Morgunblaðið - 03.05.1949, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIB
Þriðjudagur 3. maí 1949.
. Framhaldssagan 16
niiiniiMinininniiiiininiini^iniinnininmminilniniiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiniinni niiiiinm* ,*
Myndir hins liðna
Eítir Helen Reilly
njiiiiiiiiniiiiii
niim»iiii»i»»»iMM»»i»Mi»ii»»»»iiiii»iii»»»,iiMi»i»M»»»»mii,»»»»»»»»»»M»,»»»»»i»»»»»»»,»,i»»i»,,i»ii,,i»,,,n,,,»,i,,,»,,i,,i,,,,,,,i,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,»i,,,,,,,,,,,,i*
„Ef það er rjett, sem jeg á-
)ífc“, sagðj McKee með áherslu,
„að einhver vilji Gabriellu
Conant úr vegi, þá setti sá
hinn sami peningana í lampa-
fótinn og kveikti í, í þeirri von
að einmitt þetta mundi ske“.
,.Ef, ef, eí“. Nevins hnussaði
fyrirlitlega. Hann var enn
sannfærður um að Gabriella
væri sek. En hann sá það á
framkomu McKee að ekki
væru nógar sannanir fyrir
hendi ennþá til þess að hægt
yrði að höfða mál gegn henni.
„Taktu það til greina“, sagði
hann, ;,að svo lengi sem þessi
stúlka leikur lausum hala,
máttu búast við fleiri morð-
um“.
„Já. það er einmitt það. sem
jeg er hræddur um“, sagði Mc
ICee.
Þegar Gabriella var aftur
cin fór hún að reyna að koma
íbúð sinni aftur í samt lag.
Það var erfitt verk, og henni
var mjög þungt í skapi. Það
var óheppilegt að Nevins
skyldi hafa komist að þessum
sjö þúsund dölum, sem hún
hafði borgað fyrir Tony fyrir
Irálfu ári síðan. Ef hún hefði
ekki hlaupið undir bagga,
hefði hann verið settur í fang-
elsi. Hann hafði gefið út ávís-
un á banka, þar sem hann átti
enga innstæðu. Auðvitað hafði
það komist upp. En þá hafði
Gabriella hjálpað honum og
hann losnað við refsingu. Það
mundi vlerða hræðilegt áfall
fyrir Susan, ef hún þyrfti að
segja frá því.
Gabriella var búin að
hreinsa mestu óhreinindin,
þegar John Muir kom. Hann
tiam staðar í setustofunni og
J.eit undrandi í kring um sig.
„Drottinn minn dýri .... hvað
hefur eiginlega skeð hjer ....“.
Gabriella sagði honum allt
að ljetta. Hún hafði aldrei
sjeð hann verða svona reiðan.
Hennj var huggun í því að
liafa hann hjá sjer. Augnaráð
lians var blíðlegt og umhyggja
hans vermdi henni um hjarta-
rætur. Gabriella sagðist ekki
hafa orðið vör við neitt grun-
samlegt, nema bifreiðarstjór
ann, sem hafði elt hana til
Greenfield. „Jeg held að hann
sje leynilögreglumaður, John.
Lögreglan hefur ýmislegar
upplýsingar um mig“.
„Og pillurnar voru teknar
úr herberginu þínu, þegar þú
varst hjá Susan. Skárri er það
nú leynilögreglumaðurinn“.
Gabriella hikaði, áður en
hún minntist aftur á nafnlausa
brjefið, sem Nevins hafði feng
ið. En hún hugsaði með sjer
að það mundi vera betra að
John vissi að sakadómarinn
væri enn tortrygginn. „Saka
dómarinn minntist aftur á
manninn, sem var nefndur í
brjefinu, og átti að hafa kom
ið til mín daginn, sem Mark
dó|.
„Sagðirðu að jeg hefði
komið?“. John kveikti sjer í
sígarettu og leit á hana yfir
logann.
Gabriella yppti öxium. „Jeg
endurtók það sem jeg sagði
við lögfræðinginn í morgun.
Jeg sagðist ekki muna eftir
því að neinn hefði komið“.
„Jeg skil ekki, hvernig
heimsókn mín getur staðið í
nokkru sambandi við morðið
á Mark“.
„Þeir halda að jeg hafi verið
ástfangin af öðrum manni. og
Mark hafi komist að því“.
John snjeri sjer snögglega
að henni. „Varstu það. Ertu
það?“.
Spurningin kom eins og reið
arslag. Gabriella var dauð
þreytt og uppgefin á sál og
líkama. Hún undraðist hve
rödd hans var hranalega. Hún
hafði einu sinni elskað hann.
En það var löngu liðið og ann
ar en hann hafðj ekki komið’
til greina. Ef John vildi halda
það. þá var best að lofa honum
það.
Hann gekk yíir gólfið til
hennar og lagði hendur sínar
á axlir hennar. Það hafði hann
gert einu sinni áður en ekki á
þennan hátt.
„Ó, gerðu það fyrir mig
....“. Hún reyndi að snúa
sjer undan.
Hann greip fastar um axlir
hennar. „Svaraðu mjer, Gabri
ella“.
„Auðvitað kom enginn ann-
ar til greina“. Henni fannst
niðurlægjandj að þurfa að
segja það. Jeg skal aldrei fyrir
gefa honum þetta, hugsaði hún.
„En hvers vegna heldur lög-
reglan það þá? Þeir fara ekki
a,ð álíta það án þess að þeir
hafi við eitthvað að styðjast“.
Hún losaði hendur hans af
öxlum sjer. ..Það var ekki löð-
reglan. Það var sakadómar-
inn“.
..Sama hvort heldur er“.
Ef hún segði honum frá
Tony og þessum sjö þúsund
dölum, mundi hann fara til
Nevins og Susan mundi kom-
ast að fjársvikum Tonys. Hún
gat ekki sagt honum það. .
„Sakadómarinn heldur það
vegna þessa nafnlausa brjefs,
sem hann fjekk. Sá, sem skrif-
aði það, hver sem hann er,
hlýtur að hafa komið hingað
þennan dag og heyrt okkur
tala“.
Hún var alveg orðin upp-
gefin. Henni fannst síðustu
kraftar sinir vera á þrotum.
„Það getur verið“, sagði
John hugsandi. „Það hlýtur að
hafa verið einhver, sem þú
þekkir, sem hefur ætlað að
koma með brúðargjöf eða
spjalla við þig um giftinguna“.
Einhver, sem hún þekkti
.... hún haíði verið að berjast
við þá hugsun undanfarna
daga. „Já, jeg býst við því
. .. .*Jeg er svo þreytt, John“.
„Hvað, .... Nú, jú, það er
heldur engin furða“. — Hann
stóð á fætur.
Hún fylgdi honum fram í
forstofuna. Við dyrnar staldr-
aði hann við og leit á hana.
Gabriella leit á hann. Hjarta
hennar fór að slá örar. Andlit
hans, augun og munnsvipur-
inn voru öðruvísi en áðan. —
Reiði hennar hvarf. Þetta var
sami John Muir og hún hafði
einu sinni þekkt. Og sá, sem
hún hafði einu sinni elskað.
Hafði elskað?
Hann tók um hendur henn-
ar. „Gabriella ....“. Rödd
hans var mild og blíðleg.
ísinn, sem hlaðist hafði upp
um hjarta Gabriellu eftir
dauða Marks tók að þiðna og
henni fannst hlýr straumur
renna um allar æðar sínar.
Hún horfði i augu hans og
beið.
En stundin vaið ekki lengri.
John sleppti höndum henn-
ar. Hann opnaði dyrnar og fór
út. „Settu öryggiskeðjuna fyr-
ir“, sagði hann hinum megin
við dyrnar. Hún gerði það.
„Góða nótt, Gabriella“.
„Góða nótt, John“.
Gabríella hlustaði á fótatak
hans eftir ganginum og niður
stigann. John elskaði hana og
hún elskaði hann. Hún hafði
lesið það úr augum hans og
sjeð það í svip hans. Hann
þuifti ekki að forma það með
orðum. Það þurfti hún ekki
heldur. Sá tím; var ekki enn
kominn. Þegar öll þessi leið-
indi voru um garð gengin og
þégar kringluleiti maðurinn
var fundinn og sannleikurinn
um dauða Marks kominn í ljós,
þá .... Hún var gagntekin
vellíðan, þegar hún vaknaði
næsta morgun. Þráfaldar síma-
hringingar gátu ekki einu sinni
gert henni gramt í geði.
Frjettin um að þrjú þúsund
dalir af þessum átta tíu þús-
undum, hefðu fundist í íbúð
hennar, hafði borist til kunn-
ingjanna. Phil Bond hringdi
og nokkru síðar hringdi Susan
frá Greenfield. Og þótt undar-
legt væri, hringdi Blake Evans.
Þau voru öll full gremju
yfir íkveikjunni og peningun-
um, og voru sannfærð um, að
einhver hafði verið svo óskamm
feilinn að setja peningana inn
í lampafótinn. Oll voru þau
sannfærð um sakleysi hennar.
Blake Evans sagði: „Jeg var
hjá Claire í gærkvöldi, þegar
sakadómarinn kom til þess að
tala við Joönnu. Ef jeg væri í
þínum sporum, mundi jeg fá
mjer lögfræðing. Þessi Nevins
er hreinasta fífl“.
Maðurinn, sem hafði haft
umsjón með íbúð Marks
hringdi. íbúðinni hafði verið
sagt upp. Hvað vildi hún láta
gera við eigur sínar og Marks
Middletons? .
Gabriella hafði ekki ákveðið
neitt um það. En hún varð að
losa íbúðina. Hun fór þangað
seinna um daginn. Henni
fannst erfitt að ganga þar inn.
Það brakaði í hjörunum, þegar
hún opnaði dyrnar. Henni
fannst hún finna aftur reykj-
arlyktina og heyra skothvell-
inn .... Mark lá á gólfinu í
bókaherberginu ....
Gráleit birtan streymd; inn
um gluggana í dagstofunni,
dauðakyrrð ríkti alls staðar,
loftið var þungt og ryklag lá
yfir öllu. Frú Pendleton, ráðs-
kona Marks, hafði fyrir löngu
fengið sjer aðra atvinnu. Eng-
inn hafði komið hingað ,síðan
lík Marks hafði verið borið út.
Gabriella sneri sjer undan
bókaherberginu og leit í kring
um sig. Dyrnar að skápnum
undir stiganum voru galopnar!
'gjftjaleiflíigife
Fólkið í Rósakindi
Eftir L AURA FITTIN GHOFF
1
61.
Og svo varð þögn og hátíðlegt eins og þær væru í kirkju,
meðan þær spenntu greipar, horfðu til hiihins og hvísluðu
bæn sína.
Þá heyrðu þær veika rödd: ,
Hvað er þetta? Það var Jóhannes og hann lauk lauk upp
augunum.
Sjáðu mamma, hann iifir og honum ætlar að batna. Jeg
vissi það alltaf, sagði Matta og hljóp um. Og heyrirðu. Nú
er vagn að koma yíir brúna. Læknirinn er að koma. Jeg
ætla að hlaupa á móti þeim, svo að þau komi beint hingað.
Hún kyssti bróður sinn og tvö heit tár fjellu á enni hans.
Það var í snatri útbúin lega fyrir Jóhannes í vagninum
og svo átti að aka honum inn til bæjarins á sjúkrahúsið.
Læknirinn sagðist vera vondaufur um að hann myndi ná
sjer, því að honum hefði blætt svo mikið út og sköflungurinn
á honum væri brotinn. — Og þó, — við skulum vona, að
það fari allt vel.
Það var vel hægt að búa um brunasárin á Pjetri heima,
þó að hann þyrfti vandlega hjúkrun.
Þú ert annars duglegur strákur, já, reglulegur kjarna-
karl, sagði læknirinn um leið og hann klappaði á höfuð
Pjeturs og var að kveðja.
Pjetur kom auga á buxurnar sínar, sem voru alveg eyði-
lagðar af brunagötum. Jeg þarf ekkert stækkunargler til
þess að sjá þessi göt, sagði hann.
O, þú ert angalítil hetja elskan mín, sagði mamma hans
og beygði sig yfir drenginn, sem nú lá í stóra rúminu. En
herbergið hans undir súðinni stóð autt. Þar áttu stelpurnar
Maja og Matta að sofa saman, meðan Pjetri væri að batna
brunasárin.
10. KAFLI
Voðaskotið.
Þennan óhappadag ljet Gústaf ekki sjá sig. Hann var
horfinn og enginn saknaði hans eða að minnsta kosti tal-
aði enginn um hann, þó hann væri ofarlega í hugum
manna.
r /1
t V1 É/ /fj—
,(1
/vv Œh
— Segðu pass, góða, segðu pass.
*
Baráttan um erfðaskrá
Paderewskis.
Erfiijgiar píanósnillingsius Ignaz
Paderewskis hafa gert ákafar til-
raunir til þess áð fá erfðaskrá hans
síðan liann dó 1941. Loksins hjeldu
þeir að það hefði tekið, er þeir höfðu
fengið úrskurð franskra dómstóla um,
að þeir mættu opna leyndardómsfullt
I umslag. sem gej mt var i Morgan
Eank í París. Álitið var að þar væru
fólgin síðustu fyrirmæli listamanns
ins. Umslagið var opnað undir til-
skildu eftirliti, en þar var enga lausn
að finna, þvx að inni í þvi umslagi
var annað lokað umslag. Það hafði að
eins verið gefið leyfi til þess að opna
hitt umslagið. Erfingjamir höfðu eng
an rjett til þess að opna þeíta. —
Ákafi þeirra í að finna erfðaskrána
er skiljánlegur, þegar tillit tr tekið
til þess, að Paderewski Ijet eftir sig
20—100 milljaiða franka.
Nú hófst nýr málarekstur til þess
að fá leyfi til þess að opna umslag
nr. 2. Það hefir legið í öryggis-
geymslu í Morgan Bank s.l. tólf áriíT.
Skiljanlega er þetta allt mjög tauga-
æsandi fyrir erfingjana, og ekki dreg-
ur það úr, að engin vissa er fvrir
því, að erfðaskráin sje i umslagi
þessu. Erfingjamir álíta þó að svo
sje. Þeir vita, áð Paderewski, sem
var forsætisráðherra Póllands eftir
fyrri heimsstyTjöldina. ljet gera erfða
skrá 1929. Hann var þá skorinn upp
og fyrirfram var allt í óvissu um,
hvernig sá uppskurður myndi takast.
Ennþá eru hinar miklu eignir hans
í Bandarikjunum, Sviss og Brasiliu
eigandalausar.
★
Nýung fyrir kvenfólk.
Það mun ekki líða á lóngu þar til
þú mætir rauðhærðu stúlkunni, sern
þú varst að dansa við í gærkvöldi,
Ijóshærðri á götu daginn eftir. Nýj-
asti atvinnuvegurinn er sá að leigja
út kvenmannshár. Konurnar geta
fengið leigðar fljettur, liði, toppa eða
heilar hárkollur eftir vild.
Kona sú í Bandarikjunum, sem
fyrst gerði þetta að atvinnu sinni,
segist vona, að hægt verði að koma
konunum til þess að skipta eins oft
um hár og þær skipta um hotta.
Hingað til hafa leikkonumar verið
bestu viðskiptavinimir, en margar
aðrar hafa einnig notað sjer þetta.
T. d. er það að verða tiska að vera
með rautt hár að kvöldi, en ljóst að
morgni dags.
GEIR Þ0RSTEINSS0N
HELGIH. ÁRNASON
verkfrϚmgar
Járnateiknmgar
Miðstöðvateikningar
Mœlingar o.ft.
TEIKNISTOFA
AUSTURSTRÆTI7A,3.hœð
Kl. 5-7