Morgunblaðið - 13.04.1949, Síða 6

Morgunblaðið - 13.04.1949, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. apríl 1949. C Verkfall Vörubílsfjórafjel- agsins Þróttar í Reykjavík í MORGUNBLAÐINU, sem út kom í dag, 12. þ. m., er greinar- gerð frá stjórn Vörubílstjóra- fjelagsins Þróttar hjer í bænum viðvíkjandi yfirstandandi verk- falli fjelagsins. Með því að greinargerð þessi er að ýmsu leyti á þann veg að hún gefur ekki rjetta mynd af verkfalli þessu, tildrögum þess og aðgerðum af hendi ,,Þróttar“ í sambandi við það, tel jeg rjett að skýra frá því, sem hjer skal greina. H. F. Eimskipafjelag íslands hefur haft samning nú í nærfellt tvö ár við umráðamenn flutninga til Keflavíkurflugvallarins. I Keflavík eru mjög erfið afferm- ingarskilyrði. Þessi slæmu hafn- arskilyrði í Keflavík eru m. a. tilefni þess að Eimskipa- fjelagið hefur samið um flutning á vörum til Keflavíkur- flugvallar alla leið frá fíew York til flugvallarins, á öllum tíma árs, og í framkvæmd hefur þetta orðið þannig að vörurnar hafa verið affermdar hjer í Reykjavík og þeim síðan ekið hjeðan til Keflavíkurflugvallar. Byrjuðu flutningar þessir í maímánuði 1947 og hefur frá upphafi verið hagað þannig að Eimskipafjelag- ið hefur bæði flutt vörurnar á 2V2 smálesta vörubifreiðum sín- um, en fjelagið á nú 4 slíkar vörubifreiðar, og á vjelarlausum vagni, svonefndum „sleða“, sem ber 16 — sextán — smálestir, en ,,sleði“ þessi er dreginn af drátt- arbil. En auk þess hefur Eim- skipafjelagið haft 10—15 Þróttar- bíla í flutningum þessum. Þannig hefur þetta verið fram- kvæmt síðan í maímánuði 1947 án þess að vörubílstjórafjelagið Þróttur hafi nokkru sinni átalið að Eimskipafjelagið notaði sínar eigin vörubifreiðar og önnur eig- in flutningatæki til þessara vöru- flutninga hjeðan til Keflavíkur- flugvallar, og allan þenna tíma hefur þó Vörubílstjórafjelagið Þróttur haft samning við Vinnu- veitendasamband íslands þar sem svo er ákveðið í 2. gr. að samn- ingurinn „skerði í engu rjett fjelagsmanna Vinnuveitendafjel- agsins til að nota í eigin þjónustu bifreiðar sínar“. Á síðastliðnu hausti krafðist hið ameríska firma, sem hefir með höndum framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, þess að skip er flyttu vörur þangað færu framvegis með vörurnar beint til Keflavíkur og skiluðu þeim á bryggju þar, í stað þess að skipa vörunum upp í Reykjavík og síð- an aka þeim suður eftir. Kvaðst firmað hafa í höndum tilboð um flutningana bæði frá amerískum 'og íslenskum aðilum, þar sem boðist var til þess að flytja vör- urnar beint til Keflavíkur og skila þeim þar. Fóru þá xramkvæmdastjóri og skrifstofustjóri fjelagsins til New York til þess að reyna að ná samningum við hið ameríska firma um að halda flutningunum áfram meö sama fyrirkomulagi og undanfnrið, þ. e. að skipa vör- unum í land í Reykjavík og flytja þær á bílum hjeðan til Kefla- víkur. Eftir mikið þjark tókst fram- kvæmdastjóra Eimskipafjelagsins að ná samningum um það að flutningarnir færu fram um Reykjavík. En vegna samkeppni varð Eimskipafjelagið að lækka mjög flutningsgjald varanna frá New York til Keflavíkurflugvall- ar. Þessi lækkun hafði þær af- leiðingar að ef Eimskipafjelagið á að geta reiknað sæmilegt flutn- i ingsgjald skipinu, sem flytur vör- urnar frá New York til Reykja- víkur, hvort sem um eigið skip eða leiguskip er að ræða, reikn- að ennfremur affermingarkostn- að hjer í Reykjavík, þá hlýtur að lækka mjög sú upphæð, sem Eimskipafjelagið hefur bókfært til flutnings varanna á vörubif- reiðum hjeðan frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Þetta var orsökin til þess að Eimskipafjelagið fór fram á lækkun keyrslugjaldsins hjá með limum Vörubílstjórafjelagsins Þróttar. En það fjelag neitaði um slíka lækkun sem Eimskipafjelag ið taldi við þurfa samkvæmt fyr- greindri lækkun flutningsgjalds- ins frá New York til Keflavíkur flugvallar. Þegar ekki náðust samningar um keyrslugjaldið hugðist. Þrótt- ur að neyða Eimskipafjelagið til þess að ganga að því keyrslu- gjaldi, sem Þróttur krafðist, með því að koma í veg fyrir að Eim- skipafjelagið notaði eigin bifreið- ar sínar við umrædda flutninga. Höfðaði Þróttur því mál gegn Eimskipafjelaginu fyrir Fjelags- dómi með stefnu, útg. 13. jan. síðastl., og krafðist dóms fyrir því að notkun bifreiða Eimskipa- fjelagsins við þessa flutninga gætu ekki talist „í eigin þjón- ustu“ fjelagsins og væru því brot á fyrgreindum samningi Vinnu- veitendasambandsins við Þrótt. Fjelagsdómur kvað upp dóm í málinu 5. febrúar síðastl. og seg- ir svo í forsendum dómsins m. a.: „Það verður að teljast grund- vallar regla, að vinnuveitendum sje frjálst að nota tæki sín til starfsemi sinnar yfirleitt nema þeir hafi með samningum undir- gengist annað eða slíkt sje tak- markað með lögmætum ákvæð- um yfirvalda. Þessi regla virðist og vera undirstaða ákvæða 2. gr. nefnds samnings frá 9. sepa. 1948. Samkvæmt því sem upp er komið í máli þessu hefur og ekki verið um það fengist af hálfu Þróttar þótt Eimskipafejlag íslands not- aði eigin flutningatæki til flutn- ings á vörum frá skipi til geymslu húsa og gagnkvæmt, ásamt bif- reiðum fjelagsmanna Þróttar, þó vörur þær, er fluttar voru væru ekki eign fjelagsins. Verður ekki talið að umdeildir flutningar sjeu brot á 2. gr. samn- ingsins frá 9. sept. s. 1., enda er íþað ekki sannað gegn mótmælum stefnda, að fundið hafi verið að þeim af hálfu Þróttar fyrr en í desember s. 1. Samkvæmt þessu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda að því er þennan kröfulið snertir". Þegar nú Þróttur gat ekki með úrslitum þessa dóms þröngvað Eimskipafjelaginu til greiðslu keyrslugjalds, sem Þróttur krafði, greip hann til þess ráðs að krefj- ast breytinga á tjeðri 2. gr. samn- ingsins við Vinnuveitendasam- bandið og krafðist nú að greinin skyldi orðast með því innihaldi að vinnuveitendur mættu aðeins nota bifreiðar sínar „í eigin þjón- ustu þar sem vinnuveitandinn á bæði bifreiðina og vöruna sem flutt er og reiknar sjer ekki sjer- stakt gjald fyrir flutninginn". Vinnuveitendasambandið neit- aði að sjálfsögðu að fallast á slíka skerðing á rjetti vinnuveit- enda sem m. a. hefði haft í för með sjer að skipaafgreiðslur, við- gjörðarverkstæði, verktakar o. s. frv., o. s,. frv. mættu ekki nota bifreiðar sínar. Þróttur sagði þá upp samningi sínum og gjörði verkfall frá og með 1. þ. m. Hjer hefur verið lýst hinni raunverulegu ástæðu til þess að Þróttur sagði upp samningnum og lagði út í verkfallið. Síðan hefur Þróttur gjört nokkrar viðaukakröfur, en stjórn Þróttar telur ekki viðaukakröfur þessar merkilegri en svo að hún skýrir ekki frá þeim í hinni löngu ' greinargerð sinni í Morgunblað- inu 12. þ. m. Kjarni málsins er líka það að Þróttur er að reyna að einoka alla vörubifreiðakeyrslu sjer til handa. í þeim tilgangi hefur Þróttur sagt upp hinu margra ára gamía samningsákvæði um aðstöðu vinnuveitenda til notk- unar eigin bifreiða. Eins og öllum er vitanlegt og beint er tekið fram í framan- greindum forsendum Fjelags- dóms er vörubifreiðakeyrsla al- gjörlega frjáls atvinnurekstur í þessu landi, einsog á öllum Norð- urlöndum, og hvergi mun sam- ið um slíka skerðing atvinnu- frelsis vinnuveitenda í þessu efni eins og Þróttur krefst. Þróttarmeðlimir hafa undan- farði haft mjög miklar tekjur af umræddum flutningi vara fyrir Eimskipafjelagið frá Reykjavík til Keflavíkur. Meðaltalskaup þeirra á dag hefir í þessum flutn- ingum verið 600—800 kr. og stund um meira þegar aksturinn hefir gengið greiðlega og hægt hefir verið að fara fleiri ferðir. Sem dæmi má nefna vörubíl sem var í þessum akstri í 7 daga sam- fleytt. Voru tekjur bílst; 1. dag 2 ferðir 2. dag 2 ferðir 3. dag 2 ferðir 4. dag 2 ferðir 5. dag 3 ferðir 6. dag 2 ferðir 7. dag 3 ferðir órans þessar: kr. 768.39 kr. 704.53 kr. 603.57 kr. 833.71 kr. 894.59 kr. 866.38 kr. 1.297.72 Kr. 5.968.89 ! eða að meðaltali kr. 852.70 á dag. Hjer vár því í alla staði mögu- legt að T lækka þeyrslugjaldið verulega án þess að tekjur vöru- bifreiðastjóra í þessum flutning- um lækkuðu niður fyrir hinar miklu lægri tekjur meðlima Þrótt ar í öðrum flutningum. En Þró.ttur hefur valið þá leið i þessu máli, sem því miður get- ur auðveldlega orðið til þess að | allur árangur af starfi forstjóra Eimskipafjelagsins í því efni að koma umræddum flutningum um Reykjavík verði eyðilagður, og vörubifreiðastjórar Þróttar missi af tekjum, sem auðveldlega geta numið á aðra miijón krcna, en auk þess missi verkamenn í Reykjavík af mikilli uppskipun og afgreiðslu Keflavíkurvaranna. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim mönnum sem því stjórna. I ofangreindri greinargerð er stjórn Þróttar að hrósa sjer af því hversu mildilega hún hafi framkvæmt verkfallið, hún hafi ekkert ólöglegt aðhafst þaraðlút- andi. En þetta er algjörlega rangt. Þróttur hefur í þessu verkfalli, með aðstoð Alþýðusambands ís- lands og Sjómannafjelagsins, framið hvert lögbrotið á fætur öðru. Yrði of langt að telja það allt upp, en hjer skal minnst stuttlega á nokkur atvik. Þróttur hefur meðal annars Framh. á bls. 12 ,ifnilegur“ 5. herdeiidarmaður Þjóðviljinn Ijóstrar HINGAÐTIL hefir það ekki verið kunnugt, hvaða maður það er, sem ljósmyndari Morg- unblaðsins tók af meðfylgjandi mynd, þ. 30. mars s. 1. á Aust- urvelli. Almenningur hefir ekki vitað annað um mann þenna en það, að hann muni vera einn af skeleggustu 5. herdeildar mönnum kommúnista hjer á landi. Eins og myndin ber með sjer, hefir hann þarna bæði grjót og barefli, í árásinni á löggjafar- samkomu þjóðarinnar. Þjóðviljinn bendir á að þetta sje Kristofer Sturluson. Eftir þeim móttökum sem liðsmenn Þjóðviljans hafa feng- ið er voru í baráttuliði ofbeldis- manna þann dag, er þess að vænta, að þessi maður fái „viðurkenningu" kommúnista, fyrir vasklega framgöngu. Þjóð viljinn gat líka ekki setið leng- ur á sjer, að segja hver maður þessi muni vera. Hann gefur í skyn í gær að þetta sje Kristó- fer Sturluson. Ofbeldismenn og þjóðfjelgaið Þjóðviljinn kvartar yfir því í gær, og telur það óhæfu(!), að maður þessi skuli hafa verið settur í gæsluvarðhald, vegna þess að nokkuð augljósar líkur benda til þess, að hann hafi sem sje tekið þátt í árásinni á Alþingi. Því Þjóðviljamenn líta ekki á það sem saknæmt at- hæfi, einsog kunnugt er. Komm únistar halda því fram, að þeir nienn, sem í þessu efni, sem öðru, lúta hinu kommúnistiska valdboði, um ofbeldi eigi alveg sjerstakan heiður skilið (!) En þegar lögreglan tekur of- beldismenn fasta, í þeim til- gangi, að atferli lcirra verði ra.nnsakað til hHar, þá geta kommúnistar ekki sjeð annað, en þar sje um hreinar ofsóknir að ræða, frá hendi þeirra, sem settir eru til að gæta laga og rjettar í landinu(!) Tvíbýli í landinu Þarna, einsog víðar kemur greinilega í ljós, hvernig komið er hreint tvíbýli í landinu. Ann arsvcgar meginhluti þjóðarinn- upp nafni hans ar, sem halda vill uppi lögum og rjetti. En hinsvegar ofbeldis menn, sem vilja að þeir einir fái öllu ráðið, sem til þess eru settir af erlendu valdi, að eyði- leggja lögin, brjóta niður rjett- arfarið, tortíma öryggi þjóðar- innar og frelsi borgaranna. Kommúnistar, jafnt hjer, sem annarstaðar í heiminum, vilja, að þeir einir hafi athafnafrelsi sem eru í 5. herdeild þeirra, einsog Kristófer Sturluson, og samstarfsmenn hans, er vinna undir stjórn 5. herdeildarinnar. Sje þessi „hermaður ofbeldis- ins“ óánægður með vistina hjá lögreglu bæjarins, er sennilegt, að ráðlegast sje fyrir hann, að segja afdráttarlaust satt og rjett frá því, sem hann aðhafðist á Austurvelli hinn umrædda dag. Og síðan bíða dómsins, í því rjettarþjóðfjelagi, sem hjer er, og honum og flokksmönnum hans hefir ekki tekist, að koll- varpa. Flinumegin við það íslenska „Járntjald", sem nú skilur á milli almennings hjer á landi, og ofbeldismannanna, getur Kristófer Sturluson að sjálf- sögðu fengið „heiðurslaun“ gerða sinna, frá hendi þeirra manna, er vilja að íslenskt lýð- veldi, íslenskt lýðræði og ís- lenskt rjettarfar falli í gröf hins austræna kommúnistiska of- beldis. Eignamám á lóSum Mennfaskéíans MENTAMÁLANEFND efri deildar leggur til, að frumvarp- ið um eignarnám á lóðunum kringum Mentaskólann í Rvík verði samþykt. Frumvarpið, sem er stjórnarfrúmvarp, fer fram á að lóðir við Amtmanns- stíg og Bókhlöðustíg verði teknar eignarnámi vegna Menta skólans. Kommúnistinn í nefndinni, Ásmundur Sigurðsson, hefur þá furðulegu afstöðu, að hann vill veita eignarnámsheimildina alveg án tillits til bygginga fyr- ir Mentaskólann í Reykjavík. Björn Ólafsson skrifar undir nefndarálitið með fyrirvara. ,fJón Þorláksson" í reynsluför í FRJETTATILKYNNINGU frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, er Mbl., barst í gær, segir að botnvörpuskipið Jón Þorláks- son, RE 204, eign Reykjavíkur- bæjar, hafi farið í reynsluför síðastliðinn mánudag, 11. þ.m. Á reynsluferðinni gekk skipið 12,9 sjómílur með olíu- geyma fulla. Jón Þorláksson er systur- skip Hallveigar P’róðadóttur og að öllu leyti eins útbúið, að því undanteknu, að klæðning' í lestum er úr trje. Skipið mun verða afhent í Grimsby (miðvikud. 13. apríl) í dag, og leggja af stað heim- leiðis að forfallalaufeu að kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.