Morgunblaðið - 26.03.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1949, Blaðsíða 12
12 MORGUWBLAÐIÐ Latigardagur 26. mars 1949. Guðmundur Jónsson á Miðfelli áffræður GUÐMUNDUR (Ottesen) Jóns- son óðalsbóndi að Miðfelli í Þing- valiasveit er áttræður í dag. Guð- mundur er fæddur að Ingunn- arstöðum í Kjós, sonur merkis- hjónanna er þar bjuggu, Jóns Pjeturssonar Ottesen og konu hans Sigurlaugar Pjetursdóttur Hjaltested. Að Guðmundi standa sterkir kvistir, og víst er um það, að honum er ekki í ætt skotið. Ótrauður, lífsglaður og viljasterkur hefir hann' staðið í þungum síraumi lífsins án þess að fatast. - Nú lítur Guðmundur af hárri hæð yfir árangursríka æfi Guðmundur er um margra hluti líkur landnámsmanni, enda má til sanns vegar færa, að líf hans alt sje óslitið landnám. Að Miðfelli hefir Guðmundur nú búið í hart nær þrjátíu ár. Áður bjó hann að Galtarholti í Skil- mannahreppi og Skorhaga í Kjós. Síðustu árin vinnur Guð- mundur að því sem ungur væri að færa út túnið að Miðfelli, fullur af áhuga um það sem bet- ur má fara. Guðmundur er skemmtilegur heim að sækja. Lætur það að líkum, að hann kunni frá mörgu að segja um farinn veg. Munu margir í dag minnast góðlátlegrar, græsku- lausrar kýmni, sem einkennir frásögn Miðfellsbóndans og fyll- ir liðin atvik lífi og fjöri. Kona Guðmundar, húsfrevjan að Miðfelli er Ása Þorkelsdóttir frá Þyrli, mikil ágætiskona, prýði sinnar stjettar. Nú þegar er mikill ættbálkur frá þeim Ásu og Guðmundi kom- inn. Börn þeirra eru þrettán lif- andi. Mun ekki ofmælt þó höfð sjeu um þau góðu mörgu syst- kini orðin kunnu að „eplið falli sjaldnast langt frá eikinni". Miðfell stendur í þióðbraut. Þangað kemur fjöldi fólks. Æfin- iega er bjart og hlýtt um þau Guðmund go Ásu. , Mjer hlýnar við þjóðarþelsins yl“, kvað Einar Benediktsson. Þessi játning skáldsins skilst öll- um þeim mörgu er notið hafa alúðar og umönnunar afmælis- barnsins á Miðfelli og konu hans. Helgi Hallgrímsson. Guðmundur Jónsson. Ryksugur 1 Westinghouse, stærsta gerð. — 1 Meryvac (ensk) uppl. eftir kl. 2, Grettisg. 16, I. hæð. ii 11111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiut 11111111111 - Jeg var fangi Rússa Frarrih. af bls. 9. óljósa hugmynd um í hvaða átt jeg ætti að fara, til þess að komast með S.-járnbraut- inni til Berlínar. Göturnar í hinum rúss- neska hluta Potsdam voru auðar — og eftir ýmsum krókaleiðum komst jeg loks til Babelsberg stöðvarinnar. Þar steig jeg upp í járnbraut arlestina og sex mínútum síðar var jeg kominn til . Wannsee, fyrstu stöðvarinn- ar á bandaríska hernáms- svæðinu. Þar var frelsið — þar var lífið ... (Útgáfurjettur Wald. Höff- ding og Morgunblaðsins. — Eft- irprentun bönnuð. — Alls hafa þá birtst 12 greinar í þessum greinaflokki, sem lýkur í dag. Fyrri greinar birtust í blaðinu 9. 10. 11. 16. 19. 20. 22. 23. 24. og 25. mars.) - Skrif Tímans Frh. af bls. 10.. Sjálfstæðismenn í Eyjum hafa ekki lagt neitt kapp á að auglýsa forustu sína í þessum hagsmunasamtökum útvegs- manna og sjómanna þar. Þeir kjósa, að þessum samtökum rje haldið utan við pólitískar erjur, en þar sem frásögn „Tímans“ um samtök þessi er töluvert villandi, hefir Morgunblaðið tal ið rjett að skýra frá forgöngu Sjálfstæðismanna um þessar umbætur, um leið og blaðið að öðru leyti tekur undir lofsyrði ,,Tímans“ um þessi merkilegu samtök. Yfirlýsðng frá Vinnu- veifendasambandinu VINNUVEITENDASAMBAND íslands hefur beðið Mbl. að birta eftirfarandi yfirlýsingu: Út af frásögnum um fram- lengingarsamnings þess, sem Vinnuveitendasamband íslands gjörði 23. þ. m. við Verka- kvennafjelagið Framsókn í Reykjavík vill Vinnuveitenda- sambandið láta getið þess, sem hjer-skal greina: Það hefur á undanförnum ár- um verið venja að Verkakvenna fjelagið Framsókn fengi kaup- hækkanir í samræmi við þær kauphækkanir, sem Vinnuveit- endasambandið hefur samið um við Verkamannafjelagið Dags- brún í Reykjavík. Nú stóð svo á að Verkakvennafjelagið samdi síðast við Vinnuveitendasam- bandið 14. mars 1947. En ca. 4 mánuðum síðar, eða 5. júlí 1947, var samið um kauphækk- un við Dagsbrún, sem nam ca. 5% að meðaltali, nokkru hærra á lægstu töxtum en lægra á hærri töxtunum. Síðan þetta gjörðist hefur Verkakvennafje- lagið enga kauphækkun fengið. Með tilliti til þessa og til nokk- urskonar uppbótar fyrir hið lægra kaup síðastl. ca. tvö ár, samdi Vinnuveitendasambandið nú um ca. 3% kauphækkun hjá Verkakvennafjelaginu á al- menna kaupinu og ákvæðis- vinnu við fiskþvott. Auk þess var samið um sjerstakan taxta fyrir uppskipun á saltfiski, eins og samið var um við Dagsbrún 5. júlí 1947, með tilsvarandi hækkun almenna taxtans. Að því er hreingerningar snertir var áður sjerstakur taxti fyrir hreingerningar, sem var hækk- aður úr kr. 2.00 upp í kr. 2.20. Er ekki enn orðinn ufanríkisráðherra MOSKVA, 25. mars. — Sendi- herra Kína í Moskva, Fu Ping Chang, neitaði því opinberlega í dag að fregnir kínverska út- varpsins um að hann hefði tek ið að sér utanríkisráðherra- embættið hefðu við rök að styðjast. — Hann kvaðst enn hafa málið til athugunar og væri hann í stöðugu sambandi við stjórn sína. — Það mun vekja mikla undrun hjer, ef Fu tekur að sjer utanríkisráð herraembættið. — Talið er, að hann muni fara hjeðan frá Moskvu innan skamms. áenni- lega fyrst til Parísar. — Reuter. org Hannesdéffir Minningarorð: •í *ii MIG langar að sá enga lygi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni. Þessi gullvægu orð Þorsteins Erlingssonar komu mjer- í hug, er jeg frjetti lát Vilborgar Hannesdóttur. Bókin hennar er lokuð. Allt hennar líf var miðað við það að lífsbókin hennar yrði sönn. Vilborg Hannesdóttir verður til moldar borin í dag, að Stokks- eyri. Hún andaðist 18. þ. m. að heimili dóttur sinnar Önnu og tengdasonar síns Benedikts Bene diktssonar. Hjá þeim dvaldi hún hin síðustu ár, naut þar ástúðar og umönnunar hjá allri fjölskyld unni. Vilborg Hannesdóttir var fædd að Skipum við Stokkseyri 24. júlí 1873. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Gísladóttir og Hannes Hannesson. Á því mynd- arheimili ólst hún upp ásamt 6 Vilborg Hannesdóttir. an í Vinaminni, en svo hjet hús þeirra á Stokkseyri. Heimili Vil- borgar Hannesdóttur og Jóns Sturlaugssonar var rómað fyrir myndarbrag. Vilborg Hannesdótt ir vár framúrskarandi stjórnsöm, reglusöm, myndarleg og dugleg. Hún kendi, sjálf öllum sínum systkinum. Af þeim eru dáin: börnum lest'ur og skrift og hún Gísli, Guðlaug og Vilborg en á ■ saumaúi sjálf hverja flík á alla lífi eru Guðlaug, Þuríður, Ingvar fjölskylduna þar til dætur henn_ og Guðrún. Vilborg Hannesdóttir giftist I 1896, Jóni Sturlaugssyni, hin- um þjóðkunna hafnsögumanni á Stokkseyri. Þar bjuggu þau þangað til Jón Sturlaugsson andaðist í ágúst 1938. Eftir það bjó Vilborg nokk- ur ár áfram á Stokkseyri en hin síðustu ár dvaldi hún hjer í bæ eins og áður er sagt. Afkoma heimilis þeirra byggð- ist aðallega á sjávarútvegi. Jón Sturlaugsson hafði mikinn sjáv- arútveg og voru á heimili þeirra oft utansveitarmenn, sjerstak- lega á vetrarvertíðum. Meimili þeirra var fjölmennt. Þau eign- uðust 10 börn. Á lífi eru: Sturlaugur stór- kaupmaður, Jón stýrimaður, Sigurbjörg og Anna, öll gift og búsett hjer í b.æ. Snjáfríður mat- reiðslukona í heilsuhælinu Reykjalundi og Guðlaug hjúkr- unarkona á Landsspítalanum. Dáin eru: Sigrún, Hannes járn- smíðanemi, Hannesína Sigur- björg og Guðmundur vjelaverk- fræðingur. Það er sárara en orð fá lýst að horfa upp á sjúkdóma og dauða á efnilegum og velgefnum ar komust upp. Oll hennar verk voru með snilldar handbragði, jeg man ekki til að jeg hafi sjeð aðra konu afkasta meiru. Hún lagði mikla rækt við uppeldi barna sinna, hafði áhuga fyrir að þau gætu notið mentunar og orð- ið góðir þegnar þjóðfjelagsins. Hún fylgdist vel með öllum þjóð-: málum ðg hafði ákveðnar skoð- anir og sagði meiningu sína hispurslaust, hver sem í hlut átti. Hún var mjög virðuleg í allri framkomu, allt ljettúðartal og lágar hugsanir áttu engin ítök í henni, Vilborg Hannes- dóttir var ekkert blíðmál við ókunnuga, fremur fálát og sein- tekin en þeir sem eignuðust vin- áttu hennar áttu hana óskipta til dauðadags. Jón SturlSúgsson var mikill aflamaður og sá vel fyrir sínum stóra heimili og kom bað sjer vel fvrir húsmóðurina því bak við hörðu skelina bjó hún yfir mikl- um manngæðum og var höfðingi í lund og stórbrotin enda var ó- mælt og óvegið það sem hún gaf fátækum svo fáir vissu. Fyrir nálega 45 árum var Kven fjelag Stokkseyrar stofnað. Vil- börnum, þessar sáru raunir bar borg Hannesdóttir var kosin hún með fádæma stillingu og j fvrsti form'aður þess, hún gegndi hógværð. Hún var þakklát fyrir ógleymanlegan unað í samf ielagi við börnin á meðan þau dvöldu hjá henni. Hinar dýrmætu minn- ingar voru henni ljós, sem aldrei slokknaði. Öll hafa börn þeirra erft eðliskosti foreldranna: gáf- ur, dugnað og manndóm. Það þótti glæsilegur hópur fjölskyld- ^miiiiiiiHimiiiiiHiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiuiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiHiiiiHiiiiiiiiiiiuiniiiiiuuintvuiifiiiBaa Markús £ £ Eftir Ed Dodd itiiimiiiinnuNiKir ir» Og Towne er kominn í færi. Markús miðar á Svörtu ó- freskjuna. BUT AS MARK RELEASE? THE BOAR TURNS TO SLA5I { AT QNE OF THE HOUNDS En í því örin flýgur — Þú mátt ekki fara næi, sirengnum, víkur gölturinn til Sirrí. Örin hefur aðeins sært hliðar. hann. Þegar Sirrí ætlar að hlaupa til baka, fellur hún um viðar- bol, sem liggur á jörðinni. því starfi í mörg ár. I stjórn fjelagsins var hún áratugum sam- an. þar til hún baðs* undan st jórn arstörfum sakir aldurs og van- heilsu. Aðalmarkmið kvenfjelagsins er líknarst.arfsemi. Það var því nauðsynlegt að afla fjelaginu fjár og var það gjört með ýmsu móti. Þá hugkvæmdist Vilbcrrgu Hannesdóttur að fá formennina á Stokkseyri t.il að taka netstubb af kvenfjelaginu og held jeg að allir hafi gjört það og var þetta einn hæsti tekjuliður fjelagsins meðan útgerðin var í blóma. Kvenfjelag Stokkseyrar befur átt mörgum ágæturn konum á að skipa sem hafa unnið ómetanlegt starf fyrir fjelagið cn jeg full- yrði að Vilborg ITannesdóttir hafi verið ein af þeim sem mesta fórnarlund sýndu. Við fjelags- systur hennar þökkum henni gott og heállaríkt samstarf og geym- um hugliúfar minningar frá þess um liðnu fjelagsárum. Siálf þakka jeg henni fyrir órjúíandi tryggð við mig og heimili foreldra minna. Guðs blessun fylgi henni um alla eilífð. Guffrún Sigurffardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.