Morgunblaðið - 03.05.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.1949, Blaðsíða 5
r Þriðjudagur 3. maí 1949. MORGUNBLAÐIÐ I FRÁSÖGIiR FÆRAND! Lýsingarorð og snjór — ÞAÐ KANN að láta einkenni- lega í eyrum, en jeg get nú skýrt frá því, að það hefur aldrei verið sýnd ljeleg kvik- mynd á íslandi. Gamall skóla- bróðir minn benti mjer á þetta í síðastliðinni viku, og nú get jeg óhræddur staðfest það með eiði, að aldrei hefur verið sýnd Ijeleg mynd á íslandi — ekki einu sinni miðlungsmynd— frá því kvikmyndahúsin fyrst voru tekin hjer í notkun. Þetta er notaleg tilfinning. Hjer hef jeg farið í bíó árum saman, og stundum með hálfum hug og oft orðið fyrir talsverð- um vonbrigðum, en nú er jeg búinn að fá það staðfest svart á hvítu, að jeg hef allan þenn- an tíma verið að sjá góðar mynd ir og athyglisverðar myndir og þar fram eftir götunum. Jeg er allt annar maður eftir að jeg uppgötvaði þetta. Nú get jeg snúið mjer að ein- hverjum útlendingnum og sagt: — Við íslending- ar eru nú engir meðalmenn, laxmaður. Veistu þáð, að hjer hefur aldrei sjest ljeleg bíó- mynd? Og ef hann rengir mig, þá sýni jeg honum bara auglýs- íngarnar. — SJÁÐU, góði, segi jeg, hjer eru nokkur dæmi úr aprílmán- uði: „Hrífandi fögur dans og músikmynd...“ „Framúrskar- andi kvikmynd, listavel leik- in...“ „Bráðfyndin sænsk gam- anmynd...“ Ef hann svara: Já, en þetta er aðeins einn mánuður; þú sagðir, að hjer hefði aldrei sjest ljeleg kvikmynd, þá klappa jeg góðlátlega á öxlina á honum og sýni honum til dæmis blöðin frá því í apríl 1947. Líttu nú á, lagsmaður, segi jeg, líttu á þessar hjerna: „Bráð skemmtileg og hrífandi fögur Metro Goldwyn Mayer söngva- mynd.“ „Stórfengleg mynd í eðlilegum litum.“ „Svissnesk mynd, af mörgum kvikmynda- gagnrýnendum talin vera ein- hver besta kvikmynd í heimin- um hin síðari ár.“ — , Einhver . besta kvikmynd í heiminum hin siðari ár, lags- maður! t/ GERUM nú ráð fyrir, að þetta sje þrjóskufullur náungi og tor- trygginn, og að hann svari: Jeg skal játa það, að þið ís- lendingar hafið einungis sjeð góðar kvikmyndir undanfarin tvö ár, en fari það norður og niður að jeg trúi því, að þetta hafi alltaf verið svona. Hverju svara jeg? Sýnr hon- um fleiri blöð, auðvitað! — Komdu, vinur, segi jeg, líttu á þessi hjerna. Þessi blöð eru nákvæmlega 20 ára gömul; frá því í apríl 1929. Blaðaðu í þeim og vertu alveg óhræddur. Og hvað sjer sá útlenski? Lýsingar á fleiri stórmyndum og ekkert anna'5. Þær koma þarna hver á f ■ nr annari. — Mynd, sem he u. ,AIlt Heidel- berg“, er „franúj skarandi vel úr garði gerð og hreinasta unun að horfa á hana.“ „Sonarást,“ ar „áhrifamikill, sjónleikur frá JTirst National fjelaginu í 8 þátt- og kvikmyndir — Sumar • Slaufur og vasaklútar um.“ „Tvær rauðar rósir“ er „kvikmynd, sem allir þeir, sem nokkurntíma hafa komið í kvik- myndahús verða að sjá. Hvers- vegna? Vegna þess að hjer er- sýndur á mynd hinn Ijóðrænasti skáldskapur, sem hægt er að hugsa sjer, og vegna þess að hjer sameinast snild hinna bestu leikara, sem Evrópa hefur á að skipa í bili.“ JEG VÆNTI þess að útlending- urinn gefist upp, hversu þr jósku fullur og tortrygginn sem hann kann áð vera. Sje hann með það, sem sumir Reykvíkingar kalla bíódellu, vænti jeg þess jafnvel, að hann sími eftir konu og börnum (þó auðvitað því að- númer tvö kemur mjer ein- kennilega fyrir sjónir af þeirri einföldu ástæðu, að jeg get varla ímyndað mjer meiri and- stæður en kvendragtir og króm- aða klósettlása, jafnvel þótt á þeim standi opið—lokað. Þriðja auglýsingin vekur auðvitað þá spurningu í hugum manna, hvort það geti verið, að sú stúlkan, sem „þarf að vera vön smurðu brauði", eigi að fá að nærast á brauði og" smjöri ein- ungis, meðan hún er í vistinni. Sje svo, hlýtur auglýsandinn að vera einhver rausnarlegasti veitingamaður þessa bæjar, og þótt víðar væri leitað, því jeg veit ekki betur en að kílóið af innlenda smjörinu hafi kostað um 32 krónur, þegar hann aug- lýsti, og kosti það enn. Áhrifarík, tilkomumikil .... eins, að hann eigi hvorttveggja) og setjist að hjerna i paradís kvikmyndanna. Það mætti segja mjer að skeytið hans ýrði þá eitthvað á þessa leið: Komið strax Stopp ísland dásamlegt land Stopp Hjer allar kvikmyndir bráð- skemmtilegar, fallegar, ógleym- anlegar, óvenjulegar, spreng- hlægilegar, stórfenglegar, fram- úrskarandi, hrífandi, spenn- andi, bráðfyndnar, fjörugar, heimsfrægar, áhrifaríkar, at- burðaríkar, viðburðaríkar og æfintýraríkar. Þess má geta, að lýsingar- orðin eru tekin úr bíóauglýs- ingum síðasta mánaðar. JEG HEF rekist á þrjár auglýs- ingar undanfarna daga, sem mjer finnst þess virði, að vakin sje athygli á þeim. Sú fyrsta hefur birst alloft, er frá konu einhverri og boðar: „Tek saum í heimahúsum.“ Númer tvö er ennfremur frá ónafngreindum auglýsanda og í henni stendur meðal annars: „Svört amerísk dragt, nr. 44, og ensk dragt, nr. 44, til sölu; á sama stað þrjú sett af lcrómuðum klósettlásum, sem á stendur opiö—lokað. ..“ Sú þriðja er frá veitingahúsi hjer í bænum og byrjar þann- ig: „Vantar 1—2 stúlkur í eld- húsið á mánaðamótum. Önnur þarf að vera vön smurðu brauði.“ Mjer finnst þetta Vægast sagt smáskrítnar auglýsingar. Þá fyrstu finnst mjer rnega skilja sem svo, að auglýsandinn gangi í hús og hirði allan þann saum, sem verður á vegi hans, þ. e. þaksaum eða nagla. Auglýsing ÞAÐ ERU talsvert skiftar skoð- anir um skömmtunina hjerna, og við öðru er raunar ekki að búast. Sumir vilja láta afnema hana algerlega, aðrir telja að hún eigi nokkurn rjett á sjer og segja að við verðum að taka henni með karlmennsku og þol- inmæði. Þeir kalla þetta bráða- birgðaástand eða eitthvað þess háttar, og segja Ijótar sögur um ljótar kerlingar, sem kevptu upp allan tvinna í landinu áður en herra skömmtunarstjórinn kom til skjalanna. Það liggur í orðum þeirra, að ef skömmt- unarkerfinu yrði fleygt í ösku- tunnuna og hætt að gefa út litlu tölusettu miðana, þá mundu ljótu kerlingarnar enn fara á kreik og kaupa tvinna og enn meiri tvinna. Þetta er að þvi leyti nokk- urskonar grýlusaga, að í henni felst aðvörun til „góðu barn- anna“: Ef ,,góðu börnin“ ekki verða þæg og stillt, þá kemur hún grýla og borðar þau ölL En ef þau leyfa „litla ljósálfin- um“ að gæta sín, þurfa þau einskis að óttast. „Góðu börn- in“ eru auðvitað almenningur, grýla hamstrararnir og „litli ljósálfurinn“ skömmtunaryfir- völdin. ÞETTA er alveg fyrirtak, svo langt sem það nær. Þáð er eng- inn vafi á því, að „góðu börn- in“ geta verið góð, ef þeim er sýnt fram á, að það sje þeim fyrir bestu. En það má ekki rugla þau og það má ekki sýna þeim ónærgætni. Þess vegna er það ákaflega mikilvægt, að skömmtunarkerfið sje einfalt og auðskilið, og þó umfram allt í öllum liðum rjettlætan- legt. Svo er því miður ekki. Sannast að segja hefur „kerf- ið“ stundum verið ónotalega fálmkent. Auglýsingarnar hafa verið of margar og flóknar, þar i sem boðaðar hafa verið breyt- ingar og úrfellingar og ógild- ingar. Og úmfram allt hafa sumar þær vörutegundir verið settar á skömmtunarlistann, sem þar heíðú aldrei átt að Ten da. Jeg skal nefna dæmi. Kjól- og „smoking“-s!aufur eru skammt- aðar. Þetta er að vísli lítill skaði fyrir þjóðina, en'þó hefui; það vakið umtal og jafnvel ó- Framhald á bls. 12 irnar Minnibær og hálftir Síærribær II. í Grímsnesi fast J til kaups og áhurðar 3 næstu fardögum. Á.jörðtmum eru 7 stór og vjeltæk tún og ræktuuarskiryrði sjerstaktega i hagstæð. Allar npplýsiijgar varðandi jarðirnar gefa Gtíð '* laugur Xarfason, Baldursgötu 25, Rejrkjavík sími 6099 og Guðmundiir Guðmimdsson, Efri Brú, sími um Ásgar<5. * í: Okkur vantar nokkrar saumastúlkur, þurfa helst áð * vera vanar. r í : Laugaveg ÍÖ5 IV. hæð, sími 81735 i IBIIÐ - HRÆRIVJEL | Til leigu óskast 2—3 herbergja ibúð með þægindnm, i ! helst a hitaveit.usvæðinu eða í Hliðunum. Get útvega'S j ; leigusala nýja ameriska hrærivjel og ef til vill ny ,a;n » t ! ísskáp. Aðeins tvennt. í heimili. Tilboð merkt: „Ane-ri- » ; can Express — 117“, sendist Morgunhlaðinu íyrir ; > • fimmtudagskvöld. í 1 A R (kamínur) i fjölbreyttu úrvali fyrirliggjandi. ^s~irinbjörn ^ónóóon Heildversíun. — Sími 6003- * 1 1 ■ ■ M c t I 1 r í 1 r ) 1 n 1 fyrirliggjandi. ' .»tj ! v É § I ^rilrinbjörn Jbónóáon t* Heildverslun. .■— Simi 6003- ■f;! r i STULKA vön blómaskreytingu. óskast. Tilboð merkt: .Bíór.a 144“, sendist Mbl. íyrir 6. þ.m- li «■ 1 ■■ fi n u u yorn ^onóóon . —- Simi 6003-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.