Morgunblaðið - 03.05.1949, Blaðsíða 8
8
M O K t, l H B L A Ð I Ð
Þriðjudagur 3. maí 1949.
/
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavflc.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)'
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson,
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla;
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Á flæðiskeri
FYRSTI MAÍ er liðinn. En mynd hans er eftir í hugum
þeirra er fylgdust með atburðum hans og sáu svip hans.
Hvernig var sá svipur?
Kommúnistar höfðu lýst því yfir í blaði sínu að 1. maí
myndi verða „sigurdagur“ þeirra. Þann dag myndu þús-
undirnar; „þjóðin“, fylkja sjer undir merki þeirra. Allir
þeir, sem væru mótfallnir núverandi ríkisstjórn og þó sjer-
staklega þátttöku íslands í varnarbandalagi lýðræðisþjóð-
anna, hlytu að skunda niður í Vonarstræti og skipa sjer
þar undir fána kommúnista. En mikil urðu vonbrigði þess-
ara manna. í Vonarstræti var lítið um að vera í þann
mund, sem hinn auglýsti brottfarartími „sigurgöngunnar“
íann upp. Þar var að vísu allmikið af fánastöngum og
kröfuspjöldum. En fólkið undir þeim var fátt og á því var
lítinn baráttuhug að sjá. Þegar svo lagt var af stað, var
það um 1300 manna „þjóð“, sem hóf gönguna!!
Þetta höfðu kommúnistar þá haft upp úr hinum skeleggu
áskorunum til höfuðborgarbúa undanfarið. Þarna voru þá
samankomnir allir andstæðingar ríkisstjórnarinnar og At-
lantshafsbandalagsins. Hvílíkur „sigurdagur11!
En eins og upphaf hinna kommúnistisku hátíðahalda
þennan dag var aumt og vesaldarlegt, þannig var endir
þeirra hrapalegur. Þess fleiri ræður, sem haldnar voru af
tröppum Miðbæjarbarnaskólans, þess færri urðu áheyr-
endurnir. Fólkið smátýndist burtu, leitt á orðaskaki mann-
anna, sem stóðu fyrir framan gjallarhornin upp á tröpp-
unum.
Heildarmyndin af hátíðahöldum kommúnista er sú, að
þau hafi sýnt geysilegt fylgistap þeirra í Reykjavík. Fólk-
ið, sem setti svip sinn á götur og torg miðbæjarins í gær,
var það, sem safnaðist saman á Lækjartorgi og tók þátt
í hátíðahöldum Alþýðusambandsins og Bandalags starfs-
manna ríkis og bæjar. Hinar mörgu þúsundir bæjarbúa,
sem álengdar stóðu og fylgdust með því, sem gerðist þenn-
an dag, geta borið vitni um það, hversu mjög var dregið
af kommúnistum og liði þeirra.
★
En þannig hlaut þetta að verða. Fyrsti maí hlaut að
verða kommúnistum dagur ósigurs og vonbrigða. Reyk-
víkingar, öll íslenska þjóðin, hafa undanfarna mánuði
kynnst því betur en nokkru sinni fyrr, hvert hið sanna eðli
kommúnismans er. Þeir hafa horft á hinn vitstola mál-
flutning málgagns þeirra, sjeð þá stefna liði sínu að Al-
þingi og hefja á það gróthríð og skítkast. Allt þetta hefur
Reykvíkingum gefist tækifæri á að sjá með eigin augum.
Hin æðiskennda barátta kommúnista gegn þátttöku ís-
lands í Atlantshafsbandalaginu hefur sýnt svo greinilega
að ekki verður um villst, að það er aðeins eitt, sem ræður
afstöðu þeirra: Hagsmunir Sovjet-Rússlands og vilji Kom-
inform og þrettánmenninganna í Kreml. Hagsmunir íslands
og íslendinga eru þeim einskis virði.
★
Með vaxandi skilningi á þessum staðreyndum fækkar því
fólki óðum, sem skipar sjer í fylkingarraðir kommúnista í
Vonarstræti Allmargir íslendingar trúðu því um skeið að
kommúnistar meintu hollustuyfirlýsingar sínar við sjálf-
stæði íslands og lýðræði og þingræði. Þessvegna fengu
þeir 10 þingmenn kjörna í þingkosningunum 1942. En
1946 var vöxtur flokks þeirra stöðvaður. Þá fengu þeir
sömu þingmannatölu og áður og auðsætt var að fylgi þeirra
var byrjað að hraka. Síðan hafa vötn öll fallið til Dýra-
fjarðar fyrir liði Brynjólfs Bjarnasonar. Það er orðið of
bért að þjónkun sinni við erlent herveldi til þess að ís-
lendingum dyljist fimmtu-herdeildar hlutverk þess í landi
þeirra. Nú fellur óðum að flæðiskeri því, sem íslenskir
kommúnistar hafa tekið sjer stöðu á. Margir reyna að vaða
til lands, losa sig úr hinum óheillavænlega fjelagsskap
Moskvamanna, áður en skerið flæðir í kaf.
En foringjarnir, sem spáðu því að 1. maí yrði þeim mik-
iil „sigurdagur“ standa þar ennþá og bíða þeirra örlaga,
sem óhjákvæmilega mæta þeim stjórnmálamönnum, er
gerast böðlar sinnar eigin þjóðar.
tar:
\Jíhar óhripa
ÚR DAGLEGÁ LÍFINU
Fyrsta sjókortið . . .
LITHOPRENT hefur sent Dag-
lega lífinu sjókort, sem þar
hefur verið gert og prýðilegt
er að útliti og frágangi. Þetta
mun vera fyrsta sjókortið, sem
prentað er á íslandi, en á því
stendur, að það sje gefið út af
sjómælingadeild Vita- og hafna
málaskrifstofunnar í mars
1949.
Sjókortið er litprentað og er
af Súgandafirði. Mælikvarð-
inn er 1:25,000. Það er hrein-
legt á að líta og stærð þess er
mjög þægileg.
Það er ánægjulegt, hversu
vel Lithoprent hefur tekist
með fyrsta sjókortið, sem prent
að er hjer á landi.
Fleiri í vandræðum
cn kvenfólkið
KARLMENNIRNIR, engu síð-
ur en kvenfólkið, eru þessa
dagana. í sokkavandræðum. —
Nylonsokkaáhyggjur blessaðra
kvennanna eru nú orðnar svo
alþekktar, að ástæðulaust er
að fara að rifja þær upp hjer.
En nú eru karlmennirnir í
sömu vandræðum — það er að
segja, þá vantar ekki nylon-
sokka heldur venjulega karl-
mannssokka til þess að skýla
fótunum með. Það má heita að
þeir sjeu ófáanlegir; það eru
til giófgerðir skíðasokkar, á-
gætir sokkar fyrir fjöllin og
firnindin, en óhentugir sokkar
fyrir borgargöturnar.
Það þyrfti að kippa þessu í
lag sem allra fyrst. Fleiri en
einn karlmaðurinn hefur haft
orð á því, að hann fari að
ganga berfættur.
(Konur meðal lesendanna
eru beðnar um að hætta að
glotta illkvitnislega).
Sex vikur til
sumarfría
ENDA þótt sumardagurinn
fyrsti hafi verið kuldalegur í
ár og sumarsólin sje enn hálf
treg til að heilsa upp á okkur
þótt ekki væri nema andartak.
er auðheyrt að „sumarhugur-
inn“ er kominn í fólkið. Ýmsir
eru byrjaðir að tala um sum-
arfríin sín, hvert þeir ætli að
fara og hvað þéir ætli að gera.
Enda þótt ekki sje hægt að
sjá það á veðrinu, eru varla
nema sex vikur þangað til
sumárfríin byrja; það mun
vera um miðjan júní, sem þeir
fyrstu fara í fríin sín.
Það er auðheyrt að mar'gir
hafa hug á því að „komast út“,
eins og það heitir, ef það þá
er með nokkru móti hægt.
Dýrt að ferðast
hjer á landi
ÞAÐ er leitt til þess að hugsa,
að gjaldeyrisvandræðin skuli
eiga eftir að stöðva margt af
þessu fólki. En við því verður
vist ekkert gert, svona í einu
hendingskasti að minnsta
kosti.
En þetta er því leiðara, þar
sem það er vitað, að það er í
raun og veru engu dýrara að
fara í tveggja til þriggja vikna
ferð til útlanda en eitthvað út
á land. Það er orðið alveg
ótrúlega dýrt að búa í hótelum
hjer á landi og kaupa á þeim
máltíðir. Það er orðið alveg ó-
trúlega dýrt að feiðast hjerna
eitthvað að ráði, ef ferðalang-
urinn gerir kröfu til einhverra
þæginda. Þessir með tjöldin og
bakpokana komast sæmilega
af, en þeir eru fáir, sem vilja
eyða öllu sumarfríinu í tjaldi.
Þar gerir veðurfarið upp-
reisn á móti manni.
Eiga þeir að
sleppa?
VERKAMAÐUR hefur skrifað
Daglega lífinu nokkrar línur
um ýrásina á Alþingishúsið,
Hann skrifar meðal annars:
„Eiga sökudólgarnir ekki að
fá þá þyngstu refsingu, sem lög
standa til? Eiga þeir að sleppa,
sm æstu skrílinn til ódæðis-
verkanna, eða eru þetta of
lærðir menn til þess að lög nái
yfir þá? Allur almenningur
hefur áhuga á að fá að fylgjast
með þessum málum frá upp-
hafi til enda“.
•
Til minningar um
ofbeldismenn
ÞETTA er rjett hjá brjefrit-
aranum. Almenningur á að
gera sjer far um að fylgjast
með árásarmálinu frá upp-
hafi til enda. Og hann á ekki
að gleyma aðförinni að Alþing
ishúsinu, æðstu og virðuleg-
ustu stofnun íslendinga.
Jeg býst raunar ekki við
þvi, að þessi þáttur í ofbeldis-
sögu kommúnista falli í
gleymsku. Reykvíkingar þurfa
ekki annað en ganga fram hjá
Austurvelli, sem á sumrin er
einn fegursti bletturinn í bæn-
um til þess að minnast árásar-
inpar. Ofbeldisseggir komma
heiðruðu staðinn með því að
sækja í hann grjótið, sem þeir
grýttu á Alþingi. Hraungrjóts-
lengjurnar við gangstígana eru
víða skörðóttar. Þar rifu þessir
heiðursmenn upp grjótið, sem
þeir bendu að Alþingishúsinu,
þingmönnum lýðræðisflokk-
anna og friðsömum borgurum.
í fríi
VÍKVERJI er farinn í nokk-
urra daga frí. Hann kemur aft
ur til bæjarins í næstu viku.
í fjarveru hans sjer Víkar um
dálka Daglega lífsins. í
I
MEÐAL ANNARA ORÐA
Faliið frá myndum samsfeypustjórnar í Finnlandi
Eftir Thonias Harris,
frjettaritara Reuters.
HELSINGFORS — Kail Aug-
ust Fd'gerholm, forsætisráð-
herra Finnlands, hefur nú |
hætt við tilraunir sínar til að
mynda samsteypustjórn í stað
núverandi stjórnar, sem sósíal-
demokratar einir standa að og
rússnesk blöð hafa margoft
sakað um brot á friðarsamn-
ingnum við Sovjetríkin.
Enda þótt Fagerholm hafi
sagt samstarfsmönnum sínum,
að hann sje þeirrar skoðunar,
að samsteypustjórn eigi að
geta auðveldað lausnina á ýms
um vandamálum Finnlendinga,
hefur honum til þessa ekki tek-
ist að sigrast á andstöðu flokks
síns við. slíka stjórnarmyndun.
Fagerholm hafði gert sjer von-
ir um, að Bændaflokkurinn,
sem sigraði í kosningunum í
júlí síðastliðnum, þjóðlegir
lemokratar (samsteypa komm
únista og vinstri-sósíalista) og
flokkur sinn gætu staðið að
samsteypustjórninni.
• •
FLOKKURINN
MÓTMÆLIR
FLOKKUR forsætisráðherrans
-eyndist þó frá upphafi and-
vígur slíkri stjórnarmyndun,
":nda þótt Fagerholm lýsti yfir,
ið hann mundi sjálfur fara
neð embættj forsætisráðherra
>g gæta þess vandlega að láta
kommúnista ekki ná yfirráð-
um yfir þýðingarmiklum ráðu-
nejdum.
Við þetta bætist svo það, að
meðlimir Bændaflokksins
| finnska eru ekki meir en svo
hrifnir af skilyrðum Fager-
holms fyrir nýrri stjórnar-
myndun.
• •
KREFJAST
JAFNRJETTIS
MARTTI Miettunen, ritari
flokksins, sagði nýlega í ræðu
í Helsingfors:
„Bændaflokkurinn getur því
aðeins tekið þátt í stjórnar-
myndun, að hún byggist á al-
gerum jafnrjettisgrundvelli.
Sósíaldemokratar virðast hins-
vegar svo fráhverfir þeirri
hugmynd, að þeir geti afsalað
sjer rjettinum til að vera als-
ráðandi í landinu, að þeir vilja
ekki einu sinni ræða málið. —
Allt tal um að mynda ríkis-
stjórn á breiðari grundvelli en
nú, er heimskulegt, þegar þess
er gætt, að íhaldsmenn og flest
ir meðlimir sænska þjóðflokks
ins eru þeirrar skoðunar, að
núverandi stjórn sje sú besta,
sem völ sje á“.
• •
ÁRÁSIR RÚSSA
EN á meðan á þessu stendur,
fara árásir rússneskra blaða á
Fagerholm sífelt harðnandi.
Þetta kemur •ýmsum að vífeu
furðulega fyrir sjónir, þégar
-þess er gætt, að Rússár og lepp
flokkur þeirra í Finnlandi láta
ekkert tækifæri ónotað til að
lýsa yfir, að Sovjetstjórnin
hafi engin afskipti af innan-
landsmálum Finnlands; en hjer
er þó um staðreynd að ræða,
sem jafnvel lævíslegasti áróð-
ur Kuusinenflokksins fær
ekki breitt yfir. Blöðin byggja
fyrst og fremst árásir sínar á
fullyrðingum um, að Fager-
holm og samstarfsmenn hans
hafi rofið finnsk-rússneska
friðarsamninginn.
• •
ÞJÓNKUNIN VIÐ
RÚSSA
FAGERHOLM og ráðherrar
hans hafa meðal annars svarað
þessum hatursáróðri með því
að vekja athygli finnsku þjóð-
arinnar á því, hvernig blöð
kommúnista í Finnlandi taka
undantekningarlaust málstað
Rússa og styðja af alefli árásir
þeirra á Finna. Kommúnistarn
ir hika ekki við að saka sam-
landa sína um hverskonar
glæpi, ef þeir telja sig með
ásökunum sínum geta styrkt
aðstöðu hins raunverulega föð-
urlands sínis, Rússlands. Eitt
af finnsku kommúnistablöðun-
um sýndi þannig nýlega þjónk
un sí«a við Sovjetstjórnina
með því að fullyrða, að finnsk-
jr „afturhaldsseggir í hernum“
iværu á leynd að láta framleiða
ílugskeyti, en slík framleiðsla
Framh. á bls. 13.