einnig hefur verið brotist inn
í nokkra bíla.
Öll eru þessi mál í rannsókn
og munu sum innbrotin þegar
hafa verið upplýst. — H. Vald.
Truman í frí
WASHINGTON — Truman mun
fara til Florida 6. mars n.k. og
vera þar í fríi til 19. mars.
Rjettarhöldum er enn haldið
áfram í meiðyrðamáli Victors
Kravchenko („Jeg kaus frels-
ið“) í París. Þessi mynd var ný-
lega tekin af honum. -
Samningur Gyðinga
og Egypta undir-
ritaður
RODOS, 24. febr. —- Egvptar
og Gyðingar undirrituðu í dag
vopnahljessamning á eyjunni
Rodos. Hafa samkomulagsum-
leitanir staðið yfir þarna lengi
að undanförnu undir leiðsögn
dr. Bunche, sáttasemjara Sam-
einuðu Þjóðanna.
Samningi þessum hefur verið
fagnað víða um heim, og hefur
Truman forseti meðal annarra
látið þá ósk í ljós, að samskon-
ar samkomulag náist sem fyrst
milli Ísraelsríkis og annarra
Arabaríkja. — Reuter.
Fimmlán búigarskir kirkjuieiðíogar fyrir rjefti
Fimmfán búloarskir klrkju-
leiðfogar fyrir rjetfi
Einkaskeyti til MorgunblaSsins frá Renter.
LONDON, 24. febr. — í dag hefjast í Sofia rjettarhöld i máli
þeirra fimmtán kirkjuleiðtoga, sem kommúnistastjórn Búlgaríu
ljet handtaka fyrir nokkru og sakaði um „landráð og njósnir
fyrir Bretland og Bandaríkin." Auk þess eru nokkrir þeirra
bornir þeim sökum, sem þessa dagana eru mjög í tísku austan
járntjaldsins, að þeir hafi verslað með erlendan gjaldeyri á
svörtum markaði.
Síðan 1932
Vassil Osorgiev Ziapkov, sem
kommúnistar fullyrða að sje
leiðtogi „njósnahringsins“, hef
ir þegar „játað“ sekt sína. —
Samkvæmt upplýsingum stjórn
arvaldanna, á hann að hafa
viðurkent að hafa stundað
njósnir frá því 1932!
í kæruskjalinu á hendur
I kirkjuleiðtogunum, sem birt
j var í dag, er sagt, að þeim hafi
I tekist að brenna öll hættuleg
j sönnunargögn gegn sjer, en
: því bætt við, að „játningar,
* ritaðar með eigin hendi“ sýni
J það, að hinir ákærðu eigi heima
í „fylkingum þeirra manna,
sem starfa sem njósnarar og
föðurlandssvikarar“.
iurkmið Atlantshafs-
landnlags m að efla
friðinn í heiminnm
Norska sifómin vill þáttiöku Noregs í
uadirþúningsumræöuin um bandalagið
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB.
OSLO 24. febr. — Halvard Lange, utanríkisráðherra Noregs lýsti
því yfir í Stórþinginu í dag, að norska stjórnin sje þeirrar skoð-
unar, að Norðmönnum beri að taka þátt í undirbúningsumræð-
um undir hið fyrirhugaða Atlantshafsbandalag. „Atlantshafs-
samtökin“, sagði Lange, „eiga að verða frjáls samtök frjálsra
þjóða“ og viðræðurnar í Washington og London hefðu sannfært
norsku stjórnina um það, að eina markmið þessara samtaka yrði
að treysta og efla friðinn.
Lange: „Við höfum dýrkeypia reynslu"
í lok ræðu sinnar sagði norski utanríkisráðherrann ennfrem-
ur: „Norska stjórnin lítur svona á málið: Stjórnmálaþróunin
hefur neytt okkur til að viðurkenna, að til þess að tryggja frið-
inn, verður að auka samvinnu lýðræðisríkjanna í vestri Við
höfum dýrkeypta reynslu fyrir því, að einangrun hefur enga
lausn í för með sjer. Við höfum aldrei tekið þátt í og munum
aldrei gerast aðilar að neinni þeirri stefnu, þar sem takmarkið
cr ofbeldi. Við æskjum þess að búa í friði með öllum nágranna-
þjóðum okkar. Til þess að tryggja friðinn, og um leið okkar eigið
öryggi, verðum við að taka þátt í þeirri „öryggissamvinnu", sem
nú er að þróast meðal lýðræðisþjóðanna.“
Evali boðið til
Delhi
DELHI 24. febr. — Búist er
við því, að dr. Evatt, utanríkis-
ráðherra Ástralíu komi til Delhi
í næstu viku í boði Nehru for-
sætisráðherra. Tveim dögum
síðar mun ráðherrann halda til
London og þaðan til New York.
— Reuter.
Óttast um meiri
óeirðir í Durban
DURBAN 24. febr. — Hermönn
um og' lögreglu í Durban var
skipað að vera vel á verði í
dag, af ótta við að svertingjar
í borginni sjeu að undirbúa nýj-
ar árásir á Indverja, Fullyrt er,
að áróðursmiðum hafi verið
dreift meðal svertingjanna og
þeir hvattir til að ráðast gegn
Indverjum á morgun og um
helgina. — Reuter.
Herlög í Siam
LONDON 24. febr. — Herlög
voru í dag látin ganga í gildi
í.Síam. Er þetta öryggisráðstöf-
un vegna hættuástandsins í ná-
grannalöndunum. — Reuter.
ítarleg ræða.
I skýrslu sinni til þingsins
rakti Lange ítarlega sögu hug-
myndarinnar um skandinaviskt
hervarnabandalag og afstöðu
norsku stjórnarinnar til þess.
Hann gerði einnig grein fyrir
för sinni til Washington og
London, sagði í fáum orðum frá
viðræðum sínum við breska og
bandaríska embættismenn og
lýsti markmiði Atlantshafs-
bandalagsins.
Til að efla friðinn.
Viðræðurnar í Washington og
London, sagði utanríkisráðherr
ann, hefðu styrkt þá sannfær-
ingu norsku stjórnarinnar, að
meginmarkmið sáttmálans yrði
að efla friðinn og auka öryggi
meðlimalandanna. Samningn-
um mundi ekki stefnt gegn
neinni þjóð. Atburðirnir að und
anförnu hefðu borið það með
sjer, að lýðræðisríkin yrðu að
skapa sjer það öryggi, „sem við
vonum að Sameinuðu þjóðirn-
ar geti veitt okkur er fram líða
stundir“.
„Samningurinn, sem nú er í
undirbúningi, á að verða í sam-
ræmi við 51. grein stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna. Grund
völlur hans á að vera „einn fýr
ir alla og allir fyrir einn“, ef svo
skyldi fara, að einhver samn-
Framh. á hls. 2.