Morgunblaðið - 26.03.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.1949, Blaðsíða 6
6 M O RGUTS BL AÐ I Ð Laugardagur 26. mars 1949. Keilavíknrbátur er með mestan afla á vetrarvertíðinni í 45 róðrum Fjárlögin verður uð afgreiða hallals í YFIRLITI um vertíðina, er Mbl. barst í gærkvöldi frá Lands- sambandi íslenskra útvegs- manna segir m. a., frá því, að aflahæsti línubáturinn á ver- tíðinni sje frá Keflavík. Hann er með 420 smál, í 19 sjóferð- um, en þaðan haf'a bátar einnig farið í flesta róða Fæstir róðr- ar á vertíðinni eru frá Stokks- eyri, Eyrarbakka og Þorláks- höfn, en þaðan hafa þeir 15 bát- ar, sem stunda sjósókn, aðeins farið 8 sjóferðir, frá því, að ver- tíð hófst. í yfirliti þessu, sem er hið fróðlegasta, kemur fram, að nú stunda veiðar með línu nær 200 fiskibátar. Hjer fer á eftir yfirlit L.Í.Ú. REYKJAVÍK: Þaðan stunda 10 bátar róðra með lóðum og 20 með trolli. Veður hafa verið válind á vertíðinni og sjósókn mjög erf- ið. Róðrar eru því óvenjulega fáir, það sem af er vertíð, eða mest 38 róðrar hjá bát og mesti afli um 290 tonn. Afli hefur verið sæmilegur þar til síðasta hálfan mánuð. Þann tíma hefur afli verið mjög rýr hjá lóða- bátum og trollbátum mjög mis- jafn og yfirleitt rýr. KEFLAVÍK: 19 bátar stunda veiðar þaðan með lóðum, 6 með netum og 5 með trolli. Auk þess leggja 9 bátar frá öðrum verstöðvum upp afla sinn í Keflavík. Afli hefur verið góður, þegar gefið hefur á' sjóinn, þar til síðasta hálfan mánuð. Loðnugöngu er kent um aflaleysið og slæmu tíðarfari, en vonir standa til að úr þessu rætist. Gæftir hafa verið mjög stirðar á vertíðinni. Mesti afli hjá bát er 420 tonn og flestir róðrar 45. SANDGERÐI: Þaðan eru gerðir út 13 bátar á lóðaveiðar. Veiði hefur verið góð, en gæftir mjög slæmar. — Telja reyndir sjómenn að sjó- sókn hafi verið stunduð með meira harðfylgi á þessari ver- tíð en tíðkast hefur undanfarin ár, enda myndu róðrar hafa verið aðeins örfáir, ef ekki hefði verið hert sjósóknin. Flestir róðrar hjá bát 37 og mesti afli 415 tonn eða lMAtonn í róðri. Menn gera sjer vonir um góða vertíð, ef tíðarfar batn ar fljótlega. GRINDAVÍK: 11 bátar stunda róðra þaðan, ýmist með lóðir eða net eftir því hvað álitið er heppilegast á hverjum tíma. Afli hefur verið góður og_ allt að helmingi betri en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir slæmar gæftir. Mesti afli hjá bát er um 250 tonn og róðafjöldi 20-—25 róðrar. GERÐAR: 7 bátar þaðan ^tunda lóða- veiðar og 1 trollveiðar. Afli var góður framan af vertíðinhi, en þó mjög misjafn. Mjög ljelegur afli hefur v'erið síðasta hálfan mánuð og kennt um ógæftum og loðnu. VESTMANNAEYJAR: Þaðan eru gerðir út 33 bátar á' lóðaveiðar, 13 með troll og 12 með dragnót. Gæftir hafa verið mjög slæmar, en afli góður, þeg ar gefið hefur á sjó, þó hefur mjög dregið úr afla síðasta hálf an mánuð. Netveiði er ekki byrj uð enn, svo teljandi sje, enda Yfirlil um gang verlíðarinnar frá L.Í.Ú. ekki kominn sá tími, sem þær venjulega hefjast. Flestir róðrar hjá bát eru 30 og mestur afli um 200 tonn. Lifrarafli í Vestmannaeyjum nam 15. þ. m 413 tonnum.. — Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma undanfarin ár nam lifraraflinn 1948 — 180 tonnum, 1947 — 371 tonni, ’46 — 415 tonnum og 1945 — 421 tonni. Menn vona að vertíðin geti orðið góð. STOKKSEYRI, EYRARBAKKI, OG ÞORLÁKSHÖFN: Frá þessum verstöðum stunda 15 bátar netaveiðar og 1 lóða- veiðar. Afli hefur verið góður. Farnir hafa verið 8 róðrar og mesti afli á bát er um 60 tonn. Gæftir hafa verið afleitar. HAFN ARF JÖRÐUR: Lóðaveiðar stunda 13 bátar, 3 eru með net og 2 með troll. Auk þess stundar 1 bátur lóða- veiðar og siglir með aflann á breskan markað. Afli hefur verið góður þar til síðasta hálfan mánuð. Gæft- ir mjög slæmar. Aflahæsti bát- I ur hefur veitt um 300 tonn og | róðrafjöldi hjá bát er 30—40 1róðrar . AKRANES: Þaðan róa 18 bátar með lóðir. Veiði hefur verið mjög misjöfn og afar rýr síðustu 12—15 daga, enda ógæftir miklar og lítið verið hægt að fara á sjó. Afla- hæsti bátur hefur farið 31 róð- ur og aflað um 300 tonn fiskjar. STYKKISHÓLMUR: 6 bátar þaðan stunda lóða- veiðar. Afli hefur verið mjög sæmilegur, en misjáfnari síð- ustu 10 daga. Farnir hafa ver- ið 33 róðrar á vertíðinni, en ' gæftir hafa verið slæmar og | erfitt að athafna sig á sjónum. Hæstur afli á bát um 230 tonn. Einn bátur veiðir og siglir með afla sinn til sölu í Bret- landi. ' GRUNDARFJÖRÐUR: j 4 bátar róða þaðan með lóðir. Veiði hefur verið góð, en gæftir ' afar stirðar. Flestir róðrar hjá | bát 30 og mesta veiði um 230 tonn. ÓLAFSVÍK: 5 bátar gerðir út þaðan á lóða veiðar. Veiði frekar rýr og gæft ir slæmar. Hæsti bátur með um 200 tonna veiði í 30 róðrum. AUSTFIRÐIR: Þar hefur afli verið góður, þegar gefið hefur á, sjó, þangað til síðustu 12—15 daga að verið hefur mjög tregt hjá lóðabát- um. Aftur á móti hafa trollbát- ar veitt vel síðustu daga, sjer- staklega fyrir sunnan Horna- fjörð. Gæftir hafa verið stirðar. ir Eins og fram kemur í fram- ansögðu yfirliti, eru einkenni þessarar vertíðar það, sem af er, stopular gæftir, slæm sjóveður og fáir róðrar. Aftur á móti virðast hafa ver ið miklar fiskgengdir á miðum, þó ekki hafi notast af því, sem skyldi vegna erfiðleika við sjó- sóknina. Það virðist þó mega slá því föstu að vonir standi til að þesi vertíð geti orðið sæmileg, hvað aflabrögð snertir, ef veð- ur batnar fljótlega og fiskurinn breytir ekki vana sínum á mið- unum. Hin mikla loðnugengd, sem yfirleitt hefur verið á mið unum undanfarið og spilt fyrir veiði, er ekkert nýtt fyrirbrigði, en gengur yfir, ef að vanda læt- u^. Á þá veiðin að aukast aftur svo alt geti farið vel. Ekki auknar áiögur DMRÆÐUR um fjárlögin hjeldu áfram í gær og varð 2. umræðu ekki lokið. Breytingartillögur frá einstökum þingmönn- um halda áfram að berast, og eru þær flestar til hækkunar á útgjöldum fjárlaganna. Mmpdahúseigendur h]er bænum stofna fjelagsshap FYRIR skömmu hafa eigendur kvikmyndahúsanna í Reykjavik stofnað með sjer samtök, er þeir nefna: Fjelag kvikmyndahúsa- eigenda í Reykjavík. — Tilgangur fjelagsins er fyrst og fremst sá, að efla samvinnu um þau mál, er varða rekstur kvikmynda- húsa. Hin síðari ár hefur kvikmyndahúsum í Reykjavík fjölgað mikið í hlutfalli við stærð bæjarins, og samtök þessi því talin tímabær. í hinu nýstofnaða fjelagi eru öll starfandi kvikmynda- hús bæjarins. Er það ætlun fjelagsins að koma fram fyrir hönd meðlima þess gagnvart almenningi og opinberum aðilum, þegar svo ber undir, vinna að samræm- ingu á afstöðu hinna einstöku : kvikmyndahúsa til þeirra, sem 1 í þjónustu þeirra eru, sem og önnur sameiginleg hagsmuna- mál. Hefur áhrif á val mynda Mun fjelagið ennfremur j koma fram gagnvart erlendum kvikmyndaframleiðendum í j sambandi við leigukjör á kvik- I myndum til landsins, skiptingu I innbyrðis, og reyna að hafa á- hrif á val mynda, eftir því sem markaður, framleiðsla og gjald- eyrir leyfir á hverjum tíma. Fylgst verður með nýungum Kvikmyndahúsin eru mjög veigamikill þáttur í skemm*- analífi bæjarbúa, og mun fje- lag þetta gera sjer far um að fylgjast með nýungum og end- urbótum á sviði kvikmynda- tækninnar svo sem föng eru á, og búa sem best í haginn fyrir viðskiptavini. Fyrstu stjórn fjelagsins skipa: Bjarni Jónsson, fram- kv.stj. Nýja Bíó, formaður. — Friðfinnur Ólafsson, frkv.stj. Tjarnarbíó, ritari. Hafliði Hall- dórsson, frkv.stj. Gamla Bíó, gjaldkeri. Fjármálaráðherra tók fyrstur til máls í gær og hjelt áfram ræðu sinni, sem hann ekki lauk í fyrradag. Skylda Alþingis Sagði ráðherra, að samkvæmt tillögum fjárveitinganefndar þyrfti ríkissjóður auknar teki- ur, sem næmu um 30 millj. kr. j til þess að fjárlögunum yrði , skilað greiðsluhallalausum. Fjármálaráðherra afhenti þinginu fjárlagafrumvarpið svo að segja greiðsluhallalaust og það er skylda Alþingis að halda fast' við þá stefnu. Tekjuvonir brugðust Benti ráðherra á, að tekju- vonir ríkissjóðs hefðu á ýmsan hátt brugðist. Fjárlagafrumvarp ið var samið á þeim tíma, er vonir stóðu til að hjer veiddist Hvalfjarðarsíld. En sú von brást. Sömuleiðis hafa óvenju- leg illveður hamlað veiðum bátaflotans í lengri tíma en venjulegt er. Þá mætti einnig benda á togarastöðvunina á besta veiðitímanum. Ef allt þetta hefði verið vit- að, þegar frumvarpið var sam- ið, þá hefði vissulega verið á- stæða til að skera niður fleiii kostnaðarliði en gert var. — í staðinn fyrir að taka þetta ul j athugunar, þá hefur fjárveít- t inganefnd hækkað marga þá út gjaldaliði, sem fjármálaráðu- neytið reyndi að skera niður. En það verður nefndin að hafa í huga, að allt sem eytt verður, það verður að greiða. Það hefir oft kveðið við síð- ari árin, að hin nýja tækni ætti að geta fleytt þjóðinni fram úr örðugleikum í atvinnumálum. Rjett væri að benda nú á ýms- ar staðreyndir, er sönnuðu það, að tæknin væri ekki einhlít. T. d. hefði mátt ætla að hin nýju skip til strandferðanna, hefði það í för með sjer að styrkur til flóabátanna gæti minkað og ráð fyrir því gert við samningu fjárlagafrv. Samkv. tillögum samgöngumálanefndar er fyrir lægju, kæmi það fram, að engin sparnaður væri sjáanlegur í því efni. Þá mætti benda á það, að þrátt fyrir vjeltæknina færi kostnaður við vegavinnu síður en svo lækkandi og till. fjár- málaráðuneytisins fengju þær einu undirtektir hjá fjárveit- inganefnd, að him hækkaði þennan lið um margar miljónir Við landbúna "arframleiðsl- una væri mjög sóttst eftir vjel- um af eðlilegum ástæðum og bændur teldu sig sífelt þurfa aukinn vjelakost Samfara þess um vjelakosti við sveitabúskap inn færi verðlag landbúnaðar- afurða stöðugt hækkandi. Loks hefði sjávarútvegurinn mjög aukið skipastól sinn og þar væri ýmiskonar nýtísku tækni á ferðinni, sem aflað hefði verið með ærnum kostn- aði. En þrátt fyrir það, væri því ekki að heilsa að afltoma sjávarútvegsins í heild færi batnandi. Alt þetta benti í þá átt, að þó hin nýja tækni væri ómót- mælanl. til bóta á ýmsum svið- um, þyrfti forsjálni og spar- neytni til þess að hún bæri þá ávexti. sem hún að rjettu lagi átti að gera. Það hugarfar er gagntekið hefur þjóðina á velgengnisár- unum undanfarið þyrfti að breytast. Kröfum þyrfti að stilla í hóf og stuðla að því, að atvinnureksturinn bæri sig án opinberra styrkja. Sagði ráðherra, að ástandlð væri þannig í fjármálum okk- ar nú að þinginu bæri skylda til að fjárlögin fyrir 1949 yrðu aí- greidd á viðunandi og sóma- samlegan hátt. Ekki meiri álögur Sigurður Kristjánsson er eini þingmaður, sem hefur lagt frám breytingatillögur um sparnað í útgjöldum ríkisins. Nema lækkunartillögur hans um 9 millj. kr. Auk þess kvaðst S. Kr. mundi greiða atkvæði gegn flestum hækkunartillög- um fjárveitinganefndar. Sagði Sig. Kr. að ekki væri hægt að ganga lengra í auknum álögum á þjóðina, og væri því ekkert vit að samþykkja ný útgjöld, sem kölluðu á auknar tekjur fyrir ríkissjóð. ikrifstofunnar FERÐASKRIFSTOFAN efnir til skíðaferða á sunnudaginm kemur bæði kl. 10 f. h. og 1.30 e. h. — í ferð þá, sem farin verður kl. 10 f h. verður fólk sótt heim, þannig að bílar verða á eftirtöldum stöðum á tímanum 9.15—9.30: Á mótum Suðurlandsbraut- ar og Holtavegar. — Á Sunnutorgi. Á mótum Sund- laugarvegar og Laugarnessveg ar. Á mótum Kapplaskjólsveg ar og Holtavegar. Á Hringbrautar og Hofsvalla- götö. Á mótum Fálkagötu og Melavegar. Á mótum Löngu- hlíðar og Miklubrautar. ■— Við Sundhöllina. Á mótum Höfða- túns og Skúlagötu. Síðan safnast bílarnir að Ferðaskrifstofunni og þaðan verður svo lagt af stað kl. 10.00 og ekið að Skíðaskálan- um í Hveradölum ef færð leyfir. Loks efnir Ferðaskrifstofan til skíðaferðar í dag kl. L30 eftir hádegi. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.