Morgunblaðið - 31.03.1949, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. mars 1949-
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Atburðirnir við
A usturvöll
ALÞINGI hefur nú samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða þátttöku íslands í samtökum vestrænna lýðræðis-
þjóða. Þeir, sem greiddu atkvæði gegn því að það spor væri
stigið voru kommúnistar og þrír undanvillingar, sem telja
sig til lýðræðisflokkanna, en sem hvorki flokkar þeirra nje
aðrir taka mark á.
Það má því segja að lýðræðisflokkarnir íslensku hafi staðið
vel saman um þessa þýðingarmiklu ákvörðun, sem íslend-
ingar vænta að treysti sjálfstæði lýðveldis þeirra og auki
öryggi fólksins. íslenska þjóðin á þá ósk heitasta að njóta
friðar og öryggis. Þess vegna hefur hún viljað leggja lóð sitt
á vogarskálina til eflingar heimsfriðnum í náinni samvinnu
við aðrar frelsisunnandi þjóðir.
Undanfarnar vikur og mánuði hefur hinn kommúnistiski
landráðalýður haft í frammi hótanir um ofbeldi og hervirki
ef löggjafarsamkoma þjóðarinnar, Alþingi, samþykkti að
Island skyldi gerast aðili að þessum friðarsamtökum. Svo
að segja hvern einasta dag hefur blað kommúnista, Þjóð-
viljinn, lýst því yfir að þeir stjórnmálamenn lýðræðisflokk-
anna, sem samþykktu slíka ráðstöfun, skyldu sjálfa sig fyrir
hitta. Hún skyldi ekki verða „þoluð“. Sjálfur formaður hins
íslenska kommúnistaflokks hefur lýst því yfir að forystu-
menn lýðræðisflokkanna skyldu verða hengdir eða sk'otnir
þegar Sovjet-Rússland hefði náð yfirtökum í heiminum.
Atburðirnir, sem gerðust við Alþingishúsið og Austurvöll
í gær sýna að kommúnistum er full alvara þegar þeir
hóta að drepa samborgara sína. Árás hins tryllta kommún-
istaskríls á fundarstað löggjafarsamkomunnar og friðsama
borgara, sem þar höfðu safnast saman sýna að íslenskir
kommúnistar ætla ekki að bíða með illvirki sín þangað til
að rússneskur her kemur þeim til aðstoðar.
Það, sem gerðist við Austurvöll í gær var þetta:
Siðlaus kommúnistaskríll, sem í margar vikur hefur verið
æstur upp af „Þjóðviljanum“ gerði þar hiklausa tilraun til
manndrápa og blóðsúthellinga. Það er hrein mildi að af
þessari tilraun skyldi ekki hljótast fjöldi morða og limlest-
inga. Vitað er að nokkrir löggæslumenn og friðsamir borg-
arar hafa hlotið meiri og minni áverka, og er ekki sjeð fyrir
afleiðingar sumra þeirra.
Það er athyglisvert, hvert tilefni þessara glæpa kommún-
ista eru. Tilefnið er það, að yfirgnæfandi meirihluti löglega
kjörinnar löggjafarsamkomu er að samþykkja mál, sem
leiguþýjum Rússa hefur verið skipað að berjast á móti. Til-
ræði og grjótkast kommúnista beinist þess vegna ekki aðeins
gegn Alþingishúsinu, þingmönnunum og hinum friðsömu
borgurum umhverfis það, heldur gegn sjálfum grundvelli
hins íslenska þjóðskipulags, lýðræði og þingræði.
Ef íslenska þjóðin hefur ekki gert sjer það fullljóst áður,
hverskonar siðferðisgrundvelli kommúnisminn byggir á, þá
getur hún ekki farið í grafgötur um hann eftir atburðina í
gær. — Hún þarf heldur ekki að vera í minnsta vafa um það,
hverskonar starfsaðferðum kommúnistar beita þegar þeir
þurfa að framkvæmra skipanir hinna rússnesku húsbænda
sinna. Nakið og siðlaust ofbeldið er æðsta boðorð þeirra. Af-
ieiðing þess skiptir engu máli. Kommúnistum liggur í ljettu
rúmi þó það kosti morð og limlestingar, eyðileggingu og
rústir. Tilgangi þeirra er náð ef þeir aðeios geta gegnt fimmtu
herdeildarhlutverki sínu í þágu hins alþjóðlega kommun-
isma eða a. m. k. gert tilraun til þess að gegna því. íslenskir
kommúnistar hafa nú sjálfir kveðið upp yfir sjer dóminn.
Þeir standa nú uppi berir að tilraunum til manndrápa og
svívirðilegs ofbeldis gagnvart löggjafarsamkomu þjóðarinn-
ar. — Slíkir menn hafa sjálfir haslað sjer völl sem utan-
garðsmenn í hinu friðsama þjóðfjelagi íslenskra manna.
Áform þeirra um að hindra löggjafarsamkomuna í að
vinna störf sín hafa farið hrapalega út um þúfur. Þannig
munu öll áform þessa rótlausa öfgaskríls um tilræði við
frelsi þjóðarinnár, þingræði og- lýðræði, renna út í sandinn.
Fyrirlitning og yiðbjóður allra óspilltra Islendinga verður
minnisvarði kommúnista í íslandssögu tuttugustu aldar-
innar.
\Jibuerji áhrijar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Um mýs og menn
JÓNAS leggur út af ræðu síra
Jakobs í Ófeigi sínum og talar
um mýs og menn og kemst að
þeirri niðurstöðu, að ræða
Jakobs sje einskonar músar-
holupólitík.
Þótt Jónas eigi nú ekki eyru
manna, sem stundum hjer áð-
ur fyr, og jafnvel hinar stór-
vöxnustu eyrnablöðkur sperr-
ist ekki lengur upp þegar
hann talar, þá munu margir
vera gamla manninum sam-
mála í þessum niðurstöðum
hans og hugleiðingum um mýs
og menn.
En það eru fleiri en Jónas
og Jakob. sem gera sjer tíð-
rætt um nagdýrin um þessar
mundir.
•
Dómgreind
rottunnar
NOKKRIR piltar, sem kalla
sig „sannléiksleitendur“ tóku
eftir því, að á stofnfundi
Krabbameinsfjelagsins, sem
áður en langt um líður á eftir
að skifta um nafn og verða
kallað sínu rjetta nafni, Krabba
meinsvarnafjelagið, var dóm-
greind rottunnar til umráeðu.
Þar var því haldið fram, að
reyndum og kunnum kappa, að
það væri óhætt að taka sjer
rottuna til fyrirmyndar um
matarræði.
Dómgreind hennar væri
hægt að treysta. En það fór
fyrir þessum sannleiksleitend-
um, líkt og Þorbergi á anda-
trúarfundinum, að svo bregð-
ast krosstrje sem önnur trje.
•
Hún er drykkfeld,
svínið
SANNLEIKSLEITENDURN-
TR gerðu eftirfarandi tilraun.
^>eir settu mat fyrir rottu, sem
beir höfðu náð í og það reynd-
:st rjett, að hún vildi hvorki
rllehaande nje pipar og salt
neð matnum sínum.
Þá tóku þeir þrjár skálar.
'ettu vatn í eina, bjór í aðra
og vín í þá þriðju- En hvað
gerði rottan þá?
Er hún hafði kynnt sjer inni
hald hinna þriggja skála drakk
hún vínið, en leit ekki við
bjórnum nje vatninu.
Hvort hjer hefur verið um
að ræða róna-rottu úr Hafnar-
stræti, skal ósagt látið, en hitt
er vist, að drykkfeld var hún,
þótt hún fussaði við kryddinu.
•
Tillaga frá Kjarval
JÓHANNES S. Kjarval vill
ekki heyra það nefnt, að garð-
urinn umhverfis Alþingishúsið
verði rifinn niður. Hann segist
hafa sín rök fyrir því, þótt
hann kæri sig ekki um, að svo
stöddu máli, að ræða það
frekar.
Kjarval vill ekki láta rífa
niður gamlar menjar í bænum.
Hann var meira að segja á
móti því, að gaddagirðingin
umhverfis Austurvöll væri rif
in á sínum tíma.
Og ekki þarf að spyrja að
hug hans til Skólavörðunnar,
frekar en margra annara góðra
borgara. Við vorum allir á
móti því að hún væri rifin.
•
Harðorð mótmæli
KJARVAL hefur fengið stuðn-
ingsmann, K.G., sem skrifar á
þessa leið um Alþingishúsgarð-
inn:
„Með engu móti má leggja
múrvegg Alþingishúsgarðsins,
þann er að Templarasundi
snýr, að velli. Þetta er skjól-
garður, sem bægir norðangarð-
inum frá trjánum, og hefði
gróðurinn aldrei náð þeim
þroska, sem er, ef hann hefði
ekki verið á sínum stað. Annað
mál er það að hafa garðinn
opinn í suðurátt og ætti Vík-
verji og aðrir góðir menn, sem
láta sig þetta mál skipta, að
beita áhrifum sínum í þá átt,
að hið hræðilega Ijóta templ-
arahús með viðskotum, verði
rifið eða flutt á braut hið bráð
asta, strax í sumar, lagfæra
lóðina og undirbúa undir
blómabeð og trjágróður".
•
Góð málaniiðlun
ÞAÐ munu flestir geta fallist
á tillögu K.G., sem góða mála
miðlun í þessu máli.
Ef Gúttó yrði flutt burt, þá
ætti ekki að byggja þar heldur
framlengja Alþingishúsgarðinn
suður að Tjörn. Þá yrði þarna
fallegur reitur, sem yrði opin
almenningi.
Tillaga K.G. er því studd.
•
Gistihús-nöfn
ÞAÐ er mikill áhugi fyrir
nafni á gistihúsið í Keflavík
og brjefin streyma að. — Því
miður er ekki hægt að birta
greinargerðir brjefritara með.
tillögum þeirra, þótt sumar
tillögurnar sjeu rökstuddar
vel. Karl í Koti gerir t.d. góða
grein fyrir því hvers vegna
hann velur nafnið Faxi og seg-
ir rjettilega, að það sje tákn-
rænt fyrir afl það, sem knýr
flugvjelarnar um loftin blá og
bendir á, að í sögum okkar
hafi hesturinn farið um loftin
(Sleipnir Óðins hefur þá verið
einskonar fyrsta átta hreyfla
flugfarið).
•
Nokkrar tillögur
SAGA er annað nafn, sem
stungið er upp á og er nokkuð
gott. Allmargir eru með fugla-
nöfn, Svanur, Þröstur. Þá er
tillaga um Jörð. „Hótel Sól-
heim“(ar), sem þó varla yrði
rjettnefni á stað á Reykjanes-
skaea. Skáli er enn ein tillaga,
Heiðarbúi önnur, Hekla og ís-
land eru flestir með. Lögberg
og Vogar, þar sem Keflavíkur-
völlurinn sje reistur í landi
landnámsjarðarinnar Vogar.
Enn hefur varla komið nokk
uð verulega gott nafn, sem
allir gætu orðið sammála um.
En fresturinn styttist, því það
mun ei^a að fara að taka gisti-
húsið í notkun í byrjun næsta
mánaðar.
m eðalannarX"örðá . . .
...•tiiiiiiiiiiiumnMimmiii*!
Geysiftilikcmin olíuvinnslustöð reist í Hamborg
Eftir Guy Betany,
frjettaritara Reuters.
HAMBORG — Verið er nú að
reisa eina af fullkomnustu olíu
hreinsunarstöðvum veraldar-
innar á rústum Shellverksmiðj
anna í Hamborg, sem var því-
nær gereytt í styrjöldinni, er
meir en 4,000 öflugum sprengj
um var varpað á þær.
Þegar byggingu hinar nýju
olíuhreinsunarstöðvar verður
lokið í haust, á vinnsla hennar
að geta numið allt að því 440.
000 tonnum af olíu á ári
hverju, enda verður hún búin
nýjustu og fullkomnustu vjel-
um.
• •
2.000 VERKAMENN
MEGNIÐ af þeirri hráolíu, sem
berst til Hamborgar, kemur
frá löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs, og í olíuvinnslu-
stöðinni, er gert ráð fyrir mikl
um vjelasamstæðum, sem
hreinsa eiga parafínið úr olí-
unni. Endurbættar aðferðir
verða notaðar til að losa olíuna
við parafínið — það verður
fryst, þannig að hráolían ver
ur skilin frá því með lítilli
fyrirhöfn.
Meir en 2,000 verkamenn
frá yfir 40 fyrirtækjum vinna
þessa dagana að byggingu
oliuhreinsunarverksmiðjunn-
ar. Þegar byggingunni er lokið,
verða þarna meðal annars þrír
stórir hráolíugeymar, sem sam
tals geta tekið 10,000 rúm-
metra, tveir 5,000 rúmmetra
bensíngeymar og nokkrir
smærri geymar fyrir aðrar
olíur.
• •
120.000 RÚMMETRAR
GEYMSLUPLÁSS . verður
þarna alls fyrir 120,000 rúm-
metra. í sambandi við para-
fín hreinsunina verður þannig
að reisa 24 geyma, svo þetta
verður orðin álitleg þyrping
áður en líður.
Þegar verksmiðjan tekur til
starfa, munu alls um 1200
menn starfa við hana að stað-
aldri.
Þessir menn hafa margir
hverjir verið atvinnulausir allt
frá stríðslokum, þegar loftár-
ásir bandamanna voru búnar
iað leggja Shellverksmiðjurnar
í rúst og ekkert stóð uppi nema
naktir steinveggir og sundur-
tættir olíugeymar.
• •
100 SPRENGJUR
ÞAÐ var fyrir tveimur árum,
sem ákveðið var að endurreisa
þessa stóru olíuvinnslustöð.
Meginástæðan var sú, hversu
vel hún lá við höfninni í Ham-
borg. Stór olíuflutningaskip
geta lagst við festar alveg
undir veggjum verksmiðjunn-
ar, og auðvelt er og ódýrt að
sendá olíuna unna með járn-
biautum og fljótabátum um
gjörvalt Þýskaland.
Áður en hægt var að hefjast
handa um byggingarfram-
kvæmdir, þurfti að hreinsa
burtu um 120,000 rúmmetra
af múrsteinum, grjóti og járna
rusli. Meðan unnið var að
þessu, fundust yfir 100 heilar
flugvjelasprengjur í rústun-
um- Þær varð að gera óskað-
legar og flytja á brott.
En verkinu hefur miðað á-
gætlega áfram, þrátt fyrir
geysimarga erfiðleika, og eins
og áður er sagt, ætti olíuvinnslu
stöðin að verða tilbúin þegar
í haust.