Morgunblaðið - 19.05.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.1949, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19- maí 1949. íslensku flugfjelögin færa út kvíarnar STRAX EFTIR komu fyrstu stóru íslensku milli- landaflugvjelarinnar, „HEKLU“, eða 17. júní 1947, hófust fyrstu íslensku áætlunarflugferðirnar landa í mrllí,; en þá voru ljafnar reglubundnar ferðir milli Kaupmannahafnar og Reykja- . víkur. Eftir því sem flugvjelakosturinn jókst fjölgaði áætlun- I arferðum og lendingarstöðum og hafa bæði flugfjelögin að undanförnu haldið uppi reglubundnum ferðum milli Islands, Korðurlandanna og Bretlands, en „Loftleiðir h.f.“ til Banda- ríkjanna. Hafa íslensku flugfjelögin^ smám saman fengið aukna við- urkenningu rjettinda til að flytja farþega beint milli er- lendra flugstöðva og íslenskra, en hinsvegar ekki mátt flytja þá milli érlendra brottfarar- og ákvörðunarstaða, nema að fengnu sjerstöku leyfi viðkom- andi ríkisstjórna og hefir þess jafnan orðið að leita í hvert skipti og leiguferðir hafa ver- ið farnar. Enda þótt rjetturinn til að mega flytja í áætlunarferðum farþega beint milli erlendra og innlendra flugstöðva sje hverri þjóð í senn hagsmuna- metnaðar- og sjálfstæðismál, þá hlýtur hann, einn saman, alt- af að sníða stakk flugferðanna eftir vexti þjóða þeirra. Leyfi til að halda uppi áætlunarferð- um sem víðast, skapar hinsveg- ar meira olnbogarúm og hefir m. a. orðið þess valdandi að smáþjóðir hafa eignast stór og öflug flugfjelög, eins og t. d. hollenska fjelagið K.L.M. Um mánaðarmótin marz- apríl s. 1. var gengið frá samn- ingum, varðandi gagnkvæm flugrjeítindi, milli íslands ann- ars vegar, en Danmerkur og Bretlands hinsvegar. Sam- kvæmt samningsgerð þessari fengu í lendingar rjett til að halda uppi áætlunarferðum og flytja farþega milli lendingar- stöðva í Bretlandi og Dan- mörku. Er þetta í fyrsta skipti, sem íslendingar fá þess konar rjettindi og gæti það, ef heppn- in yrði með, orðið upphaf að nýjum og merkilegum áfanga í þróunarsögu íslenskra flug- mála. Flugfjelagið „Loftleiðir“ h.f. hefir nú ákveðið að nota þessi nýfengnu rjettindi og mun nú á föstudaginn kemur hefja vikulegar áætlunarferðir milli Prestvíkur í Skotlandi qg Kaup manahafnar. Verður farið frá Prestvík á föstudögum, en frá Kaupmannahöfn á laugardög- um. Fargjaldið verður £20 og 19 s. eða danskar krónu.r 405 aðra leiðina. Farið verður hjeð- an í ferðir þessar á föstudags- morgna og komið til baka síð- ari hluta laugardaga. Er óskandi að þetta nýja skref megi færa íslensk flug- f jelög farsællega nær því marki að taka myndarlegan þátt í hinni alþjóðlegu samkeppni á hinum fjölförnu flugbrautum nútímans. Bretar kaupa korn LONDON. 18. maí: — Búist er við því hjer að senn muni und- irritaður samningur milli Rússa og Breta, þar sem gert verður ráð fyrir að Bretar kaupi all- mikið korn af Rússum. „Rannsóknarlil- laga" Áka varð ekki afgreidd TILLAGA Áka- um að láta skipa sjerstaka „rannsóknar- nefnd“ til að rannsaka ,eðli“ óeirðanna 30. mars við Alþing- ishúsið og hvern þátt lögreglu- stjóri og ríkisstjórnin átti í þeim(!), var til umræðu ? neðri deild í fyrradag. Talaði Sigfús Annes fyrir tillögunni og endurtók sömu marghröktu lygarnar, sem „Þjóðviljinn“ hefur flutt um þessa atburði. Þeir Finnur Jónsson, Halldór Ásgrímsson og Sigurður Kristj- ánsson lögðu fram svohljóðandi rökstudda dagskrá: Þar er alþingismenn voru sjónarvottar að óspektunum við Alþingishúsið hinn 30. mars s. 1. og er því iilluin ljóst, hverjir sök áttu á þeim, og málið auk þess er í rann- sókn hjá sakadómara, telur neðri deild Alþingis tillögu þessa tilefnislausa og lætur í ljós undrun sína yfir flutn- ingi hennar, jafnframt og hún átelur málflutning þm. Siglufjarðarkaupstaðar í greinargerð tillögunnar og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá. Þegar þessi dagskrá var lögð fram, urðu kommúnistar all- ókvæða við og Sigfúsi brá svo í brún að hann fór að klappa saman höndunum! Brátt fóru kommúnistar þó að tala og hjeldu uppi þvílíku málþófi, að ekki var hægt að ganga til atkvæða um dag- skrána. Fundur norrænna s já varútvegsmá la ráðherra í Höfn Einkaskeyti til Mbl. KAUPMANNAHÖFN, 17. maí: — Fundi norrænna sjávarút- vegsmálaráðherra sem staðið hefir hjer í Kaupmannahöfn lauk í gær. Á fundinum var rætt um nefndarálit nefndar þeirrar, sem hefir unnið að skipulagn- ingu síldarrannsókna, en í nefndinni átti sæti fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Fundurinn ræddi einnig nor ræna samvinnu um mentun fiskimanna. — Páll. Leiksýning templara Úr „Hreppstjóranum á Hraunhamri“: Erla Wigeiund í hlut- verki Stellu Straumvíken og Sig. Runólfsson sem Bergur. — Til hægri er Sesselja Hclgadóttir sem Eyrún. /SN Leikför lemplara til Vestmannaeyja FERÐAFJELAG TEMPLARA, sem að undanförnu hefur sýnt gamanleikinn „Hreppstjórinn á Hraunhamri“, eftir Loft Guð- mundsson hjer í Reykjavík og nærsveitum, brá sjer flugleiðis með „Glitfaxa“ Flugfjelags ís- lands til Vestmannaeyja s. 1. mánudag ög sýndi Vestmanna- eyingum gamanleikinn þá um kvöldið. Veður var fagurt og eyjabúar fullskipuðu sitt mynd arlega samkomuhús. Hljómsveit Góðtemplarahúss ins í Reykjavík, sem Jan Morá- vek stjórnar var með í förinni, og aðstoðaði við leiksýninguna eins og hjer í Rvík, og ljek auk þess sjálfstætt. Hvorttveggja, leikflokki og hljómsveit var frábærilega vel tekið í Eyjum. Áhorfendur skemmtu sjer ósvikið að með- ferð leikflokksins á gamanleikn um, klöppuðu honum og hinni ágætu hljómsveit lof í lófa og færðu þeim blómvendi að lok- um. Meðfefð leikenda á hlutverk- unum hefur tekið miklum fram förum yfirleitt, síðan á frum- sýningunni hjer í Reykjavík, einkum> meðferð þeirra Stein- bergs Jónssonar á hlutverki hreppstjórans og Margrjetar Björnsdóttur á hlutverki ráðs- konunnar. Steinberg Jónsson, hinn á- hugasami og ötuli formaður Ferðafjelags Templara, var far. arstjóri og leysti einnig það hlutverk af hendi með prýði. Yfirleitt má segja, að förin hafi verið hin glæsilegasta og heimsækjendum og viðtakend- um til sóma. J. J. Vilja breska stjórn - ekki ítalska LONDON, 17. maí. — Mótmæla fundir voru enn haldnir i Tri- politaníu í dag, og í Trípóli hafa allir Arabar, sem gegr.a opinberum embættum, lagt nið- ur vinnu. Mótmælafundirnir eiga rót sína að rekja til þess, að í ráði er að ítalir taki við verndar- gæslu í Trípólítaníu af Bretum innan tveggja ára. —Reuter. ísland kynnf í Ástralíu FRÚ LILLY Hitch, mágkona Eggerts Guðmundssonar list- málara, dvaldi hjer á landi um mánaðarskeið árið 1945 og aft- ur árið 1947. Hún er gift enskum arkitekt og búa þau nú í Brisbane í Ástralíu. Frú Hitch var mjög hrifin af dvöl sinni hjer á landi og hefur gert mjög. mikið að því að kynna ísland í Ástralíu. Hún hefur meðal annars skrif- að greinar um ísland í áströlsk dagblöð. Þann 26. janúar 1949 flutti hún erindi í ástralska út- varpið, sem hún nefndi: „Land íss og elda“, í því talaði hún meðal annars um Heklugosið síðasta. Frú Hitch segir í brjefi hing- að: „Ástralíumenn eru sjerstak- lega elskulegt og gestrisið fólk, svo að leita verður langt til að finna þess maka; maður verður að fara alla leið norður á ís- land til þess að finna þvílíka alúð og gestrisni". Lávarðadeildin sam- þykkir Aflants- hafssáttmálann LONDON, 18. maí: — Lávarða deild breska þingsins samþykti í dag þátttöku Breta í Atlants- hafssáttmálanum, er áður háfði verið samþykkt í neðri deild þingsins. — Allir ræðumenn deildarinnar fögnuðu sáttmál- anum mjög og töldu að með honum hefði verið stigið mik- ilsverðasta spor allra tíma til nánari og heilladrýgri sam- vinnu þjóða heimsins. I — Reuter. Sendiherra Brela ræðir við Hdteson WASHINGTON, 17. maí. — Sir Oliver Franks, sendiherra Breta í Washington, gekk í dag á fund Acheson utanríkisráð- herra og ræddi við hann í 15 mínútur. Sir Oliver sagði frjettamönn- um eftir á, að hánn hefði rætt við Acheson um ýmis málefni, sem lúta að löndunum i Austur og Suðaustur Evrópu. Kosning nefnda í S. Þ. 1 f FYRRAKVÖLD var kosið í 3 nefndir í Sameinuðu Alþingi. Nefnd til að úthluta skálda- og listamannastyrkjunum: — Þessir voru kosnir: Þorsteinn Þorsteinsson, alþm., (Sj.). Ingi áiar Jónsson, kennari (Alþfl.). Þorkell Jóhannesson, prófessor, (Framsókn). og Magnús Kjnrt- ansson, ritstj. (K). — Endur- skoðendur ríkisreikninganna: lón Pálmason, alþm. (Sj.). Sig, urjón Á. Ólafsson. alþm., (Alþfl.), og Jörundur Brynjólfs; son, alþm., (Framsókn)-. . . ‘ /’ ; , /’ . ,, _ • , ’ , >. í stjórn áburðarverksmiðjanna: Pjetur Gunnarsson, tilrauna- stjóri, (Sj.), Jón Jónsson frá Flateyri (Alþfl.), og Stein- grímur Steinþórsson, búnaðar- málastjóri, (Framsókn). Ísl. bókaúfgeíendur gefa Stokkhólms háskóla stóra bókagjöf fyrir milligöngu Magnúsar Kjaran í GÆR afhenti dosent Sven Jansson, allveglega bókgjöf frá íslenskum bókaútgefendum til Stokkhólmsháskóla í viðurvist H. P. Briem. Gjöfinni veitti viðtöku rektor háskólans, Tunberg. Báðir þess. ir menn eru íslendingum að góðu kunnir. Dósent Jansson, sem sænskur lektor við Háskóla íslands og rektör Tunberg frá Sænsku vikunni hjer. Tildrög þessa máls eru þau, að dosent Jansson átti hjer nokkra viðdvöl á leið sinni frá Ameríku í vetur. Hafði hann þá orð á því, við vin sinn, sænska ræðismanninn hjer, Magnús Kjaran, að það háði nokkuð kennslu sinni í norrænum fræð- um, hve lítið væri til af nútíma íslenskum bókum við háskól- ann. Sneri Kjaran sjer þá til allra , stærstu bókaútgefenda á íslandi og skýrði þeim frá málavöxt- um, með þeim árangri að þeir sendu Stokkhólms háskóla all- ar þær merkustu bækur, - sem gefnar hafa verið út hjer síðast- liðin tvö ár. Afhenti hann svo bækur þessar dosent Jansson í viður- vist sænska sendiherrans Pös- ette og sendiráðsritara Roksén. Kjaran rómar það mjög hversu allir bókaútgefendur hafi tekið þessari málaleitan vel og flest- ir sent mun meir en hann fór fram á. Vonar hann, að þetta megi verða til að styrkja enn betur menningarsambgnd land- anna. 300 þús. ferðamenn PARÍS, 18. maí: — Theodor Pozzi, forstjóri ferðadeildar efnahagsáætlunar Evrópu, ljet svo urnmælt hjer í dag, að bú- ast mætti við því að 250—300 þús. bandarískir ferðamenn kæmu til Evrópu í sumar. '•— Sagði hann, að því fleiri ferða- menn sem kæmu frá Banda- ríkjunum, því minni þörf myndu Evrópuþjóðirnar hafa fyrir Marshallsaðstoðina. > — Reuter. ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.