Morgunblaðið - 03.05.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.1949, Blaðsíða 10
>■■■■■■■■» >1 ■■■ «TT■ ■ ■■■■ IMM ■■■■> «1 10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. maí 1949. • \ Á 'i ; . vantar okkur nú þegar eða síðar á árinu. Þarf. að vera stórt og bjart og á góðum stað H.S. Leiítur Sími 7554. * T T X t t T t t BALDOR IMYLOM SOKKA útvegum við með stuttum fyrirvara gegn nauðsynlegum leyfmn. Piinkaumboðsmenn: JFriðrik Berteisen & Co. Sími 6620. 1 | t J ♦ T T v V V t T V Hafnarhvoli. í HJÚLBARBAR til afgreiðslu beint til leyfishafa frá Frakklandi og Englandi. Ath. verð hjá okkur áður en þjer festið kaup annars staðar I) U N L O P hjólbarðar hafa reynst mjög vel hjerlendis eins og all'sstaðar annars staðar. DUNLOP UMBOÐ Friðrik Berielsen & Co. Hafnarhvoli •'! í f Sími 6620. ‘Wv! >■ AUGLÝSIMO um skoðun bifreiða og bifhjóla í Gullbringu- og Kjós arsýslu og Hafnarfjarðarkaupstað Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hjer með, að hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári fram sem hjer segir: Föstudaginn 6. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—6 e.h. í Barnaskólahúsinu í Grindavík. Skulu þá allar bifreið- ar og bifhjól úr Grindavíkurhreppi mæta til skoðvnar. Mánudaginn 9- maí og þriðjudaginn 10. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. við Vörubilastöðina í Sandgerði. Skulu þá allar bifreiðar úr Miðness- og Gerðahreppi mæta til skoðunar. Miðvikudaginn 11. maí, fimmtudaginn 12. maí, föstu daginn 13. maí, mánudaginn 16. mai og þriðjudaginn 17. maí n.k. kl. 10—Í2 f.h. og 1—5 eh. á Keflavikur- flugvelli. Skulu allar bifreiðar og bifhjól af Keflavikur- flugvelli, Njarðvíkurhreppi og Hafnahreppi mæta til skoðunar. Miðvikudaginn 18. mai, fimmtudaginn 19. maí og föstudaginn 20. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. að Brúarlandi. Skulu allar bifreiðar og bifhjól úr Mosfells- Kjalarness- og Kjósarhreppum, mæta þar til skoðunar. Mánudaginn 23. mai n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. við Hraðfrystihúsið í Vogur fyrir bifreiðar og bifhjól í Vatnsleysustrandarhreppi- Þriðjudaginn 24., miðvikudaginn 25., föstudaginn 27., mánudaginn 30., þriðjudaginn 31. maí n.k., miðviku- daginn 1. júni, fimmtudaginu 2., föstudaginn 3, þriðju- daginn 7., miðvikudaginn 8., og fimmtudaginn 9. iúni n.k. kl. 10—12 f h. og 1—5 e.h. skulu allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnarfirði, Bessastaða-, Garða-, Kópavogs- og Seltjarnarneshreppi mæta til skoðunar við Vörubílastöð Hafnarfjarðar. Ennfremur fer þá fram skoðun á öllum bifrtiðum, sem eru í notkun á áður tilgreindum stöðum, en skrásett eru annarsstaðar. Við skoðun skulu þeir, sem eiga tengivagna eða far- þegabyrgi koma með það um leið og bifreiðin er færð til skoðunar. Þá skulu ökumenn bifreiða leggja fram fullgild öku- skírteini við skoðun. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á rjettum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð sam- kvæmt bifreiðalögum og bifreiðin tekin úr umferð af lögreglunni, hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeig- andi (umráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum á- stæðum fært bifreið sína til skoðunar á rjettum tíma, ber honum að koma á skoðunarstað og tilkynna það. Til- kynningar í síma nægja ekki. Bifreiðaskattur, sem fjell í gjalddaga þann 1. april s.l. (skattárið 1. apríl 1949 — 31. mars 1950) skoðunargjald og iðgjöld fyrir vá- tryggingu ökumanns, verður innheimt um leið og skoð- un fer fram. Sjeu gjöld þessi ekki greidd við skoðun eða áður. verð ur skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Sýna ber skilriki fyrir því, að lögboð- in vátrygging fyrir hverja bifreið sje í lagi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávalt vera vel læsileg, og er því hjer með lagt fyrir þá bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst. Þetta tilkynnist hjer með öllum, sem hlut eiga að máli, til eítirbreytni. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, sýslumaðurinn i Gull- bringu- og Kjósarsýslu 2. maí 1949. Guðm- I. Guðmundsson. • | d ÚHTU’.I !.>í ■ fti ' i ' i •U'.UI'i • loi' li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.